Dagur - 09.07.1987, Blaðsíða 6
6-DAGUR-9. júlí 1987
um þetta og hitt
Eins og nafnið bendir til verður víða leitað fanga
á Allt-síðunni í dag. Við munum ræða um nokk-
ur efni sem öll eiga skilið að hljóta einhverja
umfjöllun.
Gísli Aðalsteinsson
Undanfarnar vikur hafa nýjar
íslenskar plötur sprottið upp á
markaðnum og meðal annars
hafa tvær akureyrskar hljómsveit-
ir sent frá sér plötu. Pessar
hljómsveitir hafa að sjálfsögðu
hlotið verðskuldaða athygli, en
hvað með aðrar hljómsveitir?
Drykkir innbyrðis urðu í öðru
sæti á Músíktilraunum ’86 (þeim
sem Stuðkompaníið sigraði í í ár)
en síðan hefur ríkt nær algjör
þögn úr þeim herbúðum, hvers
vegna? Gísli, meðlimur hljóm-
sveitarinnar varð fyrir svörum.
„Við erum búnir að vinna mik-
ið í hljómsveitinni en við erum
náttúrlega í skóla og erfitt að
finna tíma þannig að allir séu
lausir. Svo háir það okkur að við
eigum lítið af græjum og það er
oft erfitt að fá lánaðar græjur frá
öðrum hljómsveitum en þetta
stendur til bóta því að í sumar er
ráðgert að kaupa einhver tæki.“
- Gaf það ykkur þá ekki neitt
að lenda í öðru sæti í Músíktil-
raunum?
„Jú, við fengum 20 stúdíótíma
sem við eigum ennþá inni og ætl-
um að reyna að nota í sumar, en
enga frægð. Músíktilraunir eru
svona eins konar stökkpallur, ef
maður ætlar að komast eitthvað
áfram þá verður maður að vinna
þær, annars ertu ekki neitt.“
- Eru tónleikar á döfinni?
„Já við ætlum að reyna að spila
eitthvað í sumar en það er ekkert
ákveðið nema hvað það var verið
að ræða um að spila með Ásgeiri
Sæmundssyni söngvara Pax
Vobis, en hann verður hér eitt-
hvað í sumar.
- Finnst ykkur þið kannski
hafa fallið í skuggann af Skrið-
jöklum og Stuðkompaníinu?
„Nei í rauninni ekki því að við
erum ekki að gera það sama og
þeir, þeir eru orðnir mótaðir en
við gerum það sem við viljum."
- Hvað er annars hljómsveitin
gömul?
„í núverandi mynd er hún að-
eins mánaðar gömul, en upphaf-
lega var hún stofnuð fyrir Músík-
tilraunir, og við erum enn sami
kjarninn í henni og var þá.“
- Hvernig tónlist spilar
Drykkir innbyrðis?
„Við spilum paparokk (Gísli
brosir yfir spurningasvipnum sem
breiðist yfir andlitin á okkur og
heldur áfram). Paparokk er
voðalega teygjanlegt hugtak sem
spannar í rauninni allt tónlistar-
sviðið, og vegna þess að papa-
rokk er óskilgreint hugtak þá get-
um við spilað það sem við viljum
sjálf og erum ekki bundin við
neitt sérstakt, það er frábært."
Við kvöddum Gísla og vonum
að við eigum eftir að heyra meira
frá Drykkjunum í framtíðinni.
Guðrún Ýrr Tómasdóttir
Fyrir rúmri viku kom hópur 20
ungmenna heim frá Álasundi þar
sem hann hafði tekið þátt í vina-
bæjamóti í íþróttum. Með í för
voru tveir fararstjórar, þau Tóm-
as Lárus Vilbergsson og Guðrún
Ýrr. En hver var ástæðan fyrir
því að Guðrún fór sem farar-
stjóri?
