Dagur - 08.09.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 08.09.1987, Blaðsíða 1
Dún- HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 70. árgangur Akureyri, þriðjudagur 8. september 1987 169. tölublað Steingrímur Hermannsson á landsþingi LFK: „Því miður er sá þverbrestur nú í stjórnarsamstarfínu að fram- tíð ríkisstjórnarinnar er óviss og von að margir spyrji hvort hún geti tekið á þeim fjöl- mörgu stóru verkefnum sem framundan eru. Hér á ég nátt- úrlega við Útvegsbankamálið - Framtíð ríkisstjórnarinnar óviss Starfsfólk í Frystihúsi KEA á Dalvík: Mikið virðist vera um að starfsfólk fyrirtækja taki sig saman og fari í utanlandsferð- ir. Nú á haustdögum ætlar starfsfólk frystihússins á Dal- vík að fara í eina slíka og í leiðinni ætlar starfsfólkið að slá tvær flugur í einu höggi og efna til árshátíðar frystihúss- ins á þýskri grundu. Fariö verður til Trier í Þýska- landi fimmtudaginn 19. nóvember og dvaiið þar til sunnudags. Mikil þátttaka er í ferðinni, um 110 manns háfa þegar skráð sig en það er mest- ur hluti starfsfólks í frystihús- inu, auk starfsfólks f saltfisk- og skreiðarverkun. Starfsmanna- félag frystihússins og fólkið sjálft mun bera helming kostn- aðar af ferðinni en frystihúsið borgar helminginn. JÓH sem slíkt að mínu mati er í raun smámál borið saman við t.d. efnahagsmál þjóðarinnar, verðbólguna og fleira. I Útvegsbankamálinu höfum við lýst okkar skoðun og ég hygg að flestir muni henni sammála, að siðferðilega að minnsta kosti hafí samvinnuhreyfíngin keypt bankann ef ekki Iagalega líka,“ sagði Steingrímur Her- mannsson formaður Fram- sóknarflokksins í ræðu sem hann flutti á landsþingi Lands- sambands framsóknarkvenna í Varmahlíð um helgina. „Langtum alvarlegra heldur en málið sjálft er hins vegar sú hót- un sem kom frá flokksráði Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráð- herra, að færi viðskiptaráðherra eftir sinni sannfæringu í þessu máli og léti samvinnuhreyfing- una fá hlutabréfin sem hún varð fyrst til að kaupa, þá muni það þýða stjórnarslit. Að sjálfsögðu sæmir slík hótun alls ekki forsætisráðherra og veldur vitanlega þeim trúnaðar- bresti sem kann að verða erfitt að lagfæra þó það sé von mín að það takist. Þetta vekur náttúrlega upp ýmsar spurningar t.d. hvort fr j álshyggj uliðiö í Sjálfstæðis- flokknum hafi náð undirtökum og hvort hér eigi að fara að reka nýkapitalisma og frjálshyggju og stofna til langvarandi ófriðar á milli gróðahyggjunnar og sam- vinnuhreyfingarinnar. Þetta er hlutur sem við framsóknarmenn hljótum að hugleiða mjög en það er von mín að þetta verði ekki.“ IM Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra flytur ávarp á landsþingi Landsambands framsóknarkvenna í Varma- hlíð um helgina. Kjarasamningar Verkamannasambandsins: „Þýðir ekki að vera með óraunhæfar kröfur“ - segir Sævar Frímannsson formaður Einingar „Þetta veikir óneitanlega stöðu sambandsins út á við,“ sagði Sævar Frímannsson for- maður Einingar á Akureyri þegar hann var spurður um niðurstöðu af fundi formanna Verkamannasambands íslands á sunnudag. Sem kunnugt er, gengu fulltrúar 11 félaga af fundi ■ lok hans þegar tillaga sem borin var upp á síðustu stundu var ekki samþykkt. Aðdragandinn mun vera sá, að á fundum tíu manna nefndar og Krossanesverksmiðjan: Okkar framlag til loönuleitar' - segir