Dagur - 08.09.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 8. september 1987
8. september 1987 - DAGUR - 7
Garðræktarfélag Reykhverfinga hf. Hveravöllum:
í einu gróðurhúsinu: F.v. Linda Björk Reinhardtsdóttir, Ólafur Þröstur Stefánsson og Guðný Jónsdóttir.
Linda og Guðný:
Ólafur Þröstur Stefánsson garðyrkjunemi:
Tvær döniur voru að vinna í
sama gróðurhúsi og garðyrkju-
neminn. Dagur ræddi fyrst við
Lindu Björk Reinhardtsdóttur
en hún flutti í fyrra frá Reykja-
vík í Reykjahverfi og þetta er
annað sumarið sem hún vinnur
á Hveravöllum.
- Hvernig líkar þér að vinna í
gróðurhúsi?
„Þetta er ágætt en stundum
svolítið erfitt, sérstaklega
hitinn."
- Hefurðu áhuga á að starfa
við þetta í framtíðinni?
„Nei, ég held ekki, ég ætla að
snúa mér að búskapnum og fara
að búa með mink.
Guðný Jónsdóttir frá Blá-
hvammi, næsta bæ við Hveravelli
var einnig að vinna í gróðurhús-
inu.
- Hefur þú ekki unnið hér síð-
an þú varst fimm ára?
„Nei, ekki alveg, þetta er
þriðja sumarið sem ég vinn hérna
og mér líkar mjög vel.“
- Hvað finnst þér mest gaman
að gera?
„Ég held að mest gaman sé að
tína tómata enda er nóg af þeim
eins og þú sérð.“
- Hefurðu áhuga á að læra
garðyrkju?
„Nei, ekki held ég en get alveg
hugsað mér að vinna hérna næsta
sumar. Það er gott að vinna
hérna og mórallinn er góður.“
IM
- Ólafur Atlason framkvæmdastjóri í viðtali
„Að mörgu leyti er hún sæmi-
lega fjölbreytt ef menn rækta
ekki eina tegund eins og orðið er
algengt. Þetta fer eftir því hvern-
ig fólk er sinnað, hvort það hefur
áhuga fyrir að sjá eitthvað vaxa
og þroskast. En mikið af þessari
vinnu er þrælaerfiði og maður fer
ekkert heim frá henni klukkan
fimm á föstudögum, það verður
að fylgjast með þessu allan sólar-
hringinn. Að vísu er komin sjálf-
virkni í húsin núna en það er
sama, sjálfvirknin getur bilað og
það þarf að líta eftir þessu á
kvöldin og um helgar.“
- Hvert er uppáhaldsverkið
þitt?
„Ég býst við að maður fari að
verða heldur bjartsýnni á tilver-
una þegar farið er að sá fyrir
nýrri uppskeru í desember, það
er tilbreyting eftir að búið er að
hreinsa allt það gamla út úr hús-
unum. Tómatarnir, gúrkurnar og
paprikan, þetta eru allt einærar
plöntur. í desember er sáð fyrir
nýjum tómatplöntum og um jóla-
leytið eru þær settar í potta og
aldar upp á borðum undir
ljósum, um mánaðamótin janú-
ar-febrúar er farið að planta þeim
út í húsin. Ef maður er sæmilega
heppinn með birtuskilyrðin yfir
veturinn á maður að sjá fyrstu
tómatana seinast í apríl, viku af
maí fer síðan að koma umtalsvert
magn. Gúrkurnar eru fljótari en
tómatarnir og hægt er að fá upp-
skeru af þeim strax í apríl í sæmi-
lega góðum húsum, en þær plönt-
ur eru skammlífari og skipta þarf
um plöntur í júní. Aftur á móti
geta tómatplönturnar gefið ein-
hverja uppskeru fram í desem-
ber, en þá þarf að fara að þvo og
sótthreinsa húsin.“
- Hver er erfiðasta glíman í
sambandi við ræktunina?
„Það er mjög misjafnt frá ein-
um stað til annars, mjög víða eru
óþrif, lús, maur og fleira sem
hrjáir mjög mikið en þetta erum
við blessunarlega laus við þannig
að maður þarf ekki að vera sull-
andi með eiturefni allt sumarið.
