Dagur - 26.05.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 26. maí 1987
Stundum getur verið gaman að
vera blaðamaður. Eitt af því
allra skemmtilegasta við vinnu
blaðamanns finnst undirrituð-
um þegar hann fær tíma til að
sveima um í góðu veðri og leita
einhvers efnis. Einn svoleiðis
dagur kom einmitt í síðustu
viku. Þá gat ég keyrt um í
rólegheitum og skoðað lífíð og
tilveruna í glaða sólskini og
fímmtán stiga hita. Alls staðar
sáust merki þess að nú er kom-
ið sumar, lítil lömb voru hreint
alls staðar, fullt af nýköstuðum
folöldum og fuglasöngur
mikill. Og svo var það auðvit-
að mannfólkið. Hvarvetna var
fólk að fást við eitthvað sem
tengist vor- og sumarkomu,,
sumir voru að dútla í garðinum
aðrir dyttuðu að bátum og svo
var unglingavinnan komin af
stað við að hreinsa bæinn sinn,
Skagaströnd.
Eftir að hafa þegið kaffi hjá
Sigrúnu og Helgu í Höfðaútibú-
inu ók ég rólega um bæinn og
þegar ég ók framhjá Lundi sá ég
fólk vera að vinna í garðinum og
ákvað að vita hvort þarna væru
ekki á ferð foreldrar hans Þor-
valdar Skaftasonar sem ég vissi
að var grásleppukarl. Og mikið
rétt, þetta voru hjónin Skafti
Fanndal Jónasson og Jóna
Vilhjálms.
Skafti Fanndal Jónasson, Jóna Vilhjálms og Sindri Fanndal Júlíusson voru í garðinum við Lund. Langamma og afi
að vinna en Sindri fylgdist með.
Litið á fólk
lítill samgangur á milli þessara
staða.
„En það er ekki að marka það
sem ég segi, ég er svo félagslynd
að mér hefur aldrei líkað þetta.
En þetta var nú alveg ömurlegt
með samgöngur hérna áður. f*á
fór hann hérna á milli hann Gústi
heitinn á Blönduósi. Hann fór að
minnsta kosti eina ferð í viku.“
- Og var það eina leiðin fyrir
ykkur með aðföng?
„Já, þá pantaði maður og fékk
sent. Það var nú komið hérna
kaupfélag þegar þetta er. Fyrsta
kaupfélagið sem sett var upp hér
var hérna í gamla skólanum og
hann er byggður 1912, þetta var
náttúrlega búið að vera hérna
áður en ég kom hingað. Við gift-
um okkur ’39 og fluttum hingað
1941. Þá komum við með dótið
okkar og tvö börn á einni kerru.“
- Ert þú héðan úr nágreninu?
„Ég er að mestu leyti alin upp í
Ásbúðum á Skaga, fór þangað
níu ára hnáta. Fór svo heim um
haustið til móður minnar til að
fara á skóla því að hún var í
Reykjavík. Þá þvældist ég á
togara frá Kálfhamarsvík til
Hafnarfjarðar, það var togarinn
Rán. Það byrjaði snemma hjá
manni veraldarvolkið."
- Hvernig var hérna þegar þið
komuð hingað fyrst?
„Þetta voru sárafáir bæir, þeir
eru mikið til farnir. Þetta var nú
svo ömurlegt. Ég get til dæmis
að myndast á sínum tíma og ég
held að niðurstaðan úr þeirri
umræðu sé ekki Ijós enn.
„En þetta er afskaplega indæll
staður og ég held að ég hefði ekki
getað hugsað mér að vera annars
staðar,“ segir Jóna.
Ég nota nú tækifærið sem
áhugamaður um trilluútgerð og
fer að pumpa Þorvald svolítið
meira um útgerðina.
- Er trilluútgerð að vaxa
hérna?
„Já það eru sennilega að bæt-
ast þrír við á næstunni.“
- En út á hvað vex hún, er
ekki lítið um fisk og langt að
sækja héðan?