Geir Þórarinn Zoéga, framkvæmdastjóri, en verksmiðjan býður 3000 kr. fyrir fyrsta loðnufarminn „Þetta háa verð á tvo fyrstu farmana er okkar framlag til loðnuleitar, þannig að þeir sem fínna loðnu fái eitthvað fyrir sinn snúð. Þetta er viss áhætta sem þeir taka,“ sagði Geir Þórarinn Zoéga, fram- kvæmdastjóri Krossanesverk- smiðjunnar, en verksmiðjan býður nú 3000 kr. á tonnið fyr- ir fyrsta farminn af loðnu og 2500 fyrir annan farminn. Eftir annan farminn borgar verksmiðjan 1800-2000 kr. fyrir hvert tonn eftir ferskleika hráefn- isins. „Þetta loðnuverð er þó háð því að ríkisstjórnin falli frá því að hætta að endurgreiða verksmiðj- unni uppsafnaðan söluskatt. Ef það verður ekki gert lækkar verð- ið um 150 kr. á hvert tonn,“ sagði Geir. Tvö skip fóru út fyrir hálfum mánuði til loðnuveiða en fundu ekki neitt, bara of heitan sjó fyrir loðnuna. „Loðnan virð- Unnið við að landa loðnu. ist liggja meira Grænlandsmegin, ekki inni í okkar landhelgi," sagði Geir. „Það eru níu færeysk skip á veiðum og þau eru að veiða nær Grænlandi, á svæði sem er í grænlenskri landhelgi og okkar skip fá ekki að fara þangað. Loðnan heldur oft til í skilunum milli kalda og heita sjávarins og þau eru nær Græn- landi núna. Það verður þá annað hvort að reyna að finna hana nær eða bíða eftir að aðstæður breyt- ist í sjónum." Sagði Geir að hafsvæðið væri stórt og þó tvö skip hefðu ekki fundið neitt þá segði það ekki alla söguna. „Með þessu háa verði viljum við ýta við mönnum að fara af stað. Við eigum von á að það fari nokkrir bátar út í þessari viku.“ Að sögn Geirs er mjög siæmt fyrir verksmiðjuna að hafa ekki fengið neina loðnu ennþá til bræðslu. „Við vinnum fiskúrgang þannig að verksmiðjan stendur ekki ónotuð, en við gætum unnið miklu meira. í fyrra vorum við búnir að framleiða loðnuafurðir fyrir 40 millj. kr. á sama tíma. Það munar um minna í kassann,“ sagði Geir að lokum. HJS framkvæmdastjórnar Verka- mannasambandsins á fimmtudag og föstudag voru lögð drög að kröfum sem leggja á fyrir VSÍ á fundi í dag. Sævar sagði að eins og eðlilegt megi teljast hafi verið skiptar skoðanir um hversu langt skyldi gengið. Fundurinn sam- þykkti þó að lokum kröfur sem hljóða upp á að skipt verði í fimm launaflokka. Ekki var endanlega raðað niður í alla flokkana nema 3. flokk. í honum verður fiskvinnslufólk og í 3. flokk A, sérhæft fiskvinnslufólk, þ.e. sem hefur sótt námskeið. Kröfur um byrjunarlaun í þeim flokki verða 37.521 og eftir 9 ár, 45.025. Þetta er hæsti flokkurinn. Sævar sagði að það hefði kom- ið verulega á óvart þegar tiilaga Björns Grétars Sveinssonar á Höfn hefði verið borin aftur upp á síðustu stundu á sunnudag. Þegar ljóst var að hún fengi ekki hljómgrunn gengu fulltrúar þess- ara ellefu félaga, sem höfðu sam- þykkt áðurnefndar kröfur á föstudaginn, út. Þetta munu aðallega hafa verið fulltrúar smærri félaga á Austur- og Suðurlandi. „Það þýðir ekki að koma með óraunhæfar kröfur nú, þar sem eingöngu er um endurskoðun núverandi samnings að ræða,“ sagði Sævar. „Það gæti þýtt það að þeir myndu alls ekki vilja ræða við okkur.“ Sævar lagði þó áherslu á það að leiðrétting næð- ist nú, því að fiskvinnslufólk væri komið svo langt á eftir í launum og nauðsynlegt væri að leiðrétta það. VG Þverbrestur í stjórnarsamstarfinu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.