Dagur - 23.04.1987, Blaðsíða 13

Dagur - 23.04.1987, Blaðsíða 13
.íþróttÍL 23' ápríl 1987 - ÖÁ’eÖR - 13 Handbolti: Umsjón: Kristján Kristjánsson Það mun mæða mikið á ívari Webster á Norðurlandamótinu næstu daga. Körfubolti: Norðurlandamótið hefst í kvöld Knattspyrna: Aðalsteinn til Völsungs Þjálfar Helgi lið ÍBV? Helgi Ragnarsson sem þjálfað hefur m.a. KA, Stavanger og Fredriksborg SKI í Noregi, hefur fengið tilboð um að þjálfa lið IBY í 2. deildinni í handbolta næsta keppnistíma- bil. Helgi sem þjálfar lið ÍBÍ í knattspyrnu í sumar hefur ekki enn ákveðið hvort hann fer til Eyja en það skýrist á næstu vikum. Afmælis- hátíð Eitt af því sem gert verður í tilefni af 60 ára afmæli íþrótta- félagsins Viilsungs er að haldin verður afmælishátíð í íþrótta- höllinni á sumardaginn fyrsta og verður hún tileinkuð yngstu félögunum í félaginu. Hátíðin hefst kl. 15:00 með ávarpi formanns félagsins, Freys Bjarnasonar en að því loknu munu 180-200 fimleikabörn ganga í salinn. Börnin sýna fim- leika í tveim hópum og barnakór syngur undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur. Yngstu knatt- spyrnukapparnir í félaginu leika knattspyrnu og hljómsveit Tón- listarskólans leikur undir stjórn Árna Sigurbjarnarsonar. íslandsmeistarar í þriðja flokki drengja í blaki og íslandsmeistar- ar í 1. flokki kvenna í blaki keppa og síðan verða liðin hyllt og heiðruð. Arnar Bragason fjórfaldur íslandsmeistari í skíða- íþróttum verður einnig hylltur og heiðraður og nokkrar konur úr Völsungi verða heiðraðar með því að þeim verða afhent silfur- merki og oddveifa félagsins. IM Sem kunnugt er hélt Handknatt- leiksráð Akureyrar, nú fyrir páska lokahóf eða uppskeruhátíð yngri flokka KA og Þórs, þar sem afhent voru verðlaun fyrir sigra í hinum ýmsu mótum sem H.R.A. stóð fyrir á vetrinum. Þar á með- al verðlaun til 5. flokks Þórs fyrir sigur á Akureyrarmóti a-liða. Það merkilega við þessa afhend- ingu var, að úrslit liggja enn ekki fyrir í þessum flokki, þ.e.a.s. ef fara á eftir reglum H.S.Í. sem gilda fyrir mót sem þetta. Liðin léku tvo leiki, sem báð- um lauk með jafntefli, 9:9 og 6:6. Um slíkt segir orðrétt í reglum H.S.f. „Komi sú staða upp í keppni tveggja liða um titil að eftir síðari leik séu stig jöfn og markatala skal framhaldið vera sem hér segir: A. Leikhlé í 5 mín. Hlutkesti. B. Leikið 2x5 mín. án leik- hlés en skipt um vallarhelming (ef enn er jafnt). C. Leikhlé í 5 mín. Hlutkesti. D. Leikið í 2x5 mín. án Kaffihlaðborð f dag, sumardaginn fyrsta kl. 15 verður kaffihlaðborð í KA-heim- ilinu á Akureyri. Það er haldið til styrktar 3. flokki félagsins í knattspyrnu sem safnar í ferða- sjóð vegna utanlandsferðar í sumar. Norðurlandamótið í körfu- knattleik sem fram fer í Hors- leikhlés en skipt um vallarhelm- ing. E. Ef enn er jafnt. Hlutkesti og leikið þar til annað lið skorar (bráðabani). Strax að loknum síðari leik lið- anna mun formaður H.R.A. hafa sagt að Þórsarar væru Akureyr- armeistarar þar sem þeir hefðu skorað fleiri mörk á útivelli, en sú regla gildir um leiki í Evrópu- keppni. Þjálfari KA og fleiri mót- mæltu þessu strax og hafa ítrekað síðan farið fram á að leikinn yrði úrslitaleikur um titilinn þar sem ekki var farið að settum reglum, en án árangurs. Ekki dettur mér í hug að ætla fulltrúum Þórs í H.R.A. þar sem þeir hafa meiri- hluta, að þeir séu viljandi að hygla sínu félagi, heldur hafi hér verið um óviljandi mistök að ræða. Hins vegar eiga menn að viðurkenna mistök sín og Ieið- rétta, enginn er minni maður fyr- ir það. Þar sem verðlaun hafa nú verið veitt, er ekki lengur hægt að hafa úrslitaleik milli þessara jöfnu liða, en H.R.A. getur þó enn viðurkennt mistök sín og afhent KA strákunum einnig sín verð- laun, sem þeir hafa unnið til á sama hátt og félagar þeirra úr Þór. Með bestu kveðju til H.R.A. og þakklæti fyrir annars vel unnin störf á sl. vetri. ens í Danmörku, hefst í kvöld með tveimur leikjum. Fyrri leikurinn er viðureign Dana og Svía sem eru núverandi Norðurlandameistarar en strax á eftir leika íslendingar og