Dagur - 31.03.1987, Síða 1

Dagur - 31.03.1987, Síða 1
70. árgangur Akureyri, þriðjudagur 31. mars 1987 62. tölublað LACOSTE Peysur • Bolir Frönsk úrvalsvara HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Sýnataka á rækju: Þrjár verksmiðjur skera sig úr með gæði - þar af tvær á Norðurlandi Á vegum Ríkismats sjávar- afurða, Rannsóknarstofnunar fískiðnaðarins, framleiðenda og utflytjenda á rækju, hafa frá því í juní 1985 farið fram reglulegar sýnatökur á pillaðri rækju hér á landi. AIls voru tekin sýni hjá 37 verksmiðjum um allt land og fór sýnatakan að jafnaði fram vikulega. í sýnatökunni var kannað gerlainnihald hráefnisins svo og magn Trimetylamin, TMA, en Ólafsfjörður: Mánaberg kemur heim Frystitogarinn Mánaberg frá Ólafsfírði er í dag væntanlegur heim, frá Brattvog í Noregi þar sem umfangsmiklar breytingar hafa farið fram á skipinu. Togarinn lagði af stað á laugar- daginn. Mánaberg hét Merkúr þar til nú fyrir helgina að hann var skírður upp að viðstöddum full- trúum útgerðarfyrirtækisins Sæbergs hf. sem gerir skipið út. Mánaberg er næst stærsti tog- ari íslenska fiskiskipaflotans, 969 brúttólestir að stærð. Aðeins Venus frá Hafnarfirði er stærri en hann er rúmlega þúsund rúmlest- ir. Vegna stærðar og hve djúpt það ristir er fyrirsjáanlegt að það getur ekki lagst við löndunar- kantinn á Ólafsfirði fyrr en dýpk- un hafnarinnar er lokið. Pangað til verður skipið að leggjast að hafskipabryggjunni. Vegna þessa má búast við að farið verði til Akureyrar eða Dalvíkur þegar togarinn verður búinn í sína fyrstu veiðiferð. ET það er niðurbrotsefni eggjahvítu og gefur því vísbendingu um ald- ur rækjunnar. Einnig var aldur- inn kannaður. Að sögn Skarphéðins Óskars- sonar sem hafði yfirumsjón með verkefninu má á heildina segja að gerlafræðilegt ástand íslenskrar rækju sé mjög gott. Á því finnast þó sláandi undantekningar því hjá einni verksmiðju dæmdust öll sýni slæm hvað þetta varðar. Að sögn Skarphéðins var þar um að kenna sóðaskap. Á Norðurlandi voru tekin sýni hjá níu verksmiðjum, 6 á Norðurlandi vestra og þremur á Norðurlandi eystra. Ef á heildina er litið má segja að þrjár verk- smiðjur skeri sig nokkuð úr, þar af tvær á Norðurlandi. Þessar verksmiöjur eru Söltunarfélag Dalvíkur, Rækjuverksmiðjan Skagaströnd og HDD á Drangs- nesi. Auk þeirra voru fimm verk- smiðjur með 100% gallalaus sýni. Á Norðurlandi vestra var tek- ið 181 sýni. Af þeim voru 91% gallalaus, 7% gölluð og 2% slæm með tilliti til geriainnihalds. Til samanburðar má geta þess að af 775 sýnum sem tekin voru á land- inu voru 76,9% gallalaus, 18,6% gölluð og 4,5% slæm. Af 88 sýn- um sem tekin voru á Norðurlandi eystra reyndust 88% vera galla- laus, 9% gölluð og 3% slæm. Hráefni hjá norðlenskum verk- smiðjum var einnig með TMA innihald undir landsmeðaltali. Á Norðurlandi eystrá voru 15% sýnanna eldri en 4 sólar- hringa en 53% á Norðurlandi eystra. Skarphéðinn sagðist ekki hafa neina eina skýringu á þessu háa hlutfalli en sagði að vel hefði verið gengið frá hráefninu. Að sögn Skarphéðins verður tillit tekið til þessara niðurstaðna við sýnatöku í framtíðinni. ET Akureyri: Skutu á bíla - Unglingar handteknir með byssur undir höndum Á fímintudaginn í síðustu viku voru tveir ungir piltar grunaðir um að skjóta úr ril'fli út um glugga á heimili annars þeirra. Sannanir fcngust í málinu og fór lögreglan á staðinn á laug- ardag og afvopnaði piltana. Piltarnir sem eru 16 ára höfðu tekið riffílinn ófrjálsri hendi og skutu á það sem í kringum þá var. Stunduðu piltarnir þessa iðju sína um hábjartan dag. Skutu þeir m.a. á tvo bíla sem voru fyrir framan húsið sem þeir voru í. Fundust 12 skotgöt á bílunum. Einnig skutu þeir á ýmsa hluti sem á vegi þeirra urðu. Fólk var á ferli á skotstaðnum þegar piltarn- ir voru við iðju sína og má því telja mildi að ekki urðu stórslys af þessu háttalagi. Lögreglan tók skotvopnið af piltunum og mun hafa það í sinni vörslu. Piltar þessir hafa áður komið við sögu hjá lögreglunni. Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur einnig upplýst annað mál sem tengist skotgleði ungl- inga. Það voru þrír 17 ára piltar sem skutu á vélskóflu í eigu Akureyrarbæjar. Var vélskóflan í malarnámi bæjarins á Glerár- dal. Skutu þeir á rúður vélarinnar og brutu þær. Viðurkenndu þeir líka að hafa skotið á bíl sem stóð á Óseyri. Þar skutu þeir rúður úr bílnum. Einnig viðurkenndu þeir að hafa skotið á skilti JC hreyf- ingarinnar sem staðsett er við bæjarmörkin. Er því um tölu- verðar skemmdir að ræða, af völdum þessara , skotglöðu manna. gej- I gær voru kennarar þungir á brún þar sem þeir ræddu stöðu mála í „kcnnaraathvarfinu“ á Akureyri. Nú ætti að vera léttara yfir því í gærkvöld var samþykkt aö ganga til sanminga og líklega er búið að fresta verkfallinu. Kennaradeilan: Verkfallið leyst? Fulltrúaráð Hins íslenska kennarafélags samþykkti í gær að gengið yrði frá kjarasamn- ingum HÍK og ríkisins á grund- velli þeirra samningsdraga sem þá lágu fyrir, enda takist sam- komulag um þau atriði sem enn voru ófrágengin. „Þegar samkomulag hefur tekist felur fulltrúaráðið samninganefnd félagsins að fresta yfírstand- andi verkfalli þar til allsherjar- atkvæðagreiðsla hefur farið fram um nýjan kjarasamning,“ segir í bókun ráðsins. Ekki var búið að fresta verk- fallinu þegar þetta var skrifað í gær en búist var við því að það yrði gert síðar í gærkvöld. Full- trúar kennara virtust a.m.k. ánægðir með þessi samningsdrög og allt benti til þess að ríkið hefði gefið nokkuð eftir. Ekki voru nefndar neinar tölur varðandi þennan kjarasamning og sögðu þeir Kristján Thorlacius og Indriði H. Þorláksson að það væri hægt að fá ýmsar tölur út úr þessum drögum, þetta væri flók- inn samningur. Kennarar fá mis- munandi hækkanir, en byrjenda- launin hækka þó meira en önnur og er það í samræmi við aðal- kröfu kennara. í gær könnuðum við það hjá MA og VMA hvort margir nemendur hefðu gefist upp og hætt námi. Ekki höfðu skrifstof- um skólanna borist tilkynningar þar að lútandi en þó var vitað um nokkra sem voru hættir. Það kæmi ekki í Ijós fyrr en kennsla hæfist að nýju hve margir hefðu í rauninni hætt. Og eftir öllu að dæma ætti kennsla aö vera hafin í dag. SS Þessi bíll varð fyrir barðinu á hinum skotglöðu piltum. Ef grannt er skoðað má sjá a.m.k. 7 kúlnagöt á bílnum. Mynd: rþb 112 milljónir á næstu 3 árum í vor hefst vinna við nýja fískihöfn á Akureyri. Verður hún staðsett milli viðlcgukants Slippstöðvarinnar og bryggj- unnar hjá Útgeröarlelagi Akureyringa. Búið er að gera 4 ára áætlun um gerð hafnarinnar og mun verk- inu verða flýtt, þannig að það verður unnið á 3 árum. Það sem gert verður á þessum tfma er aö viðlegukantur Slipps- ins verður lengdur til að skýla höfninni íyrir norðanöldunni. Grjötgarður verður gerður norð* ur úr togarabryggjunni. Einnig verður þar rekið niöur mikið stálþii og það sem dælt verður úr höfninni verður notað sem fyll- ing á milli þilsins og grjótgarðs- ins. Þar myndast um lÓ þúsund fermetra athafnasvæöi. Sam- kvæmt áætluri mun þetta verk kosta um 112 miUjónir króna. Nánar er sagt frá þessu á bls. 3, en þar ereinnig kort af svæðinu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.