Dagur - 26.05.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 26.05.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 26. maí 1987 MSUR ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari._____________________ Óskiljanleg framkoma Vestur-Þjóðverja Blikur eru nú á lofti í samskiptum íslands og Vestur-Þýskalands. Þýsk stjórnvöld hafa gert hvalkjöt frá íslandi á leið til Japans upptækt í fríhöfninni í Hamborg á þeim forsendum að ný lög þar í landi banni verslun og innflutning á hvalafurðum til Þýskalands. Öllum sem með málinu hafa fylgst er ljóst að þessi skýring þarlendra yfirvalda á ekki við nokkur rök að styðjast. Þarna er alls ekki um að ræða inn- flutning á hvalafurðum til Þýskalands, því Hamborg var einungis notuð sem umskipun- arhöfn á leið vörunnar til Japans. Þjóðverjar hafa verið aðilar að stofnsáttmála Alþjóða hvalveiðiráðsins síðan 1946 og hafa sem slíkir heimilað hvalveiðar í vísindaskyni. Ákvæði sáttmálans, sem Þjóðverjar hafa undirritað, eru mjög afdráttarlaus og því koma viðbrögð þeirra nú algerlega í opna skjöldu. Kjöt það sem kyrrsett hefur verið er af hvölum sem menntamálaráðherra íslendinga hefur gefið heimild til að veiða og þá heimild gaf hann út í samræmi við alþjóðasamþykktir. Lagaleg staða íslendinga er því ótvíræð. Reglur um fríhafnir eru mun frjálslegri en gilda öðru jöfnu í hverju landi fyrir sig og hingað til hafa allar vörur, ef undan eru skilin eiturlyf og önnur lífshættuleg efni, farið afskiptalausar gegnum fríhafnir hvar sem er í heiminum. Með hliðsjón af þeirri staðreynd eru afskipti vestur-þýskra yfirvalda mun alvarlegri en sýnist í fljótu bragði. Mergurinn málsins er sá að með aðgerðum sínum hafa þýsk yfirvöld látið undan þrýst- ingi og hótunum svonefndra Grænfriðunga í ótta við hefndaraðgerðir þeirra. Eins og kunn- ugt er berjast Grænfriðungar með öllum til- tækum ráðum gegn hvalveiðum og í þeirri baráttu svífast þeir einskis. Tilgangurinn helgar meðalið á þeim bæ. Með aðgerðum sínum hafa Vestur-Þjóð- verjar sýnt af sér óafsakanlega frekju og valdníðslu gagnvart íslendingum. Samskipti þessara þjóða hafa allt frá stríðs- lokum verið með miklum ágætum en nú eru blikur á lofti. Þar er alfarið við Þjóðverja að sakast. BB. j/iðtal dagsins. „Ánægjulegt hversu margt ungt fólk kemur að Fagraskógi“ - segir Magnús Stefánsson, bóndi í Fagraskógi Magnús Stefánsson hefur stundað búskap á hinni þjóð- kunnu jörð Fagraskógi í rúma þrjá áratugi. Blaðamaður ræddi við hann fyrir skömmu á aðalfundi KEA og bar margt á góma, m.a. landbúnaðarstefn- an, búháttabreytingar, ferða-i :mannaþjónusta og síðast en ekki síst, heimaslóðir Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Magnús Stefánsson er vara- maður í stjóm Kaupfélags Ey- firðinga. - Hvað ert þú búinn að stunda búskap lengi og hvemig hefur búskapurinn þróast á þinni jörð? „Ég tók við búinu í Fagraskógi árið 1956. Um það leyti var búið blandað; kýr og kindur, en með árunum hefur þetta þróast á þann veg að ég fækkaði sauðfénu og fjölgaði kúnum. Það var ekki ætl- un mín að fækka kindunum held- ur kom það af sjálfu sér eftir að ég byggði fjós á sínum tíma og kvóti var settur á mjólkurfram- leiðsluna um 1980. Samsetning búsins núna er því sú að ég er nær eingöngu með kýr en einnig nokkrar kindur að gamni mínu.“ - Hafa landbúnaðarmálin þróast á þann veg sem þú hafðir hugsað þér þegar þú hófst búskap? „Nei, ég gat ekki séð þessa þróun fyrir, alla vega ekki til að byrja með. Þegar ég hóf búskap hélt ég að þörf yrði fyrir öll þau matvæli sem hægt væri að fram- leiða í heiminum, en sú varð ekki raunin." - Hvernig finnst þér að áætlanagerð og stjórnun fari sam- an í landbúnaði um þessar mundir? „Það er frekar auðvelt að gera áætlanir núna, ekki síst eftir að búið er að semja við bændasam- tökin um kvóta fram í tímann. Það er þörf á að hafa vissa stjórn á landbúnaðarmálum en ekki eru allir á sama máli um það hvernig eigi að standa að þeirri stjórnun.