Þetta fylgir aðallega pottablóm-
unum og það hefur ekki verið
leyft að keypt yrði eitt einasta
pottablóm á staðinn síðastliðin
10-20 ár. Við erum að reyna að
verja okkur fyrir þessu því það er
ekkert gamanmál að þurfa að
berjast við maur og lýs.
Það sem er erfiðast að eiga við
er að halda jarðveginum í lagi,
með árunum safnast alltaf í þetta
bakteríur, sveppir og annað slíkt
sem sest á ræturnar og verkar
þannig að þær verða lélegar svo
uppskeran verður minni og minni
ef ekkert er að gert. En við
erum með nóg af heitu vatni
hérna og með því að sótthreinsa
jarðveginn á hverju einasta ári
getum við haldið þessu nokkurn
veginn í skefjum. Þó sækir þetta
alltaf á, ekki síst í jarðvegi eins
og er hér á íslandi, hann er yfir-
leitt leirkenndur, þungur og erfitt
að hita hann.“
- Hvað starfa margir hérna?
„Þrír vinna hérna allt árið en
yfir sumarið getur það farið upp í
fjórtán manns þó að ekki séu allir
í fullu starfi. Mig minnir að á síð-
asta ári hafi vinnan hérna komið
út sem ein sjö ársverk að meðal-
tali.“
- Hverjar eru horfurnar í
framtíðinni?
„Þó að það sé offramleiðsla í
dag þá erum við með töluvert af
gömlum, lélegum húsum sem
þarf að endurnýja áður en langt
um líður. Það þýðir ekkert annaö
en að berjast fyrir lífi sínu úr því
að verið er að þessu á annað
borð. Svo má segja að réttast
væri að steinhætta þessu, það
mundi þá létta á hinum en ég veit
ekki hvort við hérna erum nokk-
uð tilbúnir til að byrja á því. Það
liggja orðið heilmiklir peningar í
þessu og eiginlega ekkert annað
hægt að gera en að halda áfram
að berjast, þetta er orðið svo rót-
gróið hér og mikið af eignum."
- Er Garðræktarfélag Reyk-
hverfinga elsta starfandi hlutafé-
lag á landinu?
„Það voru stofnuð nokkuð
mörg hlutafélög um þetta leyti en
flest þeirra hafa lagt upp laup-
ana, í það minnsta um tíma. En
ég man að þjóðskrárnúmerið á
fyrirtækinu er no. 2. Það geta
verið áhöld um það hvort eitt eða
tvö eldri félög hafa starfað alveg
frá upphafi."
- Hverjir eiga fyrirtækið?
„Kaupfélag Eyfirðinga á rúm
50% svo eru aðrir minni eigendur
og alls eru hluthafar 76.“
- Ein samviskuspurning:
Borðar þú mikið grænmeti?
„Já, ég býst við að í heildina
borði maður býsna mikið og þá
langmest af tómötum yfir árið.
Aftur á móti verð ég að viður-
kenna það að ég borða ekkert
mikið af gúrkum, þær freista mín
ekki beint. Ég verð aldrei leiður
á tómötum eða gúrkum en tóm-
atarnir standa mér næst.“ IM
í afgreiðslunni: Guðný Hólmgcirsdóttir og Ása Ólafsdóttir.
Garðræktarfélag Reykhverf-
inga hf. var stofnað 1904.
Fyrsti framkvæmdastjóri þess
var Baldvin Friðlaugsson. 1938
tók Atli Baldvinsson, sonur
hans við framkvæmdastjóra-
stöðunni og 1976 tók þriðji
framkvæmdastjórinn við en
það er Ólafur sonur Atla. Dag-
ur kom við á Hveravöllum í síð-
ustu viku og ræddi þá við Ólaf,
fyrst var spurt hvort hann hefði
unnið hjá fyrirtækinu frá barn-
æsku.
„Ég vann hérna af og til sem
unglingur en fór í Garðyrkjuskól-
ann 1961 og var þar í tvo vetur.
Eftir skólann fór ég til Noregs og
var þar í hálft ár, einnig var ég
hálft ár í Danmörku og síðan
vann ég þessa skyldu sem þá
fylgdi náminu."
