Dagur


Dagur - 12.03.1987, Qupperneq 5

Dagur - 12.03.1987, Qupperneq 5
12. mars 1987 - DAGUR - 5 Það er vissara að skoða vel ef maður ætlar að kaupa sér eintak. 505, sem oft er nefndur „flagg- skipið frá Peugeot“ og loks Peugeot 205 GTI, sem valinn hefur verið „sportlegi bíll ársins“ af nokkrum bílablöðum í Evrópu. Margir lögðu leið sína á Furu- vellina um helgina til þess að skoða sýninguna. Á þaki bílanna hafði verið komið fyrir spjöldum, sem höfðu að geyma ítarlegar upplýsingar um viðkomandi bíl, s.s. vélarstærð, gírafjölda, verð o.s.frv., og var mikið hagræði af þessu fyrir sýningargesti. Að sögn Jóhanns Kristinsson- ar, annars eiganda Víkings, var aðsóknin betri en þeir áttu von á fyrirfram og alls seldust 5 bílar á sýningunni. Ljósmyndari Dags leit inn á sýninguna á laugardag- inn og tók meðfylgjandi myndir. Jóhann Kristinsson hjá Víkingi sf. og Börkur Ingvarsson sölumaður hjá Jöfri við einn sýningarbílinn. Myndir: rpb Ný útgáfa Passíusálmanna Út eru komnar hjá Hörpuút- gáfunni á Akranesi bækurnar „Passíusálmar Hallgríms Péturs- sonar“ og „Til móður minnar". Báðar þessar bækur voru áður út gefnar af bókaútgáfunni Stafa- felli. Helgi Skúli Kjartansson hefur annast þessa útgáfu á Passíu- sálmunum, sem er 71. prentun þeirra. Hann ritar inngangsorð um ævi Hallgríms og sálmaskáld- skap hans. Hér er um að ræða endurskoðaða 70. prentun. Sú hefð hefur skapast að ferm- ingarbörn fái Passíusálmana í tengslum við ferntinguna og til þess að korna til móts við óskir margra, er þessi útgáfa nú fáan- leg innbundin bæði í hvítu og svörtu bandi. Bókin er 285 bls. Til móður minnar er safn kvæða, sem íslensk skáld hafa ort til mæðra sinna og um þær. Bók með þessu nafni kom fyrst út 1945 í umsjá Ragnars Jóhannessonar og Sigurðar Skúlasonar. Sú útgáfa, sem nú kemur fyrir sjónir lesenda er 2. prentun 3. útgáfu í umsjón Sigurðar Skúlasonar. Bókin er 231 bls. Báðar bækurnar eru offsetprentaðar og innbundnar í Prentverki Akraness hf. Bjarni Jónsson listinálari teiknaði kápur og titilblöð. Zontaklúbburinn Þórunn hyrna: Iðjuþjálfun við Sel 2 Það er nú ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að ætla sér að kynna hjúkrunardeildina í SELI II í blaðagrein. En víst er að aldrei er góð vísa of oft kveðin og málefnið verðugt. Pað hefur varla farið fram hjá neinum af lesendum þessa blaðs, að verið er að vinna í húsnæði því sem síðar á aö vera Hjúkrunardeild fyrir aldraða SEL II. SEL I var tekið í notkun í apríl 1983 og eru þar vistrými fyrir 20 hjúkrunarsjúklinga. SEL II kemur til með að rúma 10 hjúkr- unarsjúklinga og markmiðið er að koma því í notkun á komandi sumri. En þrátt fyrir þessa viðbót verður víða neyðarástand áfram, því vitað er að milli 30 og 40 hjúkrunarsjúklingar þyrftu að fá vistun á slíkri deild strax í dag. En það er samt ekki allt fengið nteð því að fá inni á hjúkrunar- deild. Kröfurnar á þjónustu þess- ara deilda hafa farið vaxandi á síðari árum. Sjúklingar, aðstand- endur og starfsfólk sættir sig ekki við að starfsemi hjúkrunardeilda miðist við einhvern biðtíma, þ.e. kröfurnar eru, að síðustu æviárin geti líka haft tilgang og verið gef- andi. Geta og áhugi sjúklinganna eru að sjálfsögðu mjög misjöfn, en flestir geta eitthvað gert sér til dægrastyttingar og nýtt sér þjálf- un að einhverju leyti. Þáttur iðju- þjálfunar í umönnun hjúkr- unarsjúklinga hefur farið vaxandi á síðari árum. Ýmis hjálpartæki hafa komið á markaðinn sem auðvelda sjálfshjálp sem kemur bæði sjúklingum og starfsfólki þessara deilda til góða. Pví miður hafa fjárframlög oftast verið af skornum skammti og kaup á ýms- um tækjum orðið útundan. Zontaklúbburinn Pórunn hyrna ákvað í upphafi starfsárs- ins ’86 - ’87 að taka sem verkefni til tveggja ára, iðjuþjálfunar- þáttinn við SEL II. í desember ’86 útbjuggu klúbbsystur aðventuskreytingar ýmiss konar og seldu í göngugötunni og fyrir- tækjum bæjarins. Bæjarbúar tóku þessu einstaklega vel og vil ég koma á framfæri hér kæru þakklæti til allra sem keyptu af okkur. Hagnaður af sölunni rennur óskiptur til iðjuþjálfunar við SEL II. Haldið verður áfram með þetta stuðningsverkefni á vegum klúbbsins á næsta starfs- ári. Er það von okkar í Zonta- klúbbnum Pórunni hyrnu að verkefni þetta skili árangri til handa öldruðum og sjúkum í bænum okkar. Næstkomandi laugardag kom- urn við til með að kynna klúbbinn okkar og þetta stuðningsverkefni í svæðisútvarpinu kl. 18-19, þar sem líka verður velt upp ýmsum hliðum á vistunarmálum aldraðra sjúklinga á Akureyri. f.h. Zontaklúbbsins Þórunnar hyrnu Svava Aradóttir Zontakonur gera aðventuskreytingar. Mynd: RÞB Hvað veistu um popptónlist? Denna-spurningakeppnin er í Sjallanum í kvöld kl. 20.30. Allar spurningarnar snúast um popptónlist. MA VMA MH FB Sauðárkróki leiða saman hesta sína og svara spurningum úr dægurlagaheiminum frá rokktímabilinu til dagsins í dag. Stjórnendur: Ásgeir Tómasson á Bylgjunni og Steingrímur Ólafsson. Áfram ( ) MA ( ) VMA í! prc ( ’FBS ö\^eVP's Sjáumst í Sjallanum F.U.F.A.N.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.