Dagur - 23.04.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 23. apríl 1987
MSU&
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 530 Á MÁNUÐI
LAUSASÓLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÓRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Jeiðari______________________________
Við þurfum
stöðugleika
Sumarið er komið, samkvæmt almanakinu.
íslendingar þekkja það þó af biturri reynslu,
að brugðið getur til beggja átta í veðurfarinu
þrátt fyrir þessi tímamót. Sumarið er upp-
skerutími og margir eiga mikið undir því kom-
ið hvernig veður skipast í lofti.
Svo vill til að nánast fara saman sumarkom-
an og alþingiskosningar, en líkja má þeim við
uppskerutíð þeirra stjórnmálaafla sem bjóða
fram. Það kemur í ljós um helgina hvernig til
hefur verið sáð og hver uppskeran verður.
íslendingar allir eiga mikið undir því komið
hver útkoman verður.
Það er bjart yfir íslensku þjóðfélagi í dag,
en því verður þó ekki neitað að illviðrisský má
greina í fjarska. Sundrungin er meiri í íslensk-
um stjórnmálum um þessar mundir en
nokkru sinni fyrr í sögu lýðveldisins. Því stað-
viðri sem ríkt hefur í þjóðfélaginu um nokk-
urra missera skeið er nú ógnað. Árangurinn
sem náðst hefur í stjórn efnahagsmála og
endurskipulagningu og uppbyggingu at-
vinnuveganna er í hættu.
Framsóknarflokkurinn vill vera metinn af
verkum sínum og þau eru mörg og mikilvæg á
kjörtímabilinu. Tekist hefur að ná tökum á
efnahagsmálunum að mestu leyti, en mikið er
þó óunnið á því sviði. Ógnir aukinnar verð-
bólgu svífa enn yfir þjóðfélaginu. Taka verður
á þeim af mikilli festu strax að kosningum
loknum. Það verður ekki gert ef sundrungar- ■
öflin komast til valda.
Staðföst stefna í sjávarútvegsmálum hefur
komið í veg fyrir óráðsíu og offjárfestingu í
fiskiskipum, sem skapar hættu á ofnýtingu
fiskistofnanna. Gert hefur verið kleift að
bregðast við nauðsynlegum samdrætti í fram-
leiðslu landbúnaðarvara og breyttum neyslu-
venjum. Uppbyggingarstarf er að hefjast í
sveitum landsins. Venjulegir íslendingar
þurfa nú ekki að eiga það á hættu að leggja
heimilislíf og lífshamingju sína í rúst, vegna
húsnæðiskaupa, sem öllum eiga nú að vera
kleif á viðunandi kjörum. Allt þetta og margt
fleira er störfum framsóknarmanna að þakka í
núverandi ríkisstjórn.
Kjósendur ráða því á laugardag hvort áfram
verður staðviðri í íslensku þjóðlífi, hvort
sumarið nær yfirhöndinni, sem veitir svigrúm
til enn frekari sáningar og enn betri upp-
skeru. Framsóknarflokkurinn er í dag eina
stjórnmálaaflið sem getur skapað þann
stöðugleika sem nauðsynlegur er til frekari
uppbyggingar og leiða mun til enn betri lífs-
kjara öllum til handa. HS
-Viðtal dagsins
Leikfélag Biönduóss sýnir um
þessar mundir „Stormur í
glasi“ leikrit eftir Örn Inga
unnið í samvinnu við leikfélag-
ið. Hér er um að ræða iétt verk
í kabarettstíl sem höfundur og
félagar í leikfélaginu hafa sam-
ið nánast jafnóðum og æft hef-
ur verið. Til að fræðast svolítið
um verkið og fleira í sambandi
við starfsemi Leikfélags
Blönduóss fékk ég Benedikt
Blöndal Lárusson formann
leikfélagsins í viðtal, en þetta
er þriðja árið hans í cmbætti.
- Er þetta sem þið eruð að
gera núna, algjör nýjung í starf-
seminni eða hafið þið gert eitt-
hvað þessu líkt áður?
„Þetta er nýjung, við höfum
aldrei gert neitt þessu líkt.“
- Hvernig er hugmyndin að
þessu til komin?
„Hugmyndin er sennilega
þannig til komin að það hafa ver-
Benedikt Blöndal,
„Aldrei að vita hvað
okkur dettur í hug“
- segir Benedikt Blöndal formaður Leikfélags Blönduóss í viðtali dagsins
ið miklar umræður um byggða-
leikhús sem tengjast því að það
hefur verið minnkandi aðsókn í
leikhús um allt land. Á aðalfundi
Leikfélagasambands Norður-
Iands sem var haldinn hér í fyrra-
vor hélt Signý Pálsdóttir erindi
um byggðaleikhús og skyld mál,
og síðan var rætt um þetta á fundi
á Dalvík í haust. Upp frá því var
farið að hugsa dálítið meira um
þetta. Og síðan var það eftir
MENOR-kvöld sem var hér í
haust, að Örn Ingi kom að máli
við okkur og hafði hug á að það
gæti verið gaman að því að gera
eitthvað því um líkt. Síðan má
segja að þetta hafi þróast svona
smátt og smátt. Örn Ingi kom
hingað til skrafs og ráðagerða og
síðan var bara tekið til við að
semja.“
- Er erfitt að reka áhuga-
mannaleikfélag?