„Við vorum tveir þjálfarar sem
þjálfuðum sundliðið sem fór út
og annað okkar varð að fara
með, þar sem hinn þjálfarinn gat
ekki farið, varð ég fyrir valinu.“
- Hver var tilgangur ferðar-
innar?
„Hann var sá að efla samstarf
vinabæjanna sem eru Akureyri,
Vásterás í Svíþjóð, Álasundi í
Noregi, Randes í Danmörku og
Lahti í Finnlandi.“
- Hvernig tókst ferðin?
„Hún tókst mjög vel, þetta var
góður hópur krakka á aldrinum
13-14 ára og það komu aldrei upp
vandræði."
- Hvernig stóðu krakkarnir
sig?
„í fótboltanum urðu strákarnir
í 2. sæti og krakkarnir urðu í
þriðja sæti í boðsundinu, síðan
fengum við þrenn bronsverðlaun
önnur, en það var keppt í þessum
tveim greinum og mér finnst
árangurinn nokkuð góður.“
- Pið hafið aldrei lent í tungu-
málaerfiðleikum?
„Nei í rauninni ekki, þegar
krakkarnir voru að tala saman,
gerðu þau sig skiljanleg með að
babla dönsku og ensku í bland
og reyndu að nota bara táknmál
til að allt kæmist til skila.“
- Finnst þér þessi vinabæja-
tengsl mikilvæg?
„Já, þetta er auðvitað fyrst og
fremst mikilvægt fyrir krakkana,
því mikill hluti þeirra var að fara
erlendis í fyrsta skipti og fannst
þetta mjög spennandi og
skemmtilegt."
-Verður eitthvert áframhald á
þessum mótum?
„Því miður á að fara að breyta
þessu, það á að kúpla allar íþrótt-
ir út úr kerfinu þannig að þetta
var síðasta mótið í bili a.m.k. í
Gísli Aðalsteinsson.
Mamma hennar bætti við að
Heymleysingjaskólinn væri ríkis-
rekinn og þar væri heimavist fyrir
utanbæjarfólk.
- Lærið þið það sama í Heym-
leysingjaskólanum og aðrir
krakkar læra annars staðar?
„Nei ekki alveg, það er erfið-
ara hjá okkur en við erum með
svipaðar bækur og aðrir krakkar,
t.d. alveg sömu reikningsbæk-
urnar.“
- Geta heyrnarlausir farið í
framhaldsnám?
„Já, það er hægt, þá fer fólk
með túlk í skólann sem þýðir mál
fyrir nemandann.“
Og svo benti Árný okkur á
dæmi um stelpu sem er í Þroska-
þjálfaskólanum og gengur bara
vel.
- Hvað tekur við hjá þér eftir
átján ára aldurinn þegar Heym-
leysingjaskólanum lýkur?
„Við Heymleysingjaskólann er
hægt að fá aðstoð við framhalds-
nám, við eins konar framhalds-
deild, t.d. er einn núna að læra á
tölvu við þessa framhaldsdeild.“
- Eiga heyrnarlausir sér félag?
„Já, já, félag heyrnarlausra
staðinn á að taka fyrir hluti eins
og listir og bókmenntir og þess
háttar, það yrði þá bara fyrir full-
orðna og ekkert fyrir börnin. En
fararstjórar, yfirmenn og þjálfar-
ar frá hverju landi ætla að reyna
að koma íþróttunum inn aftur,
ekki að láta þetta detta niður því
mikilvægasta starfið er að mínu
mati það að tengja krakkana.“
- Áð lokum, hvernig var næt-
urlífið í Álasundi?
„Ja við urðum ekki vör við
neitt næturlíf, það var hreint ekk-
ert um að vera, en þetta er nú
býsna stór borg þannig að nætur-
líf er sjálfsagt eitthvað.“
Sem uppástungu um stærð
borgarinnar féllst Guðrún á að
hún væri stærri en Borðeyri en
minni en New York.
