Dagur - 26.05.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 26.05.1987, Blaðsíða 9
Í6H': .t.tl •• iíutJ.M'ví 26. maí 1987-DAGUR-9 -íþróttic Umsjón: Kristján Kristjánsson / / Arsþing KKI: Þór leikur í úrvals- deild næsta vetur - samþykkt að fjölga úr 6 liðum í 9 Á ársþingi Körfuknattleiks- sambands Islands sem fram fór á sunnudag, var m.a. ákveðið að fjölga liðum í úrvalsdeild- inni úr 6 í 9. Þessi fjölgun þýðir að auk ÍR sem sigraði í 1. deildinni í vetur, leika Þór og Grindavík í úrvalsdeildinni næsta vetur en þau urðu í 2. og 3. sæti 1. deildar. Önnur körfuknattleikslið leika síðan í 1. deild. Liðið sem sigrar í 1. deild næsta vetur vinnur sér úrvalsdeildarsæti og liðið sem verður neðst í úrvaldsdeildinni fellur niður. Liðið í næstneðsta sæti úrvalsdeildar og liðið sem verður í 2. sæti 1. deildar leika síðan 2 til 3 leiki um sæti í úrvals- deild. Ársþingið gekk fljótt og vel fyrir sig og var Björn Björg- vinsson endurkjörinn formaður KKÍ. Það ljóst að róður Þórsara verður þungur í næsta vetur og ekki síst þar sem ívar Webster hefur ákveðið að halda suður á ný og leika með Haukum. Þórs- arar standa því uppi þjálfaralaus- ir í dag en verið er að vinna að þeim málum um þessar mundir. Þór missir einnig þá Hólmar Ástvaldsson, Ólaf Adolfsson og Ágúst Guðmundsson. Ólafur og Ágúst verða fyrir sunnan næsta vetur en óvíst er hvað Hólmar gerir. íslandsmótið í lyftingum: „Ætlum heim með þrjá íslands- meistaratitla“ Hólmar Ástvaldsson er einn þeirra sem yfirgefur herbúðir Þórs fyrir næsta keppnistímabil. - segir Haraldur Ólafsson Knattspyrna: Efllng og Geisli sameinast í HSÞ-C - Aðalsteinn Baldursson þjálfar liðið íslandsmótið í ólympískum Iyftingum fer fram í Ármanns- heimilinu á sunnudaginn kem- ur og hefst keppni kl. 12. Keppt verður í 10 flokkum og verður þetta mót að öllum lík- indum það fjölmennasta síðan 1982. Búist er við hörkukeppni í mörgum flokkum en margir ungir og efnilegir lyftingamenn mæta í mótið. Sex lyftingamenn héðan frá Akureyri keppa á mótinu en þeir eru, Aðalsteinn Jöhannsson sem keppir í 52 kg flokki, Snorri Ey- fjörð Arnaldsson í 56 kg flokki, Tryggvi Heimisson f 60 kg flokki, Einar Brynjólfsson í 67,5 kg flokki og þeir Haraldur Ólafsson og Hermann Snorri Jónsson í 82 kg flokki. „Við ætlum okkur að koma heim með minnst þrjá íslands- meistaratitla og jafnvel fjóra ef allt gengur upp,“ sagði Haraldur Ólafsson lyftingamaður í samtali við Dag. „Strákarnir hafa æft þokkalega vel í vetur en það hef- ur verið erfitt að halda mönnum inni nú síðustu daga vegna veður- blíðunnar," sagði Haraldur enn- fremur. í haust fer fram Norðurlanda- mót unglinga í lyftingum og er stefnt að því að fara með tvo keppendur héðan frá Akureyri á það mót. Knattspyrnudeildir ungmenna- félaganna Eflingar í Reykjadal og Geisla í Aðaldal hafa sam- einast í eitt lið sem leika mun í F-riðli 4. deildar í sumar undir Fyrstu leikirnir í Mjólkurbik- arkeppninni í knattspyrnu fara fram annað kvöld og á fimmtu- dagskvöld. Fjölmörg lið sitja hjá í fyrstu umferð og 1. deild- arliðin koma ekki inn í keppn- ina fyrr en í 16 Iiða úrslitum. Núverandi Mjólkurbikarmeist- arar eru Skagamenn, þeir sigruðu Framara í frægum úrslitaleik á Laugardalsvellinum 2:1 og skor- aði Pétur Pétursson bæði mörk Skagamanna, eftir að Pétur Orm- slev hafði náði forystunni fyrir Fram í fyrri hálfleik. Leikirnir sem leiknir verða í fyrstu umferð eru þessir, liðið sem á heimaleik er talið upp á undan. Miðvikudagur: Hveragerði-Grótta Augnablik-Hafnir Skallagrímur-Snæfell Nj arðvík-Afturelding Reynir S-Árvakur Þróttur R-UBK Leiknir R-Léttir Tindastóll-KS Leiftur-Neisti Valur Rf.