Dagur - 07.01.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 07.01.1987, Blaðsíða 12
Bæjarráð um húsnæðisvanda bæjarskrifstofa: Byggt verði við Geislagötu 9 - Áætlaður kostnaður með byggingu slökkvistöðvar tæpar 99 milljónir A fundi bæjarráðs 18. desemb- er síðastliðinn var lögð fram greinargerð frá starfshópi sem bæjarráð skipaði í október um framtíðarskipan skrifstofu- húsnæðis hjá Akureyrarbæ. I greinargerð þessari er bent á tvær leiðir sem til greina koma til þess að leysa húsnæðis- vanda bæjarins. Annars vegar er sá möguleiki að byggja við núverandi húsnæði bæjarins og slökkvistöðvarinnar að Geislagötu 9 en hins vegar að kaupa húsnæði að Glerárgötu 26 af Norðurverki hf. Bæjarráð samþykkti að stefna að hinu fyrr- nefnda og var starfshópnum falið að vinna að frekari útfærslu til- lagnanna fyrir gerð fjárhagsáætl- unar ársins 1987. Báðar tillögurnar gera ráð fyrir að ný slökkvistöð verði byggð og er áætlaður kostnaður við það verk rúmar 28 milljónir. Miðað Leiruvegur skal hann heita Þótt mörg stórmál væru á dagskrá fundar bæjarstjórnar Akureyrar í gær, svo sem hækkun gjaldskrár hitaveitu og rafveitu, álagning fasteigna- gjalda og hækkun dagvistar- gjalda, hlaut nafnið á nýja veg- inum yfir Eyjafjörð norðan flugbrautar mesta umræðu. Svo sem kunnugt er lagði Bygginganefnd Akureyrar til að vegurinn yrði nefndur Vaðla- braut, þó svo nafnið Leiruvegur hafi fest við hann manna á meðal síðustu mánuði. Bygginganefnd taldi inálfræðilega rangt að nefna veginn Leiruveg. þar sem leirur í fleirtölu eignarfalli væru „leirna“. Mál þetta var rætt fram og aft- ur í bæjarstjórn í gær og alls kvöddu 8 af 11 bæjarfulltrúum sér hljóðs. Þeir lögðu fram ýmis gögn máli sínu til stuðnings, svo sem Sögu Akureyrar og Árbók Ferðafélags íslands. Utkoman varð sú að sýnt þótti að orðið leira væri ýmist notað í eintölu eða fleirtölu og að bæði leirur og vaðlar færðust úr stað í tímans rás. Nafnið væri því hvorki bund- ið af landfræðilegum forsendum né málfræðireglum, heldur væri það smekksatriði. Endirinn varð sá að gengið var til leynilegrar atkvæðagreiðslu um nafngiftina og lágu þrjár til- lögur fyrir: Leiruvegur, Vaðla- braut og Vaðlavegur. Leiruvegur hlaut átta atkvæði og Vaðlavegur þrjú. Hreppsnefnd Ongulsstaða- hrepps fær nú mál þetta til umfjöllunar og verður fróðlegt að sjá hvert nafnanna nýtur mestrar hylli þar um slóðir. BB. er við að þetta verk verði unnið á árunum 1990-1991. í áðurnefndri tillögu er gert ráð fyrir tveimur nýbyggingum við Geislagötu 9. Gert er ráð fyr- ir að vinna hefjist á þessu ári með því að byggð vcrði viöbygging og tengibygging til suðurs, alls um 1000 fermetrar á þremur hæðum. Áætlaður kostnaður við þennan hluta er um 45,5 milljónir. Þegar lokið væri við byggingu nýrrar slökkvistöðvar yrði steypt upp viðbygging til vesturs á einni hæð, um 270 fermetrar, og að því loknu öll jarðhæðin innréttuð. Kostnaður við þessa tvo þætti er áætlaður rúmar 25 milljónir og er niiðað við að þeim verði lokið árið 1993. Heildarkostnaður vegna við- byggingar og byggingar slökkvi- stöðvar er því áætlaður tæpar 99 milljónir. Kostnaður við kaup á Glerárgötu 26 og byggingu slökkvistöðvar er áætlaður rúmar 123 milljónir. í niðurstöðum nefndarinnar kemur fram að síðarnefnda tii- lagan er stærri í sniðum hvað húsnæði snertir en þó fljótvirk- ari. Með henni fengist lausn á vandanum í byrjun árs 1988 en í tillögunni sem valin var ekki fyrr en á árinu 