Dagur - 09.07.1987, Page 3

Dagur - 09.07.1987, Page 3
9. júlí 1987- DAGUR-3 'An og reyndum mönnum, og liðs- heildin er góð. Staðan í deildinni er óneitan- lega góð, en engu að síður vara ég við of mikilli bjartsýni. Við eigum marga lykilleiki eftir og eins býst ég við að liðin í neðri hluta riðilsins eigi eftir að bæta sig og verði sterkari í seinni umferð- inni. Tindastóll hefur oft áður verið í þessari stöðu að leiða riðilinn fram eftir móti, en það er ákveðin list að vera topplið, því öll hin liðin eiga þá ósk heitasta að vinna efsta liðið.“ - Hvað finnst þér um keppn- ina í riðlinum til þessa? „Ekki er svo langt komið keppni að vitlegt sé að gera samanburð á liðunum, en mér finnst, að aðeins séu 7 lið í b-riðli, alveg til háborinn- ar skammar. Og það geta forráða- menn þátttökuliðanna auðvitað kennt sér um. Að mínu viti verða félögin að koma sér saman um tillögu um fjölgun liða í riðlinum fyrir næsta þing KSÍ. Eins finnst mér niðurröðun leikja alveg fyrir neðan allar hellur. Sem dæmi á Magni á Grenivík ekki sinn fyrsta heimaleik fyrr en 27. júní og Austri á Eskifirði 4 heimaleiki í júní. Pann síðasta 27. júní, e'n svo ekki fyrr en 15. ágúst. Þá er von að maður spyrji: Hvernig er hægt að ætlast til að hægt sé að byggja upp knattspyrnuáhuga á stöðum eins og t.d. Eskifirði með slíkum vinnubrögðum?" - Pú þjálfar einnig yngstu knattspyrnumennina í 6. og 7. flokki. Hvernig líst þér á þann efnivið sem framtíð knattspyrn- unnar hér í bænum byggist á? „Þetta eru rnjög efnilegir flokkar og 6. flokkurinn hefur náð ágætis árangri á 2 mótum sem fram fóru nýlega. Það á því að vera metnaður félagsins að byggja upp og efla sitt unglinga- starf. í því sambandi er mjög mikilvægt að fá áhugasama for- eldra inn í starfið. Hér virðist því miður eins og víða annars staðar skorta á að unglingastarfið sé virkt og markvisst. Ég vil benda á mikilvægi þess að vanda val leiðbeinenda fyrir þá yngstu. Það er vandi að þjálfa börn og því alls ekki sama hver annast þá kennslu. Maður hefur séð á pollamótum þjálfara tala við börnin eins og þau væru full- orðið fólk og orðið vitni að því að þau hafa því miður verið hund- skömmuð, og með því brotin niður, þannig að minni líkur eru til að þau öðlist það sjálfstraust, þann skilning og hæfni sem þarf til þess að úr verði góður knatt- spyrnumaður," sagði Bjarni Jóhannsson að lokum. -þá c NORÐURLAND VESTRA z o -) 15- SALA Á FULLV.R. STYRKIR LEIGA A FULLV.R V-HÚN. A-HÚN. SKAG. NORÐURLAND EYSTRA EYJAFJ. S-ÞING. N-ÞING. Athugið að súluritin sýna fyrst og fremst hlutföli milii sýslna í kjördæmi en ekki milli kjördæma, né heldur sambærilegt við verðmæti greiðslna. Framleiðsla og innanlandsneysla landbúnaöarvara: „Jafnvægi á næstu grösum“ - segir Jóhannes á Torfalæk „Ég vona það stéttarinnar vegna að við verðum komnir niður í það magn sem við ætl- uðum okkur næsta haust. Það er mikilvægt fyrir bændastétt- ina að því markmiði verði náð,“ sagði Jóhannes Torfa- son, forstöðumaður Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins, en ýmislegt bendir nú til að jafn- vægi milli framleiðslu og innanlandsneyslu landbún- aðarvara geti verið á næstu grösum. Jóhannes sagði, að hvað mjólkurframleiðslu varðaði þá Sauöárkrókur: Geysilega mikil vinna - skortur á húsnæði „Það er geysilega erfitt að fá mannskap,“ sagði Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, er við inntum hann eftir því hvernig fram- kvæmdir á vegum bæjarins gengju. „Við erum að leita fyrir okkur í bænum og annars stað- ar og ég held nú að það gangi.“ A Sauðárkróki vantar fyrst og fremst verkamenn og smiði í sambandi við gangstétta- steypu. „Við eigum lítið af vélum og tækjum einfaldlega vegna þess að við viljum ekkert bákn.