„Veistu það að þetta hefur ver-
ið svo lítið reynt, það má segja að
ég sé sá eini sem hefur verið
eitthvað að gutla á trillu og reyna
að hafa þetta fyrir atvinnu. Það
er voðalega erfitt fyrir einn bát
bæði að finna fisk og annað. Ég er
viss um að þetta getur orðíð betra
ef það koma fleiri.“
- Þeir sem eru að bætast við,
eru það menn sem ætla að vinna
alveg við þetta eða eru þetta tóm-
stundaveiðimenn?
„Þetta eru menn sem ætla
alfarið að vinna við þetta. Það er
t.d. orðin þessi breyting með
þorskinn sem er farinn að koma
hér á vorin, að það veit raunveru-
lega enginn hvað þetta er búið að
vera lengi. Það var ekkert hugsað
um nema rækju og það reyndi
Víða voru folöld á ferð og þetta stillti sér upp á haug, kannski til að reyna að sjá víðar
um þessa nýju veröld.
Feðgarnir Skafti og Þorvaldur notuðu tímann á meðan
hann liggur í sunnanáttinni til að dytta að bátnum.
Víða má sjá að nú er veturinn óðum að láta undan sumrinu.
Örn frá Stykkishólmi var við bryggjuna á Skagaströnd og eftir hádegið var Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 komin að
bryggju og löndun hafin.
„Og þetta er þriðji ættliður-
inn,“ sagði Jóna og benti á barna-
vagn þar sem svaf lítill fulltrúi
framtíðarinnar. Ég sagði þeim að
ég væri að leita að honum Þor-
valdi vegna þess að mig iangaði
að hitta grásleppukarl.
„Þú getur talað við þennan,
þetta er pabbi hans og hann er nú
búinn að vera við þetta í fjölda
mörg ár,“ sagði Jóna og benti á
Skafta.
- Af hverju eruð þið ekki að
vitja um netin í svona góðu
veðri?
„Það þýðir ekkert þegar hann
stendur svona að sunnan þá er
straumurinn svo mikill hérna út
með.“
- Hvaða átt er best hérna?
„Austan eða norðaustan. Það
væri svo sem hægt að fara út í
þessu veðri það tekur því bara'
ekki.“
- Hvað eruð þið komnir með
margar tunnur?
„Það eru komnar tuttugu held
ég. Þetta hefur ekkert verið en
það hefur gengið heldur betur
hjá þeim sem fara vestur yfir.“
Nú barst talið að veðrinu eins
og svo oft þegar íslendingar
spjalla saman.
„Ég man nú ekki eftir svona
miklum gróðri hérna áður um 20.
maí,“ segir Skafti.
„Við erum nú búin að vera hér
í næstum fimmtíu ár. Ætli við
séum ekki með e|stu íbúunum
hér,“ segir Jóna um leið og hún fer
að huga að Sindra litla sem nú er
vaknaður.
- Hvernig var hérna fyrir
fimmtíu árum?
„Blessaður vertu, þá voru
þetta nokkrir bæir. Þetta voru
grasbýli hérna í kring, fólk var
með svona 40 kindur og belju og
svo unnu menn svona eitt og
annað."
„Skafti var nú mikið við að
byggja höfnina hérna,“ skýtur
Jóna inn í og heldur áfram að
huga að beðunum.
- Fóru menn þá suður á vertíð
eða kannski á Snæfellsnesið?
„Það fóru flestir suður. Menn
fóru til Vestmannaeyja, Grinda-.
víkur og ég fór t.d. í Garðinn,
segir Skafti. „Ég man nú ekki til
að þeir færu á Snæfellsnesið en
pabbi reri frá Bolungarvík.“
Þetta spjall úti í garði átti sér
stað nokkru fyrir hádegi en eftir
matinn hitti ég þá feðga þar sem
þeir voru að dytta að bátnum
hans Þorvaldar. Það er 5,5 tonna
plastbátur sem getur gengið ein-
hver ósköp.
„En ég er nú frekar spar
á keyrsluna,“ segir Þorvaldur.
- Ég beini spurningunum að
Þorvaldi. Hvernig hefur gengið í
vor?
