Dagur - 12.03.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 12.03.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, fímmtudagur 12. mars 1987 49. tölublað Namm, súkkulaðiö er gott en maður verður að muna að bursta tennurnar á eftir Mynd: RÞB Loðdýrarækt: „Viðhorfin að snúast landbúnaði í hag“ - segir Ketill Hannesson, landbúnaðarhagfræðingur Akureyri: A tímabilinu 1986-’90 verður 1,5 milljarði varið til endur- skipulagningar í landbúnaði, sem hefði annars verið varið til útflutningsbóta. „Nú er það spurning hvernig bændur spila úr þessari fjárveitingu. Það er Slippstöðin: Samninga- umleitanir í gangi Kjarasamningar milli Slipp- stöðvarinnar og iðnaðarmanna hjá fyrirtækinu eru enn á umræðustigi og ekkert hægt að tala um samkomulag á næst- unni. Eins og kunnugt er hafa rafvirkjar staðið lengi í kjara- deilum og lyktaði þeim málum með því að flestir þeirra sögðu upp. „Við erum búnir að vinna í þessu síðan um áramót og við erum að því ennþá,“ sagði Gunn- ar Ragnars forstjóri. Hann sagð- ist að öðru leyti ekki vilja tjá sig um málið á þessu stigi. „Petta er ákveðið verk sem samkomulag varð um að vinna og reyna að finna einhvern grundvöll,“ sagði Gunnar um samningaviðræðurn- ar hjá Slippstöðinni. SS Ijóst að mikill áhugi er meðal bænda fyrir loðdýrarækt og flskeldi. Eg held að þetta stefni allt í rétta átt. Það eru vissu- lega mörg vandamál óleyst, en viðhorfin eru að snúast land- búnaði í hag,“ sagði Ketill Hannesson, búnaðarhagfræði- ráðunautur. Uppbygging loðdýraræktar nær hámarki nú í ár og á því næsta. Árið 1986 var áætlað að 600 milljónir færu til fram- kvæmda við loðdýrarækt hér á landi og var talið að hún myndi skila um 1 milljarði króna í gjald- eyri á ári þegar þessu 5 ára tíma- bili lýkur. Þegar markmiðum búvörulaganna frá 1985 er náð má ætla að 724 ársverk í hefð- bundnum búskap hafi horfið, sé miðað við framleiðslu áranna 1976-78. Að sögn Ketils mun loðdýraræktin skapa um 700 ný störf í landbúnaði þegar rekstur- inn er kominn í fullan gang. Þessi störf verða öll í dreifbýli. Ketill sagði að frá upphafi loð- dýraræktar hafi íslendingar haft sérstöðu hvað markaðsmál varðar, en þeir gátu gengið inn í kerfi sem til var og stóðu því jafnfætis öðrum sem stunda þessa grein erlendis. „Nú er það dugn- aður, þekking og útsjónarsemi bænda sem ræður því hver fram- vinda loðdýraræktar verður á ís- landi,“ sagði Ketill. -mþþ Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Norðurland: Gífurleg loðnuveiði Loðnubræðslu á Raufarhöfn, á yflrstandandi vertíð, var hætt um síðustu mánaðamót. Alls voru brædd 74.747 tonn af loðnu á vertíðinni og er það nokkru minna en í fyrra þegar brædd voru um 82 þúsund tonn. Bræðsla hófst síðari hluta júlímánaðar og landanir á vertíðinni voru 132. Að sögn Árna Sörenssonar verksmiðjustjóra stafaði þessi samdráttur eingöngu af miklum ógæftum í október og nóvember meðan loðnan var hér fyrir norð- an land. „Þetta var alltaf að slitna sundur vegna þess að við fengum ekki loðnu,“ sagði Árni í samtali við Dag. Nú er unnið að miklum endur- bótum á verksmiðjunni á Raufar- höfn, en hún er í eigu Síldarverk- smiðja ríkisins. í fyrsta lagi verð- ur skipt um svokallaðan soð- kjarnaofn en í nonum er megnið af vatni eimað úr loðnusoðinu. Gamli ofninn var orðinn ónýtur enda var hann mjög kominn til ára sinna, smíðaður á Siglufiröi á síldarárunum. Einnig er ætlunin að setja upp búnað við tæki og niðurföll til að koma í veg fyrir að grútur berist með afrennsli í sjóinn. Talsverð- ar endurbætur verða einnig gerð- ar til að koma í veg fyrir grútar- mengun við löndun. ET Bóluefni á þrotum - Margir hafa verið