Dagur - 11.06.1987, Page 2

Dagur - 11.06.1987, Page 2
2 - DAGUR — 11. júní 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari____________________________ Greiöslukorta- kostnaður Greiðslukort hafa unnið sér sess í íslensku við- skiptalífi á undanförnum árum og er notkun þeirra nú orðin mjög almenn. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið manna á meðal um ágæti þessa greiðsluforms. Andstæðingar greiðslu- korta finna þeim aðallega það til foráttu að almenn notkun þeirra hækki kostnað verslun- arinnar verulega. Fyrir því hafa verið færð all- sterk rök, að þóknun verslunareigenda til kortafyrirtækjanna og aukinn fjármagnskostn- aður vegna kortaviðskiptanna séu álíka stórir kostnaðarliðir sem samtals nemi um 5% af verði þeirrar vöru sem borguð er með greiðslu- kortum. Með öðrum orðum hafi almenn notkun greiðslukorta 5% kostnaðarhækkun í för með sér og sú hækkun komi fram í verðlagi almennt. Kaupmenn eru ekki á einu máli um hversu mikinn aukakostnað greiðslukortin hafa í för með sér fyrir verslunina. Margir hallast að því að sá kostnaður sé umfram fyrrnefnd 5% en aðrir segja að hann sé ívið minni. Öllum ber þó saman um að kostnaðurinn sé umtalsverður og að hann komi fram í hærra vöruverði. Með hliðsjón af þeirri staðreynd er ljóst að núverandi fyrirkomulag greiðslukortavið- skiptanna er langt frá því að vera sanngjarnt. Þannig greiða allir neytendur þann kostnað sem af greiðslukortunum hlýst, einnig þeir sem ekki nota þau. Þessu verður að breyta. Einstaka verslanir hafa gripið til þess ráðs að veita ákveðinn staðgreiðsluafslátt þegar um greiðslu í reiðufé eða með ávísun er að ræða. Þar er auðvitað verið að viðurkenna í verki að greiðslukortin hafi svo og svo mikinn aukakostnað í för með sér. Almenningur gerir sér grein fyrir þessari staðreynd og viðbrögðin hafa almennt orðið þau, að æ fleiri fá sér greiðslukort, til þess að njóta þeirra þæginda -sem notkun þeirra hefur í för með sér. I allri þeirri umræðu sem átt hefur sér stað að undanförnu um lækkun verðlags hér á landi, hafa greiðslukortin algerlega gleymst. Til þeirra ættu Neytendasamtökin að beina sjónum sínum. Það hlýtur að teljast sanngjörn krafa að notendur greiðslukorta greiði sjálfir þann kostnað sem af kortunum hlýst, ekki hinir. Þannig væri hægt að lækka almennt verðlag í landinu verulega. BB. Afkoma saumadeildar ullar- iðnaðar SÍS hefur verið góð á þessu ári, en í fyrra voru gerð- ar ákveðnar skipulagsbreyting- ar á deildinni. Hún heyrir nú undir ullariðnað, og fram- leiðslan er að verulegum hluta ullarjakkar, framleiddir úr inn- lendu hráefni fyrir erlendan markað. Ámi Gunnarsson, deildarstjóri, féllst á að svara nokkrum spurningum um starfsemina, framleiðsluna og sjálfan sig. - Þú ert innfæddur Akureyr- ingur, Árni? „Já, ég er fæddur og uppalinn á Eyrinni, nánar tiltekið á Sól- völlunum. Ég vann í nokkur ár hjá ÚA á sumrin, áður en ég byrjaði á verksmiðjunum, en eft- ir 1968, þegar ég varð gagn- fræðingur, vann ég í fiskinum í tvö ár, eða til 1970.