„Við erum komnir með 20
tunnur en ntaður man nú eftir að
það fengust hundrað og þótti
ekki mikið. Svo vorum við með
18 tonn í netin, það voru þrjú og
hálft tonn í, daginn sem við tók-
um upp. Við vorum oft með
meira en stóru bátarnir."
- Og ferðu svo á skak í sumar?
„Já ég ætla að fara austur á
Bakkafjörð, reyna það. Ég var í
Ólafsvík í fyrra og líkaði það
ekki nógu vel.“
- Er borgað sæmilega fyrir
hrognin?
„Já það er gott verð á þeim,
tuttugu og átta þúsund fyrir tunn-
una held ég.“
Nú var komið að því að þiggja
kaffið sem hún Jóna hafði boðið
til og ég var ákveðinn í að verða
á undan feðgunum svo ég fengi
tækifæri til að rabba svolítið við
hana áður en þeir kæmu í kaffi.
Ég dreif mig því heim í Lund og
settist við eldhúsborðið hjá henni
Jónu og kveikti á segulbandinu.
Talið berst að samskiptum
Skagstrendinga og Blöndósinga
og Jóna segir að sér finnist allt of
sagt þér það að 1944 þá varð
Skafti að fara í burtu til þess að
maður gæti bara hreinlega lifað,
maður lét bara hverjum degi
nægja sína þjáningu, eins og þar
stenaur. Við keyptum gamalt hús
á Blönduósi, það var eitt her-
bergi og eldhús, fyrir sex mann-
eskjur og það var flutt hingað."
Nú komu feðgarnir í kaffi og
talið fór svona hingað og þangað
og víða var komið við. T.d velt-
um við því fyrir okkur hvernig
staðið hefði á því að þorpið fór
enginn þorskanet né annað. Þeir
áttu ekki einu sinni net.“
- Er ekki dýrt að koma sér
upp trilluútgerð?
„Jú það er það. Það var t.d.
verið að aulýsa núna í blöðunum
uppsett þorskanet með flotteini á
8.500 stykkið og við vorum með
32 net núna en það er alveg hægt
að hugsa sér að menn séu með 40
net. Og tölvurúllurnar kosta á
annað hundrað þúsund stykkið.
Svo eru það tækin í bátinn þau
kosta sitt. Annars fer þetta mikið
eftir því hvað menn sætta sig
við.“
Þá er kaffitíminn liðinn og við
röltum út í góða veðrið aftur en
ég man þó eftir að þakka henni
Jónu fyrir velgjörðirnar áður en
ég fer með feðgunum að skoða
aðstöðuna þar sem hrognin eru
unnin. Eftir að þeir hafa útskýrt
þetta allt saman fyrir mér sé ég
að þetta er enginn vandi ef mað-
ur bara kann það.
En sælan er liðin hjá og nú
verð ég nauðugur viljugur, að
loka mig inni á skrifstofu til að
skrifa. Áð sitja við tölvuna og
skrifa er ekki alveg það
skemmtilegasta sem maður gerir
þegar sólin skín fyrir utan glugg-
ann dag eftir dag og hitastigið er
um og yfir 15 gráðurnar. En það
koma líka dagar sem maður er
dauðfeginn að fá að vera bara
inni og skrifa, svo að fátt er svo
með öllu illt og svo framvegis.
26. maí 1987-DAGUR-7
Það var eins gott að ég hef unnið í sjoppu sagði Silla þar sem hún og Hlynur hömuðust við að afgreiða síðustu pyls-
urnar af þeim 80 sem krakkarnir borðuðu í ferðalaginu.
Blönduós:
SkóUnn búlnn
og svo eigum við að lesa og svara
spurningunum.“
- Og um hvað eru spurningarnar?
„Um landnám og Vatnsdalinn og
úr ferðalaginu og reikning og svo-
leiðis.“
- Og hvemig gengur að svara
svona spurningum?
„Bara vel.“
- Haldið þið að þið munið svaka-
lega mikið af því sem ykkur var sagt
í ferðinni?
„Jaaaá.“
- En næsta vetur, haldiði að þið
munið þá eitthvað um Vatnsdalinn?
