Dagur - 11.06.1987, Side 7

Dagur - 11.06.1987, Side 7
6 - DAGUR - 11. júní 1987 Hér á klakanum hefur stúdentsprófið löngum þott merkilegur áfangi á menntabrautinni, en sífellt stærra hlutfall þjóðarinn- ar hefur stúdentspróf, því nú eru það ekki lengur bara menntaskólarnir sem útskrifa stúdenta, heldur er hægt að taka prófið frá æ fleiri brautum í fjölbrautaskólum. Vegna þess hve stúdentsprófið er orðið algengt, þykir það ekki eins merkilegt og áður og því aukast atvinnu- og tekju- möguleikar fólks oft lítið þótt það hafi þetta fjögurra ára nám að baki og hvítan koll - menn verða helst að fara í frekara nám til að nýta stúdentsprófið til fulls og tryggja sig í atvinnulífinu. Þann 30. maí síðastliðinn voru nýstúdentar útskrifaðir í þriðja sinn frá Verkmenntaskólanum á Akureyri við hátíðlega athöfn í Akureyrarkirkju. Þar sem skólaárið er heldur seint á ferðinni í Menntaskólanum á Akureyri sitja tilvonandi ný- stúdentar hans enn við próflestur. Þeir útskrifast 17. júní að fornum sið og verður þá mikið um dýrðir. Mig langaði að leyfa ykkur að heyra hljóðið í 4. bekkingum MA sem þurfa að dúsa yfir doðröntunum nú þegar sumarið er komið og einnig að heyra í hvítkollum VMA sem flestir eru komnir út í atvinnulífið. Erum ekki alveg ákveðnir með framhaldið Á heimavist MA búa aðeins nokkrir fjórðubekkingar um þessar mundir. Meðal þeirra eru þeir Hjörtur Kristjánsson frá Sauðárkróki og Tryggvi Egils- son úr Mosfellssveit - ég tók þá tali. Húsvíkingurinn Hrafn Hauksson kom inn í viðtalið þeg- ar það var u.þ.b. hálfnað. Hrafn, Hjörtur og Tryggvi eru allir á eðl- isfræðibraut. - Eruð þið ekki orðnir leiðir á að bíða eftir stúdentsprófinu, eft- ir að vera búnir að stefna að þessu í fjögur ár? „Nei, ekki svo. Það er nú búið að vera svo rólegt hjá okkur undanfarið, oft um vika á milli prófa, svo þetta er allt í lagi.“ - Getið þið ekki lesið mjög vel fyrir prófin þegar það er svona langt á milli þeirra? „Jú, við gætum það, en það endar alltaf þannig að maður les bara allra síðustu dagana fyrir próf.“ - Finnst ykkur stúdentsprófið vera stór áfangi? Hjörtur: „Áfangi! Já stú 102.“ Tryggvi: „Já, þetta er stór áfangi." - Stefnið þið ekki að öðrum og stærri áföngum? „Við erum ekki alveg búnir að ákveða hvað við ætlum að gera næsta vetur og hvergi búnir að sækja um, því að við verðum að hafa einkunnir til þess. En það er augljóst að stúdentsprófið eitt sér veitir engin réttindi svo eitthvað verðum við að læra meira." - Nú er útskriftin frá MA með nokkuð sérstökum hætti og henni fylgir nokkuð mikið tilstand. Hvað finnst ykkur um það? „Það er gaman að þessu, skemmtilegra að vera útskrifaður á þennan hátt heldur en eins og þeir fyrir sunnan.“ - Ætlið þið að fara að vinna núna strax eftir sautjándann? „Já, við gerum það.“ - Eruð þið að hugsa um að notfæra ykkur skattfría árið og vinna fram á næsta haust? „Nei, við ætlum að halda áfram, en það eru nokkrir sem ætla að notfæra sér þetta sem er vel skiljanlegt, því þetta er mjög freistandi." - Reynið þið að komast í vinnu sem tengist ykkar námi? „Ekki í sumar, en frekar næsta sumar þegar við verðum komnir í eitthvert ákveðið nám. Núna hugsar maður bara um að komast í sem mesta vinnu, til að hafa sem mest upp.“ - Finnst ykkur þið hafa þrosk- ast mikið á því að vera hérna í Menntaskólanum? Tryggvi: „Tvímælalaust að öllu leyti.“ Og þá kom Hrafn (Natti) í heimsókn... - Haldið þið að þið komið til með að sakna einhvers héðan - félagslífs eða...? Hjörtur: „Maður kemur lík- lega mest til með að sakna gömlu kunningjanna héðan.