Dagur - 09.07.1987, Qupperneq 5
9. júlí 1987- DAGUR-5
„í dag er góður dagur“
- sagði Jón Kristinsson þegar hjúkrunardeildin Sel
var formlega afhent stjórn FSA til afnota
„í dag er góður dagur. Hann
markar þáttaskil þegar þeim
áfanga er náð aö hjúkrunar-
deildin Sel er afhent,“ sagði
Jón Kristinsson fyrrum for-
stöðumaður dvalarheimilanna
á Akureyri og formaður
áhugamannahóps sem vann að
söfnun fjár til byggingarinnar.
Hjúkrunardeildin Sel á Akur-
eyri var formlega afhent stjórn
Fjórðungssjúkrahússins til
afnota þriðjudaginn 7. júlí.
Deildin tekur til starfa innan
tíðar er vistfólk B-deiIdar FSA
verður flutt þangað til dvalar á
meðan sumarleyfi standa yfir.
Hjúkrunardeildin hefur nú yfir
30 rúmum að ráða, fyrir voru 20
en við bætast 10. Byggingin er
200 fermetrar að stærð auk milli-
byggingar sem er 100 fermetrar,
en hún mun þjóna sem setustofa
og einnig er þar aðstaða fyrir
iðjuþjálfa.
Framkvæmdir við Sel hófust í
september á síðasta ári og hljóð-
aði kostnaðaráætlun þá upp á
11,5 milljónir króna, en heildar-
kostnaður verður um 14 milljónir
króna. „Ég er þess fullviss að
okkur tekst að ná endum saman
að lokum,“ sagði Jón í ræðu
sinni.
Halldór Jónsson framkvæmda-
stjóri FSA sagði að fjárveitingar
til sjúkrahússins hefðu verið
langtum minni en þörf hefði ver-
ið fyrir, en mikill áhugi hefði ver-
ið fyrir að flýta framkvæmdum
þar sem þörfin er brýn. Fjármagn
hefði því fengist með frjálsum
i framlögum og voru það einstak-
lingar, fyrirtæki og sjóðir sem
lögðu málefninu lið. Færði Jóri
Kristinsson öllum þeim fjöl-
mörgu sem hönd hafa lagt á plóg-
inn þakkir fyrir gott starf. „Það
má með sanni segja og undir-
strika að verkið hefur unnist létt
vegna alls þess fjölda sem af
áhuga og örlæti hefur rétt fram
hjálparhendur," sagði Jón
„Megi gæfa og gengi fylgja
störfum hjúkrunardeildarinnar
nú og um framtíð," sagði Jón og
bað síðan formann stjórnar FSA,
Jón Sigurðarson að veita viðtöku
lykli er gengur að öryggisdyrum
Sels. „Og megi sú gifta fylgja
þessum lykli, að hann þurfi aldrei
að nota,“ sagði Jón að lokum.
mþþ
Séra Þórhallur Höskuldsson blessaði hina nýju hjúkrunardeild. Jón Kristinsson flutti öllum þeim
sem hönd hafa lagt á plóginn hug-
heilar þakkir. Myndir: gt
Ríkisútvarpið á Akureyri:
Nýir dagskrárgerðar-
menn og nýr bíll
„Hér er maður í allt öðrum gír,“ sagði Margrét Biöndal sem stendur hér við
hlið Kristjáns Sigurjónssonar en þau eru nýir dagskrárgerðarmenn Ríkisút-
varpsins á Akureyri. Ef vel er að gáð sést ögn í hina nýju Subaru bifreið sem
útvarpið hefur nú fest kaup á. Mynd: gt
Tveir nýir dagskrárgerðar-
menn tóku til starfa við Ríkis-
útvarpið á Akureyri um mán-
aðamótin. Það eru þau Kristján
Sigurjónsson og Margrét
Blöndal. Þau eru hlustendum
Rásar tvö að góðu kunn,
Kristján var einn af stjórnend-
um morgunþáttar og Margrét
var annar umsjónarmanna
Hringiðunnar. Hjá Ríkis-
útvarpinu á Akureyri verður
þeirra starf að mestu fólgið í að
sjá um svæðisútvarpið milli
klukkan 18 og 19 alla virka
daga.
Fyrirhugað er að hefja
morgunútsendingar svæðis-
útvarps að nýju og sagði Erna
Indriðadóttir deildarstjóri að það
yrði vonandi í síðasta lagi í byrj-
un október sem það kæmi til
framkvæmda. Unnið er að
endurskipulagningu dægurmála-
útvarps Ríkisútvarpsins og ræðst
fyrirkomulag morgunútvarps
nokkuð af hvernig því verður
háttað.
„Okkur líst mjög vel á okkur
hér. Við fengum hreint geysigóð-
ar móttökur. Erum nánast klökk
yfir þeim,“ sögðu Kristján og
Margrét er við spjölluðum við
þau yfir sérbökuðum möndlu-
vínarbrauðum. Margrét er Akur-
eyringur og hennar fyrstu orð töl-
uð í hljóðnema Ríkisútvarpsins
voru einmitt hér . Uni ætt sína og
uppruna kaus Kristján að hafa
þessi orð: Ég er linmæltur austur-
bæingur úr Bústaðahverfinu.
Hinir nýju dagskrárgerðar-
menn ætla sér að vera að minnsta
kosti í eitt ár við störf hér á
Akureyri. „Hér er maður í allt
öðrum gír,“ sagði Margrét og lét
vel af því að vera komin heim í
hérað.
„Þetta er mikil lyftistöng fyrir
alla starfsemina hér að fá til
starfa vant fólk,“ sagði Erna
Indriðadóttir. En það eru ekki
bara nýir dagskrárgerðarmenn
sem Rúvak státar nú af, nýlega
kom á götuna Subaru sendi-
bifreið sem útvarpið hefur fest
kaup á. í bifreiðinni er mjög góð
aðstaða til að koma fyrir tækja-
búnaði og gerir það dagskrár-
gerðarfólki og fréttamönnum
auðveldara með upptökur.
Einnig er hægt að senda beint úr
bílnum, hann verður eins konar
færanlegt stúdíó. Bíllinn kostaði
rúmar 400 þúsund krónur. mþþ
Nautgripabændur
athugið
Kaupum
ungnautakjöt UN1
Kjötvinnsla við Hvannavelli sími 22080.
Gasgrill
3 stærðir.
Vönduð og varanleg eign.
Hr Greiðsluskilmálar. +
nestin
EMNGA-
BRÉF
Einingabréf 1 nú 13-14%
umfram verðbólgu.
Einingabréf 2 nú 9-10%
umfram verðbólgu.
Einingabréf 3 nú 35-39% nafn-
vöxtun. Raunvöxtun háð verð-
bólgu.
Aukið öryggi vegna dreifingar áhættu.
Óbundið fé. Einingabréfin eru alltaf laus til
útborgunar.
Allir geta eignast Einingabréf, því hægt er að
kaupa þau fyrir hvaða upphæð sem er.
Gengi bréfanna:
Einingabréf 1 2.163 kr.
Einingabréf 2 1.283 kr.
Einingabréf 3 1.337 kr.
Lífeyrisbréf 1.088 kr.
Kaupþing Norðurlands hf.
Ráðhústorgi 5 • Pósthólf 914
602 Akureyri • Sími 96-24700.
..l