- Komstu heim með fullt af
nýjum hugmyndum?
„Ég veit það nú ekki en ein-
hverjar nýjungar hljóta alltaf að
fylgja nýju fólki þó maður sé
kannski ekki fullur af nýjum hug-
myndum. Þegar búið er að reka
eitthvert fyrirtæki með sæmileg-
um árangri til einhverra ára þá er
dálítið hæpið að fara að umbylta
því öllu á einum degi, það er
betra að breytingar komi smátt
og smátt.“
- Nú hafa orðið miklar breyt-
ingar á starfsemi fyrirtækisins frá
stofnun þess. Hverjar eru helstu
breytingarnar?
„Byrjað var á kartöflurækt í
fyrstu en fyrsta gróðurhúsið var
byggt 1933 og tekið í notkun
1934. Það var ekki nema 50 fm og
mig minnir að út úr því hafi kom-
ið 50 kg af tómötum fyrsta árið.
Tíu árum áður var fyrsta gróður-
húsið byggt á Reykjum í Mos-
fellssveit. Til að byrja með gekk
ósköp hægt að fá fólk til að nota
þetta grænmeti en neyslan smá-
jókst og undir 1950 fór að koma í
ljós hvort grundvöllur væri fyrir
þessum rekstri. A þeim árum
sem þetta byrjaði var virkilega
þröngt í búi hjá fólki og það var
ekkert ginnkeypt fyrir að fara að
kaupa eitthvað sem það taldi
hálfgerðan óþarfa.
í dag eru gróðurhúsin hérna
um 5000 fm.“
- Hvað er framleiðslan rnikil?
„Á síðasta ári var framleiðslan
83 tonn af tómötum, 17 tonn af
gúrkum, tæplega l'/í tonn af
papriku og rninna af öðru. Það
eru tómatarnir sem eru aðal uppi-
^staðan. Það bætist við á þessu ári
og ég reikna með að framleiðslan
aukist um ein 15 tonn.“
- Á hvaða markaði fer græn-
metið?
„Á þessu ári reikna ég með að
það skiptist nokkurn veginn til
helminga það sem fer til Akur-
eyrar og Reykjavíkur og svo er
neinn hátt styrkt af því opinbera,
það er framleiðandinn sem verð-
ur að taka á sig skerðinguna. Ef
framleitt væri hæfilegt magn væri
það til hagsbóta fyrir fram-
leiðendur og neytendur, fram-
leiðandinn fengi meira þegar upp
væri staðið og neytandinn gæti
fengið ódýrari vöru líka.“
- Ert þú að prófa að rækta
nýjar tegundir?
„Nei, það er ekkert hægt að
standa í því að vera að prófa eða
að vera að leika sér. Þetta er orð-
inn púra atvinnuvegur þegar
fyrirtækið er þetta stórt og maður
er steinhættur að reyna að leika
sér en reynir að fá sem mest út úr
því sem maður er með. Það eru
gerðar tilraunir hjá Garðyrkju-
skólanum í Hveragerði með að
prófa nýjar tegundir og það er
miklu frekar þeirra hlutverk
heldur en aðila sem hafa þetta að
atvinnu sinni. Til dæmis um hvað
svona tekur langan tíma má taka
paprikuna, þegar ég var í skólan-
um fyrir 26-28 árum var verið að
rækta fyrstu plönturnar af papr-
ikunni svo það líða um og yfir 20
ár þar til að neyslan fer að verða
veruleg. Það varð ekki fyrr en
fólk fór að fara meira til útlanda
að það fór að nota papriku."
- Prófaðir þú einhverjar
nýjungar eftir að þú tókst við
hérna?
„Ég hef ekki verið mikið með
tilraunastarfsemi, reyni frekar að
sækja svoleiðis eitthvað annað.
Það er of mikil vinna og of mikill
kostnaður við tilraunastarfsemi.
Það verður að laga sig að þeim
aðstæðum sem fyrir hendi eru,
t.d. eru töluvert mikið aðrar
aðstæður hérna en á Suðurlandi.
Veðurfar og fleira er ólík og
maöur verður að læra að taka til-
lit til þess og aðlagast."
- Var afi þinn ekki m.a. að
reyna að rækta tóbak?
