Dagur - 13.03.1987, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 13. mars 1987
Kór Barnaskóla Akureyrar:
Söngskemmtun
á sunnudaginn
Kór Barnaskóla Akureyrar
heldur tónleika í Alþýðuhús-
inu á sunnudaginn milli kl. 15
og 17. Ýmislegt fleira verður á
boðstólum svo sem kaffihlað-
borð, happdrætti og einnig
verður efnt til fjöldasöngs.
Kórinn er að safna fyrir söng-
ferðalagi til Færeyja og er þessi
skemmtun á sunnudaginn liður í
þeirri söfnun. Vonandi er að sem
flestir sjái sér fært að mæta og
leggja þannig sitt af mörkum til
að af þessu ferðalagi geti orðið.
Stjórnandi kórsins er Birgir
Helgason og undirleikari verður
Ingimar Eydal. SS
Borgarbíó
Föstudag kl. 9.00:
Fjórir á fullu
Föstud. kl. 11.00,
laugard. og sunnud. kl. 5.00:
Aliens
Laugard. og sunnud. kl. 9.00:
Oxford Blues
Sunnud. kl. 3.00:
E.T.
Síðasta sinn.
Sunnud. kl. 11.00:
Fool for Love
Höfundar:
Joe Masterotf og Red Ebb
Tónlist:
John Kander
Leikstjóri:
Bríet Héöinsdóttir
Koreograf:
Ken Oldfield
Leikmynd og búningar:
Karl Asperlund
Hljómsveitarstjóri:
Roar Kwam
Lýsing:
Ingvar Björnsson
Frumsýning
laugard. 14. mars.
Uppselt.
2. sýning sunnud.
15. mars kl. 20.30.
# Æ MIÐASALA
Mg Æm
Æmm 96-24073
Leikfélag akureyrar
Umsjón:
Úlfar
Hauksson i
heldur lægra en það var fyrir
rúmlega einu ári. Á sama tíma
hafa tollar af bílum lækkað og
kaupmáttur í landinu aukist
lítillega. Þetta allt hefur valdið
því að bandarískir bílar eru nú
fáanlegir á viðráðanlegra verði
en þeir hafa verið um langt
skeið. Einn af þeim er þessi nýi
Bronco, sem reyndar kom á
markað fyrir nokkru, en hefur
lítið sést hérlendis fram til þessa
vegna óhagstæðs verðs.
Bronco II er jeppi af milli-
stærð (e.t.v. rétt rúmlega það)
og ber merki hins nýja tíma í
bílasmíði Bandaríkjamanna.
Bíllinn er að mörgu leyti líkari
japönskum jeppum en hinum
stærri bróður sínum. Hann virð-
ist minni utanfrá en hann er í
raun og veru. Að innan er bíll-
inn vel búinn og frágangur virð-
ist góður og betri en oft hefur
verið í bandarískum bílum.
Mælar eru góðir og stjórntæki
nokkuð vel staðsett. Stýrið er
lítið og klætt kvoðu og fer vel í
hendi. Framsætin eru nokkuð
góð, e.t.v. heldur mjúk fyrir
minn smekk. Aftursætið er
miklu betra en það h'tur út fyrir
að vera, en er tæplega nema fyr-
ir tvo fullorðna. Farangursrým-
ið aftan við aftursætið er nokk-
uð gott og mun stærra en í
mörgum öðrum jeppum. Aftur-
hurðin opnast upp og auðvelt er
að ganga um farangursrýmið.
Rétt er að taka fram að
Broncoinn fæst í nokkrum út-
færslum og fáanlegur er mjög
fjölbreyttur búnaður í flestar
gerðirnar.
Þegar að akstri kemur er
margt sem gleður, ekki síst
þegar horft er til baka til tíma
gamla Broncosins. Vélin er 6
strokka með rafeindastýrðri
innspýtingu, 2,9 lítrar að slag-
rými og virðist afbragðsgóð.
Bíllinn er snaggaralegur, vélin
vinnur prýðilega og skilar hon-
um vel áfram. Auðvitað hefur
þessi vél ekki sama togkraftinn
og stóru 8 strokka vélarnar, sem
höfðu nærri tvöfalt stærra slag-
rými. Eyðslan er líka verulega
minni í samræmi við þetta og
gætu fyrrum Broncoeigendur
sem best fengið fráhvarfsein-
<kenni vegna mun færri lieim-
sókna til olíufélaganna. Ekki
treysti ég mér til að fara með
tölur um þetta en hér munar þó
miklu.
Ekki gladdi gírkassinn hjarta
mitt minna en vélin, 5 gíra
(ásamt overdrive), skipting-
arnar auðveldar og nákvæmar
og gírhlutföllin heppileg, þó
ekki væru aðstæður til að reyna
reglulega á lága drifið eða raun-
verulega torfærueiginleika vélar
og drifbúnaðar. Langt er nú
komið frá stýrisskiptingunni í
gamla Bronco, þar sem færa
þurfti stöngina kvarthring um
stýrisásinn til að skipta um gír.