Norðmenn. Á morgun föstudag leikur íslenska liðið gegn Svíum, gegn Finnum á laugardag og gegn Dönum í síðasta leiknum á sunnudaginn. í íslenska liðinu sem tekur þátt í mótinu eru eftir- taldir leikmenn: Pálmar Sigurðsson Haukum Jóhannes Kristbjörnsson UMFN Jón Kr. Gíslason ÍBK ívar Webster Þór Ak Guðmundur Bragason UMFG Bragi Reynisson ÍR Guðni Guðnason KR Hreinn Þorkelsson ÍBK Gylfi Þorkelsson ÍBK Valur Ingimundarson UMFN Völsungur hefur fengið góðan liðsstyrk í knattspyrnu fyrir komandi keppnistímabil. Aðalsteinn Aðalsteinsson úr ÍR hefur gengið til liðs við félagið. Aðalsteinn er geysi- lega snjall miðvallarleikmaður og hann hefur m.a. leikið tvo A-landsleiki og fímm unglinga- landsleiki. Hann lék með norska 2. deild- ar liðinu Djerv 1919 í fyrra en kom heim síðastliðið haust og gekk til liðs við ÍR. Áður en hann fór út lék hann með Víkingi i Islendingar og Frakkar leika landsleik í knattspyrnu þann 29. apríl næstkomandi og er leikurinn sem fram fer ytra, liður í Evrópumóti landsliða. Sigfried Held landsliðsþjálfari hefur valið 16 leikmenn til að taka þátt í þessum leik fyrir íslands hönd. Liðið er að mestu skipað þeim leikmönnum okkar sem leika er- lendis en hópurinn lítur þannig út: Markverðir: Bjarni Sigurðsson Brann Friðrik Friðriksson Fram Aðrir leikmenn: Ásgeir Sigurvinsson Stuttgart Arnór Guðjohnsen Anderlecht Atli Eðvaldsson B. Uerdingen Ómar Torfason Luzern Pétur Pétursson KR Pétur Ormslev Fram Gunnar Gíslason Moss Viðar Þorkelsson Fram Guðni Bergsson Val Bikarkeppni KRA: Þór - Reynir - í dag kl. 16 Þór og Reynir frá Árskógs- stönd leika í dag í bikarkeppni KRA. Leikurinn fer fram á Sanavellinum og hefst kl. 16. Þetta er annar leikur liðanna í keppninni. Þór sigraði Vask 2:0 á laugardag en Reynir steinlá gegn KA í fyrsta leiknum í mótinu 0:8. Á sunnudag leika Vaskur og Reynir í bikarkeppninni og hefst sá leikur kl. 16. Reykjavík. Fleiri góðir leixmenn hafa bæst í raðir Völsunga. Má þar nefna Snævar Hreinsson úr Val og Hörð Benónýsson sem er kominn til liðsins á ný. Þá er Ómar Rafnsson sem meiddist illa í fyrra með liðinu, kominn á fulla ferð á ný. Völsungar undirbúa sig nú af krafti fyrir sitt fyrsta keppnis- tímabil í 1. deild. Þeir léku tvo æfingaleiki á Húsavík um helgina og unnu þá báða, KA 1:0 og Tindastól 3:1. Sævar Jónsson Val Ragnar Margeirsson Waterschei Sigurður Jónsson Sheff. Wed. Sigurður Grétarsson Luzern Ágúst Már Jónsson KR Þetta er fjórði leikur íslands í mótinu en liðið gerði jafntefli hér heima við Frakka 0:0 og Sovét- menn 1:1 en tapaði fyrir A.-Þjóð- verjum 2:0 ytra. Samkvæmt því sem blaðið kemst næst eru miklar líkur á því að leikurinn við Frakka verði sýndur beint í íslenska sjónvarpinu. Bikarkeppni 2. flokks: KemstKA í úrslit? KA mætir HK í 4 liða úrslit- um í bikarkeppni 2. flokks í handbolta. Leikurinn fer fram í Iþróttahöliinni á Akureyri á mánudagskvöldið kemur og hefst kl. 19. KA-menn eiga mikla mögu- leika á því að sigra HK og með því tryggja sér rétt til þess að leika til úrslita um bikarinn. í hinum undanúrslitaleiknum leika Selfoss og Grótta. I 2. flokks liði KA eru margir snjallir leikmenn sem leikið hafa í 1. deildinni í vetur. Má þar nefna Jón Kristjánsson, Axel Björnsson og Svan Valgeirsson. Það yrði skemmtilegur endir á annars ágætum árangri akur- eyrskra handknattleiksmanna í vetur ef KA-mönnum tækist að vinna bikarkeppnina. Við fögnum sumri! Hátíð fyrir alla fjölskylduna í Lóni við Hrísalund á sumardaginn fyrsta. Kaffihlaðborð og heimafengin skemmtidagskrá, þ.á m. frumsamið efni: Revíusöngur, úr revíunni „Klúður og klaufaskapur". Vísnasöngur, „trúbadúrar" samtakanna. „Léttsveiflan" tekur gömlu lögin. Upplestur úr eigin verkum, Magnea frá Kleifum og Eiríkur Björnsson. Og margt, margt fleira. Opið hús frá kl. 14 til 19. Dagskráin flutt kl. 14.30, 16.00 og 17.30. Allir velkomnir! Fjáröflunarnefnd J-listans. Urslit liggja ekki fýrir - Opið bréf til stjórnar H.R.A. frá Þorleifi Ananíassyni ísland - Frakkland: Hópurinn valinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.