Dagur - 12.03.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 12.03.1987, Blaðsíða 11
Guðmundur Stefánsson: Eyðibýlastefna eða uppbygging Eftir að verð á búvörum kekkaði og okkar bestu útflutningsmarkaðir nánast lokuðust á árunum 1978-1981, má segja að forsendur fyrir búvöru- framleiðslu beinlínis til útflutnings hafi brostið. Hér er þá að sjálfsögðu fyrst og fremst átt við framleiðslu mjólkur og kindakjöts. Útflutnings- bætur entust enda illa og söluverð þessara vara erlendis fór niður í 20- 30% af innanlandsverðinu. Þegar hér var komið virtist almenn pólitísk samstaða um það að snúa þyrfti af þessari braut og sífellt kom fram meiri gagnrýni á það sem kallað var að „greiða mat ofan í útlend- inga“. Svo virtist sem allir flokkar á Alþingi vildu draga úr útflutnings- bótum og sumir jafnvel fella þær nið- ur með öllu. Samdráttur Það var erfitt hlutskipti sem beið bænda. Eftir að hafa verið með öll- um ráðum hvattir til að auka fram- Málverka- sýning í Dynheimum Laugardaginn 14. mars kl. 14.00 opnar Bjarni Einarsson sýningu í félagsmiðstöðinni Dynheimum á Akureyri. Á sýningunni eru olíumálverk og sáldþrykksmyndir unnar síð- ustu árin í Gautaborg og á Akur- eyri. Áður hefur Bjarni tekið þátt í fimm samsýningum, fjórum í Gautaborg og einni á Akureyri. Bjarni er sjálfmenntaður í list- inni. Hann vinnur að öllu jöfnu á Minjasafninu á Akureyri og er stundakennari við Myndlistaskól- ann á Akureyri. Sýningin verður opin 14.00- 21.00 opnunardaginn, en annars 17.00-21.00 aðra daga. Henni lýkur sunnudaginn 29. mars. Bókaútsala í P.O.B. Dagana 12., 13. og 14. þ.m. verð- ur haldin stór bókaútsala í Prent- verki Odds Björnssonar hf. að Tryggvabraut 18-20. Þar verða á boðstólum á annað hundrað bókatitlar um margvíslegt efni. Það sem er óvenjulegt við þessa bókaútsölu í P.O.B. er, að allar bækur seljast á einu verði, sem er kr. 200,00. Af sumum eldri titlum eru aðeins nokkrir tugir eintaka eftir, en þetta er í fyrsta skipti sem P.O.B. er með bóka- útsölu. Leiðrétting í opnu blaðsins í gær var fjallað um kjaradeilu HÍK og ríkisvalds- ins. Var greinin límd upp í vit- lausri röð. Rétt upphaf greinar- innar er í 2. dálki, þar sem segir „Jónas Helgason er trúnaðar- maður kennara við MA....“. Upphaf greinarinnar á síðan að koma á undan millifyrirsögninni „Missa bestu kennarana." Eru hlutaðeigendur beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. -HJS leiðslu, bæta jarðir og byggja upp, var blaðinu skyndilega snúið við. Nú varð að draga úr framleiðslunni og margir bændur áttu erfitt með að skilja hvers vegna ekki var nú lengur hægt að framleióa matvöru meðan a.m.k. of stór hluti mannkyns svalt heilu og hálfu hungri. En samdrátturinn þýddi annað og meira. Þeir lítrar mjólkur og þau kíló kjöts sem framleiða mátti urðu færri og ef fjöldi bænda við þessa fram- leiðslu átti að vera sá sami, þá þýddi það að kjör hvers og eins urðu að rýrna. Þetta eru afleiðingar þess að dregið var úr búvöruframleiðslunni og þetta gátu allir sagt sér fyrirfram, stjórnmálamenn, bændur og allur almenningur í landinu. Við bætist svo að búskaparhættir breytast, bú stækka og ný tækni held- ur innreið sína. Það er einfaldlega skekkja að ímynda sér að samdrætti í hefðbundinni