Dagur


Dagur - 13.03.1987, Qupperneq 10

Dagur - 13.03.1987, Qupperneq 10
10 - DAGUR - 13. mars 1987 13. mars 1987 - DAGUR - 11 Skautafélag Akureyrar 50 Skautafélag Akureyrar var stofn- að 1. janúar árið 1937 og varð félagið því 50 ára á nýársdag. Stofnfundurinn fór fram í Skjaldborg og voru stofnfélag- arnir 18. Það hafa skipst á skin og skúrir í þessari 50 ára sögu félagsins og áhugi fyrir skauta- íþróttinni verið mismikill. íþróttin hefur átt undir högg að sækja á allra síðustu árum en nú er farið að birta til á ný. Félag- inu hefur verið úthlutað svæði á Krókeyri, vonandi til frambúðar og eru framkvæmdir við það þegar hafnar. Búið er að steypa plötu og leggja frystilagnir og í sumar stefna skautafélagsmenn að því að kaupa vélfrystibúnað. Enn vantar þó búningí-rg bað- aðstöðu. Með batnandi æfinga- og keppnisaðstöðu vonast for- svarsmenn félagsins til þess að skautaíþróttin vinni sér aftur vinsældir í bænum, eins og hún átti að fagna fyrir 50 árum. Texti: KK. „Framtídín er nokkuð björt“ - segir Guðmundur Pétursson formaður Skautafélags Akureyrar „I’etta hefur verið frekar erfitt í vetur og það sem hefur háð okkur fyrst og fremst er að hafa ekki við neina að keppa. En hvað framtíðina varðar, sýnist mér vera bjart framund- an,“ sagði Guðmundur Péturs- son formaður Skautafélags Akureyrar er hann var inntur eftir stöðu félagsins á þessum merku tímamótum. „Við höfum att kappi við lið Reykjavíkur í gegnum tíðina í íshokkíinu. í fyrra æfðu þeir lítið og komust ekki í neina æfingu. Þeir komu að vísu hingað norður í eitt hraðmót en það var nú meira í gríni en alvöru. Þeir eru þó ekkert að hætta að iðka þessa íþrótt. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að verja dágóðri pen- ingaupphæð í uppbyggingu íþrótt- arinnar í borginni. Og er stefnt að því að koma þar upp vélfrystu svelli, vonandi fyrir næsta haust. Þegar hægt verður að fara að æfa við betri aðstöðu, bæði hér og í Reykjavík, gerbreytist þetta aftur. Þetta byggist á því að menn æfi við góðar aðstæður og fái einnig leiki öðru hvoru. Ahorfendur hafa líka haft mjög gaman af því að sjá alvöru leiki á milli Akureyrar og Reykjavík- fyrir - Hvað með aðstöðu félagið hér á Akureyri? „Við fengum úthlutað svæði við Krókeyrina og þar verður framtíðarsvæði félagsins. Planið hefur þegar verið lagt með frysti- lögnum og við stefnum að því að kaupa frystivélarnar í sumar en þær kosta um 4 milljónir. Nú og þarna vantar líka búninga- og snyrtiaðstöðu. Við höfum hug á Guðmundur Pétursson formaður Skautafélags Akureyrar. Mynd: KK. því að næsta vetrarhátíð verði haldin á Akureyri árið 1990, þar sem keppt verður bæði á skíðum og skautum og að þá verðum við komnir með almennilega aðstöðu.“ - Hvað stunda margir þessa íþrótt hér á Akureyri? „Ætli það séu ekki á milli 50 og 60 manns og í vetur hefur veriö æft í tveimur aldurshópum." - Hafa ríki og bær stutt ykkur vel við uppbygginguna? „Við erum að reyna að herja á gamalt loforð frá ÍSÍ um pening í þessa framkvæmd, þar sem viö erum fyrstir af stað með vélfryst- ingu. Bærinn hefur ekki komið nógu vel til móts við okkur. Akur- eyri sem er vetraríþróttamiðstöð íslands, hefur alls ekki náð að standa undir því nafni. Það er eins með ríkið, við fengum 250 þúsund krónur frá ríkinu upp í framkvæmd upp á 5 milljónir. Hvað sem öllu líður munum við kljúfa kaupin á vélfrystibún- aðinum á einhvern hátt, það er ekki hægt að hætta héðan af. Við stefnum að því að geta tekið svæðið í notkun með vélfrysting- unni næsta haust og þá yrði hald- in einhver afmælishátíð þó afmælisdagurinn hafi verið 1. janúar síðastliðinn," sagði Guð- mundur Pétursson. Skautafélag Akureyrar var formlega stofnað 1. janúar árið 1937 eða fyrir réttum 50 árum. Aður en félagið var stofnað höfðu nokkrir Eyfirðingar stundað bæði skautahlaup og íshokkí að einhverju