Dagur - 08.09.1987, Blaðsíða 9
8. september 1987 - DAGUR - 9
íþróttÍL
Umsjón: Kristján Kristjánsson
- GR sigraði bæði í 1. deild karla og kvenna
Sveitakeppni Golfsambands
íslands fór fram um helgina.
Keppni í 1. deild karla og
kvenna og 2. deild kvenna fór
fram á Hólmsvelli í Leiru en í 2.
deild karla á Nesvelli á Sel-
tjarnarnesi. Er skemmst frá
því að segja að karlasveit GA
féll í 2. deild en liðið vann sig
upp í fyrra og kvennasveit GA
sem féll í 2. deild í fyrra tókst
ekki að vinna sæti sitt í 1. deild
á ný. A-sveit GR sigraði í bæði
1. deild karla og kvenna eftir
harða keppni við A-sveit Keil-
is, sem varð í 2. sæti í báðum
flokkum.
1. deild karla:
Eins og búist var við fyrirfram
börðust A-sveitir GR og GK um
sigur í 1. deild karla. í hverri
sveit voru fjórir kylfingar og voru
leiknar 18 holur á dag. Sveit GR
hafði betur í baráttunni við GK
og sigraði en sveit GK varð í 2.
sæti. A-sveit GS hafnaði í 3. sæti,
B-sveit GR í því 4., B-sveit GS í
því 5. og sveit GA rak lestina og
féll því í 2. deild á ný.
1. deild kvenna:
Það voru sömu sveitir sem
börðust um sigur í 1. deild
kvenna. Þar hafði A-sveit GR
einnig betur og sigraði. A-sveit
Keilis varð í 2. sæti, B-sveit Keil-
is í því 3. og A-sveit GV varð í 4.
sæti og féll í 2. deild. í kvenna-
flokkunum voru þrír kylfingar í
hverri sveit.
2. deild karla:
Keppni í 2. deild karla fór fram
á Nesvelli og voru 10 sveitir
mættar til leiks. Þar var einnig
hart barist en þegar upp var stað-
ið hafði A-sveit GV staðið sig
best og með sigrinum vann liðið
sér sæti í 1. deild á ný. B-sveit
Keilis hafnaði í 2. sæti, sveit Nes-
klúbbsins varð í 3. sæti og'sveit
Leynis í því 4.
2. deild kvenna:
í 2. deild kvenna börðust A-
sveit GA og B-sveit GR um sigur
og þær reykvísku höfðu betur og
unnu sér sæti í 1. deild að ári.
Sveit GA varð að gera sér 2. sæt-
ið að góðu. A-sveit GS hafnaði í
3. sæti og sveit GH í 4. sæti.
Knattspyrna 3. flokks:
Þor bikarmeistari
Noröurlands
Þórsarar urðu bikarmeistarar
Norðurlands árið 1987 er þeir
sigruðu KA-menn með einu
marki gegn engu í seinni leik
liðanna í keppninni. Þórsarar
sigruðu einnig í fyrri leik lið-
anna fyrr í sumar, með sömu
markatölu.
Seinni leikurinn fór fram fyrir
helgi og það var Axel Vatnsdal
drengjalandsliðsmaður Þórs sem
skoraði þetta mikilvæga mark. í
fyrri leiknum var það Sverrir
Ragnarsson sem tryggði Þórsur-
um sigur. Það voru aðeins þessi
tvö lið sem skráðu sig til þátttöku
í bikarkeppni Norðurlands en
hún var haldin á vegum KSÍ.
Lið KA og Þórs í 3. aldurs-
flokki hafa bæði staðið sig vel í
sumar og eins og komið hefur
fram í blaðinu varð KA í 2. sæti á
íslandsmótinu en Þórsarar í því
3. Liðin eiga enn eftir að leika
eina tvo leiki innbyrðis, einn í
Akureyrarmótinu og annan í
haustmótinu. Öðrum leik liðanna
í Ak-mótinu er lokið og í leik A-
liðanna höfðu KA-menn betur.
Óvíst er hvenær þeir leikir sem
eftir eru fara fram en það hlýtur
að verða nú á allra næstu dögum.
Þriðji flokkur Þórs í knattspyrnu ásamt þjálfara sínum Gísla Bjarnasyni.