“ - Varð eitthvað sérstakt til þess að þú fórst að vinna á verk- smiðjunum? „Ástæðan fyrir því var að vegna mikillar vinnu hjá ÚA þurfti ég að breyta til, því mig langaði til að komast í meistara- lið IBA, en það lið var þá að fara í Evrópubikarkeppni. Það varð úr að við fórum um haustið til Zúrich og spiluðum þar, og það viðtal dagsins. Árni Gunnarsson í saumasalnum. „Vantar fólk sem vill leggja fyrír sig saumaskap" - segir Árni Gunnarsson deildarstjóri saumadeildar SÍS er í eina skiptið sem ÍBA varð bikarmeistari. Ég vann í átta tíma á dag í sníðadeildinni, og maður hafði því meiri tíma til að æfa sig. Ég hætti í fótboltanum 1978, enda hafði ég tvisvar orðið fyrir meiðslum og fótbrotnað.“ - Hvernig tókst þér að sam- eina vinnuna og íþróttirnar? „Það var nokkuð erfitt, eins og gefur að skilja, að vinna fulla vinna og æfa eins mikið oj> maður gerði. En þetta hafðist. Eg var í sníðingunum til 1983, en þá fór ég í framleiðslustjórnun í fata- iðnaði. Fataiðnaður verslunar- deildar var lagður niður í maí 1985, og verslunardeildin sér nú aðeins um skóframleiðsluna. Núna sér ullariðnaðardeildin um saumadeildina. - Nú hefur þú fylgst með fata- iðnaðinum í mörg ár. Gast þú séð þá þróun fyrir sem hefur orðið þar undanfarin ár? „Það hefur verið fyrirliggj andi í mörg ár að íslenskur fataiðnað- ur á erfitt uppdráttar því markað- urinn er lítill, mikil samkeppni ríkir og innflutningurinn er erfið- ur viðfangs. Það skiptir líka máli að launakostnaður er hár og til fataframleiðslu þarf umtalsverð- an mannafla." - Hvaða breytingar urðu helstar við að ullariðnaðurinn tók við fatasaumnum? „Það var hætt að framleiða vörur eins og gallabuxur, flauels- buxur, úlpur og þess háttar fyrir innlendan markað. Ullariðnaður yfirtók húsnæði og vélar deildar- • Flokkur dýranna Við höfum haft spurnir af því að nýlega hafi verið stofnað- ur nýr stjórnmálaflokkur, Flokkur dýranna. Það hlaut að koma að þessu enda eiga dýr undir högg að sækja í þjóðfélaginu um þessar mundir. Á stefnuskrá hins nýja flokks er meðal annars ákvæði um það að ekkí megi taka egg frá hænum. Þá er því harðlega mótmælt að stóðhestum skuli þröngvað inn fyrir girðingar, í flasið á misvitrum merum. Einnig skilst okkur að Flokkur dýr- anna vilji gefa sauðfé kost á sáluhjálp í sláturhúsunum. Prestur verði látinn blessa féð áður en dauðastundin rennur upp. Þá er þess krafist að settar verði upp félags- miðstöðvar fyrir dýr. Ekki gripum við fleiri stefnumál þessa flokks en það má alveg hugsa sér hluti eins og iæðu- og tíkaathvarf, mjólkurkúm verði gert jafn hátt undir höfði burtséð frá því hvað þær mjólka mikið, öldruð hross megi njóta ánægju- legra ævikvölda, rottum verði boðið upp á friðlýst svæði og að aukin valddreifing verði tekin upp í býflugnabúum. # Skemmtileg hugmynd Undanfarin ár hefur aðsókn f Menntaskólann á Akureyri aukist verulega og hefur þetta m.a. valdið erfiðleikum við útskrift nýstúdenta, en hún hefur eins og kunnugt er farið fram í Akureyrarkirkju til þessa. Nú þykir hins vegar sýnt að kirkjan rúmf ekki all- an þennan hóp nýstúdenta, vina og vandamanna og því verður gripið til þess ráðs í ár að láta athöfnina fara fram í íþróttahöllinni. Vissulega er þetta umdeild ákvörðun þar sem mörgum þykir mesti há- tíðarblærinn fara af athöfn- inni við þetta en aðrir fagna þessu og benda á ótvíræða kosti sem breytingin hefur i för með sér. T.d. kom fram hugmynd um daginn sem er allrar athygli verð. Hún feist í að þegar stúdentarnir gangi upp til meistara, einn og einn í einu, þá verði einkunnir við- komandi birtar á markatöfl- unni um leið! S&S greiðir þessari skemmti- legu hugmynd atkvæði sitt.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.