Dagur - 09.07.1987, Side 12

Dagur - 09.07.1987, Side 12
KA-heimilið Opið frá kl. 8.00-23.00 virka daga og frá kl. 10.00-19.00 laugardaga og sunnudaga Ný xixidcL- ogr sólstofa í cflæsilecfu umhxrerfi Fjórir nýir lampar. ★ Nýjar perur. ★ „Allt nýtt.“ Sjón er sögu ríkari. ★ Heitt á könnunni. ★ Verið velkomin. „Mikil vonbrígði fyrír okkur“ - segir Jón Ólafur Sigfússon - landsmót hestamanna 1990 verður haldið á Vindheimamelum en ekki Melgerðismelum Akureyrarkirkja: Viðgerð lýkur senn „Þetta eru mikil vonbrigði fyr- ir okkur. Við sjáum ekki hvað liggur þarna að baki því um það var samið á sínum tíma að næsta landsmót sem kæmi í hlut Norðlendinga yrði haldið á Melgerðismelum,“ sagði Jón Olafur Sigfússon, formaður hestamannafélagsins Léttis, en nú hefur verið ákveðið af Landssambandi hestamanna- félaga að landsmótið 1990 verði haldið á Vindheima- melum. Að sögn Jóns Ólafs staðfesti fyrrverandi formaður lands- sambandsins, Albert Jóhanns- son, í viðtali fyrir skömmu að samþykkt hefði verið að halda næsta landsmót á Melgerðismel- um. Nú hefur hinsvegar verið fallið frá þessu og félögin sem að samþykktinni stóðu segja að ekki sé hægt að standa við hana. „Við sjáum í raun og veru ekki hvers vegna menn eru að skrifa undir samþykktir ef þeir standa Bílasala: Offramboð á eldri bílum „Það verður alltal' erfiðara að selja gamla bílinn, einkum 6-7 ára bíla og eldri,“ sagði Hjör- leifur Gíslason, bílasali hjá Höldi sf. á Akureyri og Jón Sigursteinsson hjá Bílasölu Norðurlands tók í sama streng. ekki við orð sín seinna meir. Hitt er annað mál að önnur félög hér norðanlands standa við sam- þykktina, t.d. Dalvíkingar og N.-Pingeyingar. Húnvetningar, Skagfirðingar og S.-Þingeyingar stóðu ekki við fyrri ákvörðun sína, og hvað þá síðastnefndu varðar minnir það mann á söguna um manninn sem fór yfir lækinn til að sækja vatn. Þeir vilja frekar fara það sem lengra er. Ég veit ekki livað við erum að gera í landssamtökunum þegar svona er farið með okkur aftur og aftur. Við höfum stefnt að því að halda landsmót allt frá árinu 1977 og aðstaða á Melgerðismelum er öll eins og best verður á kosið. Ýmislegt þarf að lagfæra á Vind- heimamelum til að þeir verði frambærilegir til landsmóts. Stað- an hjá þeim var ekki betri en það að þeir treystu sér ekki til að halda síðasta fjórðungsmót sem þeir áttu þó að gera. Hringvell- irnir og hlaupabrautin á Vind- heimamelum þarfnast viðgerða, áhorfendasvæðið er ekki full- nægjandi, engin vatnssalerni eru á tjaldstæðum og hreinlætis- aðstaða léleg. Öllum ber saman um að móts- svæðið á Melgerðismelum sé glæsilegt og fullnægi ýtrustu kröfum. Fjórðungsmótið fór frá- bærlega vel fram en samt segja fimm af sjö stjórnarmönnum landssambandsins að Melgerðis- melar séu ekki nógu góðir. Við skiljum ekki hvað Vindheima- melar hafa framyfir, t.d. vegna þess að Skagfirðingar báðust undan að halda fjórðungsmótið því þeirra svæði væri ekki nógu gott. Það voru þeirra orð,“ sagði Jón Ólafur að lokum. EHB Viðgerð stendur enn yfir á Akureyrarkirkju, en hafist var handa um endurnýjun á múr- húð kirkjunnar á síðasta ári, auk þess sem gert var við sprungur o.fl skemmdir í útveggjum. Nú er síðasti þátt- ur verksins eftir en það er framhliðin og turnarnir. Gísli Bragi Hjartarson hjá Híbýli hf. sagði að ef vel gengi myndu þeir ljúka verkinu fyrir mánaðamótin júlí-ágúst. Ef tafir yrðu verulegar gæti verkið þó dregist fram í ágúst. „Við erum lítið farnir að skoða framhliðina en hún er vonandi í betra ástandi en aðrir hlutar kirkjunnar. Það þarf að þurrka múrinn vel upp áður en lokaviðgerð fer fram því sums staðar er steypan í kirkjunni hálfgerður grautur," sagði Gísli Bragi. Að sögn starfsmanna Híbýlis verða nokkrar tafir af jarðarför- um. Á meðan á slíkum athöfnum stendur er ekkert hægt að vinna að viðgerðunum. Farsímastöð á Húsavíkurfjalli I sumar verður komið upp nýj- um tjögurra rása sendi fyrir farsíma á Viðarfjalli milli Þórs- hafnar og Raufarhafnar. Send- inum er ætlað að þjóna austur- hluta