Dagur - 12.03.1987, Side 9

Dagur - 12.03.1987, Side 9
8 - DAGUR - 12. mars 1987 Nú fer í hönd sá tími þegar nemendur í 9. bekk fara að hugsa um og huga að framhaldsnámi. Við munum á næstu ALLT- síðum kynna það nám sem boðið er upp á á Akureyri. Hafa ber í huga að næsta vetur tekur gildi ný námsskrá fyrir alla framhaldsskóla og hefur hún í för með sér einhverjar breytingar á námsframboði. Einnig mun nýja námsskráin gera nemendum kleift að færa sig milli skóla án þess að verða fyrir árekstrum, þ.e. að tímar rekist á og ekki er hægt að stunda fullt nám í sumum fögum. Við byrjum á að kynna nám í Verkmenntaskólanum (VMA) sem er yngsti skóli á Akureyri, hóf störf haustið 1984. Vonandi nýtist námskynning sem þessi þeim sem augastað hafa á framhaldsnámi, hvort sem þeir hafa nýlokið grunnskólaprófi eða eru lengra komnirá lífsbrautinni. HaukurJónsson, kennslustjóri tæknisviðs - Hvaða brautir eru það sem eru undir tæknisviði VMA? „Við getum þrí- eða fjórskipt þessu. Það eru verklegar deildir þar sem fer fram verkleg kennsla í iðngreinum eins og í málmiðn- aði, tréiðnaði, húsasmíði og slíku, ásamt rafvirkjun og raf- eindavirkjun og hárgreiðslu. Þar eiga nemendur að ná verklegri færni án þess að þurfa að fara út á vinnumarkaðinn. Á móti kem- ur svo að það er líka samnings- bundið iðnnám, þar sem nem- endur fara út á vinnumarkaðinn, fá þar samning í hendurnar hjá meisturum í einhverri ákveðinni iðngrein og læra allt handverkið þar en koma í skólann og læra bóklega þáttinn. T.d. maður sem er að læra húsasmíði hann á þessa tvo möguleika, að fara til húsasmíðameistara úti í atvinnu- lífinu og fá hjá honum náms- samning og læra hjá honum handverksþættina í húsasmíði og kemur þá í skólann til að læra bóklegu greinarnar. Eða þá að hann getur komið í skólann og lært hluta af þessu verklega hjá okkur.“ - Er það eins með rafvirkjun og rafeindavirkjun? „Rafeindavirkjun er eingöngu lærð í skóla og síðan enda þeir sitt nám með því að fara út í atvinnulífið. Um rafvirkjun gildir það sama, allir sem ætla í raf- einda- eða rafvirkjun verða að byrja í verklegu hjá okkur. Allir nemendur sem ætla á iðnbraut hverju nafni sem hún nefnist verða að taka það verklega í skólanum í framtíðinni. Þetta er orðið svona í rafiðnaðargreinum og að hluta til hjá húsasmiðum og tré- og málmiðnaðardeildum. Það er um þessar tvær leiðir að velja en í sumum fámennari iðn- greinum er ekkert um það að ræða að fara í verklegt. Ef við tökum dæmi, nú er hérna innrit- aður skósmiður og einn sem er í gler- og speglagerð. Þeir verða að fara á þennan hefðbundna samn- ing hjá meistara og læra hand- verkið þar og koma svo í skólann í bóklega þáttinn.“ - Það er þá hægt að læra allar mögulegar iðngreinar við skól- ann? „Já og nei, í sumum tilfellum bara þessar almennu greinar sem allir þurfa að taka, grunnteikn- ingu, stærðfræði, íslensku, ensku og dönsku. I iðnnámi eiga allir að taka 25 einingar í almennu bók- legu námi. Sú faggrein sem er sameiginleg með öllum er grunn- teikning en það er líka allt og sumt. Fyrir speglagerðarmenn og skósmiði getum við ekkert annað gert en að kenna þeim almennu greinarnar." - Þið eruð ekki að hugsa um að fara að kenna þær greinar? „Nei, þetta eru svo fáir. Það er hugsanlegt að einn skóli geti kennt þetta. Skósmiðurinn er sá fyrsti sem kemur hingað í 20 ár, mér skilst það séu álíka fáir í Reykjavík. Þeir komi þetta á 5 ára fresti. Þessir menn ásamt netagerðarmönnum og fleirum eru það fáir að skólinn gæti aldrei boðið upp á þetta nám. En aftur í þessum stærstu iðngreinum eins og húsasmíði, vélvirkjun, málm- smíði og rafvirkjun, ennþá kenn- um við reyndar bara eitt ár verk- legt í rafvirkjun en tvö ár í húsa- og húsgagnasmíði og vélvirkjun og stálsmíði. f þessar greinar fáum við milli 10 og 20 nemendur á ári á hverju ári. í rafvirkjun tökum við hámarkið 36. Þetta er á hverju ári svo það er stór mun- ur þarna á milli.