Sveitakeppni GSÍ:
Karlasveit GA
féll í 2. deild
Verðlaunahafar í keppninni um Nafnlausa bikarinn. F.v. Sæbjörn Jónsson, Eiríkur Haraldsson og Konráð
Gunnarsson. Mvnd: EHB
Þrjú golfmót að Jaðri um helgina:
Tvöfalt hjá Ragnari
í öldungamótinu
ilmnn f/kcn frnm kvm 1 A_ a a »
Um helgina fóru fram þrjú
golfmót að Jaðri en senn líður
að lokum golfvertíðarinnar að
þessu sinni. Á laugardag fóru
fram tvö mót, hið fyrra var
öldungamót þar sem leiknar
voru 18 holur með og án for-
gjafar og hið síðara var para-
keppni með forgjöf og í því
móti voru einnig veitt verðlaun
fyrir fæst pútt. Á sunnudag var
síðan leikið um Nafnlausa
bikarinn en í þeirri keppni var
keppt með 3/4 forgjöf.
Öldungamót:
Ragnar Steinbergsson sigraði
nokkuð örugglega í öldungamót-
inu bæði í keppni með og án for-
gjafar. Ragnar lék á 68 höggum
með forgjöf og samtals á 81
höggi. Þrír efstu menn í mótinu
urðu þessir:
1. Ragnar Steinbergsson 81-68
2. Guðjón E. Jónsson 85-70
3. Árni B. Árnason 89-73
Parakeppnin:
í parakeppninni var keppt með
forgjöf og eru leikreglur þær að
karlmaðurinn slær inn á grín en
konan sér um púttið. Keppnin
var jöfn og spennandi en úrslit
urðu þessi:
1. Örn Arnarson
Mattý Einarsdóttir
2. Pétur Sigurðsson 36
Fjóla Einarsdóttir
3. Rögnvaldur B. Ólafsson 37
María Steinmarsdóttir
4. Guðmundur Lárusson 42
Anna Guðmundsdóttir
Það voru einnig veitt verðlaun
þeirri konu er notaði fæst pútt í
keppninni, þau hlaut Fjóla Ein-
arsdóttir en hún notaði 17 pútt,
María Steinmarsdóttir notaði 18,
Mattý Einarsdóttir 20 og Anna
Guðmundsdóttir 22.
Nafnlausi bikarinn:
Það var Helgi heitinn Skúlason
augnlæknir sem gaf bikarinn í
þetta mót og var það gert til þess
að venja klúbbfélaga á stundvísi.
Hann vildi ekki láta nafns síns
getið í því sambandi. Hann stóð
jafnan við hliðið að Jaðri með
klukku sína og þeir sem mættu of
seint í mótið fengu ekki að vera
með. Þannig hefur það verið
síðan, þeir sem ekki eru mættir á
svæðið 15 mín. áður en keppnin
hefst, fá ekki að vera með. Keppt
var að þessu sinni með 3/4 forgjöf
og urðu úrslit þessi:
1. Eiríkur Haraldsson 72
2. Sæbjörn Jónsson 73
3. Konráð Gunnarsson 73
Sveinbjöm og Jón
hefja leikinn
Þá hefst getraunaleikur Dags á ný. Þeir félagar Sveinbjörn Sig-
urðsson og Jón Lárusson starfsmenn KEA hefja leikinn að
þessu sinni en þeir urðu jafnir í síðustu leikviku getrauna á síð-
asta keppnistímabili.Verði þeir jafnir að þessu sinni, verður
hlutkesti varpað til þess að fá úr því skorið hvor þeirra heldur
áfram. Sveinbjörn er eins og flestir vita, annar af tveimur aðdá-
endum Wolves á íslandi en það lið leikur sem kunnugt er í 4.
deild ensku knattspymunnar. Jón Lárusson fylgir aðeins stærri
klúbbi eða Arsenal sem leikur í 1. deild. Að þessu sinni er síð-
asta umferð SL mótsins 1. deild í knattspyrnu á seðlinum og auk
þess 7 leikir í 1. deild ensku knattspyrnunnar. Báðir ætla þeir
Sveinbjörn og Jón sér sigur í keppninni en það mun skýrast á
laugardag hvor hefur betur. En spá þeirra félaga lítur þannig út:
Sveinbjörn:
Valur-Völsungur 1
Víðir-KR 1
KA-ÍA 1
FH-Þór 2
Fram-ÍBK 1
Liverpool-Oxford 1
Luton-Everton 2
Norwich-Derby x
Nott.Forest-Arsenal x
Portsmouth-Charlton 1
Sheff.Wed.-Watford x
Wimbledon-West Ham 1
Valur-Völsungur 1
Víðir-KR x
KA-ÍA 1
FH-Þór 2
Fram-ÍBK 1
Liverpool-Oxford 1
Luton-Everton x
Norwich-Derby x
Nott.Forest-Arsenal 1
Portsmouth-Charlton x
Sheff.Wed.-Watford 2
Wimbledon-West Ham 2
Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudög-
um svo enginn verði nú af vinningi.