Dagur - 22.04.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 22. apríl 1987
á Ijósvakanum.
RÁS 1
MIÐVIKUDAGUR
22. april
6.45 Vedurfregnir - Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin.
- Jón Baldvin Halldórsson
og Jón Guðni Kristjánsson.
9.00 Fróttir Tiikynningar.
9.05 Morgunstund barn*
anna: „Antonía og morg*
unstjarna“ eftir Ebbu
Henze.
9.20 Morguntrimm - Lesid
úr forustugreinum dag-
bladanna ■ Tónleikar.
10.00 Fréttir • Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Óskastundin.
Umsjón: Helga Þ. Steph-
ensen.
11.00 Fréttir ■ Tilkynningar.
11.05 islenskt mál.
Endurtekinn þáttur frá
laugardegi sem Ásgeir
Blöndal Magnússon flytur.
11.20 Morguntónleikar.
12.00 Dagskrá • Tilkynning-
ar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Vedurfregnir • Til-
kynningar • Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Börn
og skóli.
14.00 Middegissagan: „Fall-
andi gengi“ eftir Erich
Maria Remarque.
14.30 Segdu mér ad sunnan.
Ellý Vilhjálms velur og
kynnir lög af suðrænum
slóðum.
15.00 Fréttir • Tilkynningar
• Tónleikar.
15.20 Landpósturinn.
Frá Austurlandi.
16.00 Fróttir • Tilkynningar.
16.05 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fróttir • Tilkynningar.
17.05 Síddegistónleikar.
17.40 Torgið - Nútímalífs-
hættir.
18.00 Fróttir • Tilkynningar.
18.05 Torgid, framhald.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir • Dag-
skrá kvöJdsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Hljóð-varp.
24.00 Fréttir ■ Dagskrárlok.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
Fjölmiðlarabb.
19.45 Frá tónlistarhátíð í
Lúðvíksborgarhöll.
21.20 Á fjölunum.
Þáttur um starf áhugaleik-
félaga.
Umsjón: Haukur Ágústs-
son. (Frá Akureyri)
22.00 Fréttir Dagskrá
morgundagsins Orð
kvöldsins.
MIÐVIKUDAGUR
22. apríl
6.00 í bítið.
Rósa Guðný Þórsdóttir
léttir mönnum morgun-
verkin, segir m.a. frá veðri,
færð og samgöngum og
kynnir notalega tónlist í
morgunsárið.
9.05 Morgunþáttur
í umsjá Kristjáns Sigur-
jónssonar og Kolbrúnar
Halldórsdóttur. Meðal
ef nis: Plötupotturinn,
gestaplötusnúður og mið-
vikudagsgetraun.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála.
Leifur Hauksson kynnir
létt lög við vinnuna og
spjallar við hlustendur.
16.05 Hringiðan.
Umsjón: Broddi Brodda-
son og Margrét Blöndal.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 íþróttarásin.
Ingólfur Hannesson og
Samúel Öm Erlingsson
íþróttafréttamenn taka á
rás.
22.05 Perlur.
Jónatan Garðarsson kynn-
ir sígilda dægurtónlist.
(Þátturinn verður endur-
tekinn nk. sunnu-
dagsmorgun kl. 9.03.)
23.00 Við rúmstokkinn.
Guðrún Gunnarsdóttir býr
fólk undir svefninn með
tali og tónum.
00.10 Næturútvarp.
Erna Arnardóttir stendur
vaktina til morguns.
02.00 Nú er lag.
Gunnar Salvarsson kynnir
gömul og ný úrvalslög.
(Endurtekinn þáttur frá
gærdegi.)
Fréttir eru sagðar kl. 7, 8, 9,
10,11,12.20,15,16,17,18,
22 og 24.
Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni.
MIÐVIKUDAGUR
22. apríl
18.03-19.00 Bein lína til’
stjórnmálaflokkanna.
Fulltrúar Samtaka um jafn-
rétti og félagshyggju,
Sjálfstæðisflokksins og
Borgaraflokksins svara
spurningum hlustenda.
(Einnig útvarpað á mið-
bylgju með tíðninni 737
kHz).
989
IBYLGJANI
* MIÐVIKUDAGUR
22. apríl
07.00-09.00 Á fætur með
Sigurði G. Tómassyni.
09.00-12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum.
Opin lína til hlustenda,
mataruppskrift og sitt-
hvað fleira.
12.00-12.10 Fréttir.
12.10-14.00 Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson á hádegi.
Fréttapakkinn.
14.00-17.00 Pétur Steinn á
réttri bylgjulengd.
17.00-19.00 Ásta R. Jóhann-
esdóttir í Reykjavík síð-
degis.
19.00-21.00 Anna Björk
Birgisdóttir á Flóamark-
aði Bylgjunnar.
21.00-23.00 Ásgeir Tómas-
son á miðvikudagskvöldi.
23.00-24.00 Vökulok
í umsjá Braga Sigurðsson-
ar fréttamanns.'
24.00-07.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar.
Leikfélag Dalvíkur sýnir
Nornina Baba-Jaga
miðvikudaginn 22. apríl kl. 21.00.
Leikstjóri Guðjón Pedersen.
Miðapantanir í síma 61173 kl. 17-19.
Frá stjórn
verkamannabústaða
Stjórnin minnir á að umsóknarfrestur um
áður auglýstar íbúðir í verkamannabústöð-
um rennur út þann 27. apríl nk.
Akureyringar - Nærsveitamenn!
Samkórinn Þristur
heldur sína árlegu söngskemmtun
i Freyvangi miðvikudaginn 22. apríl
kl. 21.00 (síðasta vetrardag).
Kórsöngur, einsöngur, kvintett og kvartett.
Söngstjóri: Guðmundur Þorsteinsson.
Einsöngur: Páll Jóhannesson.
Undirleikur: Kristinn Örn Kristinsson,
Aðalbjörn Tryggvason.
Hljómsveit Birgis Arasonar
leikur fyrir dansi fram eftir nóttu.
Heilsið sumri á eftirminnilegan hátt.
Samkórínn Þrístur.
Drekktu afþér spikið
Logsins, hick! er komið ággædis raáð tila skavasjer
spigið. Mará bara hick! a drekkaða affsjer. Sjáiði mi bar-
rasta. Eggerd nema skinno (hóst, fnæs) o, o bein. Enda
búinna verá vigudúr mar. Hick! Blessar sje nýi megru-
gúrinn.
Þessi maður greip auglýsinguna hráa og reyndi að
drekka af sér spikið á vafasaman hátt. Hann gleymdi að
lesa smáa letrið þar sem mælt er með stanslausri drykkju
á einhverjum kaloríusnauðum ávaxtasafa. Alkóhól er
hins vegar ekki kaloríusnautt, en með því að innbyrða
það í óhófi dögum saman missir maður að vísu matarlyst-
ina og horfellur. En betra er að vera lifandi og bústinn en
dauður og mjór. Ég vona að enginn grípi til svo fárán-
legra ráða til að skafa af sér páskaspikið. Reyndar vona
ég að fólk hafi fastað í samræmi við þá trú sem það hefur
tekið og staðfest.
Glannalegar auglýsingar
Btjóstin
belgjast ut
Já, dömur mínar. Áhyggj-
urnar hverfa og hamingjan
blasir við. Brjóstin belgjast
út ef þið notið þetta ónefnda
hjálpartæki í 5 mínútur dag
hvern. Nokkur ummæli:
„Petta gerir sko gagn. Ég
var alltaf feimin við að vera
brjóstahaldaralaus því mér
fannst brjóstin mín svo lítil
og ólöguleg. En nú er aldeil-
is komið lag á gripina!" -
„Brjóstamál mitt er 42
tommur (105 cm!). Ég nota
alltaf ITBD (skammstöfun
fyrir tækið góða) og það
verkar dásamlega."
Ég held að þessi dama ætti
að fara að hætta þessu áður
en brjóstamálið þenst út í 2
metra.
Eru íslendingar
siðlaus þjóð?
Að vera siðaður, er hugtak á
breiðum grundvelli og menn
greinir á um hvað er góður siður
og vondur. Ég hygg að íslending-
ar megi kallast siðuð þjóð á sum-
um sviðum en ekki öllum.
Sjö hundruð fóstureyðingar á
ári er siðleysi. Það er siðleysi að
leyfa fóstureyðingar af félagsleg-
um ástæðum. Félagslegar ástæð-
ur geta verið margar, tilbúnar og
raunverulegar. Lög unt fóstur-
eyðingar sem nú gilda hafa staðið
í áratug með hryllilegum
afleiðingum og þjóðin ber ábyrgð
á þeim. Hún kýs alþingismenn og
þeir setja lög. Þess má þó geta að
fulltrúalýðræði er ekki alltaf í
samræmi við þjóðarvilja.
Þegar kristni var lögtekin fyrir
þúsund árum var bannað að bera
út börn í samræmi við kristin sið
og var dauðasök frant á nítjándu
öld.
Það er enginn eðlismunur að-
eins stigsmunur á því að bera út
barn, sem hefur fæðst og taka af
þriggja mánaða fóstur, spriklandi
af lífsorku. Hvílíkt virðingarleysi
fyrir lífinu!
Biskupinn yfir íslandi skrifaði
blaðagrein, þar sem hann and-
mælti fóstureyðingum og ekki
stóð á því, það kom málafylgja á
móti. Það jaðrar við, að sam-
kvæmt landslögum, séu fóstur-
eyðingar frjálsar hér á landi.
28. mars sl. var ég á stjórn-
málafundi í Borgarnesi. Séra Jón
Einarsson í Saurbæ spurði unt
viðhorf stjórnmálamanna til
fóstureyðinga. Kona nokkur
svaraði lágum rónti og miðursín,
að mér fannst, að þetta mál væri
svo viðkvæmt, að það ætti ekki
að vera í stjórnmálaumræðu.
Þegar lögum um fóstureyð-
ingar var breytt, sem aldrei skyldi
verið hafa, voru nokkrar konur
sem börðust fyrir málinu og töldu
það sjálfsögð réttindi kvenna, að
mega ráða yfir líkama sínum og
því lífi sent þær bera undir
brjósti. Um þessi réttindi mætti
margt ræða, en verður ekki gert
nú.
Ég er sannfærður um að lítið
brot af konum á íslandi aðhyllist
fóstureyðingar, samkvæmt þeim
lögum sem nú gilda. Fróðlegt
væri að spyrja kvennalistakonur
um afstöðu þeirra til þessa máls,
en það er orðið of seint að fá við
því svör fyrir þessar kosningar.
Því hefur verið haldið fram, að
fái konur ekki fóstureyðingu hér
á landi fari þær til annarra landa.
Þjóðin ber ábyrgð á þeim lögum,
sem sett eru í landinu, en ekki
þeim einstaklingum, sem fara til
útlanda í ýmsum erindum.
Þær konur sem vilja fara til
útlanda og láta eyða fóstri eftir
að hafa verið „einar með Guði
sinum,“ verða að ráða því. „Hver
er sinnar gæfu smiður." „Sérhver
hefur sinn dóm með sér.“
Björn Egilsson frá Sveinsstöðum.