“ Hrafn: „Ja, vonandi kemur maður ekki til með að sakna þeirra - ég meina, fara ekki allir suður?“ - Fara fjórðubekkingar flestir suður að læra? „Þetta tvístrast náttúrlega út um allt, en straumurinn liggur mest suður af þeim sem ætla að læra. Það eru örfáir sem ætla út og þá yfirleitt ekki í annað en tungumálanám, eða þá í eitthvað sem ekki er hægt að læra hér heima.“ - Hvernig líst ykkur svo á lánakerfið? „Okkur líst illa á að það verði Sigrún Ingimarsdóttir. Gísli Már Jóhannsson. óbreytt, þannig að maður megi ekki hafa nema 70 þús. í árslaun. Þetta býður upp á það að fólk reyni að svindla á kerfinu. Það eru margir sem reyna að komast í vinnu, sem ekki er að öllu leyti gefin upp til skatts.“ - Nokkuð að lokum? Hrafn: „Núna rétt fyrir út- skriftina líður mér eins og litlu barni á öðrum jóladegi, því nú eru „jólin“ að verða búin hjá okkur.“ Hjörtur Kristjánsson. „Nei, ég var ekki nógu dugleg við það. Það var bara ekki nógu mikið félagslíf í skólanum og ekki nógu mikill áhugi fyrir því að hafa það gott.“ - Nú er þessi skóli ekki með bekkjarkerfi. Telur þú það hafa haft mikil áhrif á félagslífið? „Já, því maður kynnist fólki ekki neitt þótt maður sé með því í einu og einu fagi. Hins vegar er skólinn svo nýr að félagslífið hef- ur ekki náð að byggjast upp.“ - Er stúdentsprófið stór áfangi í þínum augum? „Kannski ekki stór, en maður hefur þó náð einhverju takmarki og þetta opnar allar leiðir í fram- tíðinni.“ - Hver eru þín framtíðar- áform? „Ég ætla að vinna hér í KEA í sumar, en svo ætla ég að læra eitthvað meira, þó að það verði ekki strax. Ég er svolítið að hugsa um að fara til Noregs í markaðsfræði eða jafnvel í Háskólann, - það fer eftir fjárhag og líka eftir því hvað verður boð- ið upp á í háskólaútibúinu hér fyrir norðan." - Heldur þú að margir stúd- entar úr Verkmenntaskólanum komi til með að hagnýta sér þá kennslu sem boðið verður upp á í háskólanum hér? „Ekki næsta ár, en vonandi seinna meir. Maður veit svo lítið um þennan háskóla ennþá. Það hefur ekki verið kynnt nægilega vel fyrir fólki hvernig þetta verð- ur og hvort hægt sé að stunda fjögurra ára nám þarna eða eins * árs og halda síðan áfram fyrir sunnan o.s.frv., þannig að þetta er allt mjög óljóst.“ - Segðu mér, ertu ekki orðin leið á því að vera í skóla sam- fleytt í þrettán ár? Signe Viðarsdóttir. Er að hugsa um að fara í markaðsfræði Sigrún Ingimarsdóttir er ein hinna nýbökuðu stúdenta af verslunarbraut frá VMA. Hún er komin á kaf í atvinnulífið og var að vinna í kjörbúð KEA í Byggðavegi, þegar eftirfarandi samtal fór fram. - Hvað er þér helst minnisstæð- ast frá þeim degi sem þú út- skrifaðist? „Þegar við vorum í Sjallanum um kvöldið, það var alveg ofboðslega gaman.“ - Saknar þú gamla skólans? „Já, auðvitað fylgir söknuður því að hætta, vegna þess að mað- ur sér sumt af þessu fólki aldrei aftur, en við ætlum að koma aftur saman eftir ár og taka hvítu koll- ana niður." Nú er VMA nýr skóli. Ætlið þið að móta einhverjar sérstakar útskriftarhefðir hjá ykkur eða fylgja þeim hefðum sem tíðkast í MA? „Við fylgjum sama munstri og MA ennþá hvað varðar útskriftir, en ég hugsa að það verði reynt að búa til einhverjar nýjar útskrift- arhefðir hjá okkur.“ - Stundaðir þú mikið félagslíf í skólanum? „Nei, mér fannst svo gaman í Verkmenntaskólanum að mér leiddist ekkert þar.