marki. Jón Dalmann Ármannsson starfsmaður á Skattstofu Norðurlands var einn þeirra er voru á stofnfundinum, þó hann hafi ekki gerst stofnfélagi. Jón gerðist síðar félagi og hann var einmitt formaður félagsins á 25 ári afmæli þess. Dagur fékk Jón til þess að skýra frá því hverjir hafi staðið að stofnun félagsins og hver þróunin hafi verið í gegnum árin. tímabil í kringum 1950, þegar fyrstu hraðhlaupsmótin fóru af stað og fyrsta íslandsmótið í greininni var haldið. En fljótlega upp úr 1960 fór að koma í þetta afturkippur á ný. Nú ástæðan er sennilega fyrst og fremst aðstöðuleysi. Þáð þurfti að færa svæðið og peningar til þeirra verkefna voru af skornum skammti. Á þessum tíma urðum við að sætta okkur við það að bíða meðan unnið var við fram- kvæmdir í Hlíðarfjalli. Það má segja að valið hafi staðið á milli þessara íþrótta, við urðum undir og þurftum að horfa á eftir mann- skap frá okkur.“ - Hvernig líst þér á framtíð félagsins? T.v. Ottó Ryel, Magnús Brynjólfsson, Kristján Geirmundsson, Ágúst Ásgrímsson, Hektor Sigurðsson, Gunnar og Eggert Steinsen og Þórir Sigurðsson. Þeir Kristján og Ágúst voru í fyrstu stjórn Skautafélags Akureyrar. Myndina tók Gunnar Thorarensen árið 1935-’36. Þessa mynd tók Eðvarð Sigurgeirsson á skautamótinu mikla sem fram fór í Stórhólma árið 1941. Þar var keppt í hraðhlaupi, listhlaupi og íshokkí. Jón Dalmann Ármannsson á fleygiferð í skautahlaupi á Pollinum 22. febrúar 1969. Mynd: Ágúst B. Karlsson. ................................................................. - Það hafa verið miklar sveiflur í fþróttímii í gegnum tíðina“ - segir Jón Dalmann Ármannsson en hann var á stofnfundi SA fyrir 50 árum og var formaður félagsins á 25 ára afmæli þess „Það má segja að frumkvöðlar félagsins séu þeir sem skipuðu tyrstu stjórnina. Þar var fremstur í flokki formaðurinn, Gunnar Thorarenson og með honum voru Kristján Geirmundsson og Ágúst Ásgrímsson en Ágúst er sá eini af þeim sem er lifandi í dag. Þá skildist mér á Gunnari að fað- ir minn, Ármann Dalmannsson hafi unnið með þeim þre- menningum við undirbúning að stofnun félagsins en hann var ein- mitt fundarstjóri og frummælandi á stofnfundinum. Fundurinn fór fram í Skjaldborg og voru stofn- félagarnir 18.“ — Hafði félagið eitthvert fé- lagssvæði í upphafi? „Pélagið hafði ekkert sérstakt svæði í upphafi. En þessir menn höfðu allir stundað skautaæfingar alllengi áður en félagið var stofn- að og þá aðallega á Pollinum, inn á Leirum og inn í Hólmum. Á þeim tíma voru allt önnur skil- yrði á þessum stöðum og þá sér- staklega á Leirunum en þar var alltaf miklu meiri ís, alveg þang- að til flugvöllurinn kom. I Hólm- ,unum var haldið fyrsta skauta- mótið sem haldið hefur verið hér. Það var árið 1941 og var keppt í öllum greinum, í nokkrum flokk- um í hraðhlaupi, íshokkí og list- hlaupi, bæði í einstaklings- og parakeppni.“ - En hvenær var félaginu út- hlutað eigin svæðP? „Fyrsti fasti samastaður félags- ins var á Krókeyri, rétt sunnan við núverandi svæði en því var félaginu úthlutað árið 1949. Þegar Krókeyrarstöðin var byggð vorum við færðir á svæðið á móts við Höepfner og þar vorum við þar til í fyrra að við fengum núver- andi svæði sem er rétt norðan við Krókeyrarstöðina. Það er von okkar að þarna verði framtíðar- svæði félagsins.