Dagur - 23.04.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 23.04.1987, Blaðsíða 9
23. apríl 1987-DAGUR-9 Sleppið ekki þessu einstaka tækifæri Valqerður Sverrisdóttir: Vinnum saman, karlar og konur Þegar líður að kosningum veltir fólk því meira fyrir sér en endra- nær hver staða þess er, hver staða byggðarlagsins er og hver staða þjóðarbúsins er, og er það vel. Ef við lítum fyrst á stöðu ein- staklinga, þá er hún því miður misjöfn. Skýringin er að hluta til sú, að á meðan hér ríkti óðaverð- bólga og neikvæðir vextir græddu sumir, en aðrir, sem hófu fram- kvæmdir þegar blaðinu hafði al- gjörlega verið snúið við og vextir voru orðnir raunvextir og lán verðtryggð lentu í verulegum erf- iðleikum. Að öðru leyti má skýra mis- góða stöðu einstaklinga í þjóð- félaginu með launamisrétti sem rikir á milli starfsstétta, á milli kynja og að einhverju leyti á milli landshluta. Jólaföstusamningarn- ir voru ánægjulegt spor í rétta átt til launajöfnuðar. Kennarar fengu nokkra hækkun á sínum launum, en enn sitja eftir ýmsar stéttir eins og t.d. fóstrur með lág laun. Það er óviðunandi að þær stéttir sem fást við uppeldisstörf séu illa launaðar, það getur haft alvarleg áhrif á ómótaða einstakl- inga, en þar á ég við börnin. Launamisrétti á milli kynjanna er hróplegt, allar kannanir sem gerðar hafa verið sýna það. Hvaða réttlæti er í því, að þær stéttir sem orðið hafa að kvenna- stéttum hafi þar með orðið að láglaunastéttum? Nú er hér á Akureyri í gangi verkefni, sem miðar að því að stuðla að fjölbreyttara starfsvali kvenna, og er það unnið í sam- vinnu við hin Norðurlöndin. Það verður gaman að fylgjast með því hvað þátttaka okkar í þessu verk- efni kemur til með að leiða af sér, en í mínum huga er ekki síður nauðsynlegt að svokölluð kvennastörf verði metin að verð- leikum. Sá samdráttur, sem óhjá- kvæmilegur var í hefðbundnum landbúnaði hafði einnig í för með sér nokkurn samdrátt í atvinnu á þéttbýlisstöðum landsbyggðar- innar og nauðsynleg stjórnun í sjávarútvegi, dró úr uppbyggingu um sinn. En það er fleira en atvinna sem hefur áhrif á búsetu fólks og lífsmunstur, en þar á ég við ýmsa menningarviðburði, sem blómstra best í fjölmenninu. Akureyri er óumdeilanlegur höfuðstaður Norðurlands, og hann þarf að efla enn frekar sem slíkan. Hér höfum við atvinnu- leikhús, sem þarf að hlú vel að í framtíðinni. Háskólinn er að verða að veruleika. Stjórnsýslu- stöð er í burðarliðnum. Á þessari braut þarf að halda áfram að Valgerður Svcrrisdóttir. vinna og svo að eitthvað sé nefnt vildi ég sjá hér á Akureyri meiri möguleika til afþreyingar og skemmtunar fyrir ferðamenn. Víkjum nú að stöðu þjóðar- búsins. Eins og alþjóð veit, þá var ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar sérstaklega mynduð til þess að takast á við gífurlega erfiðleika í efnahagsmálum. Aðr- ir flokkar treystu sér ekki til þeirra verka, kratar guggnuðu á síðustu stundu, alþýðubandalags- menn voru þá eins og endranær í slagorðapólitíkinni, Kvennalist- inn fastur í mjúku málunum og Bandalag jafnaðarmanna uppi í skýjunum. Nú hefur verðbólga náðst nið- ur á viðunandi stig, þó eru þar ýmsar blikur á lofti, ef ekki tekst að halda á málum af festu. Tekið hefur verið á málefnum sjávarút- vegs og landbúnaðar í samvinnu við hagsmunaaðila. Húsnæðis- lánakerfinu hefur verið bylt, þannig að nú gefst mönnum tæki- færi til lána sem nema allt að 70% af verði staðalíbúðar. Inn- lán hafa aukist verulega. Hag- vöxtur hefur aukist. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist. Viðskiptakjör hafa batnað, en halli hefur verið á ríkissjóði, og ætla ég mér ekki að reyna að svara fyrir þá stjórnun hér, það hljóta aðrir að gera! í utanríkismálum viljum við framsóknarmenn taka upp miklu sjálfstæðari stefnu en þegar sjálf- stæðismenn fara með þennan málaflokk. Við viljum að íslend- ingar eigi frumkvæði að útrým- ingu kjarnorkuvopna á Norður- Atlantshafi og taki að sjálfsögðu þátt í baráttunni fyrir kjarnorku- vopnalausum Norðurlöndum. Við viljum að alls staðar þar sem rödd Islands fær að hljóma á meðal þjóða, hljómi hún sem rödd friðar. ísland hefur rutt brautir á alþjóðavettvangi, en þar á ég við hafréttarmál, og því skyldum við ekki geta orðið vett- vangur alþjóðlegrar umræðu sem stuðlaði að betra og heilbrigðara mannlífi. Eftir að ég ákvað á sl. hausti að gefa kost á mér í framboð til Alþingis hef ég stefnt eindregið að því að verða einn af þing- mönnum þessa kjördæmis að loknum kosningum 25. apríl. Ekki bara til þess að komast á þing af því að það sé svo óskap- lega eftirsóknarvert, heldur til þess að vinna þar að hagsmuna- málum kjördæmisins, vinna að auknum jöfnuði í þjóðfélaginu, vinna að jafnréttsmálum kynj- anna. Þjóðfélagið þarf á konum að halda þar sem ákvarðanir eru teknar. Konur eiga að vera póli- tískar, þær eiga að hafa skoðanir, sem þær koma á framfæri og fylgja eftir. Vinnum saman karlar og konur, þannig gerum við þjóðfélaginu mest gagn. Ég bið um stuðning við Framsóknar- flokkinn á kjördag. Óskum starfsfólki okkar og við- skiptavinum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn sem er að líða. HAGKAUP Norðurgötu 62. ■ 'ff p'é m M. f'HfVr fl ■ ; %Wt fm M i Q ■■' ’K; ^ jmú mg} SJALLINN k og 25. apríl í Sjallanurr, Símar 22790 og 22525 Miðaverð kr. 2900 ■ Þríréttaður veislumatur og skemmtun • Skemmtun kr. 1400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.