-Höttur Huginn-Austri E. Þróttur N.-Hrafnkell Fimmtudagur: Ármann-Víkverji Víkingur R-Haukar ÍR-ÍK Það eru ekki margir stórleikir í þessari 1. umferð. Þó er ljóst að það verður hart barist í leik Tindastóls og KS á Sauðárkróki, nafninu HSÞ-C. Liðið stefnir hátt og er mikill baráttuhugur í leikmönnum og stjórnarmönn- um, sem finna fyrir góðum stuðningi heimamanna. í leik Þróttar R og UBK í Reykjavík og í leik Hugins og Austra á Seyðisfirði. Það getur allt gerst í bikarkeppninni og ómögulegt er að spá nokkru um úrslit. Allir leikirnir hefjast kl. 20. Það hefur þegar verið dregið um það hvaða lið leiki saman í 2. umferð sem leikin verður mið- vikudaginn 10. júní. Af leikjum þar má nefna að sigurvegararnir úr leik KS og Tindastóls fá Svarf- dælinga í heimsókn og sigur- vegarnir úr leik Leifturs og Neista fá Magna frá Grenivík í heimsókn. Þórsarar búsettir fyrir sunnan, hafa ákveðið að stofna stuðn- ingsmannaklúbb Þórs í Reykjavík. Það er Benedikt Guðmundsson fyrrverandi for- maður félagsins sem er aðal- hvatamaðurinn að stofnuninni. Markmið klúbbsins er að aðstoða lið Þórs í borginni, bæði fjárhagslega og félagslega og einnig að ná Þórsurum sem búa fyrir sunnan saman. Þá er í ráði Aðalsteinn Baldursson frá Húsavík hefur verið ráðinn þjálf- ari og mun hann jafnframt leika með liðinu. Aðalsteinn hefur síð- ustu ár verið einn af burðarásun- um í liði Tjörness og þar áður í liði Völsungs. Lið HSÞ-C hefur yfir að ráða tveimur grasvöllum sem verður að teljast í meira lagi gott hjá 4. deildar liði. Annar völlurinn er á Laugum í Reykja- dal en hinn við Ýdali í Aðaldal og hefur verið ákveðið að leika heimaleiki liðins til skiptis á þess- um völlum. Leikmenn HSÞ-C hafa æft inni í vetur og úti síðan í byrjun maí. Liðið hefur á að skipa nokkuð stórum hópi leikmanna en enn vantar nokkra leikmenn sem hafa verið í skóla að heiman í vetur. í hópnum er blanda af eldri leik- mönnum sem hafa spilað í mörg ár og svo ungum og efnilegum spilurum. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu nýja liði í sumar undir stjórn hins eina sanna Aðalsteins Baldurssonar. HSÞ-C átti að leika fyrsta leik- inn í 4. deildinni síðasta laugar- dag við Núpa en lið Núpa hefur hætt við þátttöku í íslandsmótinu vegna manneklu. Fyrsti leikur HSÞ-C verður því á laugardaginn kemur en þá fær liðið Æskuna í heimsókn í Lauga. að klúbburinn fái sendar mynd- bandsupptökur af leikjum Þórs fyrir norðan, sem klúbbmeðlimir geta skoðað saman fyrir sunnan. Stofnfundur stuðningsmanna- klúbbsins verður nú í vikunni og þeir sem áhuga hafa á því að vera með, geta haft samband við Benedikt Guðmundsson í síma 71666, Skapta Hallgrímsson í síma 61229 eða Örn Pálsson í síma 79028. Þeir ætla sér stóra hluti á íslandsmótinu í lyftingum strákarnir frá Akureyri. Sex af þessum sjö fara á mótið að meðtöldum þjálfaranum, Haraldi Ólafs- Syt'- Mynd: KK Mjólkurbikarkeppnin: Fyrslu leikimir annað kvöld Reykjavík: Þórsarar stofna stuöningsmannaklúbb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.