Dagur


Dagur - 09.07.1987, Qupperneq 11

Dagur - 09.07.1987, Qupperneq 11
9. júlí 1987- DAGUR - 11 Ársskýrsla SÍF 1986: Þríðji hver þorskur í salt - skilaði 12,9% af heildarútflutningstekjum landsmanna Meira en þriðji hver þorskur sem íslendingar drógu úr sjó á síðasta ári var verkaður I salt. Af 366 þúsund tonna þorskafla fóru 136 þúsund tonn í salt og skiluðu um 48 þúsund tonnum af saltflski til útflutnings. Heildarframleiðsla saltfísks var á árinu 53 þúsund tonn að Akureyri: Betra at- vinnuástand Samkvæmt upplýsingum sem fengnar voru hjá Vinnu- miðlunarskrifstofu Akur- eyrarbæjar, voru sjötíu manns skráðir atvinnulausir í júní. A sama tíma í fyrra var þessi tala eitthundrað og fjórtán. Þetta samsvarar því að tæplega fjörutíu prósent færri séu atvinnulausir nú, en í fyrra. Þetta er því umtalsverð fækkun frá því á sama tíma í fyrra, en í maí s.l. voru fimm- tíu skráðir atvinnulausir. Þessi aukning milli mánaða stafar að sögn af því, að í júní koma á skrá ræstingakonur úr skólunum, en þær eru ekki á launum á sumrin. VG verðmæti 5.784 milljónir króna. Þessar uppiýsingar koma fram í ársskýrslu Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda. Heildarverðmæti útflutnings landsmanna var á síðasta ári um 45 milljarðar og þar af var verð- mæti sjávarafurða um 34,6 milljarðar. Verðmæti útflutts botnfisks var um 24,3 milljarðar og þar af var verðmæti saltfisks- ins sem fyrr segir 5.784 milljónir eða 12,9% af heildarútflutnings- tekjum landsmanna. A síðasta ári er áætlað að 1,4% af vinnuafli þjóðarinnar hafi starfað við saltfiskframleiðslu en 1,3% árið 1985 og 1,1% árið 1984. Að baki hverju mannári í saltfiskframleiðslu lá því á síð- asta ári útflutningur að verðmæti 3,44 miiljónir króna. Sem fyrr segir var saltfiskfram- leiðslan á síðasta ári 53 þúsund tonn. Það er þúsund tonnum meira en meðal ársframleiðslan síðustu 6 árin. Mest var framleitt af saltfiski árið 1981, 63 þúsund tonn. Um 90% af saltfiskinum eru verkuð úr þorski en á síðasta ári var ufsi 8,4% framleiðslunn- ar. Mest var verkað af svokölluð- um fullstöðnum fiski eða tæp 30 þúsund tonn en næst mest af tandurfiski, um 16 þúsund tonn. Saltfiskflök voru 6.130 tonn en afgangurinn þurrfiskur og fés. VEjSLA í HVERRI DÓS KJÖTIDNADARSTÖÐ KEA AKUREYRI SÍMI: 96-21400 AlþýðuleiKnusio: Veislumatur fyrir „tígrisdýr í Kongó“ Alþýðuleikhúsið fer þessa dag- ana um Norðurland með leikritið „Eru tígrisdýr í Kongó?“ í kvöld og á sunnudagskvöldið verður leikritið sýnt í Mánasal Sjallans og hefjast sýningarnar með veislumat Ara Garðars Georgssonar klukkan 20.00. Þessi háttur var hafður á sýning- um í Kvosinni í Reykjavík og naut mikilla vinsælda enda eru sýningarnar að verða 60 talsins. ET ET Neytendafélag Akureyrar og nágrennis Skrifstofan, Gránufélagsgötu 4, III. hæð er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 11.00 til 15.00. Símatími er frá kl. 13.00 til 14.00 mánudaga til föstudaga. Sími félagsins er 22506. Fulltrúi Neytendasamtakanna á Akureyri er Steinunn S. Sigurðardóttir. Óskum að ráða starfsmann til skrifstofustarfa í Skipaafgreiðslu KEA. Umsækjandi þarf að geta hafið starf sem fyrst. Upplýsingar gefur Gunnlaugur Frímannsson í síma 214000. Kaupfélag Eyfirðinga. Vélamaður Óska eftir vönum ýtumanni til vinnu í Eyjafirði í sumar. Upplýsingar í símum 96-31351 og 985-20022. Okkur vantar bífvélavirkja til starfa við bílarafmagn á verkstæði okkar. Þarf að geta byrjað sem fyrst. NOROURUÚSHf RAFVERKTAKAR FURUVÖLLUM 13-600 AKUREVRI SÍMAR (96)25400 & 25401 Blaðaljósmyndari Dagur óskar eftir að ráða Ijósmyndara í fullt starf frá og með 1. september n.k. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu á öllu því er viðkemur Ijósmyndun. Góð laun í boði fyrir réttan mann. Nánari uþplýsingar veitir Áskell Þórisson í síma 24222. Bifreiðarstjóri óskast á bifreið Brauðgerðar KEA sem fyrst, vegna sumarleyfa. Upplýsingar gefur Sigurður Jónsson hjá Brauðgerð KEA.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.