“ - Hefur ekki skautaíþróttin átt undir högg að sækja á undan- förnum árum? „Það hafa verið miklar sveiflur í þessu í gegnum tíðina og það má hiklaust segja að íþróttin hafi átt undir högg að sækja á undan- förnum árum. Eftir að félagið var stofnað og fyrstu árin þar á eftir var mikill uppgangstími í íþrótt- inni. Síðan kom annað uppgangs- „Ég held að þetta eigi eftir að koma upp á ný en spurningin er bara hvenær. Þessi íþrótt er stunduð svo mikið í löndum hér í kring og mikill uppgangur í þeim. Við treystum því að fá vélfryst svell og það hefði aldeilis komið sér vel fyrir okkur hafa vélfryst svell í vetur, tíðarfarið hefur ver- ið þannig. Þetta byggist þó allt á því að aðstaðan til æfinga og keppni sé góð og það horfir til betri vegar fyrir okkur hjá Skautafélagi Akureyrar. Nú fjöl- miðlar koma þar líka inn í. Það heyrir til undantekninga að skýrt sé frá því í útvarpi, sjónvarpi eða blöðum hvað sé að gerast í þess- um íþróttagreinum,“ sagði Jón Dalmann að lokum. Þessir myndarlegu piltar kepptu í drengjatlokki í skautahlaupi á Islandsmótinu 1961. T.v. Ævar Guðmundsson, Stefán Arnason, Kristján Ármannsson, Sævar Jónatansson, Skúli Lórenzson, Hallgrímur Indriðason, Jóhann Már Jóhannsson Og Asgrímur Ágústsson._Mynd: Gunnhmgur P. Krislinsson. „Skautamír skrúfaðir undir heima í eldhúsi“ - segir Öm Indriðason skautameistari íslands Skautameistari íslands í karla- flokki er Örn Indriðason frá Skautafélagi Akureyrar. Örn varð íslandsmeistari í öllum vegalengdum á Islandsmeist- aramótinu árið 1961 á Akur- eyri en síðan hefur ekki verið haldið slíkt mót og titillinn því enn í höndum Arnar. Dagur fékk Örn í stutt spjall og spurði hann fyrst hvenær hann hafi bvrjað að stunda skauta-i íþróttina og hvenær hann hafi keppt í fyrsta skipti. „Maður byrjaði mjög ungur að fara á skauta en búnaðurinn var ekki upp á marga fiska í þá daga. Ég bjó í Innbænum og það var hægt að skrúfa skautana neðan á skóna heima í eldhúsi og síðan þurfti að fara yfir götuna og þá var maður kominn á svellið. Aðstaðan var önnur í þá daga en hún er í dag og það var miklu meiri rómantík yfir þessu í gamla daga. Ég keppti í fyrsta skipti í lok desember árið 1951 þá 7 ára gamall, í 300 m hlaupi í flokki 14 ára og yngri. Árið 1956 eignaðist ég alvöru hlaupaskauta og þá fór ég að taka meiri þátt í fþróttinni. Fyrsta Akureyrarmótið sem ég tók þátt í fór fram árið 1957 en þá keppti ég í flokki 12-14 ára. Skemmtilegasta mótið sem ég tók þátt í, var íslandsmótið árið 1961 en þá tókst mér að vinna skautahlaupið í öllum vegalengd- um, 500 m, 1500 m, 3000 rh og 5000 m. Við vorum þrír Akureyr- ingarnir í fyrstu sætunum, ég, Sigfús Erlingsson og Skúli Ágústsson. Árið eftir fór fram Akureyrarmót og þá tókst mér að endurtaka leikinn frá fslands- mótinu og vinna skautahlaupið í öllum vegalengdum." - Æfðir þú íshokkí líka? „Já, en íshokkíið kom mun seinna til sögunnar en skauta- hlaupið. Hokkíið gefur manni mjög mikið. í því er hægt að slást og djöflast og er allt öðruvísi íþrótt eins og gefur að skilja. Skúli Ágústsson er nú samt sá leikmaður sem hefur náð hvað lengst í þeirri íþrótt hér á Akur- eyri, harður og skemmtilegur spilari.” - Ertu enn að æfa? „Ég hef aðeins verið að leika mér í vetur en tíðarfarið hefur ekki verið allt of gott fvrir skautamenn. Þetta hefði að vísu verið ákjósanlegt ef vélfrystibún- aðurinn hefði verið kominn. En scnnilega verðum við þessir gömlu hættir að mestu leyti þegar hann verður kominn upp. Én ég vona engu að síður að það verði til þess að glæða áhugann á skautaíþróttinni aftur. Það er eins með þessa íþrótt og aðrar að það þarf að byrja að þjálfa krakkana mjög snemma svo að góður árangur náist. Ég þykist viss um að það þýddi ekki að bjóða mönnum upp á þá æfinga- aðstöðu í dag sem við bjuggum við í gamla dag," sagði Örn lnd- riðason skautameistari íslands. Eins og kemur fram í viðtalinu við Guðmund Pétursson formann SA er áhugi fyrir því að halda vetraríþróttahátíð á Akureyri árið 1990. Þegar liafa tvær slíkar hátíðir verið haldnar, árið 1970 og 1980 og sigraði Örn Indriða- son bæði árin í 500 m og 1500 m skautahlaupi. Hvort Örn verður með árið 1990 ef hátíðin fer frarn þá verður bara að koma í ljós. Örn lndriðason skautameistari íslands á fleygiferð í keppni á vetrarhátíðinni 1980. Mynd: H. Einarsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.