Dagur


Dagur - 11.06.1987, Qupperneq 5

Dagur - 11.06.1987, Qupperneq 5
11. júní 1987-DAGUR-5 Margt góðra gesta var við opnun sýningarinnar og vöktu gamlar Ijósmyndir Hallgríms Einarssonar og Önnu Schiöth mikla athygli. Myndir: rpb HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SÍMI (9»)SHuv Fyrir sjómannadagiim — Fyrir 17. júní — Fyrir snniarfríið FuU búð af / t 11 Leibfried Klæðskeraþjónusta. nyjum vorum Karlmannaföt, stakir jakkar og buxur (einhn. og tvíhn.) Frá Falbe, Van Gils, Bernhardt í glæsilegu úrvali. Vinsælu Soft og Combi fötin komin aftur. Skyrtur frá Goldress og Pat Rava (stuttar og langar ermar). Peysur frá Pat Rava, Fischer, Favoriet. Stakkar frá Walmeline, Leibfried. Úr leðri frá Max Moser. Smokingar, smokingskyrtur, lindar og slaufur. budin W54 Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708. pQtrOVQ # falbe IIrJE®®*" Aðalheiður Stcingrímsdóttir og Bjarni Einarsson opnuðu sýninguna. Hér standa þau við forláta altaristöUu. Akureyri: Afmælissýning Minjasafnsins opnuð Afmælissýning Minjasafnsins á Akureyri stendur nú yfir og verður hún opin í sumar frá kl. 13.30-17.00 fram til 15. sept- ember. Minjasafnið á 25 ára afmæli á þessu ári, var stofnað á aldarafmæli Akureyrarbæjar árið 1962. Á sýningunni eru ýmsir merkilegir munir og gamlar Ijósmyndir. Sýningin var opnuð laugardag- inn 6. júní og það voru þau Aðal- heiður Steingrímsdóttir og Bjarni Einarsson sem opnuðu deildirnar tvær, ljósmyndadeildina og kirkjumunadeildina. Annars er sýningin þrískipt; ljósmyndir Hallgríms Einarssonar og Onnu Cathrine Schiöth, ljósmyndatæki Hallgríms og kirkjumunir í varð- veislu safnsins. Meðal kirkjumuna má nefna altaristöflu úr alabastri úr kirkju Möðruvallaklausturs en talið er að hún sé frá því um 1450-1470. Einnig er þarna kirkjuklukka frá 14. öld, ásamt fleiri kirkjuklukk- um og öðrum sögulegum minjum. Ljósmyndasafn Hallgríms Ein- arssonar er mikið að vöxtum og er þar að finna ómetanlegar heimildir um Akureyri á liðnum tíma. Akureyrarbær eignaðist safnið eftir andlát hans 1948. Anna Schiöth, leikkona og einn af frumkvöðlum Lystigarðsins, rak einnig ljósmyndastofu á Akureyri. Ástæða þykir til að hvetja Akureyringa til að sjá þessa sýningu. Minjasafnið er ekki bara fyrir ferðamenn og safnið er ekki bara hugsað til þess að varðveita muni heldur til að leyfa öðrum að njóta þeirra. SS fFrá Bændaskólanum á Hvanneyri - Búvísindadeild Auglýsing um innritun nemenda: Um er að ræða þriggja ára námsbraut að kand- ídatsprófi (BS-90). Helstu inntökuskilyrði: - Umsækjandi hafi lokið búfræðiprófi með 1. einkunn. - Umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi á raungreina- sviði eða öðru framhaldsnámi sem deildarstjórn telur jafngilt og mælir með. Umsóknir ásamt prófskírteinum skulu hafa borist fyr- ir 30. júní nk. Nánari upplýsingar eru veittar á Hvanneyri í síma 93-7500. Skólastjóri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.