Dagur - 13.03.1987, Side 7
13. mars 1987 —OAGUf? - 7
um um verðlagningu bóka og
skiptingu tekna af sölu, að rithöf-
undar fái ákaflega lítið í sinn
hlut. Hefur þú haft tekjur af þín-
um bókum?
„Nei ég get ekki sagt að ég hafi
haft tekjur af þessu. Og ég held
ekki að það geri þetta nema
örfáir útvaldir til að hafa tekjur
af því, það þarf að selja svo ofsa-
lega mikið til þess að það sé
eitthvað út úr því að hafa. Ég
held að það sé útilokað að ætla
sér að lifa af því að vera rithöf-
undur. En auðvitað væri það
æskilegt og gott að það væri
hægt. Því ég er alveg viss um að
fólk myndi gera miklu betri hluti
ef það gæti gefið sér meiri tíma til
þess og fengi meira fyrir. Það eru
mjög margir sem eru að gera
þetta í aukatíma og það hlýtur
náttúrlega að bitna á því sem
maður er að gera.“
- En snúum okkur aðeins að
sveitinni. Nú er uppi mikil
umræða um að það sé að dragast
saman í sveitum og sums staðar
verða menn að hætta búskap
vegna samdráttar í framleiðsl-
unni. Hvernig er þetta hér í
kringum ykkur, eru menn að fara
að hætta eða gefast upp?
„Ég vona ekki. Vegna þess að
það hlyti að vera voða vont að
verða eftir, þetta yrði ekki bara
slæmt fyrir þá sem yrðu að fara
heldur líka fyrir hina. En ég held
ekki að þetta sé yfirvofandi hér,
en það er náttúrlega ómögulegt
að segja þetta er allt svo ótryggt.
Maður verður að reyna að
þrauka og vona það besta, maður
heldur alltaf að þetta muni
lagast.“
- Fullnýtið þið ykkar kvóta,
og dugir hann ykkur?
„Já við fullnýtum hann en auð-
vitað þyrftum við meira. Enda
þótt við byggjum í sveit áður en
við hófum búskap hér, þá þurft-
um við að kaupa okkur bústofn.
Við þurftum að kaupa okkur kýr
og þó nokkuð af vélum og þetta
er allt saman dýrt. Ég get ekki
ímyndað mér að nokkur maöur
geti staðið undir því að kaupa sér
jörð og tilheyrandi, mér finnst
nógu erfitt bara að standa við
þetta.“
- Sem sagt að búið mætti ekki
vera minna til þess að það standi
undir sér?
Nei, ekki ef við eigum að
geta staðið við afborgan-
ir af því sem við þurftum
að fjárfesta í. Og svo er náttúr-
lega ýmislegt sem vantar, það er
t.d. slæm aðstaða fyrir heyverkun
það er ekki súgþurrkun og við
verðum að setja súgþurrkun í
hlöðuna sem er til staðar. Auk
þess er heygeymslan sem við höf-
um allt of lítil og við verðum að
Kýrnar þurfa sinn tíma og taka ekkert tillit til þess hvort húsmóðirin þarf að einbeita sér að nýrri bók eður ei.
Myndir: G.Kr.
stækka hana strax og við getum.
Það er náttúrlega undirstaða þess
að við þurfum ekki að kaupa allt
of mikinn innfluttan fóðurbæti.
Þannig að maður sér fram á að
það er ýmislegt sem við komumst
ekki hjá að fjárfesta í á næstunni.
Ég er samt ekkert að kvarta, það
eru margir sem eru verr staddir
en við.
- Hvað finnst þér að hefði
mátt gera öðruvísi, eða hvað
heldur þú að sé helst að, varð-
andi landbúnaðinn?
„Ég treysti mér ekki til að
svara þessu. Það má náttúrlega
segja í sambandi við þessar nýju
búgreinar að það sé af því góða,
það þarf eitthvað að koma í
staðinn. En ég er samt hrædd um
að það sé ekki nógu mikil stjórn-
un á því. Það virðast t.d. allir
geta farið út i loðdýrarækt í dag,
og ég óttast að þetta geti orðið
allt of mikið.“
- Aftur að skáldskapnum. Þú
átt eitthvað af smásögum og ein
mun væntanlega birtast fljótlega í
Heima er best, og tvær hafa verið
birtar eins og áður kom fram.
Hvernig gerist það, leita blöð eða
tímarit til þín um sögur?
„Nei, blessaður vertu maður
verður að bjarga sér sjálfur. Það
gerir sko enginn neitt fyrir mann,
svona."
- Lestu bækurnar þínar eftir
að þær eru komnar út ?
„Nei, ég hef aldrei lesið þær.
En ég á örugglega eftir að lesa
þær einhvern tíma. Þetta getur
verið svolítið vont t.d. eins og
fyrir jólin. Þá er fólk að spyrja
mann um bókina sem komin er
út, en sjálf er ég með allan hug-
ann við þá næstu sem ég er byrj-
uð á. Þannig að maður verður
hálfasnalegur, og eiginlega þyrfti
ég að lesa bækurnar fyrir jólin."
- Ef við miðum við hefðbund-
inn vinnutíma, þ.e. átta tíma á
dag, hvað heldur þú að þú sért
lengi að skrifa bók?
„Það er voðalega vont að
segja, en ætli ég sé ekki svona
nálægt þrem mánuðum með bók-
ina. En það getur verið voðalega
breytilegt."
- Siturðu við skriftir á næturn-
ar?
