Dagur - 08.09.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 08.09.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 8. september 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðart_____________________________ Rflasbankar - Einkabankar Bankamálin hafa verið mjög í sviðsljósinu að undanförnu. Það er ekki bara Útvegsbankinn og salan á honum sem fjallað hefur verið um, heldur hefur athyglin beinst að öllum bönkum landsins og hlutverki þeirra. Enn einu sinni hafa ríkisbankarnir komist í sviðs- ljósið. Frjálshyggjupostularnir sjá sér leik á borði og viðra gömlu hugmyndirnar sínar um að selja ríkis- bankana alla sem einn. Um langt árabil hefur það verið pólitískt ágreiningsefni hvort selja eigi ríkis- bankana eður ei og reyndar hvort eigi að selja aðskiljanlegustu ríkiseignir yfirleitt. Dæmin sanna að það heyrir til undantekninga ef ríkiseignir eru seldar á sannvirði, yfirleitt fæst lítið fyrir þær. Dagur hefur áður bent á að Útvegsbankinn var settur á sölulista vegna Hafskipsgjaldþrotsins. Það ævintýri kippti fótunum undan rekstri bankans og kom honum á flæðisker. Þaðan er ríkissjóður að bjarga honum með því að yfirtaka skuldir hans, breyta bankanum í hlutafélag og selja hlutabréfin. Það er hins vegar ekkert sem mælir með því að selja fleiri ríkisbanka eins og nú er enn bryddað upp á. Fjáraflamenn einkaframtaksins renna löngunar- augum til Búnaðarbankans og nefna hann sem hugsanlega „skiptimynt" í deilunni um Útvegs- bankann. Sem betur fer virðist sú hugmynd ekki eiga hljómgrunn hjá meirihluta þingmanna enda er það staðreynd að ríkisbankarnir tveir, Búnaðar- banki og Landsbanki, eru vel reknar peningastofn- anir sem standa traustum fótum í íslenskum fjár- málaheimi. Sú staðreynd að þessir bankar eru í eigu ríkisins, hefur gert það að verkum að þeir njóta hagstæðari lánskjara erlendis en einkabankarnir og er talið að þar muni allt að tveimur vaxtaprósentum. Miðað við erlendar lántökur ríkisbankanna á miðju þessu ári, mundi þessi 2% vaxtamunur þýða 380 milljóna króna viðbótarvaxtakostnað á ári af þeim lánum. Ef erlend lán Framkvæmdasjóðs væru talin með hækk- aði vaxtakostnaðurinn um allt að 600 milljónir króna, en eins og kunnugt er hefur verið lagt fram frumvarp um að ríkið hætti aðild sinni að Fram- kvæmdasjóði. Þennan 600 milljóna króna viðbótar- vaxtakostnað þyrftum við að greiða í erlendum gjaldeyri, sem rynni beint í vasa erlendra fjármagns- eigenda. Breytingin frá ríkisbönkum yfir í einka- banka hefði m.a. þetta tap í för með sér - og það á einu ári. Tapið um ókomin ár er ekki hægt að reikna með nokkurri nákvæmni. Þótt ekki kæmi fleira til, er þetta næg ástæða til að halda Búnaðarbanka og Landsbanka í eigu ríkisins. Þá á ekki að selja. BB. Valgerður Sverrisdóttir í ræðustól. 3. landsþing LFK: Faríð verði að lögum og eðlilegum viðskiptahátlum í Útvegsbankamálinu „3. landsþing LFK haldið í Varmahlíð í Skagafirði lýsir yfir furðu sinni á því, að við- skiptaráðherra skuli ekki enn hafa staðfest réttmæt kaup samvinnuhreyfingarinnar á hlutafé í Utvegsbankanum. Landsmenn allir hljóta að fylgjast með því hvort krossa- próf forsætisráðherrans bindur hendur fleiri ráðherra en Sjálf- stæðisflokksins. Þingið treystir á að ráðherrar Framsóknar- flokksins sjái til þess að farið verði að lögum og eðlilegum viðskiptaháttum í þessu máli.“ Þannig hljóðar tillaga sem samþykkt var á landsþingi Lands- sambands framsóknarkvenna nú um helgina. Fjöldi tillagna og ályktana var samþykktur á þing- inu sem einkenndist af vinnusemi um 100 kvenna sem það sátu og almennri þátttöku þeirra í umræðum. Unnur Stefánsdóttir var endur- kjörin formaður sambandsins en auk hennar sitja í hinni nýkjörnu stjórn: Guðrún Jóhannesdóttir, Inga Þyrí Kjart- ansdóttir, Ásta R. Jóhannes- dóttir og Helga Helgadóttir. Þær Drífa Sigfúsdóttir og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir báðust undan endurkjöri í stjórnina. Meðal gesta á þinginu voru Valgerður Sverrisdóttir þingmað- ur, þrír ráðherrar flokksins, þeir Steingrímur Hermannsson, Guð- mundur Bjarnason og Jón Helga- son. Einnig Anne Lise Fölsvik, form. Senterkvinnerne í Noregi og Elísabet Söderström, vara- form. Sentrekvinnerne í Svíþjóð. Síðar verður nánar sagt frá landsþinginu í Degi. IM Unnur Stefánsdóttir, nýkjörinn formaður LFK, ávarpar þingheim. # Karlremban og fjandinn Eftirfarandi tíllaga var sam- þykkt á 3. landsþingi Lands- sambands framsóknar- kvenna sem haldið var í Varmahlíð: „Vinna ber að því, að þegar þingmenn fiokksins láta af þingmennsku að eigin ósk, sé leitast við að fá fram- sóknarkonur í sætin. Benda má á að framtíðar- gengi flokksins meðal þjóð- arinnar veltur ekki hvað síst á því að bæði karlar og konur takist á við stjórnmálin. Því er beint til þjóðhollra framsóknarmanna að þeir virði þessa nauðsyn flokks- ins tii endurnýjunar. Þá verður þess ekki langt að bíða að þeir eigí jafnan leik.“ Það var Valborg Bentsdóttir sem flutti tilöguna, talaði hún fyrir henni af miklum skör- ungsskap eins og við mátti búast af Valborgu og m.a. fór hún með þessa vísu: Fer enn gustur framsóknar um borðin, finnast enn á vörum stóru orðin? Eða er horfinn Húsavíkurandinn, hefur sigrað karlremban og fjandinn? # Neyslu- stefna Á þinginu var samþykkt ályktun um nauðsyn þess að marka heildarstefnu í neyslu- og manneldismálum hér á landi í stað þeirrar henti- stefnu sem nú ræður ferð- inni. í þessu sambandi var minnt á þingsályktunartillögu þessa efnis sem Ásta R. Jóhannesdóttir flutti á síð- asta löggjafarþingi. Er ályktunin var til umræðu var Ástu heitt í hamsi er hún ræddi um neysluvenjur fólks, henni urðu þau mis- mæli á að tala um „sjoppuát" unglinga og var þá mikið hlegið þó að allir vissu við hvaða alvörumál hér var átt. Ásta gat þess sem dæmis um óhollustu í mataræði að á leið sinni á þingið hefðu sér verið bornar franskar kartöfl- ur með nýjum silungi á einum viðkomustaðnum. Síðar í umræðunum nefndi önnur kona þó öllu ólystugri rétt, er hún sagði að sér hefði eitt sinn verið boðið upp á hangikjöt með frönskum kartöflum og coktailsósu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.