Dagur - 13.03.1987, Qupperneq 12
12 - DAGUR - 13. mars 1987.
Skautafélag Akureyrar 50 ára
Akureyringar
eíga öll metin
- í hraðhlaupi á skautum, bæði í karla-
og kvennaflokki
Akureyringar hafa alla tíð ver-
ið í fremstu röð í skautaiþrótt-
inni og sem dæmi eiga Akur-
eyringarnir Edda Indriðadóttir
og Björn Baldursson öll gild-
andi íslandsmet í hraðhlaup-
um. Met Eddu eru frá 1953 en
Björn setti öll sín met í Noregi
í kringum áramótin 1957 og
’58.
Edda bjó í Innbænum og byrj-
aði ung að árum að stunda
skautaíþróttina. Hún varð fyrst
íslandsmeistari í hraðhlaupi árið
1951, á íslandsmótinu sem haldið
var hér á Akureyri. Reykvíking-
ar sendu þá lið hingað á mótið og
í þeim hópi var ein stúlka. Akur-
eyringum þótti skömm að því að
láta hana keppa eina og því var
Edda send á móti henni í 500 og
1500 rnetra hlaupi. „En það slys-
aðist nú þannig til, að ég vann,
mér til ntikillar undrunar og
öðrum sjálfsagt líka,“ sagði Edda
í samtali við Dag fyrir 10 árum.
Gildandi íslandsmet Eddu frá
1953 eru: 500 m 60 sek., 1000 m
Edda Indriðadóttir íslandsmethan í
skautahlaupi. Mynd: RPB.
2:08.3 mín., 1500 m 3:19.1 mín.
og 3000 m 7:12.4 mín.
Björn Baldursson er einnig úr
Innbænum eins og reyndar allt
besta skautafólk bæjarins og
hann fékk snemma mikinn áhuga á
Björn Baldursson á íslandsmetin í
öllum vegalengdum skautahlaups-
ins. Þessi mynd af Birni á Pollinum
er tekin skömniu fyrir 1960.
Mynd: Ágúst B. Karlsson.
skautaíþróttinni. Árið 1952 keppti
Björn í fyrsta skipti í hraðhlaupi
á Islandsmótinu. Mótið fór fram
á Melavellinum í Reykjavík og
auk Björns kepptu nokkrir aðrir
Akureyringar á þessu móti.
Björn varð í þriðja sæti í karla-
flokki á eftir tveimur Reykvfk-
ingum en Edda Indriðadóttir hélt
uppi merki norðanmanna með
sigri í kvennaflokki. Þetta sama
ár varð Björn Akureyrarmeistari
í fyrsta sinn en alls vann hann
þann titil 6 sinnum. íslandsmeist-
ari varð hann árin 1953, 1955 og
1960. Á árunum frá 1955 til 1960
voru ekki haldin íslandsmót en á
þeint árum var hraðhlaupið í
hvað mestum blóma hér á Ákur-
eyri og talið að að minnsta kosti 30
Akureyringar hafi iðkað hrað-
hlaup á hlaupaskautum.
Björn á sem fyrr segir íslands-
met í öllum vegalengdum í hrað-
hlaupi sem keppt er í hér en þau
eru: 500 m 46.6 sek., 1500 m
2:33.1 mín., 3000 m 5:27.8 mín.
og 5000 m 9:40.1 mín.
Sænskur þjálfari
- þjálfaði hjá SA árið 1980
Árið 1980 var staddur hér á
Akureyri á vegum Skautafé-
lagsins sænskur íshokkíþjálf-
ari, Roine Tielienen að nafni.
Roine var aðalþjálfari Vester-
aas Hockeyklubb í Svíþjóð á
þeim tíma. Hann kom hingað í
febrúar og sá um þjálfun allra
flokka íshokkímanna á Akur-
eyri í nokkrar vikur.
Koma Roine Tielienen ti!
