Dagur - 12.03.1987, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 12. mars 1987
Salur saumadeildar er rúmgóður og þrifalcgur.
Allir Akureyringar þekkja
verksmiðjur SIS á Gleráreyr-
um enda ekki nema von því
þær hafa verið svo snar þáttur í
atvinnulífi bæjarins um ára-
tugaskeið. En hversu mikið
vita bæjarbúar í raun um þessi
fyrirtæki? Nú á dögum eru
e.t.v. ekki margir sem gera sér
grein fyrir því hvern þátt Sam-
band íslenskra samvinnufé-
laga átti á sínum tíma í að
leggja grundvöll að innlendum
iðnaði og skapa þær efnahags-
legu forsendur sem síðar gerðu
landsmönnum kleift að öðlast
sjálfstæði sem fullvalda ríki
með eigin iðnað og fram-
leiðslugreinar.
Enn í dag er talað um gömlu
heiti verksmiðjanna: Gefjun,
Iðunn og Hekla. Gefjun var elsta
og fyrsta verksmiðjan sem var
stofnuð til að vinna band úr
íslenskri ull. Síðar kom Iðunn til
sögunnar en þar var fyrsta sútun-
in utan Reykjavíkur stofnuð á
landsmenn. Pegar gengið er
gegnum verksmiðjurnar sést
starfsfólkið vinna við afkasta-
miklar og nýtískulegar vélar í
þrifalegu umhverfi. Það er því
margt breytt frá þeim tíma þegar
einn öxull gekk gegnum loft
Gefjunarverksmiðjunnar og
knúði spunavélarnar með kraft-
inum frá Glerá.
Hvernig skyldi það vera að
vinna á verksmiðjunum?
Guðfinna Sölvadóttir,
saumakona:
„Ég afgreiddi áður í verslun
Kaupfélags verkamanna en varð
að hætta þar þegar verslunin var
lögð niður. Ég sótti um vinnu í
saumaskap og við höfðum vissan
tíma til að þjálfa okkur upp en
þetta kom mjög fljótlega.“
- Hvaða hugmyhdir hefur fólk
um þessa vinnu?
„Þeir sem ekki vinna hérna
halda að það sé eitthvað voðalegt
að fara í saumaskap, þetta sé erf-
og ég sé ekki eftir því að hafa
byrjað að vinna hér."
Stefán Pálsson,
deildarstjóri:
- Hvernig vildi það til að þú
hófst störf hérna á prjóna- og
saumadeildinni?
„Ég rakst á auglýsingu um
þetta starf í Degi í októbermán-
uði í fyrra en þá var ég við nám í
rekstrartæknifræði í Danmörku.
Ég sótti um starfið og fékk það
og hef unnið hér frá því í janú-
ar.“
- Hvaða hugmynd hafðir þú
gert þér um starfið og þessa verk-
smiðju áður en þú byrjaðir?
„Ég hafði frekar óljósar hug-
myndir um þetta en ég var stein-
hissa þegar ég kom hingað því ég
hafði ekki gert mér grein fyrir því
að fyrirtækið væri svona vel í
stakk búið til að sinna sínu verki
og þetta mikið tæknilega þróað.
Þær vörur sem við framleiðum
eru í hæsta gæðaflokki.“
vaktaálag ofan á öll laun. Ef fólk-
ið vill yfirvinnu þá getur það
fengið að vinna eins og það vill
en við förum þess ekki á leit við
fólk að fyrra bragði að vinna
meira en átta tímana.“
- Er mikið af verkefnum fram-
undan?
„Já, það er óhætt að segja það.
Við sjáum t.d. fram á að það þarf
að fara að vinna við sauma á
laugardögum um tíma.“
- Hvaða hlunnindi fylgja því
að vera starfsmaður SÍS?
„Starfsmenn hér fá allar vörur
sem við framleiðum á kostnaðar-
verði að viðbættum söluskatti. Pá
fylgja ýmsir kostir því að vera
meðlimur í Starfsmannafélagi SÍS
og er of langt mál að telja það allt
upp hér en ég get t.d. nefnt ódýr-
ar utanlandsferðir og afslátt í
verslunum."
- Hvernig eru vélarnar og
vinnuaðstaða hér í húsinu?
„Vélarnar eru af fullkomnustu
gerð og vel er fylgst með nýjung-
um á þeim vettvangi. Við leggj-
um mikla áherslu á að vel fari um
fólkið þegar það vinnur við þess-
ar vélar sem margar hverjar, t.d.
prjónavélarnar, eru tölvustýrðar
og þær eru sífellt að verða sjálf-
virkari. Hér situr fólk við sauma-
vélarnar en stendur ekki í bleytu
og ísköldum vatnsgangi allan
daginn eins og í frystihúsunum.
Hér er alltaf hlýtt og fullkomið
loftræstikerfi sér um að ferskt loft
leikur um salina. Þá megum við
ekki gleyma mötuneytinu sem er
vinsælt af starfsfólkinu."
- Er mikið spurt eftir vinnu
hérna?
„Það er alltaf eitthvað um það
en fólk gerir sér svo rangar hug-
myndir um þennan vinnustað.
Það kom t.d. stúlka hingað fyrir
tilviljun um daginn og það kom
upp úr kafinu að hún vinnur hjá
Útgerðarfélaginu. Þegar við fór-
um að tala við hana og sýna
henni það sem við framleiðum þá
varð hún steinhissa. Hún varð
svo hrifin af aðstöðunni hérna og
laununum að hún ákvað að ráða
sig í vinnu hérna því þetta væru
betri laun en hún hefði í fiskin-
um.“
- Hvað er algengt að fólk hafi
í bónus hérna?
„Það er reiknað með að starfs-
fólk nái um 60% bónus fljótlega
eftir að starfsþjálfun lýkur og það
nær honum oftast nokkuð fljótt.
Svokölluð 100% afköst þýða frá
50 til 70% bónus þannig að fólk
getur innan vissra marka ráðið
því sjálft hvað það hefur mikinn
bónus.“ EHB
- Leggur starfsfólkið metnað
sinn í framleiðsluna?
„Já, það gerir það og við gæt-
um ekki boðið upp á vörur í þess-
um gæðaflokki nema starfsfólkið
væri með á nótunum. Við sækj-
umst eftir duglegu og hæfileika-'
ríku fólki í störf hjá okkur.
Ég vil taka það fram að góður
starfsandi ríkir hérna í fyrirtæk-
inu og þannig viljum við hafa
þetta. Ég held að það sé mjög
jákvætt að það sé ungt fólk í
ábyrgðar- og stjórnunarstörfum
hérna.“
- Hvað er það fyrsta sem ger-
ist þegar t.d. kona sækir um
vinnu við sauma í verksmiðj-
unni?
„Við reynum að komast að því
hvort viðkomandi hafi saumað
áður eða kunni að sauma og
meðhöndla saumavélar. Ef stúlk-
an hefur ekkert saumað áður fær
hún fjögurra vikna þjálfunar-
tímabil á launum og 30% bónus.
Fyrir þennan fyrsta mánuð sem
notaður er til starfsþjálfunar
greiðast rúmlega 30 þúsund
krónur.“
- Hvernig eru launin eftir að
starfsþjálfun lýkur?
„Meðal-saumakona hefur 27
þúsund krónur í fastalaun og um
3 þúsund á viku í bónus. Það er
því algengt að launin séu um 39
þúsund krónur á mánuði fyrir
dagvinnuna. Ef unnið er á kvöld-
eða næturvakt greiðist tilsvarandi
Einar Eylund framleiðslustjóri t.v. og Stefán Pálsson deildarstjóri t.h. við tölvustýrða prjónavél.
öðrum og þriðja áratug aldarinn-
ar. Skóverksmiðjan Iðunn er
þekkt og sömuleiðis fataverk-
smiðjan Hekla, sem raunar er
ekki lengur tiÞ undir því nafni
frekar en hinar verksmiðjurnar.
I dag eru verksmiðjurnar sér-
stakar deildir innan Iðnaðar-
deildar SÍS og Verkunardeildar
Sambandsins. Þannig heitir t.d.
fataverksmiðjan Hekla prjóna-
og saumadeild Iðnaðardeildar
SIS. Þetta breytir þó ekki þeirri
hugsjón brautryðjendanna að
efla innlendan iðnað og skapa
atvinnu og erlendan gjaldeyri á
grundvelli samvinnunnar - mætti
hinna mörgu.
Margt hefur breyst í verk-
smiðjunum um dagana. Eftir
brunann mikla 1967 var tækja-
kostur endurnýjaður að mestu
leyti og stjórnarmenn verksmiðj-
anna hafa ætíð haft það að
stefnumarki að nota nýjustu
tækni sem völ er á í heiminum til
að .framleiða sem besta vöru.
Þetta hefur líka skilað sér vel ti!
hagsbóta fyrir fyrirtækin, starfs-
fólk þeirra og raunar alla
itt o.s.frv. Þessi vinna venst vel og
mér finnst ágætt að vinna hérna.
Núna erum við að byrja með nýj-
ar gerðir af peysum og þá þurfum
við að venjast því en þetta geng-
ur vel.“
- Hvaða kostir fylgja því fyrir
þig að vinna hérna?
„Ég vinn hérna m.a. af því að
mér finnst það borga sig í sam-
bandi við börnin. Eg á tvö börn
og þyrfti að greiða fyrir gæslu á
þeim en vinnutíminn er þannig
að maðurinn minn getur séð um
börnin á þessum tíma. Ég vinn
frá kl. fimm til tíu á kvöldin."
- Hvernig eru launin?
„Það er borgað ágætt kaup
hérna og ég er ánægð með það.
Þetta fer líka eftir því hvað mað-
ur kemst vel upp á lag með vél-
arnar og í hvaða starfi maður er.
Mér finnst að konur sem eru að
hugsa um að vinna úti eða vilja
breyta um starf ættu að athuga
þetta og sjá hvernig þeim líkar.
Ég myndi þó ekki ráðleggja þeim
konum sem eru veikar í baki að
vinna við saumaskap. Hér ríkir
ágætur starfsandi meðal fólksins
Guðfinna Sölvadóttir saumakona.
„Hér rfldr góður
starfsandi“
- Spjallað við Stefán Pálsson og Guðfinnu Sölvadóttur
um prjóna- og saumadeild Iðnaðardeildar SÍS