“ - Hver er munurinn á raf- eindavirkjun og rafvirkjun? „Rafvirkjar fást við lagnir í hús, háspennukerfi og eru frekar með það sem kallaður er sterkur straumur. Rafeindavirkjar fást við útvarpstæki, sjónvörp og það sem kallað er lágspenna. Einnig kennum við líka tækniteiknun sem er eins árs nám. Tækniteikn- arar eru síðan aðstoðarmenn verkfræðinga, hjálpa þeim að ljúka við og hreinrita teikningar svo hægt sé að vinna eftir þeim. Síðan höfum við hérna vélstjórn- arnám, það er eiginlega ekki beint iðnnám en veitir mönnum réttindi til að hafa stjórn á vélum í ákveöinni stærð. Þessu námi er skipt upp í 4 stig. Við kennum hérna I. og 2. stig. 1. stigið er ein önn og 2. stigið eru 4 annir. Ef þeir ætla að læra meira þá verða þeir að fara í Vélskóla íslands í Reykjavík. Til viðbótar höfum við að iðnaðarmenn sem hafa lokið sveinsprófi og búnir með allan skólann sem iðnaðarmenn þurfa að fara í gegnum geti farið í aðfaranám fyrir tækniskólann. Það köllum við undirbúnings- deild og raungreinadeild. Það er tveggja ára nám til að ljúka raun- greinadeildinni og þá eru þeir komnir með það sem við köllum tæknistúdentspróf. Það veitir þeim rétt til náms í verkfræði- deild Háskólans, við Tækniskóla íslands og nám erlendis í tækni- skólum.“ - Hvaða rétt veitir þá sveins- próf? „Það veitir rétt til að kallast sveinn í viðkomandi iðngrein og vinna í henni.“ - Hver eru inntökuskilyrðin? „Þau eru engin önnur en próf úr 9. bekk grunnskóla. Það gildir um allar brautir.“ - En í hárgreiðsluna? „Þar urðum við að setja stopp einhvers staðar og nemi verður því að hafa samning eftir námið hjá okkur. Það var mjög mikil aðsókn í hárgreiðslunám hjá okkur, við fengum þrefalt fleiri umsóknir en við gátum sinnt, en við tökum bara 12 nemendur inn í það nám, þvf að allir nemendur þurfa starfsþjálfun á vinnumark- aði með bóklega náminu." - Hafið þið ekki þurft að gera þannig á fleiri sviðum? „Nei, ekki ennþá. Það eru til dæmis bara 4 nemendur núna á grunndeild tréiðna en það borgar sig ekki að hætta með þá braut þó eitt ár sé magurt. Við höfum góða kennara og ég hef trú á að það sé að lifna yfir tréiðn og þá húsasmíðinni aftur svo við bíðum bara og sjáum til.“ - Hvaða deild er fjölmennust hjá ykkur núna? „Ef ég tek 1. bekkinn þá er það grunndeild rafiðna. Við höfum 36 pláss og þau voru fullskipuð á fyrri önninni en núna eru 28. Einnig er hárgreiðsludeildin mjög vinsæl en við höfum ekki aðstöðu til að taka fleiri en 12 nemendur inn á hana.“ - Hvaðan eru þessir nemend- ur? „Þetta er mest af Norðurlandi, ekki eingöngu úr bænum heldur frá Ólafsfirði og Dalvík. Við fáum fáa austan að, þeir fara frekar til Húsavíkur en þó alltaf einhverja, sérstaklega í nám sem ekki er í boði þar. Við höfum fengið nemendur frá Reykjavík og Snæfellsnesi og víðar.