Dagur - 11.06.1987, Page 12

Dagur - 11.06.1987, Page 12
IMUR Akureyri, fímmtudagur 11. júní 1987 Rafmagnsverkstœði Önnumst viðgerðir á störturum, dínamóum og öðrum rafmagnshlutum í bílum Rafvélaverkstæði okkar er opið alla virka daga frá kl.7.30-17.15 Góð varahlutaþjónusta þÓRSHAHARHf. Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 Alþjóðlegt Roundtableþing á Akureyri - gestir frá átta löndum Næstkomandi föstudag og fram á mánudag veröur haldið á Akureyri alþjóðlegt þing Rouudtable-klúbba nr. 5. Um 50 manns frá átta löndum eru þegar farnir að streyma til bæjarins, en gestir munu búa Sauöárkrókur: Verulegur hagnaður - á rekstri hitaveitunnar í ársreikningum Sauðárkróks- bæjar og stofnana hans kemur fram að hagnaður var á öllum veitunum þrem á síðasta ári og er hann verulegur á hitaveitu, rúmlega tíu og háif milljón. Það er vitað mál að þessi hagn- aður af rekstri hitaveitunnar skil- ar sér ekki allur til hennar, all- tént hefur svo ekki verið undan- farin ár. í ársreikningunum kem- ur fram að skuld bæjarsjóðs við veiturnar jókst á síðasta ári úr 3,5 í 11,8 milljónir. Að nokkru leyti var gert ráð fyrir þessari þróun í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1986. Tekjur vatnsveitunnar á síðasta ári voru 6,644 milljónir og nam hagnaður 2,083 millj. Tekj- ur hitaveitunnar voru 22,461 milljónir. Rafveitan hafði 43,681 millj. í tekjur og þar var hagnað- urinn 2,278 milljónir. -þá Nafn drengs- ins er lést • Drengurinn er lést á aðfaranótt laugardagsins 6. júní í Vagla- skógi, hét Kristján Jakobsson. Hann bjó í Vanabyggð 8c á Akureyri og var aðeins 15 ára gamall. VG heima hjá klúbbfélögum hér. Eflaust spyr nú einhver, hvað er Roundtable? Pað er félags- skapur karla innan við 40 ára aldur. Einkunnarorð klúbbsins er: „Að tileinka, aðhæfa og bæta manninn." Á íslandi er klúbbur nr. 5 á Akureyri og eru klúbbfé- lagar 21. Þeir eru því einu íslendingarnir sem taka þátt í þinginu að þessu sinni. Aðrir gestir eru frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Englandi, Austurríki, Luxemburg og Ítalíu. Tilgangur þingsins mun nær ein- göngu vera hugsaður sem skemmtun, en Roundtable er ólíkur öðrum „karlaklúbbum“ að því leyti, að eiginkonur eru mikið með. VG Ólafur Guðmundsson, settur fræðslustjó sinni í gær. í Norðurlandi eystra, á skrifstofu Mynd: RÞB Olafur mættur til starfa - tilbúinn að standa upp, segir Ólafur - vona að hann verði sem lengst, segir Reynir Kristinsson aðstoðarmaður menntamálaráðherra Ólafur Guðmundsson settur fræðslustjóri á Norðurlandi eystra kom til vinnu á fræðslu- skrifstofuna í gærmorgun. í fylgd með Ólafi voru Reynir Kristinsson aðstoðarmaður menntamálaráðherra, Örlygur Geirsson skrifstofustjóri, Runólfur Birgir Leifsson deild- arstjóri, Þórunn Hafstein lög- fræðingur ráðuneytisins og einnig var með í förinni Sveinn Arason frá ríkisendurskoðun. Reynir sagði ferð þeirra fimm- menninga eðlilega þegar um stjórnendaskipti væri að ræða. „Við komum norður til að ræða málin og vera viðbúin ef sérstök málefni hefðu komið upp, en svo var ekki,“ sagði Reynir. Óform- legur fundur var haldinn á fræðsluskrifstofunni í gær, en hann sátu Már V. Magnússon og Kristín Aðalsteinsdóttir auk þeirra sem áður eru taldir. Ólafur sagðist í samtali við Dag vera kominn til starfa til óákveðins tíma. Það ylti á hvert framhald þessa máls yrði. „Ég vona að Ölafur verði hér sem lengst,“ sagði Reynir aðstoðar- maður menntamálaráðherra. Ólafur kvaðst tilbúinn til að fara ef það mætti verða til þess að leysa málið. „Ég er tilbúinn til að standa upp hvort heldur er á morgun eða seinna,“ sagði Ólaf- ur. Hann sagði útlitið friðsamlegt og að sér litist ágætlega á sig, hann ætti þó eftir að átta sig á umhverfinu og stöðunni. Starfsfólk fræðsluskrifstofunn- ar sendi nýlega frá sér fréttatil- kynningu þar sem m.a. segir að full ástæða sé fyrir starfsfólk að íhuga hvort vinnandi væri undir því ámæli sem í ákvörðun menntamálaráðherra fólst er hann vék Sturlu Kristjánsyni úr ■starfi, en starf hans á fræðslu- skrifstofunni hafi ekki verið ein- angrað og úr tengslum við störf annarra. Menntamálaráðherra hafi með setningu Ólafs hundsað vilja heimamanna og skoraði starfsfólk á Ólaf að taka ekki setningu í starfið svo ráðherra fengi tækifæri til að finna frið- samlega lausn á deilunni. í samtali við starfsmann fræðsluskrifstofunnar í gær kom fram að ályktun