Eða þegar þið verðið orðin svona
fimmtán ára?
„Jaaaá. Ég veit það nú ekki.
Já, já.“
Þannig lauk sem sagt skólaárinu
hjá fjórða bekk. En seinna þennan
dag var skólinn svo opinn almenningi
og þar gat að líta ýmislegt af því sem
nemendurnir hafa verið að vinna að í
vetur. En á skólalóðinni fór fram
keppni í knattspyrnu á milli kennara
og nemenda. Strákarnir tóku karl-
kennarana í kennslustund í fótbolta
og hreinlega rúlluðu þeim upp, unnu
leikinn 4-0. En kvenkennararnir
stóðu sig betur og sluppu með 0-0
jafntefli sem sumir krakkarnir vildu
nú meina að væri bara af því að þær
væru svo breiðar að það væri engin
leið að koma boltanum fram hjá
þeim.
Skólaslit voru svo í grunnskólan-
um á Blönduósi laugardaginn
23. maí. G.Kr.
„Pulsur, hverjir vilja pulsur?!
Með hverju vilt þú, viltu djús?
Komiði að fá pulsur." Þessi köll bár-
ust að eyrum blaðamanns þegar hann
steig út úr bílnum við bæinn Hjalta-.
bakka í Torfalækjarhreppi í Austur-
Húnavatnssýslu, á föstudaginn rétt
fyrir hádegi.
Sú sem kallaði var hún Silla kenn-
ari sem þarna var á ferð með krakk-
ana úr fjórða bekk grunnskólans á
Blönduósi, ásamt eiginmanni sínum
honum Hlyn sem einnig er kennari
og tíkinni Nóru Líndal. En þetta var
ekki bara venjulegt pulsupartý, held-
ur voru þau að ljúka nær tveggja
daga ferð sem þau fóru í um Vatnsdal
og víðar. En hvað sögðu krakkarnir
um þetta?
„Það voru eiginlega Jakob, Sara
og nokkrir í viðbót sem föttuðu upp
á þessu, og svo var bara valið í fjár-
öflunarnefnd."
- En hvernig gátuð þið eignast
7080 krónur í bankabók og eitthvað í
bauk í viðbót?
„Við héldum bekkjarkvöld og seld-
um kökur og svo bara ef einhver
gleymdi bókunum og svoleiðis."
- Var sekt fyrir að gleyma bókun-
um heima?
„Já, þá þurfti maður að borga
tíkall og ef það var ekki borgað þá
bættist annar tíkall við. Kennararnir
þurftu að borga fyrir að gleyma að
raka sig eins og Indriði. Og Silla
þurfti að borga fyrir að gleyma gler-
augunum. Svo veðjaði hún líka einu
sinni við okkur upp á hundraðkall.
Ef við myndum koma öll með bæk-
urnar þá átti hún að borga hundrað-
kall og við mundum öll eftir bókun-
um.“
- Og dugði peningurinn sem þið
áttuð, fyrir rútunni?
„Já, já og við keyptum síðan puls-
ur fyrir afganginn.“
- Og hvert fóruð þið svo í ferða-
laginu?
„Við fórum fyrst í Þingeyrakirkju
og svo hringinn í Vatnsdal. En við
stoppuðum í Þórdísarlundi, á Gnúpi
og síðan fórum við framhjá Brús-
stöðum og fórum í Undirfellskirkju,
síðan fórum við í Hjallaland og við
sáum Hof og svo bara hingað.“
- Og gistuð þið hér?
„Já.“
- Elduðuð þið sjálf handa ykkur?
„Nei, Silla gerði það. Og svo var
varðeldur.“
- Og hvað eruð þið svo búin að
vera að gera í morgun?
„Við vorum í ratleik. Það er falið
svona spýtur sem við eigurn að finna
Fjórði bekkur Grunnskóla Blönduóss ásamt Sillu kennara, Hlyn og tíkinni Nóru Líndal, á tröppunum á Hjalta-
bakka.
Strákarnir tóku kennarana í kennslustund í knattspyrnu.