“ - Hvernig finnst þér hafa verið haldið á landbúnaðarmálum af opinberri hálfu undanfarin ár? „Þetta voru auðvitað nokkuð harkalegar aðgerðir í fyrstunni. Gagnvart mínu búi kom þetta þannig fram að ég fækkaði kind- unum, og reyndar kúnum líka. Ég hafði áhuga fyrir því að láta þetta ganga vel og vildi vinna að því eins og þurfti en það er hemill á öllu núna og maður má ekki vinna við þetta eins og maður hefði óskað.“ - Hvað er Fagriskógur stór jörð? „Jörðin er ekki stór, túnastærð Magnús Stefánsson, Fagraskógi. er um fimmtíu hektarar og e.t.v. annað eins, sem væri hægt að rækta. Til fjallsins er nokkuð mikið land, sem tilheyrir Fagra- skógi. Afréttir eru góðar en ekki víðlendar." - Hvað myndi jörðin bera stórt kúabú, ef hún væri fullnýtt? „Án þess að fjárfesta nokkuð gæti ég aukið mjólkurmagnið um 40 til 50 þúsund lítra og haft 250 til 270 kindur. Núna er ég með rúmlega fjörutíu kýr en læt þær ekki mjólka nærri því eins mikið og hægt væri. Ef mjólkurfram- leiðslan á búinu væri í hámarki þá mundu afurðirnar aukast um þriðjung." - Hvernig finnst þér ráðu- nautaþjónustan vera? Geta ráðu-> nautarnir sinnt bændunum sem skyldi? „Þeir eru e.t.v. of mikið á kafi í skriffinnsku. Mér finnst oft að þeir séu að vinna störf sem hver annar skrifstofumaður, sem ekki væri sérmenntaður sem ráðu- nautur, gæti sinnt. Það kemur sterklega til greina, frá mínum bæjardyrum séð, að ráða ritara til að vinna pappírsvinnuna, til að ráðunautarnir gætu sinnt ein- staklingunum meira. Annars eru þetta allt saman ágætis menn og gott til þeirra að leita. Þeir vilja leysa allan vanda, vandamálið er fyrst og fremst að komast yfir verkefnin." - Hefur þú trú á að kvótamál- in taki einhverjum stakkaskipt- um í nánustu framtíð? „Ég hef þá trú að ákveðið jafn- vægi komist á með tímanum, þannig að menn verði ekki smám saman fátæklingar af því að vera við búskap. Ég vil ekki láta fjötra einstaklingana niður í fast form, þeir verða að fá að sýna hvað í þeim býr. Menn verða að fá frið # Allt í áttum Um daginn hleraði S&S sam- tal tveggja kvenna á kaffihúsi í Reykjavík, þar sem önnur, nýflutt til Akureyrar, rakti raun- ir sínar fyrir hinni. Fer hér fram- haldið. „Veistu, að það er ótrúlega erfitt að rata á Akur- eyri? Jú, þetta er ekki stór staður, en að komast á milli hverfa er enginn leikur. Þó allt götuskipulag sé í góðu lagi, þá tekur lengri tíma að læra þetta en annars staðar. Maður þarf að byrja á að fara eftir leiðbeiningum annarra og það er hausverkurinn. Það er sjaldan sagt niðureftir, uppeftlr, hægri og vinstri þar. Byrjað er á að senda þig „út í Þorp, upp á Brekku eða niður á Eyri“. Þetta eru hverfin þar, þú skilur. Þá er allt í áttum. Norður fyrir, austan við, “að Ijósunum og svo í suður“, o.s.frv. Þar er aldrei rok, vont eða gott veður, heldur sunn- an- eða norðanátt, og það segir allt. Til dæmis kom dóttirin hágrátandi inn einn daginn. Hún hafðí tapað af krökkum sem hún hafði verið að leika sér við, farið heim til eins þeirra og spurt eftir þeim. Móðirin sagði henni, að þau væru fyrir austan hús og mín var auðvitað engu nær.“ # Rangar upplýsingar „Þú hefðir svo átt að vita hvað mamma og pabbi voru stoit af mér þegar þau komu í heimsókn og ég að sjálf- sögðu, bauðst til að sýna þeim Akureyri. „Hvað þú ert fljót að átta þig og rata, ekki búin að vera hér lengur elskan." Seinna komst ég svo að því, að upplýsingar mínar reyndust ekkert ákaf- lega réttar. Ég rambaði þó á, að nýjasta hverfið væri í raun nýjasta hverfið, en það fór heldur ekki á milli mála. Verra var, að ég hafðí breytt Mennta- skólanum í sjúkrahúsið, rafstöðinni i barnaskóla og skfðaskálanum í Hlíðarfjalli í hesthús. En ég veit betur núna. Vona bara að mamma og pabbi verði búin að gleyma þessu þegar þau koma aftur.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.