„Já það er það. Eins og ég
sagði áðan þá hefur aðsókn í
leikhús almennt minnkað, og það
bætir auðvitað ekki úr skák. Við
stöndum kannski ekkert illa að
vígi fjárhagslega, eða gerðum
ekki þegar við byrjuðum á því
sem nú er verið að gera.“
- Er þetta dýr uppfærsla?
„Petta er dálítið dýrt já. Leik-
myndin er stór og viðamikil og
stærsta leikmyndin sem hefur
verið smíðuð hér. Þannig að við
förum aldrei neitt með þetta.“
- Það hafa stundum heyrst
gagnrýnisraddir varðandi
ráðningar leikstjóra til áhuga-
mannaleikfélaganna og talað um
að heimamenn gætu bara sett
upp sjálfir. Stefnið þið að því að
leikstýra meira sjálf?
„Það hefur nú ekkert verið
rætt. Við höfum fengið leikstjóra
að síðan 1976 að undanskilinni
sýningu í fyrrahaust, þegar við
höfðum Jón Inga Einarsson sem
verkstjóra. Það er alveg nauðsyn-
legt og sést alltaf betur og betur
hvað það er nauðsynlegt að fá
fólk að til þess að stýra svona
verkum. Þetta er fólk sem kann
sitt fag og kemur hingað með nýj-
ar hugmyndir og frjóan hug, og
það er af því góða.“
- En nú fáið þið Örn Inga til að
leikstýra, mann sem aldrei hefur
leikstýrt en er á hinn bóginn van-
ur leikmyndahönnuður og í gerð
búninga. Var enginn kvíði í
hópnum við þetta?
„Nei, ekki kannski kvíði beint.
Við náttúrlega vissum ekki hvar
hann stóð í þessu tilliti, en ég
spurði hann að því hvort hann
héldi að hann gæti leikstýrt svona
verki. Hann hélt það nú. Nú
maður hafði ekki önnur orð fyrir
því en hans, og ég held að jjað
# Greindar-
skortur?
Aiþýöubandalagsmenn eiga
þaö til að vera einstaklega
treggáfaðir á sumum sviðum.
Þessi vöntun á skilningar-
leysisskorti kemur greinilega
fram í „Baunagrasinu“ á bak-
síðu Norðurlands, málgagni
Alþýðubandalagsins í
Norðurlandi eystra, sem út
kom í gær. Þar er sagt að
framsóknarmenn hafi brotið
eitthvert samkomulag sem
flokkarnir eiga að hafa gert
með sér um að auglýsa ekki í
sjónvarpi.
Þessi fullyrðing þeirra hefur
oft verið rekin ofan í þá opin-
berlega en alltaf skýtur henni
upp aftur. S&S vill í sakleysi
sínu trúa því að það sé
greindarskortur sem hamlar
því að ailaballar skilji það
sem sagt hefur verið svo oft,
fremur en að ætla þeim að
fara vísvitandi með ósann-
indi.
# Samkomu-
lagið
Hið sanna í þessu máli er að
Stöð 2 og Eyfirska sjónvarps-
félagið gerðu stjórnmála-
flokkunum það tilboð, að
hver flokkur fengi 15 mínútna
tíma til ráðstöfunar í sjón-
varpi að eigin vild og greiddi
fyrir það 65 þúsund krónur.
Framsóknarmenn voru fyrstir
manna til að afþakka þetta
boð og hinir flokkarnir voru
sama sinnis. Með samþykkt
þessa tilboðs, hefði nefnilega
mjög alvarlegur hiutur átt sér
stað: Greiðsla komið fyrir
efni sem sent hefði verið út
sem dagskrárefni - ekki sem
auglýsing. Siíkt tíðkast ekki
einu sinni í Bandarikjunum
og kalla þeir þó ekki allt
ömmu sína í fjölmiðluninni.
Krafa númer eitt, tvö og þrjú
er sú að auglýsingar séu
kyrfilega aðgreindar frá öðru
efni. Ahorfendur eiga ský-
lausan rétt á að svo sé.
Niðurstaðan varð sú að flokk-
arnir fengu þessa kynningu
ókeypis en auðvitað máttu
þeir eftir sem áður auglýsa
eftir hefðbundnum leiðum
svo sem þeir vildu.
Þetta geta allir hinir flokkarnir
staðfest, en Alþýðubandalag-
ið ekki... hvað svo sem
veldur því.