“ - Hvað með kynskiptinguna? „Hún er mjög einhliða, nema tvær deildir skera sig úr. í grunn- deild rafiðna byrjuðu tvær stúlk- ur af 36 manna hóp. í grunndeild tréiðna byrjaði engin stúlka í ár en það er ein í framhaldsdeild. í grunndeild eða framhaldsdeild málmiðna er engin stúlka. í samningsbundnu iðnnámi er eng- in stúlka utan ein sem er skó- smiðurinn sem kemur á 20 ára fresti. f hársnyrtideildinni snýst þetta akkúrat við, þar eru 2 strákar af 12 nemendum. Og í tækniteiknun skulum við segja að séu 12 stúlkur en 2 strákar og annar þeirra er kennari sem er í hálfu námi.“ HaukurJónsson. - Er engin stúlka í tækni- skólanum? „Þær byrjuðu tvær en önnur heltist úr lestinni en hin heldur áfram og stendur sig vel, eins og flestar þessar stúlkur sem eru innan um strákana. Þær sem hætta sér inn í þessar deildir og strákaveldin þær þurfa að hafa bein í nefinu að standa í þessu og þær gera það yfirleitt og standa sig mjög vel. En síðan eins og í tækniteiknuninni þar er það strákurinn sem stendur sig af- bragðs vel, stelpurnar eru jafn- ari.“ - Eru engir fordómar í strák- unum að stúlkur séu að læra þess- ar „hefðbundnu“ karlagreinar? „Nei, alls ekki. Það er ekki al- gengt að stúlkur fari í þessar „hefðbundnu" karlagreinar eins og vélstjórn og húsasmíði. Það var hér stúlka í grunndeild málm- iðna fyrir tveim árum en hún Baldvin Jóh. Bjarnason. stefndi á gullsmíðanám svo hún lenti ekki í þessu grófa sem fylgir gjarnan málmiðn. Þær eru bara hluti af heildinni og ekki litnar hornauga á neinn hátt, enda hafa þær staðið sig svo afburða vel og eru fremstar meðal jafningja.“ - Hvað er þetta oftastnær langt nám? „Þegar menn hafa lokið iðn- námi sem venjulega tekur 4 ár og tekið sveinspróf, þá geta menn komið hingað í aðfaranám fyrir tækniskóla, eru hérna í tvö ár og ljúka tæknistúdentsprófi eftir það sem veitir þeim rétt inn í tækni- háskóla. Yfirleitt er nám til stúd- entsprófs 4 ár en þarna er það 2 ár, þá eru þau 4 ár sem þeir hafa verið á námssamningi metin sem 2 ár. Að því leytinu eru þessir stúdentar betur settir en aðrir, þeir hafa atvinnuréttindi líka. Einnig höfum við meistaraskóla byggingamanna sem er ennþá bara hjá byggingamönnum. Það er þriggja anna nám yfirleitt á Kristín Thorberg. kvöldin. Þeir byrja klukkan 5 á daginn til 10 eða 11 á kvöldin." Krlstín Torberg kennslustjóri heilbrigðissviðs - Hvað er kennt á heilbrigðis- sviði? „Það er hægt að fara í tveggja ára nám á heilsugæslubraut og þar er kennt á fyrsta vetrinum: Danska, efnafræði, enska, ís- lenska, líffræði, stærðfræði, félagsfræði og skyndihjálp. Á öðru ári er kennt: Heilbrigðis- fræði, hjúkrunarfræði, líkams- beiting, sálarfræði og áframhald af grunngreinunum. Eftir þetta nám geta þær farið beint inn í Sjúkraliðaskóla íslands í Reykja- vík. Það eru þrír skólar sem kenna sjúkraliðum á landinu: VMA, Fjölbraut í Breiðholti og Fjölbraut á Sauðárkróki." - Hvenær byrjar verkleg kennsla? „Hún hefst á haustönn á öðru ári og er líka á vorönn.“ - Eru engin önnur réttindi úr þessu námi en að fara í Sjúkra- liðaskóla íslands? IÐNNAM OG TÆKNINAM AÐ LOKNUM GRUNNSKÓLA KAI VIRKJI ’N RAFI INDA- RALVI l AVIRKJl N VIRKJUN STÁI.SMÍDI RF.NNISMÍDI VF.I.SMÍDI IIUSASMIDI SAMNINGSBUNDIÐ IÐNNAM: BIFRF.IDASMÍÐI VFI.VIRKJUN IIÚSASMÍDI IIÚSC.ACiNASMÍDI MÚRSMÍDI PÍPUI.AGNIR STÁI.SKIPASMÍDI STÁI.VIRKJUN BIFVFI.AVIRKJUN BI.IKKSMÍDI BAKARAIDN BÓKAGFRD MÁI.ARAIDN □ ■ □ □ Vr.RKMIiNN I ASKOI.INN A AKURI YRI IDNSKOI.INN I RFYKJAV'ÍK VF.I.SKOI.I ISI.ANDS IIUSCiACiNASMIDI RFNNISMÍDI o.f.l. VFRKI.FCi ÞJAI.FUN Á VINNIJS'FAD IIÁRSKURDUR IlÁRCiRLIDSI A (samningur) Tafla yfir iðnnám i VMA. Á myndina vantar 1 ár í tækniteiknun. 