„Jú, ég man eftir tóbaksplöntu
sem var að þvælast hérna árum
saman og kom alltaf upp af sömu
rótinni og það voru einu sinni
ræktuð vínber hérna. Það er hægt
að rækta allan skrattann en það
skilar ekki því magni sem þarf.
Fyrir 15 árum þótti sæmilega
gott að vera með 12 kg af tómöt-
um af hverjum fermetra en nú
oröið þurfa menn að vera með
yfir 20 kg ef reksturinn á að bera
sig. Tilkostnaður hefur aukist og
verð á grænmeti er tiltölulega
lægra en það var fyrir nokkrum
árum.“
- Er garðyrkja skemmtilegt
starf?
Húsavík og nágrenni til viðbót-
ar.“
- Geturðu selt allt sem fram-
leitt er?
„Nei, það hefur verið hent í
stórum stíl. Það er algengt að það
sé hent um 20% í hverjum mán-
uði og síðan getur það orðið tölu-
vert mikið meira suma mánuð-
ina. Framleiðslan er send suður
til Sölufélags garðyrkjumanna,
og því sem ekki selst er ósköp
einfaldlega hent, í verstu tilfell-
um hefur maður séð að upp í
40% hefur farið af heildarfram-
leiðslunni á mánuði. Það er ekk-
ert leyndarmál að núna er ca. 200
tonna umframframleiðsla af tóm-
ötum.“
- Sérð þú lausn á þessu máli?
„Ég skal ekki segja hvað hægt
er að gera héðan af, úr því þetta
er orðið svona. Það væri kannski
hægt að beina mönnum inn á
eitthvað annað og það kemur
nokkuð af sjálfu sér, ef það verð-
ur mjög magurt í einhverri grein-
inni þá reyna menn eitthvað
annað. Sennilega er þó alveg yfir-
fullur markaðurinn af öllu græn-
meti, það er kannski helst papr-
ikan sem hefur gengið skást síð-
ustu 3-4 árin, samt þolir hún ekki
mikla aukningu án þess að það
fari að verða veruleg rýrnun. Það
væri sennilega hægt að auka tölu-
vert framleiðslu á pottablómum
en þá yrði að minnka innflutning-
inn á móti.“
- Er grænmetisneysla ekki að
aukast?
„Jú, hún eykst alltaf eitthvað
en það bætast nýjar tegundir við,
fjölbreytnin er orðin svo mikil.
Þar kemur til innflutningur á
ýmsum smátegundum sem fólk er
að prófa, þó að magnið sé ekki
mikið hefur það viss áhrif.
Spurningin er kannski hvernig
staðið er að dreifingu á græn-
Framkvæmdastjórinn vinnur við vörumóttöku.
Það er verið að óskapast yfir
því að grænmeti sé keyrt á haug-
ana og að kjöti sé keyrt á haug-
ana. Fólk tekur dálítið mikið eft-
ir því þegar svona er farið að og
það kemur við það þegar það sér
að verið er að henda matvöru.
Fólk tekur miklu minnaeftir því
þótt alveg sama offramboð sé hjá
ýmsum öðrum fyrirtækjum, við
getum nefnt verslanir eða banka.
Þetta er í rauninni það sama, við
erum meö heilmikla yfirbyggingu
í flestum okkar atvinnugreinum á
íslandi, hún er ekkert bundin við
matvælaframleiðlu en kemur svo-
h'tið öðruvísi út. Þetta er í það
minnsta mitt sjónarmið. Ef allir
fá að framkvæma eins og þeim
sýnist þá lendir þetta út á þessa
braut og það er ákaflega dýrt fyr-
ir þjóðfélagið að vera með allt of
mikið af öllu. Garðyrkjan er í
þeirri stöðu að hún er ekki á
Hveravellir.
meti, þetta er hlutur sem þyrfti
að laga mjög mikið. Hlutirnir
selja sig ekkert sjálfir og það þarf
að leggja mikla vinnu og kostnað
í það að auglýsa vel þegar verðið
er hagstætt svo að fólk verði vart
við það. Það er líka stórt atriði að
grænmetið sé í góðu ástandi í
verslunum og það skortir því
miður mjög mikið á það. Víða
þar sem maður kemur í verslanir
er ástandið þannig að fólki sem
þekkir eitthvað til dytti ekki í hug
að kaupa vöruna. Þetta á við um
verslanir í Reykjavík þar sem
hægt er að fara með lélegt græn-
meti í Sölufélag garðyrkjumanna
og skipta á því og nýju grænmeti.
