Dagur - 23.04.1987, Blaðsíða 11
23. apríl 1987 — DAGUR - 11
Málmfríður Sigurðardóttir:
Konur rata rétta leið
Á síðustu árum eru að verða
þáttaskil í byggðaþróun hér á
landi. Þrjú undanfarin ár hefur
fólki fækkað á landsbyggðinni í
beinum tölum. Náttúrleg fjölgun
hefur ekki lengur við fólksflutn-
ingum til höfuðborgarsvæðisins.
Þessi þróun á sér margar orsakir.
Að hluta má rekja hana til þeirra
erfiðleika sem sjávarútvegur og
landbúnaður hafa átt - og eiga
við að etja. Sömuleiðis orsakast
hún af þeim stórfelldu breyting-
um og þeirri óstjórn sem þessar
atvinnugreinar hafa mátt sæta.
Hún er auk þess afleiðing sam-
dráttarstefnu í ríkisfjármálum,
sem bitnar hvað harkalegast á
landsbyggðinni. Þar hefur at-
vinnuþróun dregist saman og
jafnvel stöðvast sums staðar.
Ýmis byggðariög berjast nú
harðri baráttu fyrir tilveru sinni -
sú barátta er víða um líf eða
dauða.
Kröfur þjóðfélagsins
Auknar kröfur þjóðfélagsins til
menntunar og sérhæfingar,
breytingar á fyrirvinnuhlutverk-
inu, sívaxandi þátttaka kvenna í
atvinnulífinu, samfara breyttri
stöðu þeirra í þjóðfélaginu, eru
einnig þættir sem hafa áhrif á
byggðaþróunina. Á landsbyggð-
inni hefur auknum og eðlilegum
kröfum fólks um fjölbreyttara
atvinnulíf og félagslega og menn-
ingarlega þjónustu ekki verið
sinnt að neinu marki.
Kvennalistinn hefur lagt fram
ýmsar tillögur um bætta aðstöðu í
skóla- og menntunarmálum
landsbyggðarinnar, svo sem til-
lögur um kennslugagnamiðstöð í
öllum fræðsluumdæmum, og
lagafrumvarp um fjarnám.
Árangur þess er að koma í Ijós
þessa dagana, þar sem nefnd sem
skipuð var til skipulagningar og
tillögugerðar um það mál, hefur
nú skilað störfum. Má telja víst
að það námsfyrirkomulag verði
komið á áður en langt um líður.
Tilkoma fjarnáms ætti að geta
gjörbreytt aðstöðu fólks um allt
land til náms og símenntunar,
ekki síst í dreifbýli og verið liður
í viðnámi gegn fólksflóttanum.
Náttúrulögmál
Á síðustu árum hefur fjölgun
starfa einkum orðið í þjónustu-
greinum. Fjármálastjórn ríkis-
valdsins hefur valdið því að sú
fjölgun hefur fyrst og fremst orð-
ið á höfuðborgarsvæðinu. Öll
þjónusta sogast sífellt á sama
blettinn næstum því eins og það
sé náttúrulögmál - meira að segja
þjónusta fyrir þær atvinnugreinar
sem eiga sínar dýpstu rætur á
landsbyggðinni. Fyrir hvert nýtt
framleiðslustarf úti á landi skap-
ast 4-5 þjónustustörf á höfuð-
borgarsvæðinu. Þar er fjármagn-
ið og atvinnusköpunin. Þangað
streymir fólkið af landsbyggðinni
sem hingað til hefur framleitt 70-
80% af útflutningstekjum þjóð-
arinnar. Hvernig horfir fyrir
þessum gjaldeyrisskapandi
atvinnuvegum ef enn fækkar
þeim sem að þeim vinna? Og
hvernig horfir þá fyrir þeim sem
hafa atvinnu af þjónustustörfum
við þessa atvinnuvegi, ef veru-
legur samdráttur yröi í fram-
leiðslu landsbyggðarinnar? Það
er hagur allra landsmanna að
atvinnulíf á landsbyggðinni eflist
og standi með blóma.
Samspil dreifbýlis og þétt-
býlis
Svo lengi sem byggð helst á ís-
landi verða dreifbýli og þéttbýli
að haldast í hendur í því samspili
sem nauðsynlegt er til að tryggja
lífsafkomu þjóðarinnar.
Höfuðorsök erfiðrar stöðu
landsbyggðarinnar nú er hin
sívaxandi miðstýring samfélags-
ins. Miðstýring sem sogar fjár-
magnið frá byggðunum, svo fólk
þar fær ekki að njóta ábata vinnu
sinnar. Miðstýring sem færir völd
og ábyrgð á æ færri hendur.
Glögg dæmi þessa eru viðamikil
ráðuneyti þar sem ákvarðanir eru
teknar, jafnt um hin stærstu mál
sem varða alla þjóðina, og minni
mál sem snerta eingöngu einstök
sveitarfélög.