12. mars 1987 - DAGUR - 9 viðurkenningu um að starfa sem sjúkraliði frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Það eru þeir sem gefa út réttindi sjúkraliða því þetta er lögvernd- uð stétt. Og ég vil vekja athygli á að eftir tvö ár þá verður nemandi að sækja um áframhald, hann gengur ekki sjálfkrafa áfram í kerfinu. Ef aðsóknin er mikil þá komast þeir að sem hafa staðið sig best, nemi verður líka að vera orðinn 18 ára fyrir sjúkraliða- nám.“ Baldvin Jóh. Bjarnason kennslustjóri viðskiptasviðs - Hvað er kennt á viðskipta- sviði? „Það eru kenndar hefðbundn- ar verslunargreinar en með breyttri námsskrá mun viðskipta- svið bera það nafn fyrstu tvö árin eða fram að almennu verslunar- prófi en næstu tvö árin fram að stúdentsprófi heitir það hagfræði- braut.“ - Hver er aðalbreytingin fyrir viðskiptasvið eftir að nýja náms- skráin tekur gildi? „Það eru valgreinar. Hópurinn sem útskrifast núna þarf að hafa 8 einingar í vali en næsti ekki nema 4. Við munum sennilega gera markaðsfræði að tveim 3ja eininga áföngum sem hingað til hefur verið valgrein og við höfum þegar bætt við einum þýsku- Nemendur í rafiðn. „Það er hægt að fara áfram í stúdentinn sem yrði þá á náttúru- fræðibraut eða farið í sjúkraliða- réttindanám. Sjúkraliðaréttinda- nám byrjar að haustinu þriðja árið eða fjórðu önnina og þá fara þær í 17 vikna verklegt nám inni á sjúkrastofnun, öldrunardeild eða elliheimili. Hérna á Norður- landi taka Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og Kristnes nema og síðan mega Dalvík, Ólafsfjörður, Siglufjörður og Húsavík líka taka nema. Eftir þessar 17 vikur á haustönninni koma þær inn á vorönn í bóklegt nám sem er: Barnahjúkrun, almenn hjúkrun, handlæknishjúkrun, lyflæknis- Texti: Ingibjörg Elfa Stefánsdóttir. Myndir: Kjartan Þorbjörnsson. hjúkrun, geðhjúkrun, sýklafræði og heimspeki. Að þessari önn lokinni fara þær í seinni hlutann af verknáminu og eru þar í 17 vikur, sjúkraliðaréttindapróf er ekki viðurkennt nema þær hafi lokið starfsnámi í 34 vikur. Þær byrja seinni 17 vikurnar 10. maí og eru allt sumarið. Fjórða árið hefst þá fyrir þær sem vilja halda áfram í stúdentinn, það er bara bóklegt með almennum greinum svo sem ensku, þýsku, félags- fræði o.þ.h. Sumar ljúka stúd- entsprófi fyrst og koma svo inn í sjúkraliðaönnina á eftir, eða þriðja veturinn, þ.e. það verður þeirra fimmta ár.“ - Hvað tekur þá við, eftir stúdentspróf og jafnvel sjúkra- liðapróf líka? „Margar hverjar eru að hugsa Nemendur í málmiðn. Verkleg hjúkrun. um hjúkrunarfræði einnig er iðjuþjálfi, sjúkraþjálfi, fóstrur og þroskaþjálfi. Það er líka talið æskilegt að meinatæknar og röntgentæknar hafi próf af heilsugæslubraut og ég tala ekki um sjúkraliðann. Hjúkrunarnám er fjögur ár í Háskólanum eftir stúdentsprófið." - Nú talar þú alltaf um „sumar“, eru þetta bara stúlkur? „Já, og það lítur út fyrir að það verði þannig." - Hvaðan eru þessar stúlkur? „Þær eru bæði austan að og utan að og síðan ein frá Sauðár- króki og ein frá Tálknafirði.“ - Hvað með aðsóknina? „Það eru 12 stúlkur í sjúkra- liðanámi en um 60 á öllum árum. Þetta hafa verið um og yfir 90 nemendur svo að aðsóknin er að minnka." - Áttu von á að það verði eng- inn nemi á þessu sviði einhvern tíma? „Nei, ætli það. En ef ekki væri sjúkraliðaprófið hér þá væru mjög fáir nemendur.