Akureyrar var í beinu framhaldi
af ferð fjögurra félaga úr SA til
Svíþjóðar haustið 1979. í þá ferð
fóru þeir Kristján Óskarsson, Jón
Björnsson, Baldvin Grétarsson
og Sigurður Baldursson sem var
fararstjóri. Þeir félagar stunduðu
æfingar í Svíþjóð, skoðuðu
íþróttamannvirki og sáu
Koine Tielienen þjálfaöi íshokkí hjá
SA árið 1980.
Mynd: Ásgrímur Ágústsson.
íshokkíleiki svo eitthvað sé
nefnt. Úti hittu þeir félagar
Roine og sá hann að mestu leyti
um þá félaga á meðan á dvöl
þeirra ytra stóð.
Svíþjóðarfararnir sáu síðan um
alla þjálfun hér á Akureyri þar til
Roine kom og tók við stjórninni.
Hann sagði í samtali við Vetrar-
hátíðarblaðið árið 1980 að það
væru forgangsverkefni fyrir
íþróttina að breiða hana sem
mest út landið og vinna sleitu-
laust að því að koma upp vél-
frystum völlum.
í dag, 7 árum seinna erfarið að
hilla undir vélfrystingu bæði hér
á Akureyri og í Reykjavík en
útbreiðsla íþóttarinnar á landinu
hefur ekki verið mikil.
Tímarit
um fjölmiðla
Fyrsta hefti Tímarits Máls og
menningar 1987 er komið út.
Aðalefni þess eru fjórar greinar
um fjölmiðla, einkum útvarp og
sjónvarp, nú þegar ríkisreknir
ijósvakamiðlar standa á tíma-
mótum, ekki aðeins hér á landi
heldur í grannlöndum okkar líka.
Hér birtist nær óbreytt erindi
Stefáns Jóns Hafsteins sem hann
flutti á rás 1 nýlega og nefnir
Kreppu í ríkisfjölmiðlun. Stefán
Jón þýðir líka grein eftir breskan
kennara sinn og fjölmiðlaspek-
ing, Nicholas Garnham. Einar
Örn Benediktsson fjölmiðla-
fræðingur, kunnari sem Kuklari
og Sykurmoli, rekur afdrif menn-
ingarstefnu ríkisútvarpsins frá
upphafi, og Þorbjörn Broddason
skrifar um Samvitundina og Ijós-
vakann, fróðlega úttekt á sambýli
þjóðar og ríkisútvarps sem hefur
verið friðsælt og hamingjusamt til
þessa.
Halldór Laxness er 85 ára í
vor. Af því tilefni birtir tímaritið
í tveim hlutum skemmtilega
grein eftir Peter Hallberg sem
heitir: Listin að Ijúka sögu. Hall-
berg tekur fyrir allar skáldsögur
Halldórs og skoðar þær í Ijósi
þess hvernig þær enda, lætur
endalokin bregða nýrri birtu á
alla söguna. Fyrri hluti greinar-
innar er í þessu hefti, seinni hlut-
inn verður í maí-heftinu.
Ljóð eru mörg í tímaritinu;
eftir Sigurð Pálsson, Gyrði
Elíasson, Einar Má Guðmunds-
son, Jacquers Prévert (í þýðingu
Sigurðar A. Magnússonar), Nínu
Björk Árnadóttur, Kristján Jóh.
Jónsson og Gunnar Hersvein Sig-
ursteinsson. Auk þess kynnir
Sjón Suður-afríska skáldið
Breyten Breytenback fyrir
íslendingum.
Löng smásaga er eftir ensku
skáldkonuna Margaret Drabble
sem kom í heimsókn til íslands
fyrir tæpu ári. Sagan heitir Hass-
anturninn og valdi höfundur
hana sérstaklega handa tímarit-
inu. Önnur smásaga er eftir
nýliða og heimamann, Saknað
eftir Ágúst Sverfisson. Örsagan
Nóvembermorgun er einnig eftir
nýliða á þessu sviði, Agústu
Snæland, en hún hefur lagt hönd
á aðrar listgreinar.