þessi stæði enn óhögguð. mþþ 125 ára kaupstaðarafmæli Akureyrar: Fjölbreytt hátíðardagskrá Eins og flestum er kunnugt á Akureyri 125 ára kaupstaðar- afmæli á þessu ári og verður afmælið haldið hátíðlegt laug- ardaginn 29. ágúst með fjöl- breyttri hátíðardagskrá. Auk hennar verður ýmislegt fleira að gerast í tengslum við afmæl- ið. Má þar nefna að ráðinn hefur verið söguritari til að skrá sögu bæjarins, gert er ráð fyrir flugsýningu laugardaginn 22. ágúst, haldin verður glæsi- leg iðnsýning í íþróttahöllinni Skákþing Islands verður haldið á Akureyri um miðjan sept- ember, gefnir verða út sérstak- ir minjagripir o.fl. Dagskrá afmælisdagsins hefst með komu forseta Islands til Akureyrar um morguninn. Bæjarstjórn mun síðan halda há- tíðarfund milli kl. 10-10.30 og sitja hann ýmsir gestir og verður þeim boðið til hádegisverðar eftir fundinn. Eftir hádegi hefst útidagskrá með veglegri skrúðgöngu, en hún fer fram undir því skemmtilega kjörorði „veðrið skiptir engu máli.“ Hún endar í miðbænum um kl. 15 en þar verður m.a. leik- klúbburinn Saga með götu- leikhús í gangi auk þess sem ýmiss konar félagasamtök verða með uppákomur. Stanslaus dagskrá verður í gangi í miðbæn- um og næsta nágrenni fram til kl. 17. Um kvöldið frumsýnir Leikfé- lag Akureyrar sérstaka Akureyr- ardagskrá sem Eyvindur Erlends- son leikstýrir en sú dagskrá verð- ur sýnd í Iþróttaskemmunni. Enn er verið að semja þessa dagskrá og er það í höndum Eyvinds, Óttars Einarssonar og Jóns Hlöðvers Áskelssonar. Sýningin verður uppfull af spaugi og alvöru, tónlist ýmiss konar og mörgu fleiru og verður í formi heljarstórrar garðveislu. Sýning- in verður einnig sýnd tvisvar á sunnudag. Iðnsýningin í íþróttahöllinni stendur yfir dagana 27. ágúst til 6. september og verður hún opin alla dagana frá kl. 14 til 22. Þegar hafa um 40 fyrirtæki og þjónustu- aðilar skráð sig á sýninguna. Ýmsar uppákomur eru fyrirhug- aðar til að kæta sýningargesti en markmiðið er að hún verði fjöl- breýtt, fræðandi og skemmtileg. Framkvæmdastjóri sýningarinnar hefur verið ráðinn Þorleifur Þór Jónsson. JHB Breytingar á Ólafi bekk: Tveggja mánaða seinkun Nú eru fjórir mánuöir liönir sjðan Ólafur bekkur, togari Útgerðarfélags Skagfírðinga, fór til Gdynia í Póllandi þar sem fram fara umfangsmiklar breytingar og lenging á skip- inu. Upphaflega var reiknað með að verkið tæki 4-4'á mán- uð en nú er Ijóst orðið að skip- ið verður erlendis í að minnsta kosti tvo mánuði til viðbótar. Þorsteinn Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri ÚÓ er nú nýkom- inn frá Póllandi þar sem hann fylgdist með framgangi verksins og reyndi að flýta því eins og mögulegt var. Þorsteinn sagði í samtali við Dag að ljóst væri að einhver dráttur yrði á að verkinu lyki, breytingarnar hefðu reynst meira verk en ráðgert var. Þorsteinn sagði að vissulega væri þetta slæmt fyrir rekstur útgerðarfé- lagsins og hraðfrystistöðvarinnar þar sem sumarið dytti nú alveg út hjá togaranum. Hraðfrystistöð- in hefur frá því skipið fór aðeins fengið hráefni frá Sólberginu, sem að vísu hefur aflað vel. Lengingu skipsins er nú lokið en það var lengt um 6,6 metra. Fyrir breytingarnar var togarinn 460 brúttólestir og sagðist Þor- steinn ekki reikna með að það færi yfir 500 brl. eftir stækkunina. Þessa dagana er verið að koma fyrir aðalvél skipsins. Heildar- kostnaður við verkið er 100-110 milljónir. ET Erfitt að fá rjóma um helgar - „Pökkum ekki meira en verslanirnar panta,“ segir Þórarinn E. Sveinsson „Við pökkum helst ekki meira en búðirnar panta enda losn- um við ekki við það sem við liggjum með yflr helgi,“ sagði Þórarinn E. Sveinsson, mjólk- ursamlagsstjóri, þegar hann var spurður hverju það sætti að stundum væri erfítt að fá keyptan rjóma um helgar, en nokkuð hefur borið á því, nú síðast um hvítasunnuhclgina. Þórarinn sagði töluvert umstang fylgja því að „starta upp öllu apparatinu,“ og það væri ekki gert þó það vantaði 15 lítra af rjóma í eina eða tvær verslan- ir. Nú um helgina hefði alls ekki verið orðið rjómalaust í bænum heldur hefði aðeins verið um nokkrar verslanir að ræða sem hefðu einfaldlega ekki pantað nóg. Reynt hefði verið að bjarga málunum með því að færa rjóma á milli verslana. „En vandamálið liggur sem sagt fyrst og fremst í því að búðirnar panta ekki nægi- lega mikið,“ sagði Þórarinn. JHB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.