Grunnskólalög
- fræðsluumdæmin
í því sambandi má minna á að
þegar grunnskólalögin tóku gildi
fyrir rúmum áratug, var ein af
merkari nýjungum þeirra laga -
og eitt af því sem þeim var talið
til sérstaks gildis - það sjálfstæði
sem fræðsluumdæmunum var
ætlað að hafa.
Miðstýringarvald ráðuneyt-
anna hefur aldrei leyft að það
sjálfstæði yrði að raunveruleika.
Eðlilegast væri að fræðslu-
umdæmin hefðu rétt til að ráð-
stafa því fé sem þeim er úthlutað
hverju sinni, eftir því sem heima-
menn teldu hagkvæmast. Þá
gerðust ekki atburðir á borð við
fræðslustjóramálið í Norðurlandi
eystra. Sá atburður varð engum
til góðs, en vakti þó þarfar og
tímabærar umræður um stöðu
fræðsluumdæmanna innan kerfis-
ins og opnaði augu margra fyrir
því hve varnarlaus almenningur
er gegn miðstýringarvaldi ráðu-
neytanna.
Eins og áður var drepið á, hef-
ur störfum fyrst og fremst fjöigað
í þjónustugreinum hin síðari ár,
og fróðir menn spá því að svo
muni verða enn um árabil. Það
veltur á miklu hvar á landinu þau
störf verða til, og landsbyggðinni
er nauðsyn að fá aukna hlutdeild
í þeirri atvinnusköpun sem fyrir-
sjáanleg er í þjónustugreinum.
Litlar líkur eru til að svo megi
verða meðan engar breytingar
eru gerðar á stjórnkerfinu í þá átt
að landsbyggðin fái meiri umráð
yfir eigin aflafé og aukið forræði
um eigin málefni.
Margir bundu vonir við að með
nýjum sveitarstjórnarlögum gæf-
ist tækifæri til gagngerðra breyt-
inga á stjórnsýslukerfinu, með
aukna sjálfsstjórn byggðanna að
markmiði, en ekki náðist sam-
staða á Alþingi um það.
Sveitarfélögin hafa fæst bol-
magn til þess að gegna stærra
hlutverki en þau gera nú, og erf-
itt reynist að koma á sameiningu
þeirra í stærri heildir.
Verkaskipting ríkis
og sveitarfélaga
Kvennalistakonur líta svo á að
brýn nauðsyn sé að koma á nýrri
verkaskiptingu milli ríkis og
svcitarfélaga, meö það fyrir aug-
um að færa ábyrgð og verkefni
nær fólkinu og tryggja að saman
fari ábyrgð á fjármálum og fram-
kvæmdum. Sú verkaskipting yrði
á þanri hátt að komið yrði á mil|i-
stigi stjórnsýslu sem hefði bol-
rnagn til framkvæmda og rekstrar
á heilsugæslusviði, skóla- og
menningarmálum, samgöngu-
málum og skipulagsmálum. Sam-
fara þessari breytingu yrði ríkið
að afsala sér tekjum til að standa
undir þcssum rekstri. Slík grund-
vallarbreyting í stjórnsýslunni er
erin framtfðarsýn, en markmið
sem stefna ber að. Aukið sjálfs-
forræði byggðanna yrði án efa
áhrifaríkasta aðgerðin til að
draga úr þeirri byggðaröskun
sem nú heldur áfram með vax-
andi hraða. En meðan slík breyt-
ing er ekki í sjónmáli, telja
kvennalistakonur nauðsynlegt að
tryggja fjárhagslegt sjálfstæði
sveitarfélaga og efla getu þeirra
til að stjórna eigin málum. Ný
atvinnusköpun er óhjákvæmileg
nauðsyn, eigi dreifbýlið og
smærri þéttbýliskjarnar að halda
velli. Miklu skiptir að hlutur
kvenna liggi þar ekki eftir. Þau
mál sem heitast brenna á konum
eru hin sömu, hvar sem er á land-
inu. Þær finna sárt til launamis-
réttisins, þeim svíður lélegur
aðbúnaður barna þeirra til náms
og þroska, og þær vilja tryggja
sjúkum, öldruðum og fötluðum
sem besta þjónustu. I þeim efn-
um er mikið óunnið.
Laust embætti
er forseti íslands veitir
Umsóknarfrestur um laust embætti prófessors í augnsjúk-
dómafræöi viö læknadeild Háskóla íslands, sem auglýst
var í Lögbirtingablaði nr. 41/1987 er framlengdur til 15.
maí nk.
Menntamálaráðuneytið, 14. apríl 1987.
Laus staða
Viö heimspekideild Háskóla íslands er laus til umsóknar,
lektorsstaða í rómönskum málum, meö sérstöku tilliti til
spænsku.
Umsóknarfrestur er til 15. maí nk.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og
störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, 150 Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið, 14. apríl 1987.
lllf Ég hafna öfgastefnum
MM Ég kýs Framsókn!
X-B Siguróli Kristjánsson '
'tyggjum ungu fóki áhrí
Vé kpsum gegn uppkisn og sundungu