“ - Hvenær útskrifast sjúkralið- ar? „Þær útskrifast að haustinu á 4. ári, eftir 34ra vikna starfsnámið. Þó að maður sé búinn að fá þessi starfsréttindi á heilsugæslubraut þá verður maður alltaf að fá áfanga. Einnig er annað sem er mjög stór og mikill áfangi en það eru hagnýt skrifstofustörf sem eiga að fara þannig fram að senda á nemendur í vinnu hjá að minnsta kosti tveim fyrirtækjum á önn, samtals 96 klst. Það á að gerast fyrir almennt verslunar- próf sem sagt á öðru ári, og það kemur út sem 4ra eininga áfangi." - Skilyrði til inngöngu verða áfram þau sömu? „Já, almennt grunnskólapróf.“ - Hvað með nemanda sem lokið hefur hluta af náminu í gamla kerfinu og kemur inn í það nýja? „Hann fær það metið, alveg sama frá hvaða skóla hann kemur. Almennt verslunarpróf fær hann metið 66 einingar eins og þarf til að Ijúka því, þó svo að hann hafi lokið því fyrir 3-8 árum. Það er ekki hægt að eltast við gömlu fögin, þessu fólki yrði gert svo erfitt fyrir ef alltaf væri verið að rétta það af.“ - Verðið þið varir við kyn- skiptingu á viðskiptasviði? „Það er nú ekki mikill munur þar á, ætli það sé ekki besta „kynjaástandið" af öllum braut- um skólans þar.“ - Kanntu einhverja útskýringu á hvers vegna viðskiptasvið er fjölmennastí) bóklega sviðið hér? „Það er nú þannig í fleiri fram- haldsskólum. Ætli það sé ekki í og með gamli hugsunarhátturinn að þeir sem handleiki peningana fái mest af þeint í hendurnar!!" (Spurt á Sambandsverksmiðjunum). Jónas Þór Jónasson: Ég hef prófað að keyra fjórhjól og það er gaman að leika sér á þeim en ég er líka viss um að á vorin þegar grasrótin er að jafna sig þá skemmir þetta rosalega. Menn fara oft óvar- lega á þessum tækjum og það þyrfti að vera öryggisbúnaður eins og veltigrind á þeim. Magnús Jónsson, rafvirki: Mér finnst að nú þegar eigi að setja reglur um notkun þessara fararækja því þau hafa þegar skemmt landið þar sem það er viökvæmt fyrir. Ef þessum tækj- um fjölgar verða auknar skemmdir ef ekkert verður aö gert. Það hefur líka sýnt sig aö það er slysahætta af þessum fjórhjólum. Sæmundur Hrólfsson, rafvirki: Ef fjórhjólin eru rétt notuð þá skemma þau ekki landið. Það er með þessi tæki eins og önn- ur að það er enginn vandi að meiða sig á þeim. Það ætti að vera skylda að hafa veltigrind á fjórhjólum. Menn, sem vilja keyra þessi farartæki í þéttbýli, þyrftu að hafa einhvers konar próf, t.d. skellinöðrupróf eða bif- hjólapróf. Menn tala alltaf um að þessi farartæki eyðileggi svo og svo mikið en ég held því fram að tíu hestar í hópi skemmi alveg eins mikið. Jón Árnason: Þessi farartæki geta valdið skemmdum á gróðri og náttúru en það fer þó eftir því hvernig þau eru notuð. Það er ekki hætta á skemmdum ef rétt er með þessi farartæki farið. Menn valda ekki heldur skemmdum á jeppum ef þeir halda sig innan vissra marka. Skarphéðinn Gunnarsson: Það er ómögulegt að hafa eng- ar reglur um þessi farartæki og mér finnst afleitt að menn keyri á þessu próflausir í þéttbýli. Það eiga að gilda svipaðar regl- ur um þetta og bíla og mótorhjól og mér finnst ófært að menn séu upp um fjöll og firnindi alveg réttindalausir. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvernig þessi ökutæki eiga að flokkast en þetta er óviðunandi ástand. cn j Hvaða álit hefur þú á fjórhjólum og hvernig ætti að nota þau?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.