Þetta er þekkingarleysi hjá versl-
unarfólki og þennan hlut þarf að
laga gríðarlega mikið.
Innflutningur á grænmeti er
stórt vandamál. Það er sjálfsagt
og eðlilegt að flytja inn grænmeti
þegar það er ekki til á markaði
hérna en mér finnst ekki rétt-
lætanlegt að flytja það inn í stór-
um stíl eftir að nóg er komið á
markaðinn, það hefur því miður
gerst núna seinni árin. Þetta er
ekki fyrir það að erlent grænmeti
Ólafur Atlason framkvæmdastjóri.
sé ódýrara heldur er þetta ákveðin
pólitík hjá vissum innflytjendum.
Til dæmis hefur verið gríðarleg
offramleiðsla á hvítkáli undan-
farna tvo mánuði en það er enn
til innflutt hvítkál og svo er verið
að keyra þetta innlenda í stórum
stíl á haugana þó að það sé jafnvel
miklu ódýrara en það innflutta.
Þetta er hlutur sem þyrfti að taka
miklu harðara á.“
- Hvað með breytt söluform
og grænmetismarkað?
„Það er á döfinni á næsta ári,
síðastliðið vor var stigið fyrsta
skefið á þessari braut hjá sölufé-
laginu og stefnt er að frekari
þróun á þessu sviði á næstu árum
og ég býst við að farið verði út í
nokkurs konar uppboðsmarkað.
Það verður ekki leyst neitt mark-
aðsvandamál með orðinu „mark-
aður“ þó að það sé tíska að nota
það núna, þetta verður að þróast.
„Verð aldrei
leiður á tómötum“
Garðyrkjubændur
eru of hljóðlátír
í einu gróðurhúsanna á Hvera-
völlum var Ólafur Þröstur
Stefánsson að vinna við tóm-
ataplönturnar. Ólafur er frá
Vogum í Mývatnssveit, hann
er garðyrkjunemi á ylræktar-
braut, mun Ijúka bóklegu námi
í vetur og á þá eftir þriggja
mánaða verklegt nám. Ólafur
hóf störf á Hveravöllum í júní-
byrjun.
- Finnst þér framtíðin björt í
þessari atvinnugrein?
„Já, ég er ekkert smeykur en
það þyrfti að vera meiri áróður
hjá garðyrkjubændum, þeir eru
allt of hljóðlátir. Þeir þyrftu
meira að nota sér auglýsingar og
allan annan áróður í fjölmiðlum
sem nóg er af núna.“
- Ertu spenntur fyrir einhverj-
um nýjungum og heldur þú að
miklar breytingar verði á fram-
leiðslunni í framtíðinni?
„Já, ég er spenntur fyrir öllum
nýjungum og maður er alltaf að
Ása Ólafsdóttir.
reyna að hafa augun opin. Ég á
von á að hægt væri að koma með
einhverjar nýjungar ef þær væru
vel kynntar og auglýstar.“
- Ér þetta skemmtileg vinna?
„Já, mér finnst gaman að vinna
við plöntur en þó misgaman,
leiðinlegt að vinna við gúrkurnar
en tómatarnir eru ágætir. Ég hef
unnið á pottaplöntustöð og líkaði
það mjög vel, ég vann við rósir
og líka hafði ég gantan af að
vinna við blómin.“
- Borðar þú mikið grænmeti?
„Já, það er óhætt að segja það,
þau eru alveg hissa hérna. Papr-
ikan er mitt uppáhald af því sem
við ræktum hérna, ég nota hana
ofan á brauð og finnst hún líka
góð í pottrétti."
- Þú ert grænn á fingrunum,
ertu í rauninni með græna fingur
eins og sagt er?
„Það er ekkert hægt að svara
svona spurningu, þessi græni litur
kemur af tómataplöntunum.“
IM
„Mest gaman
að tína tómata“