miðanna og Norðaustur- landi sem setið hefur á hakan- um hvað þetta varðar. En stöðin nýja gegnir öðru og merkilegu hlutverki áður en henni verður komið upp á Viðarfjall. Vitað er að mikill fjöldi frétta- manna mun verða á Húsavík á meðan á landsmóti ungmenna- félaganna stendur. Margir þeirra munu hafa farsíma meðferðis og til að gera notkun þeirra mögu- lega hefur Póstur og sími ákveðið að koma „Viðarfjallsstöðinni" fyrir uppi á Húsavíkurfjalli og hafa hana þar eitthvað fram yfir1 helgi. ET Fornbílaklúbbur íslands: Hringferð um landið > I gærmorgun Iöj>ðu félagar í Fornbílaklúbbi Islands upp í hringferð um landið á 23 göml- um bílum. Tilgangur fararinn- ar er að safna fé fyrir Krísu- víkursamtökin en fólki gefst kostur á að kaupa sér kíló- metra fyrir einhverja tiltekna upphæð. Um sama leyti og lest- in lagði af stað lögðu krakkar á reiðhjólum af stað hinn hring- inn og munu þau mæta bílun- um á leiðinni. Bílar þessir cru eðlilega nokk- uð viðkvæmir og því er reiknað með að ferðin gangi seint. Búist er við að bílarnir komi til Akur- eyrar um kl. 18.30 í kvöld. Munu félagar í Bílaklúbbi Akureyrar taka á móti lestinni á gömlum bíl- um við Laugaland. Verður það um kl. 18 ef áætlun stenst. Bíl- arnir verða síðan til sýnis allan föstudaginn við Dynheima en á laugardagsmorgun leggja þeir af stað áleiðis til Húsavíkur Flugfélag Norðurlands: Að sögn Hjörleifs er erfiðara að selja sumar gerðir bíla en aðrar og sala eldri bíla gengur treglega. „Vöntun er á bílum af árgerðun- um 1983 til 86 og þá er ég að tala um almenna fólksbíla. Annars gengur þetta ágætlega og sumar- salan er eðlileg, engin læti að vísu,“ sagði Hjörleifur. Jón Sigursteinsson sagði að 4 til 6 eldri bílar væru á hvern kaupanda. Þegar verðið væri um og undir 100 þúsund kr. þá gæfu menn sér góðan tíma til að skoða frekar en að taka því sem að þeim væri rétt. „Okkur vantar nýlega bíla á söluskrá, nóg er til af þeim eldri. Nýlega bíla vantar á söluskrá frekar en hitt,“ sagði Jón. Gunnar Sigtryggsson hjá Bíla- höllinni hf. sagði að offramboð væri á bílum árgerð 1980 og eldri. „Það er mjög gott að selja bíla sem eru eins til þriggja ára gamlir en ekki er nóg framboð af þeim. Annars gengur salan mjög vel hjá okkur,“ sagði Gunnar að lokum. EHB Starfsmenn Flugfélags Norðurlands við nýju Twin Otter vélina. Frá vinstri: Friðrik Adolfsson afgreiðslustjóri, Sigurður Aðalsteinsson frainkvæmda- stjóri og Gunnar Karlsson flugstjóri. Mynd: jóh Ný Twin Otter vél Ný Twin Otter vél sem Flug- félag Norðurlands hefur nýver- ið fest kaup á kom til Akureyr- ar í síðustu viku. Vélin er 19 sæta árgerð 1976. Flugfélag Norðurlands á tvær aðrar Twin Otter vélar sem báðar eru árgerð 1969. Sigurður Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands sagði í samtali við Dag að vélin hefði verið keypt frá Kanada og væri kaupverð hennar um 23 milljónir króna. Vélin mun verða í áætlunar og leigu- flugi, bæði innanlands og einnig í leiguflugi á Grænlandi. Þessi vél er af gerðinni Twin Otter 300 en gömlu vélarnar eru af gerðinni Twin Otter 200. Munurinn á þessum vélum liggur í vélarstærð- inni, 300 gerðin er með öflugri hreyflum og flýgur því hraðar. Sem dæmi má nefna að leið sem tekur 50 mínútur að fljúga á 200 vélunum flýgur nýja vélin á 40 mínútum. „Fólki hefur þótt þess- ar Twin Otter vélar frekar þreyt- andi vegna þess hversu hægfleyg- ar þær eru en með þessari nýju vél ætti að verða breyting á. Það er kærkomið að fá aukinn flughraða þar sem þessar vélar henta okkar verkefnum vel miðað við aðstæð- ur,“ sagði Sigurður. Að sögn Sigurðar munu Twin Otter og Piper Chieftain vélar verða uppistaðan í flugflota félagsins á næstu 10 árum. Á næsta ári er ráðgert að selja aðra eldri Twin Otter 300 vél. Seinna aðra Twin Otter 300 vél. Seinna verður síðan hin eldri vélin seld en félagið áætlar að hafa tvær Twin Otter 300 vélar í rekstri á næstu árum nema grundvöllur verði fyrir þrjár slíkar vélar. JÓH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.