„Nei, ég hef trú á því að maður
geri hlutina betur útsofinn og
óþreyttur."
- Hvernig finnst þér að þurfa
að sitja í búð og árita bækurnar
þínar?
„Æ ég veit það ekki. Að sumu
leyti gaman og að sumu leyti
vandræðalegt. Mér finnst alveg
ægilegt að þurfa að sitja hérna
niðri í kaupfélagi, maður er alltaf
hálffeiminn svona á heima-
slóðum."
- Þegar byrjað er að auglýsa
bókina þína fyrir jólin, finnst þér
þá verra að koma niður á
Blönduós, til að útrétta o.þ.h.?
„Ekki núna, en ég get sagt þér
að þegar Inga kom út þá fór ég
ekki niður á Blönduós fyrr en ég
mögulega mátti til. Ég varð bara
að fara að versla fyrir jólin, og
mér fannst það alveg voðalegt.
Annars er þetta alltaf svolítið
spennandi, vegna þess að ég læt
handritið það snemma frá mér og
svo veit ég eiginlega ekkert meir
fyrr en bókin er komin út. Ég veit
ekki einu sinni hvernig kápan er.
Og fyrir síðustu jól þá urðu þeir
eitthvað seinir að senda mér bók-
ina, þannig að hún var komin í
allar bókabúðir á landinu áður en
ég sá hana.“
- Segðu mér eitthvað skondið
sem hefur gerst í sambandi við
útkomu bókanna þinna eða á
meðan þær háfa verið í smíðum.
Það gerðist svolítið ofsalega
sniðugt þegar Inga kom
út. Það var einmitt í Degi,
það kom svona klausa löngu fyrir
jól, um það hvaða bækur væru að
koma út. Það var sagt að það
væru þrjár skáldsögur og þær
væru eftir Aðalheiði Karlsdóttur,
ísól Karlsdóttur og mig. Og
nokkrum hérna fannst nafnið Isól
eitthvað skrítið og töldu að þetta
hlyti að vera bókin eftir mig,
undir dulnefni. Þeir ruku upp til
handa og fóta og keyptu bókina
og fóru að lesa. Fólk var rneira að
segja farið að hringja í mig og
segja mér hvað því fannst.
Svo var ég nú heppin einu sinni
að maðurinn minn skuli lesa
handritin. Þá var ég að skrifa um
keppni í skeiði sem söguhetjan
átti að taka þátt í, en svo kom
bara upp úr kafinu að svona
skeið var ekki til og hafði aldrei
verið. Það var eins gott að hann
las þetta yfir áður en ég lét það
frá mér.“
Nú var kaffið búið og eftir að
taka myndir og fara í fjósið, svo
ég slökkti á segulbandinu, og
þess vegna lýkur hér því sem þið
lesendur góðir fáið að vita af
samræöum okkar Birgittu. En
hver veit nema við ræðum aftur
saman á þessum vettvangi þegar
bækurnar verða orðnar fjörutíu
og fimm. G.Kr.
Birgitta og Sigurður ásamt hundunum á heimilinu, á tröppunum á Syðri-
Löngumýri.
Hljómsveita-
keppni Rúvak
og Menor
Ríkisútvarpið á Akureyri og
Menningarsamtök Norðlendinga
efna til hljómsveitakeppni um
næstu mánaðamót. Öllum hljóm-
sveitum á svæðinu er heimil þátt-
taka, að því tilskildu að þær spili
dægurtónlist og félagar í hljóm-
sveitunum séu ekki yfir 25 ára
aldri. Þátttaka tilkynnist Ríkis-
útvarpinu á Akureyri fyrir 13.
mars næstkomandi. Þá hefur
Ríkisútvarpið tekið upp nýja
þjónustu við félög og félaga-
samtök á svæðinu. Hún er fólgin
í því, að félögin geta fengið
klukkustund í svæðisútvarpinu til
þess að kynna starfsemi sína.
Stefnt er að því að þessar útsend-
ingar verði á laugardögum milli
klukkan 18 og 19. Unglinga-
útvarpið heldur áfram, en verður
ekki á hverjum laugardegi eins
og verið hefur. Þau félög, sem
vilja notfæra sér þessa þjónustu
þurfa að hafa samband við Ríkis-
útvarpið með góðum fyrirvara.
Zonta-klúbburinn Þórunn hyrna
er fyrsti félagsskapurinn, sem
verður með útsendingu á laugar-
degi og er það 14. mars næst-
komandi. Nánari upplýsingar
gefur Erna Indriðadóttir í síma
27000._________________
Leiðrétting
Prentvillupúkinn var á ferli á
bæjarskrifstofunum á dögunum
og stakk sér inn í handrit auglýs-
ingar um kjörskrá, sem birtist í
blaðinu í gær. Þar stóð að
kjörskrá Akureyrar til al-
þingiskosninganna lægi frammi á
bæjarskrifstofunum Geislagötu 9
alla virka daga frá 19. mars til 10.
apríl. Hið rétta er að hún liggur
frammi frá 13. marstil 10. apríl.
Svedbcrgs
baöinnréttingar
Sænsku SVEDBERGS bað-
innréttingarnar eru þaulhugs-
aðar með tilliti til nýtingar-
möguleika og samsetningar
og eru ekki síður hannaðar
fyrir minnstu baðherbergin en
hin stóru.
GEFÐU ÞÉR TÍMA
til að líta inn til okkar því „sjón
er sögu ríkari" og alltaf nóg af
bílastæðum.
im
DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI
SÍMI (96) 22360