búvöruframleiðslu verði mætt með því að „skera ofan af þeim stóru". Þó einstök bú séu e.t.v. „óheppilega" stór, þá eru þau ekki mörg og mönnum má ekki súrna í augum þó myndarlega sé búið. 400- 600 ærgilda bú er ekkert stórbú, heldur nútímafjölskyldubú af eðli- legri stærð. Verðlausar jarðir Því hefur verið haldið fram að með þeim ráðum sem nú er beitt við fram- leiðslustjórnun sé verið að gera fjölda jarða verðlausar. Þetta er ekki rétt. Það sem hefur gerst er að miðað við það magn búvara sem unnt er að selja er ekki nægjanlega mikið til að unnt sé að framleiða hefðbundnar búvörur á öllum jörðum sem til þess hafa verið byggðar upp. Illa hýstar jarðir með litla ræktun eiga því litla möguleika til að þar verði hefðbund- in búvöruframleiðsla í náinni framtíð. Ef til vill verða þær verðlausar, en ýmislegt er gert til að koma í veg fyr- ir það og að því komið síðar. Búvörulögin Þegar búvörulögin voru samþykkt á Alþingi árið 1985 voru þau svar við breyttum tímum. Engin samstaða og lítill vilji var til að halda í gömlu framleiðsluráðslögin og því voru þau í raun enginn valkostur. Nýju búvörulögin voru heldur enginn slæmur kostur. í þeim er að finna flest þau ákvæði um kjör bænda sem voru í gömlu lögunum, en auk þess ákvæði uni ýmis önnur atriði sem bændur liafa barist fyrir s.s. stað- Guðmundur Stefánsson. Önnur grein greiðslu afurða og víðtækari heimild- ir til framleiðslustjórnunar. Samningar um ákveðið magn bú- vara sem bændum er ábyrgst fullt verð fyrir eru til komnir í kjölfar nýju laganna, en reikna má með, að bændur hefðu fengið minna magn afurða greitt fullu verði hefðu gömlu lögin verið í gildi. Þar að auki er með magnsamning- unum leitast við að koma í veg fyrir að bændur framleiði vörur sem þeir ekki fá neitt verð fyrir. Áður fengu þeir ekki að vita hversu mikið magn þeir fengju greitt fullu verði fyrr en við uppgjör sem kom jafnvel einu ári eftir að framleiðsluárinu lauk. Nú er þess freistað að þessar upplýsingar komi til bænda áður en framleiðslu- árið hefst. Framleiðnisjóður Annað er mjög mikilvægt í hinum nýju búvörulögum og það er að nú er í fyrsta sinn veitt verulegum fjármun- um í nýja atvinnuuppbyggingu í sveitum. Henni er að sjálfsögðu ætl- að að koma í stað samdráttarins í hefðbundinni búvöruframleiðslu, a.m.k. að hluta. Að sjálfsögðu er ekki nægjanlegu fé veitt til þessara hluta og þetta hefði þurft að gera mun fyrr, en engu að st'ður er þetta langmesta átak sem gert hefur verið til að byggja upp sveitir í stað sam- dráttarins. Þær raddir hafa heyrst, að verið sé að eyðileggja jarðir og jafnvel heil sveitarfélög þegar framleiðnisjóður kaupir eða leigir fullvirðisrétt af bændum. Þetta er auðvitað mikill misskilningur. Framleiðnisjóður er einfaldlega að aðstoða þá bændur sem sjá að miðað við ríkjandi aðstæður henti jörð þeirra ekki til hefðbundinnar framleiðslu, til að koma eignum sínum í verð og fram- lag framhiðnisjóðs verður einfald- lega að skoðast sern hluti af verðmæti jarðarinnar. Sama gildir um framlög framleiðni- sjóðs til búháttabreytinga. Þar er verið að aðstoða bændur við að hefja þann búskap sern þeir telja heppileg- ast að stunda miðað við aðstæður. Það er vert að vekja athygli á, að öll fyrirgreiðsla og aðstoð