Dagur - 08.09.1987, Qupperneq 3
8. september 1987 - DAGUR - 3
Oddi hf. Akureyri:
Framleiðir tölvustýrðar
kassalosunarvélar
- „fyrirtækið að breytast í verkfræði- og framleiðslufyrirtæki“
- segir Torfi Þ. Guðmundsson forstjóri
Dalvíkingar -
Nærsveitamenn
Þeir sem eru meö frystihólf á leigu eru vinsamlegast
beönir að greiða leigugjald sem fyrst á skrifstofu
frystihússins.
Leigugjald er:
Lítið hólf kr. 450.-
Mið stærð kr. 700.-
Stór hólf kr. 850.-
Verið ávallt
velkomin
Upplýsingar v
i síma ]
22566 J
kl. 13-20 h
Sauðárkrokur:
Fátt fólk við slátmn
Sauðfjárslátrun í sláturhúsi
Kaupfélags Skagfirðinga hefst
nk. miðvikudag 9. september
og er reiknað með að hún
standi í 5 vikur. Sláturloforð
nema ríflega 37 þúsund
dilkum, sem er töluverð fækk-
un frá síðasta ári.
Að sögn Sigurjóns Gestssonar
sláturhússtjóra gengur mjög erf-
iðlega að fá fólk til starfa á slátur-
húsinu, en það kæmi samt ekki í
veg fyrir að slátrun hæfist á til-
settum tíma. Vegna fyrirsjáanlegr-
ar mannfæðar við slátrunina er
gert ráð fyrir að siátra 1800 kind-
um á dag í stað 2300 þegar húsið
var fullmannað og afköstin voru
mest. -þá
Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki:
Síðasti kennarinn
ráðinn klukkustund
fyrir setninguna
Fjölbrautaskóiinn á Sauðár-
króki var settur í áttunda skipti
mánudaginn 31. ágúst sl. af
skólastjóranum Jóni Hjartar-
syni. Nemendur verða 250 í
vetur sem er svipað og verið
hefur, en nýnemar verða um
90, heldur fleiri en verið hefur.
Á síðasta hausti hófst í sam-
vinnu við Sjúkrahús Skagfirðinga
sjúkraliðanám við skólann og í
vetur munu þeir nemendur hefja
verklegt nám. Pá verða í skólan-
um í vetur námskeið fyrir véla-
verði og réttindanámskeið fyr
skipstjórnendur, til að stjórn
allt að 200 tonna skipum.
Að sögn Jóns Hjartarsom
tókst á síðustu stundu að ful
manna kennaraliðið, en þýski
kennarinn var ráðinn eim
klukkustund áður en skólinn ví
settur. Einnig fékkst til bráðí
birgða kennari í stærð-, eðlis- o
tölvunarfræðum, en árviss
örðugleikar hafa verið að i
kennara til starfa við skólann
þessum greinum. -þ
Þvermál er 23 mm, þykkt 2,6 mm og þyngd 8,25 g.
Myntin er slegin úr gulleitri eirblöndu (70% kopar, 24,5% sink
og 5,5% nikkel) og er rönd hennar riffluð.
Á framhlið myntarinnar er mynd af landvættunum, eins og á
5 og 10 króna myntinni, verðgildi í bókstöfum, „ísland“ og útgáfuár.
Á bakhlið er mynd af bogakrabba og verðgildi í tölustöfum.
si an«
„Við höfum smíðað kassalos-
ara í nokkur ár sem hefur
reynst mjög vel. Við seldum
t.d. Kanadamönnum slíkt tæki
og þeir báðu okkur um að
hanna sjálfvirkan búnað við
vélina og pöntuðu síöan tvær
vélar,“ sagði Torfi Þ. Guð-
mundsson, forstjóri, en í Vél-
smiðjunni Odda hf. á Akureyri
er hafin framleiðsla á sjálfvirk-!
um losunarvélum sem losa fisk !
úr fiskkössum.
Frystihús ÚKE, Daiv.k.
Auglýsing um útgáfú
50 KRÓNA MYNTAR
Að sögn Torfa hafa kassalosar-
ar verið smíðaðir í nokkur ár hjá
Odda. Kassalosarinn var þannig
að lyftara þurfti til að aðstoða við
losunina og var hann bundinn í
því verki meðan losun fór fram.
Tæki þetta er í fjölmörgum frysti-
húsum og hefur reynst vel en í
stórum frystihúsum er talið dýrt
að hafa lyftarann bundinn við
þetta verk og því hafa komið
fram óskir um að þróuð yrði
sjálfvirk losunarvél.
„Upphaflega hugmyndin að
tækinu var fyrir frystihús í Fær-
eyjum en einnig var haft sam-
band við okkur vegna frystihúss á
Nýfundnalandi, en þar hafði
venjulegur kassalosari frá okkur
verið notaður um tíma. Þeir vildu
endilega fá sjálfvirkan losara og
við gerðum þeim tilboð í verk-
ið fyrir ári. Þeir pöntuðu tvö
stykki og við höfum þróað vélina
á þeim tíma sem liðinn er. Tækið
er hannað sameiginlega af starfs-
mönnum fyrirtækisins. V'el getur
verið að vélin verði notuð hér á
landi en við höfum ekki verið að
auglýsa þetta innanlands enn sem
komið er. Færeyingar fá eina vél
frá okkur í haust en við ætlum að
Þórður Vilhjálmsson, starfsmaður Odda, við nýju vélina. Mynd: tl
hinkra við og fá meiri reynslu
áður en lengra verður haldið.
Hvað Odda viðvíkur þá erum
við með þessari framleiðslu að
stíga skref fram á við í tæknilegu
tilliti því hér er um flóknari fram-
leiðslu að ræða en áður. í þessu
er t.d. tölvustýring. Segja má að
Oddi sé að breytast úr járnsmíða-
fyrirtæki í verkfræði- og fram-
leiðslufyrirtæki,“ sagði Torfi
Guðmundsson. EHB
í dag þriðjudaginn 8. september 1987 lætur Seðlabankinn
í umferð nýja 50 króna mynt. Frá sama tíma mun bankinn hætta að
gefa út 50 króna seðla, sem þó verða ekki innkallaðir í bráð
og verða um sinn í umferð jafnhliða myntinni.
Hin nýja mynt er af svofelldri gerð: