Dagur - 12.03.1987, Síða 7
12:'márá í'987 - ÖÁGÍM- Y
Tómas Ingi og
draugagangurinn
Tómas Ingi Olrich, þriðji maður
á lista Sjálfstæðisflokksins hér í
kjördæminu kveður sér hljóðs á
síðum Dags nú í vikunni. Það er
í sjálfu sér ekki óeðlilegt þó að
frambjóðándi til alþingiskosn-
inga láti heyra í sér. Hitt er
athyglisverðara á hvern hátt
Tómas Ingi hefur sína kosninga-
baráttu. í fyrri grein sinni beitir
Tómas Ingi margþekktum að-
ferðum áróðurstækni, líkingu og
samanburðarfræði, þar sem hver
samlíkingin rekur aðra og lesand-
anum er ætlað að sjá landsbyggð-
ina sem sjúkling í höndum fá-
kunnandi skottulæknis.
Þetta er svo sem allt gott og
blessað, en hitt finnst mér verra,
þegar Tómas Ingi beitir til hins
ýtrasta margþvældri brellu í
pólitískri umræðu. Hann slítur
eina setningu úr samhengi, legg-
ur út frá henni áfram og dregur
að lokum ályktanir út frá því, um
skoðanir og stefnu þess sem rit-
aði umrædda grein - sem í þessu
tilfelli er undirritaður - skoðanir
sem eru í algjörri mótsögn við
megininntak þeirrar greinar sem
viðkomandi setning er slitin úr.
Oftast er hér um að ræða
úrræði rökþrota manns og því er
enn furðulegra að það skuli vera
frjálslyndur menntamaður sem
hér grípur til þessarar aðferðar.
Annað vekur athygli, en í sjálfu ■
sér ekki undrun, við lestur þess-
arar greinar, að sú flokkspólitík
sem þar kemur fram beinist að
árásum á einn flokk, Framsókn-
arflokkinn, ekki eitt orð er þar
um stefnu og úrræði þess flokks
sem höfundur hefur kosið að
starfa fyrir.
Blóðtaka - blóðgjöf
Það væri gaman að leika sér svo-
lítið að líkingunum hans Tómas-
ar um sjúklinginn og landsbyggð-
ina. Ætli sú blóðtaka landsbyggð-
arinnar sem hann talar um .eigi
sér ekki stoð svo sem áratug fyrr
en þarna er sett fram. Ég man
ekki betur en hafa heyrt þessa
samlíkingu hafða um lands-
byggðina og „viðreisnarárin“. Ég
held að það sé miklu nær að líkja
aðgerðunum upp úr 1970 við
blóðgjöf. En það koma oft fram
ýmsir fylgikvillar við lækningu
magnþrota sjúklings, það þarf
eftirmeðferð og síðar fyrirbyggj-
andi aðgerðir, það skiljum við
framsóknarmenn vel, um það
fjallaði grein mín sem Tómas
Ingi vitnar í og að því hafa ráð-
herrar Framsóknarflokksins ver-
ið að vinna í þeirri ríkisstjórn
sem nú situr. Við framsóknar-
menn erum staðráðnir í að skila
landsbyggðinni á vit nýrrar aldar
sem fullfrískum einstaklingi, til-
búnum til þess að takast á við ný
og fjölþætt verkefni.
Að gleypa drauga
Að slepptu öllu líkingamáli þá
geri ég mér mæta vel ljóst að
ýmislegt hefur farið úrskeiðis í
stjórn efnahagsmála síðustu 15
árin. Um það getum við Tómas
Ingi verið sammála, en ég vil
minna hann á að af þeim 15 árum
fóru flokkar okkar, Framsókn-
Jóhannes Geir Sigurgeirsson.
arflokkurinn og Sjálfstæðisflokk-
ur, saman með stjórn þjóðarinn-
ar í 8 ár, tvö kjörtímabil, og það
er fróðlegt að bera saman hvor-
um flokknum hefur farist betur
úr hendi forsæti fyrir ríkisstjórn
og þar með forysta í efnahags-
málum þjóðarinnar. Ég er líka
illa svikinn ef „komisar“ Sverrir
Hermannsson og sjávarútvegs-
ráðherra Matthías Bjarnason
vilja ekki eiga sinn þátt í „Fram-
sóknaráratugnum" árin 1974 til
1978.
En þetta breytir ekki þeirri
staðreynd að það er á þeim
grunni sem lagður var með upp-
byggingu fiskiskipaflotans og
vinnslustöðva í sjávarútvegi á
síðasta áratug sem núverandi
sjávarútvegsráðherra Halldór
Asgrímsson byggir sína stefnu og
hefur gert okkur kleift að hag-
nýta góðæri til sjávar á þann hátt
að á árunum 1983-1986 hefur
útflutningsverðmæti sjávarafurða
aukist úr 500 milljónum dollara í
874 milljónir dollara.
Ég geri mér engu að síður vel
ljóst að nú þarf að leita nýrra
leiða í byggðamálum, leiða sem
byggjast á traustum efnahagsleg-
um grunni og nýjum viðhorfum í
íslenskri þjóðfélagsuppbyggingu
og ég er tilbúinn til málefnalegrar
umræðu um þær á hvaða vett-
vangi sem er. Því hlýt ég að fagna
því að grein Tómasar Inga ber
með sér að innanbúðar í Sjálf-
stæðisflokknum eru einhverjir
búnir að uppgötva byggðastefn-
una.
Tómasi Inga er tíðrætt um
draugagang og afturgöngur í
greinum sínum, en sjálfur gleypir
hann draug í sínum skrifum, fell-
ur í hjólför gömlu pólitísku
umræðunnar, þau hjólför sem við
nýir menn á þessum vettvangi
ætlum að forðast í lengstu lög. Eg
vil að lokum láta í ljós þá skoðun
mína að svo megi verða í kom-
andi kosningabaráttu.
Jóhanncs Geir Sigurgeirsson.