Þorleifur Hauksson minnist
Snorra Hjartarsonar í heftinu,
einnig eru ritdómar eftir Pál
Valsson, Guðmund Andra
Thorsson, Margréti Eggertsdótt-
ur og Dagnýju Kristjánsdóttur og
ádrepa eftir Einar Kárason.
Tímarit Máls og menningar er
128 bls., prentað í Odda. Kápu
hannaði Teikn. Ritstjóri er Silja
Aðalsteinsdóttir.
Lifandi ord
„Drottinn sagði við Samúel: Lít
þú ekki á skapnað hans og háan
vöxt, því að ég hefi hafnað
honum. Því að Guð lítur ekki á
það, sem mennirnir líta á;
mennirnir líta á útlitið, en
Drottinn lítur á hjartað.“ 1.
Sam. 16,7.
Þessi orð voru sögð, þegar
Samúel átti að smyrja Davíð til
konungs. Eldri bræður hans
þóttu fyrirmannlegri að sjá en
hann. En Drottinn hafði útvalið
Davíð, því að hann sá, hvað í
hjarta hans bjó. Drottinn sá í
fari hans trúmennsku og trúar-
traust. Hann sá að Davíð myndi
reynast heilsteyptur, djarfur en
samt auðmjúkur. Drottinn sá,
að hann myndi heyja alla sína
baráttu í nafni Drottins. Og
þegar honum yrði á að brjóta
gegn Guði eða mönnum, þá
myndi hann játa syndir st'nar.
Ritningin segir: „Guð stendur
gegn dramblátum, en auðmjúk-
um veitir hann náð.“ \. Pét.
5,5.
Við mennirnir getum aðeins
dæmt um útlitið. Við sjáum
aðeins hið ytra, en Guði er ekk-
ert hulið. Við metum oft
náunga okkar eftir því hvort
hann sýnist greindur og virðu-
legur, hrífandi eða skemmti-
legur. En hjá Guði er annað
gildismat og æðri mælikvarði.
Það, sem kann að þykja mikið í
augum manna, getur jafnvel
verið hégómi fyrir Guði. Mat
manna er mikið bundið t.d. við
háa menntun, að vera í viður-
kenndri stöðu eða að hafa völd.
Það er hægt að sýnast fyrir
mönnum, en ekki fyrir hinum
Almáttuga.
Jesús bendir á, að hin innri
andlegu verðmæti hjartans, eru
meiri en hin ytri. Hann talar um
hvað í raun er mikils metið í fari
okkar samkvæmt mælistiku
Guðs. Hann sagði um Jóhannes
skírara: „Sannlega segi ég yður:
Enginn er sá af konu fæddur,
sem meiri sé en Jóhannes skír-
ari. En hinn minnsti í himnaríki
er honum meiri.ý Matt. 11,11.
En Jóhannes sagði um sjálfan
sig: „Hann á að vaxa, en ég að
rninnka." Jóh. 3,30. Hann var
maður, sem gaf sig Guði á vald,
og vildi vera verkfæri í hendi
Guðs. Hann var þjónn sann-
leikans; hann talaði til manna.
eins og það væri rödd Guðs sem
talaði. Við geturn spurt: Hvað
sér Drottinn í hjartanu? Sér
hann trúna eða vantrúna?
AFMÆLISPLATTAR
BORÐFÁNASTANGIR
BRÉFAPRESSUR
DYRAPLATTAR
KLUKKUSKÍFUR
LEGSTEINAR
PENNASTATÍF
VERÐALAUNAGRIPIR
STEINSÖGUN OG SLÍPUN
Sérunnin gjafavara úr íslenskum steinum og bergtegundum
ALFASTEINIV %
720 - Borgarfirði eystri - Sími 97-2977
Fáið myndbækling hjá okkur eða í KA>húsinu, Akúreyri.