framleiðni- sjóðs við bændur er skv. óskum þeirra sjálfra og þeint því væntanlega til framdráttar. Vissulega kann það að vera satt að ýmsir bændur gætu hugsað sér annað hlutskipti. en þeir skoða þessi mál í ljósi ríkjandi aðstæðna og það er líka það eina rétta. Fækkar bændum? Alla þcssa öld hefur bændum á ís- landi verið að fækka. Þctta er reynd- ar sama þróun og er í okkar ná- grannalöndum. í sjálfu sér er mjög líklegt að bændum haldi áfram að fækka, rétt eins og sjómönnunt og öðrum þeim er vinna við frumfram- leiðslu, en þetta stafar fyrst og frenist af því að tæknin er sífellt meir að leysa ntannshöndina af hólmi. Bændum við hefðbundinn búskap mun sjálfsagt fækka eitthvað vegna framleiðslutakmarkana, en vonandi munu sem flestir þeirra hverfa yfir í aðrar búgreinar. Fjölbreytni atvinnu- lífs í sveitum þarf að aukast og þegar hefur ýmislegt áunnist þó margt sé enn óunnið. Ef til vill er fjöldi bænda ekki aðalatriðið, heldur að þeir sem 12. mars 1987 - DAGUR - 11 búa í sveitunum njóti lífskjara sem jafnast á við það sem almennt gerist. Til að svo geti verið verður landbún- aðurinn að halda áfram að þróast og breytast í samræmi við þarfir þjóð- félagsins. Engin eyðibýlastefna Sú stefna sem nú er fylgt í landbún- aðarmálum er engin eyðibýlastefna. Þvert á móti tekur hún mið af aðstæðum og er fram sett til að koma í veg fyrir að haldið yrði áfram þá blindgötu sem landbúnaðarmálin voru á vissan hátt komin í. Ytri aðstæður og e.t.v. pólitískt andvaraleysi valda mestu um aö nauðsynlegt hefur reynst að beita framleiðslutakmörkunum og fram- leiöslustjórnunin er afleiðing þess en ekki orsök. Ekki kom til greina að halda áfram að framleiða búvörur sem enginn vildi greiða fyrir og þann- ig leggja í kostnað sem hvorki bænd- ur né þjóðfélagið fengju neitt fyrir. Slíkt hefði verið algjört ábyrgðar- lcysi og svik við bændur. Það hefði veriö sannkölluð eyðibýlastefna. Höfundur er framkvænida- stjóri ÍSTESS og var áður hag- fræðingur Stéttarsambands bænda. Skíðaskólinn Hlíðarfjalli Næstkomandi mánudag hefst framhaldsnámskeið Kennt verður í Hjallabraut kl. 17-19 og 19-21. Kennari: Vilhelm Jónsson. Innritun og upplýsingar á Skíðastöðum sími 22280 og 22930 Kaffisala og söngur Kór Barnaskóla Akureyrar verður með kaffíhlaðborð í Alþýðuhúsinu 4. hæð (húsnæði Svartfugls) sunnudaginn 15. mars kl. 15-17 til styrktar Færeyjaferð í maí. Kórinn syngur nokkur lög. Einnig verður fjöldasöngur. ATH. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Allirsem vilja styrkja kórinn eru hjartanlega velkomnir. Foreldraráð. Hrafnagilshreppur Kjörskrá sveitarfélagsins vegna almennra kosninga til Alþingis, sem fram eiga að fara 25. apríl 1987, liggur frammi í félagsheimilinu Laugarborg - (húsvörður) og hjá undirrituðum frá og með 13. mars til 10. apríl 1987. Kærufrestur vegna kjörskrár er til 6. apríl 1987. 12. mars 1987, F.h. hreppsnefndar. Oddviti. Jón Páll velur aðeins það besta, það ættir þú líka að gera! Nudd heílsunnar vegna ATH. Kvöld- og helgartímar. Ljósabekkir - Sauna - Nuddpottur - Cafetería Opiö virka daga kl. 8.00-23.30. Helgar kl 10.00-19.00. Opið í hádeginu. Sjáumst hress!!! Bryndís, Kiddi, Inga og Sigga. KA-heimilið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.