“ Texti: Helga Kristjánsdóttir Myndir: Kjartan Þorbjörnsson Hefði viljað sinna náminu betur Signe Viðarsdóttir er Akureyr- ingur. Hún er líklega þekktust fyrir skíðamennskuna, en nú í vor varð hún dúx af verslunar- braut í Verkmenntaskólanum ásamt Vilborgu H. M. Jónsdótt- ur. Ég heilsaði upp á Signeu... - Ert þú góðum námsgáfum gædd Signe? „Ég ætla nú ekki að dæma um það sjálf." - Hvað er þér minnisstæðast frá útskriftinni? „Ég veit það ekki, þetta er bara allt búið að vera gaman.“ - Finnst þér almennt vera of mikið tilstand í kringum stúdenta þegar þeir útskrifast? „Nei, það finnst mér alls ekki. Þetta er stór áfangi og af hverju ekki að halda upp á hann.“ - Nú þykir stúdentsprófið ekki eins merkilegt og áður, hvað finnst þér um það? „Mér finnst að það eigi að auka kröfurnar í skólunum. Mér finnst til dæmis alveg lágmark að fólk nái fimm í prófum og markið mætti vera hærra þess vegna, alla vega í þriðja og fjórða bekk.“ - Þú hefur stundað skíðin mikið. Hefur það ekki tekið mik- inn tíma frá náminu? „Það eru nú tvö ár síðan ég hætti á skíðum (er farin að prófa seglbrettin), en ég er búin að vinna mjög mikið meðfram skólanum og það hefur tekið mikinn tíma, þannig að ég hef ekki getað sinnt náminu eins mikið og ég hefði viljað. Ég hef gvi Egilsson. i unnið á allt að fjórum stöðum í einu í vetur. Ég vann á barnum í H-100, á videóleigu og svo var ég með skíðanámskeið uppi í Hlíð- arfjalli og síðan hef ég hjálpað pabba með bókhaldið í skíða- þjónustunni sem hann á.“ - Hefur þú getað tekið ein- hvern þátt í félagslífinu í skólan- um? „í fyrsta lagi hefur verið svo lítið félagslíf í skólanum, því skólinn er svo nýr að það er ekki orðið virkt ennþá. Ég hef ekki tekið mikinn þátt í félagslífinu, ég vil alveg viðurkenna það. Það eru margir sem fara út í félagslíf- ið með því hugarfari að kynnast fólki sem er mjög skynsamlegt, en ég hef kynnst svo mörgum í gegnum íþróttirnar að ég hef alveg látið það nægja mér.“ - Hvert verður framhaldið hjá þér núna eftir að þú ert útskrifuð frá VMA? „Ég ætla að vinna næsta vétur, en svo ætla ég að halda áfram. Ég ætla í viðskiptafræðina." - Fara margir beint í Háskól- ann af þeim sem útskrifast af verslunarbraut? „Nei, alla vega ekki margir af þeim sem voru með mér í bekk. Ég held að það stafi þá helst af því að fólk hefur ekki áhuga eða treystir sér ekki til þess.“ - Ætlar þú að notfæra þér þá kennslu á háskólastigi sem boðið verður upp á hér á Akureyri? „Já, það ætla ég svo sannarlega að gera. Ég vil síst af öllu flytja til Reykjavíkur." Þetta er voða þægileg tilfinning Gísli Már Jóhannsson er einn til- vonandi nýstúdenta frá máladeild MA, hann er frá Dalvík og var á heimavist tvo fyrstu veturna en hefur leigt úti í bæ hina tvo. Ég tók Gísla tali. - Er stúdentsprófið þér ofar- lega í huga þessa dagana? „Já, ég hugsa mikið um það og hef hugsað lengur um það núna þessa dagana þegar ég er að hætta. Þetta er voða þægileg til- finning, en samt tregablandin, því ég finn að gegnum alla gleð- ina er ákveðin eftirsjá sem fylgir þessu öllu og ég finn að það er svolítil saknaðartilfinning hjá krökkunum, þó að smiðshöggið sé náttúrlega ekki enn rekið á þetta - það verður ekki fyrr en á Hrafn Hauksson. sautjándanum. Þá finnur maður fyrir því að þetta er búið.“ - Ér stúdentsprófið langþráð- ur draumur hjá þér? „Ég býst við að hann hafi byrj- að þegar Anna Gulla, stóra systir mín varð stúdent og svo er nú með marga. Ef maður fer yfirleitt að skoða ættir krakkanna í skólanum kemst maður að því að það eru svo mýmargir sem eiga foreldra eða einhverja ættingja sem hafa verið hér í skólanum. Þetta virðist eitthvert metnað- armál, fullkomlega eðlilegt að mínu mati, foreldra og annarra vandamanna að senda börnin sín í þennan skóla.