Dagur - 13.03.1987, Page 6
6 - DAGUR - 13. mars 1987
Þyrftí að lesa
bækumar mínarfyrírjólin
- segir Birgitta H. Halldórsdóttir, sKáld og bóndi w W
Viðmælandi minn er bóndi í Svínavatns-
hreppnum í Austur-Húnavatnssýslu á
bænum Syðri-Löngumýri, hann er rithöf-
undur sem gefnar hafa verið fjórar bækur
út eftir og sú fimmta er væntanleg á árinu.
Haldi Birgitta H. Halldórsdóttir áfram að
skrifa af sama eldmóði fram til þess tíma
að hún nær eftirlaunaaldri má gera því
skóna að bækur eftir hana verði orðnar að
minnsta kosti 45 talsins þar sem hún er
ekki nema 27 ára í dag.
Mig langaði til að vita
hvernig það væri að
vera ung skáldkona og
bóndi og bað því Birgittu að
segja mér undan og ofan af sín-
um ferli og svolítið af sjálfri sér
svona í leiðinni.
- Við byrjum hefðbundið.
Ertu Húnvetningur?
„Já, ég er uppalin hér á Syðri-
Löngumýri. Pabbi Ieigði jörðina í
tíu ár en svo fluttum við hingað
aftur síðastliðið vor. Við bjugg-
um á Leifsstöðum í Svartárdal,
en maðurinn minn er þaðan.
- Hvað heitir eiginmaðurinn?
„Hann heitir Sigurður Ingi
Guðmundsson."
- Og með hvað búið þið?
„Við erum með tuttugu og sjö
kýr og á annað hundrað kindur."
- Hefurðu þá alltaf búið í
sveit?
„Ég var talsvert í Reykjavík
eftir að pabbi hætti að búa '16 og
þar til ég fór að Leifsstöðum."
- En hvenær fórst þú að hafa
gaman af að skrifa?
„Ég hef alltaf haft gaman af að
skrifa. Ég byrjaði eiginlega ekki
að skrifa fyrr en ’83, þegar ég
skrifaði fyrstu bókina, sem var
Inga.“
- Hvað eru komnar út margar
bækur eftir þig?
„Þær eru fjórar. Fyrst var Inga,
svo Áslaug á Hveravöllum, þá
Gættu þín Helga og svo núna síð-
ast í greipum elds og ótta.“
- Þetta eru sögubækur, skáld-
sögur. En hefurðu ekki gert ein-
hver ljóð og smásögur?
„Jú ég hef gert ljóð, en ekkert
sem ég hef birt nema eitt. Svo
hafa komið smásögur eftir mig í
Húnavökuritinu og í Heima er
best.“
- Þú segist alltaf hafa haft
gaman af að skrifa, sem hlýtur að
þýða að þú hafir samið ýmislegt
þegar þú varst krakki eða ungl-
ingur. Hefurðu haldið því til
haga?
„Sumu, en ég hef náttúrlega
gert allt of lítið af því, það væri
gaman ef maður ætti það allt.“
- Nú hefur Skjaldborg gefið út
allar þínar bækur. En hvernig
gekk það fyrir sig að fá fyrstu
bókina útgefna?
„Ég skrifaði bókina og sendi
þeim hana, og þeir sögðu mér að
þeir myndu ekki gefa hana út.
Þetta var það seint, yfirleitt þarf
ég að skila svona í janúar eða
febrúar ég er t.d. búin að skila
núna, svo var hún ekki nógu löng
og ég þurfti að lengja hana um
fimmtíu blaðsíður. Ég settist nið-
ur og lengdi hana þá ákváðu þeir
að taka hana en þá var ekki
reiknað með að hún yrði gefin út
fyrr en ’84. Svo var ég svo
heppin, það var lán fyrir mig en
ólán fyrir einhvern annan, að það
var eitthvert handrit sem datt út
þannig að það vantaði eina og
þeir tóku Ingu.“
- Og hvernig fannst þér svo
þegar farið var að vinna fyrstu
bókina þína?
Alveg hræðilegt. Þetta var
voðalega gaman sko að
vissu leyti. En svo þegar
hún var komin út þá vissi ég ekk-
ert hvað ég átti að gera. Eg gat
ekki litið framan í nokkurn
mann, ég kveið sérstaklega fyrir
því hvað fólki hérna í kring fynd-
ist ef það læsi hana. Ég gekk með
veggjum. En svo er maður að
sjóast 1 þessu, og tekur þetta ekki
eins ægilega nærri sér.
- En gagnrýni sem þú færð
t.d. í blöðunum, hvernig fer hún
í þig?
„Ágætlega. Ég tók þetta voða
nærri mér fyrst, fór bara alveg í
rusl. En mér finnst þetta voða-
lega gott núna, maður náttúrlega
lærir af þessu þó manni finnist
sumt óréttlátt og sé hálf sár yfir
því, þá hef ég náttúrlega fengið
bæði jákvæða og neikvæða gagn-
rýni. En öll umfjöllun unt bæk-
urnar er af hinu góða.“
- Nú man ég eftir að hafa lesið
gagnrýni sem var í einhverju
blaði fyrir síðustu jól, og hún var
frekar neikvæð. Hvernig bregstu
við. Erfirðu þetta við viðkom-
andi og ert lengi reið, eða hvað
gerirðu?
„Ég er alls ekki reið. Ég les
þetta og svo reyni ég að finna út
hvað mér finnst réttlátt og læra
þá af því, að gera ekki sömu vit-
leysurnar aftur. Svo er náttúrlega
sumt sem ég get ekki sætt mig við
að sé réttmætt, en ég erfi það alls
ekkert við þann sem skrifar. T.d.
hefur hún Jóhanna Kristjónsdótt-
ir skrifað gagnrýni um allar mín-
ar bækur og náttúrlega ekki allt
fallegt, en samt verið jákvæð. Og
ég hef verið henni þakklát fyrir
að taka þær fyrir vegna þess að
það er þó a.m.k. gott að það sé
skrifað um þær. Maður getur eig-
inlega ekki ætlast til að svona
bækur, spennu- og ástarsögur, fái
mjög mikla umfjöllun. Þetta eru
náttúrlega afþreyingarbókmennt-
ir, þannig að það hlýtur alltaf að
verða minni umfjöllun."
- Þegar þú skrifaðir fyrstu
bókina Ingu, hvernig varð hún
til? Heldur þú að þú hafir verið
að herma eftir einhverju sem þú
hafðir lesið, eða skapaðirðu hana
alfarið sjálf?
„Ég vona að ég hafi skapað
þetta. Og til dæmis í þessum
skáldsögum er ekkert sem á sér
stoð í raunveruleikanum, þetta
er allt saman bara eitthvað sem
ég hef ímyndað mér. En auðvitað
er eitthvað sem gæti haft áhrif á
mann þó maður geri sér ekki
grein fyrir því sjálfur.“
- Nú ertu búin að senda frá
þér handritið að næstu bók og
það eru allar líkur á að hún komi
út fyrir næstu jól. Stefnirðu á að
skrifa eina bók á ári?
„Já, ef ég get.“
- Og heldurðu þig við sama
svið?
„Já, annars hugsa ég að það
geti breyst eftir því sem maður
eldist, alveg eins og bókasmekk-
ur fólks breytist með aldrinum."
- En ertu ekkert hrædd um að
efnið verði kannski útþynnt, mið-
að við að þú skrifir eina bók á ári,
eða finnst þér þú hafa úr nógu að
moða?
„Mér finnst ennþá að ég hafi úr
nógu að moða eins og þú segir,
en kannski kemur að því ein-
hvern daginn að maður verði
bara búinn.“
- Hvernig semurðu söguna,
getur t.d. heill kafli orðið til í
höfðinu á þér á meðan þú ert að
vinna í fjósinu, og svo er bara að
drífa í að skrifa hann þegar þú
kemur inn?
„Nei það gengur ekki þannig.
Yfirleitt sem ég þetta þegar ég er
að skrifa það, en auðvitað hugsa
ég oft um verkefnið. Ég skrifa
aðallega frá því í október og fram
í janúar eða febrúar, og þá þarf
ég helst að skrifa þetta í lotu. Ég
geri eiginlega ekkert annað hér
heima en fara út í fjós, á meðan
þetta stendur. Svo lendir maður í
því að vera óánægður með það
sem komið er og þá verður að
skrifa allt upp. Eins og gerðist
núna, ég var eiginlega búin með
handritið, þá las ég það og fannst
það ómögulegt og þá skrifaði ég
það allt aftur.“
Notarðu eitthvað af þeim
persónum sem þú hefur
kynnst, til að skapa
sögupersónurnar í bókunum?
„Jú mikil ósköp. Ég held að ég
hafi aldrei notað neina persónu
alveg, en eftir því sem maður
kynnist fleira fólki þá hjálpar
það, og maður sér persónur sem
maður kannski notar að einhverj-
um hluta.“
- Hvernig viðtökur finnst þér
bækurnar þínar hafa fengið?
„Það er svolítið misjafnt en þó
yfirleitt. góðar. Fólk er ósköp já-
kvætt og hvetur mann tii að halda
áfram, jafnvel þó það séu ekki
allir sáttir við það sem komið er.
Og þessi hvatning er náttúrlega
nauðsynleg, því þó manni finnist
gaman sjálfum þá gæfist maður
upp ef enginn nennti að lesa
það.“
- Nú hefur mér heyrst á dæm-