Árný J. Sigurjónsdóttir
Heymarlausir eru hópur sem
almenningur verður ekki mikið
var við, kannski aðallega vegna
þess að táknmál er ekki mál sem
margir hafa tök á að læra og tala.
Okkur lék forvitni á að vita meira
um heyrnarlausa og ræða því við
heyrnarlausan ungling og fyrir
valinu varð fjórtán ára stúlka
Árný Sigurjónsdóttir. Okkur til
hjálpar voru systir og móðir Ár-
nýjar sem túlkuðu fyrir okkur og
útskýrðu spurningarnar fyrir
Árnýju þegar við spurðum óskýrt
en það gerðist æði oft.
- í hvaða skóla ert þú?
„Ég er í Heyrnleysingjaskólan-
um í Reykjavík. Ég fór þangað
þegar ég var fjögurra ára og verð
þar þangað til ég verð átján ára,
það er mjög gaman.“
Guðrún Ýrr Tómasdóttir.
sem er á Klapparstígnum í
Reykjavík, þar fer allt félagslíf
fram, þar hittumst við og teflum,
spilum og skemmtum okkur, en á
sumrin dettur allt svona starf
niður.“
- Er táknmálið alþjóðlegt?
„Nei það er öðruvísi í útlönd-
um, en við getum samt talað við
fólk á Norðurlöndum.“
- Geta heyrnarlausir og
heyrnarskertir farið í bíó og i
leikhús?
Á þeim tæpum tveimur árum sem Allt-síðan hefur verið
til, hafa fjölmörg efni fengið þar umfjöllun. En ef ein-
hver hefur uppástungu um efni sem hann telur hafa
gleymst, er þeim hinum sama velkomið að skrifa til
Unglingasíðan/Dagur
Strandgötu 31
Pósthólf 58
602 Akureyri
9. júlí 1987 - DAGUR - 7
Árný J. Sigurjónsdóttir.
„Já, í leikhúsinu og svo kirkj-
unni er eitthvert kerfi, þráðlaust
kerfi sem er um allt húsið og er
þannig að ef heymarskertir stilla
tækin sín á T, þá nema þeir það
sem sagt er.“
Og með þessum orðum kvödd-
um við Árnýju og fjölskyldu og
héldum út í rigninguna.
Þráinn Brjánsson
Það hefur víst farið fram hjá fæst-
um sem höfðu viðtækin sín rétt
stillt um síðustu helgi að á Hljóð-
bylgjunni fór fram heilmikil
maraþondagskrá. Við komum við
hjá þeim Hljóðbylgjumönnum og
heyrðum í þeim hljóðið. Ómar
var í útsendingu þegar við kom-
um í heimsókn en Þráinn var til í
að slíta sig frá símanum í 5
mínútur til að svara spurningum
okkar. Hann var orðinn hálf
draugalegur eftir rúmlega 53ja
tíma vöku en var samt furðu
hress og svaraði þannig spurning-
unni, hvernig það hafi komið til
að þeir Ómar tóku að sér þessa
maraþondagskrá.
„Upphaflega þá var liaft sam-
band við okkur framan af Botni,
það var starfsstúlka þar sem hafði
samband við okkur og spurði
hvort við gætum komið af stað
einhverri svona söfnun, hvort við
gætum verið þeim eitthvað innan
handar. Við íhuguðum þetta í
nokkra daga og ákváðum svo, við
tveir að vera hérna í maraþoni
eða 60 tíma törn og safna áheit-
um á meðan.“
- Og þið hafið unnið þetta í
sjálfboðavinnu?
„Ja við erum fastráðnir hérna á
stöðinni við Ómar og vinnum
okkar tíma hérna á virkum dög-
um en allt sem við erum hérna
umfram það er sjálfboðavinna."
- Hvernig hefur söfnunin
gengið?