“ Þeir kaupa þessa þjónustu af einka- aðilum sem eiga tæki, en þeir eru mikið bundnir í öðrum verkefn- um. Önnur verkefni á vegum bæjarins eru nýlagnir og viðhald hjá veitunum, og svo er áætlað að hefja malbikun seinna í júlí. Snorri sagði einnig að ástandið væri svona, þrátt fyrir það að þeir hafi reynt að halda niðri fram- kvæmdum á vegum bæjarins, vegna erfiðrar fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. Hann telur ekki hyggilegt af sveitarfélögum að standa í miklum framkvæmdum, þegar spenna í fjármálum er hvað mest eins og nú. „Það er hvergi fólk að fá í nokkurn hlut. Það virðist vera geysilega mikil vinna, og erfitt að fá fólk t.d. vegna skorts á hús- næði.“ Nú er mjög erfitt að fá húsnæði og auglýsir fólk eftir leiguhúsnæði árangurslaust. Leiga er líka há, og sagði Snorri að hann harmaði það ekki í raun, því hann vonast til að það hvetji fólk til að byggja sjálft eigið húsnæði. Þann 1. desember s.l. bjuggu 2400 manns á Sauðárkróki og reiknaði Snorri með fjölgun á árinu. Hún lægi í aðfluttu fólki, „því miður ekki fæðingum,“ eins og hann orðaði það, en fæðingum hefur fækkað hjá þeim eins og öðrum. VG yrði þessu markmiði náð í haust. Eins og málin stæðu í dag væri þó tæplega hægt að vera þetta bjart- sýnn hvað kindakjötið varðaði en menn vonuðu hið besta. „Ég ótt- ast að kindakjötsframleiðslan verði meiri en við þurfum á að halda en þetta fer allt eftir þróun sem ekki er hægt að sjá fyrir. Samkvæmt nýlegu yfirliti Framleiðnisjóðs yfir fjölda þeirra bænda, sem hafa samið við sjóð- inn um sölu eða leigu fullvirðis- réttar eða notið framlags úr hon- um kemur fram eftirfarandi: í V.-Húnavatnssýslu hafa 25 bændur samið, í A.-Húnavatns- sýslu 34, í Skagafirði 53, í Eyja- firði 34, í S.-Þingeyjarsýslu 59 og í N.-Þingeyjarsýslu 13. Að sögn Jóhannesar á Torfalæk eru þetta fimrn eða sex mismunandi afbrigði af samningum og er nokkuð erfitt að flokka samning- ana því injög er mismunandi hvað er samið um, en ljóst er að til þessa dags hafa 218 bændur á Norðurlandi samið við sjóðinn og von er á að sú tala verði orðin tals- vert hærri í haust. EHB Þú færð bflaútvörpin hjá okkur Einnig úrval hátalara og kraftmagnara. Isetning samdægurs. Bæjarins besta verð. Glerárgötu 26 • Sími 96-26088 • Akureyri Ibúðir óskast Viljum taka á leigu strax eina 2ja herbergja íbúð og frá 1. október n.k. eina 2ja herbergja íbúð og eina 4ra herbergja íbúð eða raðhús. Tryggjum góða umgengni og skilvísar greiðslur. Nánari upplýsingar gefur Jón Arnþórsson í síma 23550. Iðnaðardeild Sambandsins. til A.iistiirlands Félag aldraöra efnir til 5 daga skemmtiferðar til Austurlands 23.-27. ágúst ef næg þátttaka fæst. Kostnaður á mann áætlaður 7.000 kr. Þar er innifalið bílfar fram og til baka og skoðunarferðir eystra, gisting, morgunverður og kvöldverður. Gist verður á Edduhótelinu á Hallormsstað. Farastjóri Gestur Ólafsson. Helga Frímannsdóttir skráir væntanlega þátttak- endur. Ferðanefnd Félags aldraðra. Hópferð aldraðra verður farin til Grenivíkur, Stórutjarna og Vagla- skógar, fimmtudaginn 16. júlí frá Húsi aidraðra kl. 13.00. Á Stórutjörnum verða kaffiveitingar og þar er sundlaug góð og fólk er hvatt til að hafa með sér sundföt. Áætlaður komutími kl. 19.00. Verð kr. 800.-. Félagsmálastofnun Akureyrar. Stórbætt þjónusta Höfum tekið í notkun púströrabeygjuvél Getum smíðað alla vega rör. Eigum til beygjur 45° og 90° 1~' Stóraukið úrval af kútum, pakkningum og festingum í flesta bíla. Þórshamar hf. Varahlutaverslun, sími 96-22875.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.