Dagur - 13.03.1987, Side 4

Dagur - 13.03.1987, Side 4
4 - ÐAGUR - 13. mars 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, SÍMI 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. JeiðarL Eyðibýlastefna eða leið út úr blindgötu í fróðlegum greinaflokki um landbúnaðarmál, sem Guð- mundur Stefánsson fyrrum hagfræðingur Stéttarsambands bænda skrifar í Dag, rekur hann m.a. orsakir þess vanda sem við er að glíma í landbúnaðar- framleiðslunni. Þar kemur fram að fram undir 1960 og raunar lengur hafi ver- ið skortur á ýmsum landbúnað- arvörum hér á landi og bændur því brýndir til að auka fram- leiðslu sína til að unnt væri að sinna vaxandi eftirspurn. Þegar viðreisnarstjórnin kom til valda voru sett lög þess efnis að ríkið greiddi bændum í útflutnings- bætur 10% af heildarverðmæti landbúnaðarframleiðslunnar og var þetta gert til að tryggja ávallt nægjanlegt framboð búvara og að sjálfsögðu verk- aði þetta sem veruleg hvatning á bændur að auka framleiðsl- una. Ýmsir sáu hins vegar blikur á lofti og fljótlega komu upp raddir í bændasamtökunum um að kapp væri best með forsjá, en á þær var lítið hlustað. Þó lagði Halldór E. Sigurðsson, þáverandi landbúnaðarráð- herra, fram frumvarp á Alþingi árið 1972 sem m.a. gerði ráð fyrir að unnt væri að setja skorður við vaxandi fram- leiðslu, en það náði ekki fram að ganga. Fram til 1980 var innlendi markaðurinn sífellt að aukast og útflutningsmarkaðir voru vel viðunandi. Fljótlega lækk- aði þó verð á mjólkur- og sauð- fjárafurðum mjög mikið á heimsmarkaði, m.a. á okkar bestu og traustustu mörkuð- um, vegna mikillar offram- leiðslu búvara í hinum vest- ræna heimi. Jafnframt jókst fjölbreytni búvara sem skapaði harðnandi samkeppni, auk þess sem framleiðniaukning í hefðbundnum búgreinum hélt áfram. Lagasetning og pólitískar ákvarðanir ráða miklu um hvernig framleiðslan hefur þróast. Á Alþingi var ekki hljómgrunnur fyrir umræðu um leiðir til að stemma stigu við framleiðslunni. Það var ekki fyrr en með breytingu á fram- leiðsluráðslögunum 1978 að leiðir opnuðust til þess. Stein- grímur Hermannsson, sem þá var landbúnaðarráðherra, beitti sér fyrir lagasetningu sem fyrir löngu var orðin tíma- bær. Hann beitti sér einnig fyrir því að mótuð yrði pólitísk stefna um málefni landbúnað- arins, þar sem markmið og leið- ir væru skilgreind, en því miður náði það mál ekki fram að ganga. Lagasetningin 1978 nægði ekki til að leysa vandann. Að vísu dróst kindakjötsfram- leiðslan saman, en mjólkur- framleiðslan jókst á ný. Þetta var sú mynd sem blasti við núverandi landbúnaðarráð- herra. Enginn fjárhagslegur grundvöllur var fyrir allri þess- ari framleiðslu og fyrirsjáanlegt að bændur yrðu fyrir meiri skakkaföllum en áður voru dæmi um ef ekkert yrði að gert. Búvörulögin frá 1985 voru svar við breyttum tímum. Þau voru ekki slæmur kostur enda var í rauninni enginn valkostur. Sú stefna sem nú er fylgt í landbúnaðarmálum er því eng- in eyðibýlastefna, heldur er hún leið út úr blindgötu. Ekki kom til greina að halda áfram að framleiða búvörur sem eng- inn vildi greiða fyrir og leggja þannig í kostnað sem hvorki bændur né þjóðfélagið fengju neitt greitt fyrir. Slíkt hefði ver- ið algjört ábyrgðarleysi og svik við bændur. Það hefði verið sannkölluð eyðibýlastefna. HS úr hugskotinu. Auravæðing og einkavæðing í tungu okkar eru allnokkur samsett nafnorð sem enda á -væðing, og af þeim leidd sagnorð. Þannig er rafvæðing sveitanna ekki lengur eitthvað sem pólitíkusarnir geta lofað á kosningafundum og svikið síðan. Þegar svo ber undir her- væðast þjóðirnar og vígvæðing fylgir vitanlega í kjölfarið. Og siðvæðing er víst eitthvað sem Ronald Reagan er sérdeilis hrif- inn af, enda sendi hann að sögn vopn til siðvæddasta þjóðarleið- toga í heimi Khomeinis erki- klerks í íran. Nýjasta væðingin, og sú sem nokkuð hefur verið í fréttum að undanförnu, er svo hin svokallaða einkavæðing. Bankamaður með boðskap í Reykjavík er starfandi voða fínn klúbbur sem nefndur er Verslunarráð íslands (ísland merkir þarna vitaskuld Reykja- vík, enda draumurinn um Singapore eða Hong Kong norðursins ekki langt undan). A dögunum hélt klúbbur þessi fund, sem að verulegu leyti var helgaður hinni nýju