„Hún hefur gengið vonum
framar, það er alveg óhemju
mikið hringt og gefið, ég get
nefnt sem dæmi að áður en við
byrjuðum, vorum við að gera
okkur vonir um 300 þúsund, en
núna þegar 6-7 tímar eru eftir
erum við búnir að safna rúmum
600 þúsundum, þannig að það
hefur aðeins farið fram úr okkar
björtustu vonum. Núna stefnum
við á að komast upp í 800 þúsund
á lokatímunum."
- Hverjir eru það sem helst
sem kaupa inn lög?
„Það er mest fjölskyldur og
einstaklingar en fyrirtæki og
stofnanir í bænum hafa gefið
stórar upphæðir. Það er alls ekk-
ert lágmarksgjald það má gefa
hvort heldur sem er 50 kall eða
50 þúsund krónur, bara að vera
með. Annars er það hæsta sem
hefur verið gefið 80 þúsund frá
Útgerðarfélaginu fyrir lagið
Money, Money, Money með
Umsjónarmenn:
Helga Fanney Jóhannesdóttir
& Rut Valgarðsdóttir
Myndir:
Kjartan Þorbjörnsson
I
Abba við erum að fá létt flog fyr-
ir þessu lagi enda er það leikið á
hverri klukkustund.“
- Hvað vantar mikið upp í
kostnað við byggingu sundlaug-
arinnar?
„Til að laugin verði alveg full-
gerð vantar um 3 milljónir. En
þann áfanga sem verið var að
byrja á núna verður mjög trúlega
hægt að klára fyrir þá upphæð
sem safnast. Og það er mjög
nauðsynlegt að sundlaugin kom-
ist í gagnið. T.d. vann ég þarna í
tvö ár og er alveg 100% á því að
þessi sundlaug er alveg bráð-
nauðsynleg. Laugin er ekki stór,
en það er í sjálfu sér alveg sama
hvað hún er lítil því sundlaug,
sama hvað hún er stór er mjög
nauðsynleg við þjálfun fatlaðs
fólks. Svo er eins og við vitum
öll, gaman í sundi og fólkið uppi
á Sólborg hefur ekki síður gaman
af því en við.“
- Hafið þið haft orðaforða í að
tala á milli laga allan þennan
tíma?
„Já, já, þetta er ekkert mál,
bara að bulla nógu mikið.“
Og við samþykkjum að þeir
hafa gott lag á að „bulla“ milli
laga því að skömmu áður hafði
Ómar talað af mikilli snilld um
nefið á Barry Manilow!!!
- Haldið þið að svefninn verði
ekki sætur eftir alla þessa vöku?
„Jú við sofum örugglega mjög
vel á eftir.“
- Eitthvað að lokum?
„Já ég vil gjarnan koma á
framfæri þökkum til allra þeirra
sem lögðu fram peninga til
styrktar þessu mikilvæga
málefni.“
Þráinn Brjánsson.
Hvað finnst þér um nýju
ríkisstjórnina?
Rögnvaldur Sigurðsson:
Það er svo sem allt í lagi með
þessa stjórn. Mér þykir þessir
ráðherrar nokkuð góðir. Það
verður að gefa Þorsteini tæki-
færi.
Torfi Matthíasson:
Mér líst þokkalega vel á hana.
Er ánægður með suma ráðherr-
ana, hefði viljað aðra í sumum
ráðuneytum t.d. finnst mér að
það hefði mátt sleppa Matthíasi
Á. Mathiesen.
Þorsteinn Kristjánsson:
Mér finnst hún hryllileg. Mér líst
ekki á Þorstein Pálsson og
heldur ekki á að Alþýðuflokkur-
inn sé orðinn þriðja hjólið undir
vagninum.
Rósa Friðjónsdóttir:
Mér líst mjög illa á þessa stjórn.
Þetta er hægristjórn og ég er á
móti slíkum stjórnum.
Þorbjörg Jóhannsdóttir:
Um stjórnina? Mér líst alls ekki
á hana.