Dagur - 28.07.1987, Qupperneq 1
70. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 28. júlí 1987
140. tölublað
u \ s i <
Sumar-
fatnaöur
HÉRRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
-5-
P0
N
f
: •:«•«:::>!:>»
Bj' • •• !«'!_
M ■ • F W* *
- Jí" 1
í gær kom Heiðrún EA 28 til heimahafnar á Árskógssandi eftir gagngera endurbyggingu i Noregi. Byggt var yfir
bátinn, lestin klædd og einangruð, sett á hann ný brú og skipt um flest á dekki, settir kranar og skutrenna.
Heiðrún er 190 tonna bátur og eigandi er Gylfi Baldvinsson. Mynd: gt
Félagasamtök á Akureyri:
Kaupa íbuðir
í Reykjavik
Nokkur ár eru síðan félaga-
samtök og fyrirtæki af suð-
vesturhorninu fóru að kaupa
íbúðir á Akureyri fyrir starfs-
menn sína sem geta þá dvalið
hér í vikutíma eða svo. Tvö
félög á Akureyri hafa nú fest
kaup á íbúðum í Reykjavík,
það eru Eining og Félag versl-
unar- og skrifstofufólks. Blað-
ið hafði samband við Sævar
Frímannsson hjá Einingu og
Jónu Steinbergsdóttur hjá
Félagi verslunar- og skrifstofu-
fólks og spurði þau um þessi
íbúðakaup.
„Þetta er hugsað sem orlofs-
íbúð fyrir félagsfólks. Eignaraðil-
ar að íbúðinni eru sjúkrasjóður
og orlofssjóður til helminga.
Fólki gefst þarna kostur á að
leigja sér íbúð á öllum tímum
ársins, einnig getur fólk sem þarf
að leita sér lækninga í Reykjavík
dvalið í íbúðinni. Já, það hefur
verið töluverð þörf fyrir það því
fóík sem þarf að fara suður til
lækninga hefur þurft að dvelja á
heimilum hjá ættingjum því
hólelkostnaður er svo dýr. Þetta
breytir því að fólk þarf ekki að
vera upp á aðra komið ef það
þarf að fara til Reykjavíkur.“
íbúð Einingar verður ekki tek-
in í notkun fyrir félagsmenn fyrr
en í október, en Sævar sagðist
vita að eftirspurn eftir henni væri
mikil. „Það hefur mikið verið
spurst fyrir um íbúðina og þessi
kaup voru samþykkt samhljóða á
aðalfundi.“
Byrjað var að leigja út íbúð
Félags verslunar- og skrifstofu-
fólks um mánaðamótin apríl-maí
og að sögn Jónu Steinbergsdóttur
hefur eftirspurnin verið mikil.
„íbúðin hefur verið stanslaust í
leigu frá því hún var keypt. Þetta
er bæði orlofsíbúð og eins fyrir
þá sem þurfa að leita sér lækn-
inga til Reykjavíkur. Þeir sitja
fyrir og tíminn er ekki takmark-
aður við viku eins og hjá þeim
sem fara í orlof,“ sagði Jóna.
Bæði Jóna og Sævar sögðu það
mun hagkvæmara fyrir félögin að
eiga íbúðir í Reykjavík heldur en
að kaupa hús í orlofsbyggðum
því þau væru svo illa nýtt auk
þess sem rekstur þeirra er dýr.
HJS
Áhrif mjólkurkvótans:
Bændur skilja mjólkina heima
„Já, já, við erum búnir að selja
sjö skilvindur í þessum mánuði
og til samanburðar þá seldum
við þrjár allt síðasta ár og þær
seldust eftir að bændur voru
búnir með mjólkurkvótann,“
sagði Gunnar Gíslason hjá
Véladeild KEA í samtali við
blaðið. Mjólkurkvótamálin
hafa mikið verið í fréttum að
undanförnu og nýting mjólkur-
innar heima í framhaldi af því.
Þótt bændur geti lagt mjólk inn
í samlögin eftir að kvótinn er
búinn fá þeir ekkert fyrir hana
og margir hafa því unnið úr
henni heima eins og hægt er.