1989. Einnig eru lána- möguleikar við síðarnefndu til- löguna betri. Kostir fyrrnefndu tillögunnar sem urðu til þess að hún var valin eru, að með því móti verða skrif- stofur bæjarins allar á einum stað auk þess sem bílastæði eru stærri en við Glerárgötu. ET Vio notnina. Mynu: kPö Bílstjórafélagiö Valur: Samningarnir kolfelldir - með öllum greiddum atkvæöum „Við getum ómögulega sætt okkur við að okkur sé meinað að gera tilboð í verk, þá vær- um við eina stéttin á landinu sem það mætti ekki. Þessir samningar voru kolfelldir fyrir sunnan hjá bílstjórafélaginu Þrótti,“ sagði Víkingur Guð- mundsson á Grænhóli um samninga sem Valur, félag vörubflstjóra á Akureyri og nágrenni, felldi á laugardag. Víkingur, sem er formaður Vals, sagði að samningarnir milli VSI og Landssambands vörubif- reiðastjóra hefðu verið felldir með öllum greiddum atkvæðum á almennum félagsfundi í félaginu á laugardag. Aðalástæðan fyrir því að svo fór var það ákvæði samningsins að vörubílstjórar megi ekki gera tilboð í verk eða verkþætti, en slík tilboð hafa ver- ið ríkur þáttur í starfsemi vöru- bílstjóra sem reka eigin bíla undanfarin ár. Þá mótmæla bílstjórar einnig því atriði samningsins að þeir eigi ekki lengur að hafa forgang um leiguakstur. Verktakar fá sam- kvæmt þessum samningi leyfi til að stunda leiguakstur hvor hjá öðrum. „Þetta þýðir að bílstjóra- félögin munu líða undir lok, því öll stærri verk eru boðin út og ef samningurinn væri samþykktur hefðum við ekkert nema snattið. Á þingi Landssambands vöru- bifreiðastjóra í des. var útboðs- stefnu ríkisins mótinælt því heimamenn sætu engan veginn að verkefnum í heimahéruðum sínum. Við viljum vernda þessa stétt fyrir of lágum tilboðum sem leiða til gjaldþrots viðkomandi verktaka," sagði Víkingur að lokum. EHB ■*r WSÍlÍi* ' Hún var örugglega ekki að hugsa um sem hún sat í snjónuin og lét hugann *&£§ * . , ■■■ ***:. fasteignagjöldin þessi litla stúlka þar reika. Mynd: RÞB Ólafsfjörður: Atvinnuleysi og ótiyggt ástand - Lagast vart fyrr en með vorinu „Svona truflun í sjávarútvegi er fljót að segja til sín í sjávar- plássi eins og Olafsfirði,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson bæjar- stjóri í Ólafsfirði er við rædd- um við hann um áhrif sjó- mannaverkfallsins. Togarinn Sólberg fór út fyrir áramótin og mun sigla með aflann. Hins vegar er Ólafur bekkur bundinn við bryggju en hann er einn af japönsku togur- unum svokölluðu og á að fara í miklar breytingar í Póllandi um næstu mánaðamót. Valtýr sagði að ætlunin hefði verið að nota ferðina út til þess að selja fisk erlendis en sennilega gæti ekkert orðið af því. „Það hefur ekki orðið til þess að bæta ástandið hérna upp á síð- kastið að viðgerðin á Sigurbjörg- inni hefur tafist. Skipið kemur þó frá Noregi þar sem það er í við- gerð undir lok mánaðarins og vonandi verður þá búið að leysa þetta verkfall þannig að ekki þurfi að binda skipið við bryggju." Valtýr sagði að reiknað væri með að hinn nýi togari Ólafsfirð- inga, Merkúr, komi til Ólafs- fjarðar í mars. Ólafur bekkur á svo að koma úr breytingunum í maí. „Ég reikna með að þá fari hjólin að snúast fyrir alvöru hérna og vonandi mala þau okk- ur gull,“ sagði Valtýr Sigur- bjarnarson. - Atvinnuleysi er nú að sjálfsögðu hjá fiskverkafólki í Ólafsfirði og varla von á því að hjólin fari að snúast fyrir alvöru á næstunni þótt verkfaílið leysist. gk--

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.