bólusettir gegn flensu væri að ræða nýja stofna sem þennan þá væri gert ráð fyrir því að þetta gengi tiltölulega fljótt yfir. ET Samningamál trésmiöa: Sáttasemjari norður um helgina „Félagsfundur er búinn að veila stjórn og trúnaöar- mannaráði félagsins heiniild til verkfallsboðunar. Heimildin er ekki tímasett og ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um að beita henni ennþá,“ sagði Guðmundur O. Guðmunds- son, formaður Trésmiðafélags Akureyrar, þegar hann var inntur eftir hugsanlegu verk- falli trésmiða í gær. I þessum mánuði er áætlað að funda með vinnuveitendum og sáttasemjari hefur boðað komu sína til Akureyrar um helgina vegna samningamála trésmiða. Trésmiðir og aðrir byggingamenn voru ekki aðilar að jólaföstu- samningunum og hafa samningar þeirra verið lausir síðan um ára- mót. í gærkvöldi var fundað í Trésmiðafélaginu og átti þá að taka ákvörðun um verkfallsboð- un og var reiknað með að fundur- inn stæði langt fram á kvöld. EHB Flest ár gerist það að einhvers konar umgangspestir eða flensur heimsækja Akureyri og aðra þéttbýlisstaði. Að undan- förnu hafa fréttir borist frá Reykjavík af svokallaðri Singapore-inflúensu og mun þar vera um að ræða nýjan stofn. Grunur leikur á að þessi flensa sé nú komin til Akureyr- ar. í haust birtist auglýsing frá Heilsugæslustöðinni á Akureyri þar sem fólki var bent á að panta með fyrirvara bólusetningu gegn inflúensu. Sérstaklega var full- orðnu fólki og sjúklingum ráðlagt að verða sér úti um slíka ónæmis- aðgerð. Töluverður fjöldi fólks not- færði sér þetta og að undanförnu hafa farið fram bólusetningar. Að sögn Hjálmars Freysteinsson- ar yfirlæknis á Heilsugæslustöð- inni hafa yfir 1000 manns látið sprauta sig. Ekki heíur enn verið staðfest að Singapore-vírusinn hafa tek- ið sér bólfestu á Akureyri en það er þó talið fullvíst þar sem frést hefur af grunsamlegum tilfellum. Sýni hafa verið tekin og er nú beðið eftir niðurstöðum úr grein- ingu. Bóluefni er á þrotum og að sögn Hjálmars er of seint að fá bólusetningu ef flensan hefur numið land, ef svo má segja. Því er ekki ráðgert að panta meira bóluefni. Hjálmar sagði að þegar um Hólar í Hjaltadal: 700 refalæður sæddar í vetur Um miðjan mánuðinn munu hefjast rcfasæðingar á Hólum í Hjaltadal. Á Hólum er högna- stöð og verður sæði tekið úr 30 högnum. Búið er að panta sæðingar á 700 læðum og er reiknað með að þær standi yfir í mánaðartíma. Með sæð- ingunum er stefnt að tvennu, að kynbótum á blárefastofnin- um og að ná litablendingum með því að sæða blárefalæður. Með sæði úr silfurrefum, fást svokölluð „blue frost“ skinn sem eru miklu verðmætari en venjuleg blárefaskinn. Að sögn Úlfars Sveinssonar á Ingveldarstöðum, stjórnarmanns í Samtökum loðdýrabænda í Skagafirði, fóru sæðingar í fyrsta sinn fram í fyrra og voru þá sædd- ar 176 læður. Hélt tæpur helm- ingur þeirra og er það talinn ágætur árangur miðað við fyrsta skipti. Hluti af læðunum var sæddur með sæði úr silfurref og var hluti þeirra „blue frost“ skinna sem fékkst út úr sæð- ingunum síðasta vetur seldur á uppboðinu í Danmörku á dögun- um. Verðið sem fékkst fyrir skinnin var að meðaltali 900 krónur danskar og fór allt upp í 1100. Til samanburðar má geta að meðalverðið á blárefaskinnum var 354 krónur danskar. Nýlokið er á Hólum námskeiði í sæðingum refa þar sem dýra- læknarnir Kjartan Hreinsson og Eggert Gunnarsson leiðbeindu. Fyrst var tveggja daga upprifjun- arnámskeið fyrir þá 10 sem sóttu sams konar námskeið á sama stað í fyrra. Síðan var haldið 8 daga námskeið fyrir byrjendur. Þátt- takendur voru 11 hvaðanæva af landinu. -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.