“ - Stefnir þú að því að senda afkomendur þína hingað Gísli? „Ef ég verð svo lánsamur að eignast einhverja, þá geri ég það hiklaust." - Hvað er svona sérstakt við þennan skóla? „Mér finnst af þeim ferðum sem ég hef farið á vegum þessa skóla til annarra skóla að krakk- arnir héðan frá MA beri miklu meiri virðingu fyrir sínum skóla en almennt gerist annars staðar. Svo er góður mórall hérna, mað- ur kynnist krökkum og verður svona hluti af stórri fjölskyldu, þá hefur það einmitt mikið að segja að vera alltaf í sama bekk, ég hefði alls ekki viljað vera f skóla með fjölbrautasniði.“ - Þegar þú lítur yfir farinn veg, finnst þér þá sem margir óþarfa áfangar hafi slæðst með? „Ja, það má nú alltaf deila um það, en ég hef aldrei verið góður í stærðfræði og hefði því alveg viljað losna við þá stærðfræði- áfanga sem ég var látinn taka.“ - Nú ert þú einn þeirra sem bæði hefur búið á heimavist og leigt úti í bæ, með hvoru mælir þú? „Ég var á heimavist tvö fyrstu árin og fannst það mjög gott. Ég tel alveg ómissandi að vera á heimavist fyrst til að byrja með, því maður kynnist svo mörgum og kemst inn í félagsskapinn. Ég vil t.d. endilega senda systur mína, sem byrjar hérna næsta vetur á heimavist, ef hún á þess kost. Hins vegar, svona til lengd- ar þá er friðurinn náttúrlega ekki mikill í svona stóru sambýli, sér- staklega þegar fer að líða að prófum, þá vilja menn stressa hver annan upp. En eftir að ég fór að leigja úti í bæ varð rniklu rólegra andrúmsloft yfir náminu hjá mér.“ - Hvað er svo á stefnuskránni hjá þér næsta vetur? „Eg er búinn að fá inntöku í háskóla við frönskunám í Cannes, þar sem kvikmyndahá- tíðir eru oft haldnar og ber- brjósta kvenmenn hafa oft verið að sveifla sínum helgustu lík- amshlutum. Þetta freistar mín ákaflega. Það er búinn að vera draumur hjá mér síðan ég byrjaði hér í máladeildinni að geta talað frönsku nokkuð sæmilega og þess vegna stend ég nú í þessu.“ - Einhver lokaorð? „Já, ég hef aldrei skilið þá sem komast í þá aðstöðu að geta farið í skóla, en guggna svo á því þó að á móti blási einhvern tíma, í stað þess að reyna aftur. Þetta er ógleymanlegt. Mér finnst ég hafa þroskast mikið og eignast svo marga félaga. En þrátt fyrir að skin og skúrir hafi skipst á í nám- inu hefði ég alls ekki viljað missa af því.“ 11. júní 1987 - DAGUR - 7 1 Gígja Kristinsdóttir: Nei, eiginlega verður það ekk- ert sumarfrí. Ég skrepp kannski í tvo eða þrjá daga í heimsókn til barnanna minna í Reykjavík. Það er alveg nóg frí. Gunnlaugur Gunnlaugsson: Já ég ætla mér að fara í sumar- frí. Sennilega fer ég í um viku ferðalag um Suðurlandsundir- lendið. Annars er þetta ekki eig- inlegt sumarfrí hjá mér, ég er togarasjómaður nota fritúrinn sem sumarfrí. Halldór Jónsson: Ha, í sumarfrí. Já ég fer til Honolúlú! Nei annars fer ég ekkert í sumarfrí, skrepp bara í Vaglaskóg um hverja helgi. Á puttanum? Blessaður vertu, ég fer á allri hægri hendinni. Ásta Sigurfinnsdóttir: Já ég fer í sumarfrí. Ég ætla í ferðalag en það er ekkert ákveðið hvert eða hvenær. Guðmundur Sigurðsson: Það væri vel þegið að komast í frí í sumar en ég er ekki viss um að það verði hægt. Ég er að þjálfa unglinga í frjálsum íþrótt- um núna svo að það verður mikið að gera fram að Lanas- mótinu á Húsavík. Kannski get ég farið í frí eftir það og þá fer ég örugglega heim til mín í Reykjavík. ^spurning vikunnar. Ætlar þú að taka sumarfrí? (spurt í Ólafsfirði)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.