Skilvinda kostar 34-50.000
krónur. „Það fer eftir stærð,“
sagði Gunnar. „Þetta er frá 80-
200 lítrar á klukkustund sem
hægt er að vinna með þessum
vélum.“ Sagði Gunnar að véla-
deildin hefði ekki átt skilvindur
til sölu lengi þar til í fyrra þegar
farið var að ræða um mjólkur-
kvótann. Þá voru pantaðar
nokkrar skilvindur og þá seldust
Sjö skilvindur hafa selst í júlí
strax þrjár. „Síðan seldist ekki
neitt þar til núna þegar bændur
sáu fram á að kvótinn var að
verða búinn, þá kom góður fjör-
kippur í söluna. Ég skil þetta vel,
það er miklu betra að nýta mjólk-
ina en að hella henni niður.
Smjörið er mjög gott hjá þeim,“
sagði Gunnar. HJS
Farþegafjölgun
Flugleiöa:
„Greinileg
ásókn
norður“
- segir Sæmundur
Guðvinsson blaðafulltrúi
„Það er enginn vafí á því að
spár um aukningu ferða-
mannastraums í sumar hafa
ræst,“ sagði Sæmundur Guð-
vinsson blaðafulltrúi Flug-
leiða þegar hann var spurður
um farþegafjölda milli
Reykjavíkur og áætlunar-
staða Flugleiða á Norðulandi
það sem af er árinu.
Farþegum á leiðinni Reykja-
vík-Akureyri-Reykjavík hefur
fjölgað á tímabilinu janúar til
júní úr 47.159 í 53.573. Þetta er
fjölgun um 6414 eða 13,6% frá
því í fyrra. Til Húsavíkur hefur
farþegum fjölgað úr 7534 í fyrra
í 7686 og nemur þessi aukning
2%. Til Sauðárkróks er far-
þegafjöldi svipaður og var í
fyrra.
Sæmundur sagði að greinileg
ásókn væri norður, og að aukn-
ingin væri nokkuð jöfn allan
tímann. VG
Utgerðarfélag Dalvíkinga:
Rúmlega 36 milljóna króna
hagnaður á síóasta ári
- Veltufé fyrirtækisins jákvætt í fyrsta skipti í langan tíma
Afkoma Útgerðarfélags Dal-
víkinga var góð á síðasta ári
nokkuð betri en árið 1985 og í
fyrsta skipti í langan tíma var
veltufé fyrirtækisins jákvætt,
nú um tæpar 18 milljónir
króna. Útgerðarfélag Dalvík-
inga gerir út tvo togara,
Björgvin og Björgúlf, en
stærstu hluthafar í fyrirtækinu
eru Dalvíkurbær, Björgvin
Jónsson skipstjóri á Dalvík og
Kaupfélag Eyfírðinga.
Bókfærður hagnaður af rekstri
fyrirtækisins árið 1986 er rúmar
36 milljónir en til samanburðar var
bókfærður hagnaður ársins 1985
tæpar 10,5 milljónir. Skuldir
fyrirtækisins eru nú 106,2 mill-
jónir en voru 1985 113,6 milljón-
ir.
Heildaraflamagn togarans
Björgvins á árinu 1986 var 2720
tonn og aflatekjur tæpar 73 mill-
jónir. Heildaraflamagn togarans
Björgúlfs var 3174 tonn og afla-
tekjur hans voru 93,5 milljónir
króna. Inni í þessum tölum er út-
fluttur ísfiskur í gámum sem var
240 tonn og gaf að skilaverði til
útgerðar rúmar 10 milljónir
króna.
Þessar upplýsingar komu fram
á aðalfundi Útgerðarfélags Dal-
víkinga sem haldinn var nýlega.
'Aðspurður um ástæður fyrir
þessari góðu afkomu sagði Vald-
imar Bragason, framkvæmda-
stjóri félagsins, að góður rekstur
togaranna og hækkað fiskverð
réði miklu. Hagstætt olíuverð
hefði leitt til að rekstur togar-
anna hefði gengið vel. Einnig
skilaði rækjuveiði togaranna góð-
um hagnaði og sama má segja um
siglingar þeirra með fisk á Þýska-
landsmarkað. JÓH