Dagur - 13.03.1987, Síða 3

Dagur - 13.03.1987, Síða 3
13. mars 1987- DAGUR-3 Rafland hf: Því ekkiað bregða sér til Húsavíkur um helgina? Nýtt fyrirtæki í verslunar- miðstöðinni Sunnuhlíð Ari Baldursson, rafeinda- I hf., í verslunarmiðstöðinni fræðingur, og Jón Berg hafa Sunnuhlíð á Akureyri. Raf- stofnað nýtt fyrirtæki, Rafland land hf. er bæði raftækjaversl- Sauðárkrókur: Skemmdir unnar á leikvelli Þegar starfsfólk leikskólans Glaðheima á Sauðárkróki kom til vinnu sinnar í vikunni var allt á tjá og tundri á leik- vcllinum. Hafði öllu lauslegu verið hent til og sumt af því brotið, kaðlar í göngubraut skornir sundur og greinilegt að eldur hafði verið kveiktur á lóðinni. Helga Sigurbjörnsdóttir for- stöðumaður Glaðheima sagði mjög algengt að stærri krakkar og unglingar yllu skemmdum á tækjum á leikvellinum og slíkt hefði því miður alltaf verið að gerast gegnum tíðina. Berserks- gangurinn sem þarna hefði verið genginn í þetta skiptið keyrði þó algjörlega um þverbak. Vildi hún beina þeim tilmælum til þeirra sem kynnu að hafa orðið skemmdavarganna varir eða byggju yfir upplýsingum sem gætu varpað ljósi á rannsókn málsins að hafa samband við lög- reglu og eins að foreldrar gerðu börnum sínum grein fyrir því tjóni sem slíkir verknaðir sem þessi yllu. -þá Ríkisútvarpið á Akureyri: Þátttaka í nætur- útvarpi ósennileg Talsverðar breytingar hafa verið boðaðar á dagskrá Rásar 2 og meðal annars er fyrirhug- að að hefja útsendingar allan sólarhringinn frá og með 18. þessa mánaðar. Að sögn Ernu Indriðadóttur forstöðumanns Ríkisútvarpsins á Akureyri er ekki alveg ljóst hver hlutur deildarinnar verður í auknum útsendingum Rásar 2 en þó verður þáttum að norðan sennilega fjölgað úr einum í þrjá í viku hverri. Þátturinn „Á mörkunum" sem verið hefur á dagskrá Rásar 1 á sunnudags- kvöldum verður framvegis send- ur út á Rás 2 á laugardagskvöld- um. Þátttaka Rúvak í næturútsend- ingum er ekki líkleg. Þar verður eingöngu um að ræða tónlistar- þætti og þar sem hér er ekki bún- aður fyrir steríósendingar suður um heiðar, mun vera takmarkað- ur áhugi á að fá slíka þætti héðan. Einhverjar athuganir fara nú fram á möguleikum á að fá slíkan búnað og að sögn Ernu er þetta efst á óskalistanum. Útsendingartími svæðisút- varpsins verður að öllum líkind- um óbreyttur, milli 18 og 19 síð- degis og á þeim tíma verður öðr- um svæðum sinnt á Rás 2. ET Leiðrétting I frétt af góðu gengi Freyvangs- leikhússins í blaðinu á miðviku- dag var sagt að nemendur Verk- menntaskólans hefðu fjölmennt á sýningu og væri það í fyrsta sinn sem hópur skólanemenda kæmi á sýningu, að því er vitað væri. Rétt er að þetta er í fyrsta sinn sem nemendahópur kemur frá Akureyri á sýningu í Freyvangi. Hins vegar hafa nemendahópar framan úr Eyjafirði sótt sýningar vel á undanförnum árum. un og rafeindavinnustofa þar sem gert er viö rafeindatæki s.s. sjónvarpstæki og mynd- bandstæki. Pálmi Stefánsson í Tónabúðinni er einnig hluthafi í Raflandi hf. Ari Baldursson rak áður raf- eindavinnustofu sem hét Bilun sf. Það fyrirtæki sameinast nú ásamt versluninni í Rafland hf. í versl- uninni eru seld öll algeng raf- magnstæki til heimilisnota, ljósa- perur, lampar, tenglar og annað sem lýtur að rafmagnsvörum og raflögnum. Þegar Ari var spurður að því hvernig honum litist á framtíð fyrirtækisins sagði hann: „Þessu er tekíð vel og það er mikið skoð- að hjá okkur. Það er einmitt tal- að um að það hafi vantað raf- tækjaverslun í Glerárhverfi síðan raftækjaverslunin sem var hérna í húsinu hætti.“ EHB Hótelið býður upp á: Helgarmatseðil: Reykt þorskhrogn m/kavíarsósu Glóöaður hörpuskelfiskur m/rækjum og sveppum Unghænur í rauðvínssósu Turnbauti að hætti hússins Appelsínuundur Auk þess: * Lifandi músík í Hlíðskjálf föstudags- og laugardagskvöld * Dögurður í hádeginu laugardag og sunnudag frá kl. 11-13 * Kaffihlaðborð sunnudag frá 15-17 Hötel Husavik sími 41220. Jt_ . !0. W " Norðlendingar ★ Norðlendingar ★ Norðlendingar BOKA M /1 K K rl Ð U K FÉLAGS ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA Bókamarkaður á Akureyri Markaðurinn hefst fimmtudaginn 19. mars að Óseyri 6 (húsi Karlakórs Akureyrar). Sími 25002. Opið alla daga frá kl. 13-19. Heilu raðirnar af bókum á ótrúlega hagstæðu verði. Stórar, litlar, þunnar, þykkar, sjaldséðar, sígildar, nýlegar og gamlar bækur fyrir alla aldurshópa á gjafverði. Greiðslukortaþjónusta.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.