Millikassinn er einnig auðveld-
ur viðureignar og hægt að skipta
í og úr framdrifi á ferð án fyrir-
hafnar. Á hinn bóginn getur
glöggt eyra greint lítilsháttar
gírkassasöng í honum.
Fjöðrunin er e.t.v. það sem
vakti hjá mér minnsta hrifn-
ingu. Ekki fyrir það að hún væri
ekki ágæt heldur fyrir það að
mér þótti hún heldur mjúk í bíl
sem þessum. Það er á hinn bóg-
inn svolítið smekksatriði hvernig
fjöðrun fellur fólki í geð og mín
sérviska er ekki endilega rétt-
hærri en hver önnur. Undir-
vagninn á Bronco II er miniút-
gáfa af undirvagninum í stærri
Bronconum, þ.e. með stífan
afturás og blaðfjaðrir en afar
sérkennilegan skiptan ás og
gorma að framan. Bíllinn liggur
ágætlega og er í rauninni
stöðugur og rásfastur, en þessi
mjúka fjöðrun veldur stundum
þeirri tilfinningu að bíllinn ætli
að fara að dansa á veginum.
Vafalaust geta þeir sem vilja
breytt þessu með stífari demp-
urum.
Bremsurnar eru góðar, diskar
að framan og skálar að aftan,
sem eru búnar rafeindastýringu
til að koma í veg fyrir að aftur-
hjólin læsist við hemlun. Þessi
búnaður virtist vinna sitt verk,
en þó aðeins ef bíllinn er ekki í
fjórhjóladrifi. Stýrið er nokkuð
gott og verulega betra en hefur
verið í fyrri gerðum af Bronco,
mætti þó að skaðlausu vera ná-
kvæmara.
Ford Bronco II er að flestu
leyti afbragðs bíll, vel búinn og
ef að líkum lætur, sterkur og
traustur. Stærstu kostir þessa
bíls finnst mér vera vélin og
gírkassarnir. Ennfremur er
greinilegt að Bandaríkjamenn
hafa á síðustu árum náð betri
árangri í frágangi bíla sinna,
sem um tíma var ekki til að
hrópa húrra yfir. Það er því
þess virði að skoða Broncoinn
vel ef menn eru á þeim bux-
unum að kaupa sér „fullorðinn“
jeppa og ef gengi á dollar helst
svipað og nú er verður að telja
verðið hagstætt.
Ford Bronco II er nýjasta af-
sprengið af Bronco-ættkvíslinni
sem fyrst sást hér á landi á miðj-
um 7. áratugnum. Nokkurt
Bronco-æði greip þá fljótlega
um sig því „gamli Broncoinn“
var fyrsta jeppanýjungin sem þá
hafði borist hingað til lands um
langt skeið. f þá daga voru
jeppar af Willys eða Land-
Rover gerð - „punktur og
basta“. Broncoinn gamli lifði í
liðlega áratug án verulegra
breytinga. Síðan hóf Ford smíði
á nýjum Bronco, sem verður
víst að telja fullvaxinn, rúmlega
tveggja tonna dreka í sama
stærðarflokki og Blazer frá
GM. Sá stóri náði aldrei sömu
vinsældum hér á landi og sá
gamli enda þótt um talsvert
betri bíl væri að ræða. Ástæð-
urnar eru vafalaust stærðin og
verðið ásamt talsvert meiri
bensíneyðslu á tímum síhækk-
andi eldsneytis.
Gengi Bandaríkjadals er nú
Gerð: Ford Bronco II XL 3 dyra, 4-5 nianna jeppa- bifreið, vél að framan, drif á öllum hjólum.
Yél og undirvagn: V 6 strokka, vatnskæld, fjórgengis-bensín- vél mið lægur knastás; bein rafeindastýrð inn- spýting; borvídd 93,0 mm; slaglengd 71,9 mm; slagrými 2930 cm; þjöppun 9:1; 142 hö. við 4600/mín.; 231 Nm við 2600/mín.; Gírkassi 5 gíra, sjálfstæð fjöðrun að framan með tvískiptum ás, gormum, dempurum og jafnvægisstöng. Stífur afturás með blað- fjöðrum, dempurum og jafnvægisstöng. Aflbremsur, diskar að framan, skálar að aftan með læsingarvörn; handbremsa á aftur- hjólum. Hjólbarðar 205/75 R 15; eldsneytisgeymir 871.
Mál og þyngd: Lengd 402,5 cm, breidd 172,5 cm, hæð 173,0 cm, hjólahaf 239,0 cm, sporvídd 144,5/144,5 cm, fríhæð ca. 20 cm; þyngd 1435 kg- Hámarkshraði ea. 155 km/klst.
Framleiðandi: Ford Motor Company, U.S.A.
Innllytjandi: Sveinn Egilsson h.f., Reykjavík.
Umboð: Bílasalan h.f. Akureyri
Verð: Kr. 995.000
Ford Bronco II