væðingu, og var sjálf hátignin Davíð kon- ungur vitaskuld meðal gesta, enda mikill áhugamaður um einkavæðingu samanber Borg- arspítalann. Til þessa merka fundar var svo sem vera ber, boðið útlendingi sem miðla skyldi fundarmönnum af reynslu þeirri af einkavæðingu sem fengist hefur í heimalandi hans. Fyrir valinu varð bankamaður einn úr Frankaríki, maður sem líkast til hefur sjálfur einka- væðst, alla vega haft til þess bæði efni og vilja. Að sjálf- sögðu var ekki verið að bjóða neinum eftirlaunaþega eða inn- fluttum verkamanni t.d. frá Norður-Afríku, hvað þá at- vinnuleysingja, enda næsta víst að reynsla þeirra af einkavæð- ingunni, þ.e. sölu opinberra fyrirtækja til einkaaðila, venju- lega hæstbjóðanda, hefði verið með nokkuð öðrum hætti, og ef til vill nokkru blendnari. Og vitanlega flutti banka- maðurinn úr Frankaríki íslenska fjármálalandsliðinu þann boðskap sem menn voru komnir til að hlýða á. Að einka- væðingin hefði tekist svo vel í Frakklandi, að jafnvel kratarnir væru orðnir henni hlynntir. Nú kann vel að vera, að frönsku- kunnátta þeirra sem mál banka- mannsins túlkuðu hafi valdið því að menn hafi misskilið það sem hann sagði, fremur verður það þó að teljast ólíklegt. Hitt er öllu líklegra, að hann hafi sjálfur einíaldlega misskilið hugmyndafræði franskra krata. Þeir hafa aldrei verið því and- vígir, að almenningur „aura- væddist“ svo maður skapi nú enn eitt nýyrði, meðal annars fyrir tilstuðlan arðs af hlutabréf- um í fyrirtækjum sem hann starfar við, eða í gegnum það fyrirbæri sem kalla mætti „sjálf- rekstur", og byggist á því að verkafólkið fái að hafa sem mest áhrif á rekstur fyrirtækja þeirra sem það starfar hjá, og eignist þarafleiðandi hlut í hagnaði þeirra. En þetta er auravæðing, og á ekkert skylt við þá einkavæðingu sem Versl- unarráð er að slægjast eftir. Hún gengur fyrst og fremst út á það að ríki og sveitarfélög selji hæstbjóðendum sem flest fyrir- tæki sín. í reynd nýtur starfsfólk þessara fyrirtækja ekki góðs af sölunni, nema í mjög tak- mörkuðum mæli, þar sem það hefur sjaldnast efni á því að bjóða í hlutabréf þau sem til sölu eru. Hér á íslandi er mark- aður fremur lítill þannig að oft- ar en ekki hafa þau ríkisfyrir- tæki sem menn vilja ólmir einkavæða einokunaraðstöðu í raun. Afleiðingar einkavæð- ingarinnar verða því oftar en ekki þær, að í stað ríkiseinok- unar á einhverju tilteknu sviði, kemur einokun nokkurra fjár- sterkra fjölskyldna í Reykjavík, oftar en ekki vernduð af engum öðrum en hinu opinbera með alls kyns sérleyfum og reglu- gerðum. Einokað okur Einna skýrasta dæmið um „einkavæðingu“ af þessu tagi er vitaskuld innanlandsflugið, sem ríkisvaldið afsalaði sér endan- lega í hendur félags eins, í reynd stjórnuðu af nokkrum fjölskyldum sem svo vitaskuld heyja grimmilega baráttu um völd og metorð, baráttu sem jafnvel má sjá á síðum dagblað- anna. Að sönnu fékk annað Reynir Antonsson skrifar félag nokkra smámola af nægta- borðum fjölskyldnanna, sem vitaskuld höfðu hirt feitustu bit- ana. Afleiðinguna þekkja allir. Fargjaldaokur sem hægt er að stunda í skjóli sérleyfis og ein- okunar. Afsláttur fyrir efnalítið fólk, til að mynda aldraða eða öryrkja, er annáð hvort tak- markaður við einstaka daga, eða er svo nánasarlegur að hann skiptir engu máli. Það er ekki furða þó að frímiðafarþegarnir vilji halda þessum rekstri í einkaeign. Meðan hið opinbera tryggir einokun og fargjalda- hækkanir á færibandi þurfa menn engu að kvíða. Flugleiðadæmið ætti að færa mönnum heim sanninn um það að varlega beri að fara í einka- væðingu á íslandi. Á lista Verslunarráðs yfir fyrirtæki sem æskilegt væri að einkavæða eru mörg sem hafa einokandi að- stöðu, sum hreinlega vegna smæðar markaðarins. Slík fyrir- tæki má undir enguin kringum- stæðum selja hæstbjóðanda. Hins vegar er engin ástæða til að vera alfarið á móti sölu opin- berra fyrirtækja. Hún getur mjög oft átt rétt á sér, ekki síst þar sem samkeppni er fyrir hendi. Framar öðru þarf þó að auravæða almenning, þannig að hann geti í raun keypt hlutabréf í fyrirtækjum þeim sem hann vinnur hjá. Slík auravæðing gæti án efa orðið prýðilegur mótor fyrir efnahagslífið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.