Dagur - 01.10.1987, Síða 1

Dagur - 01.10.1987, Síða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Nemi í málmsmíðadeild VMA. Mynd: tlv Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri: Áhyggjur vegna minnkandi aðsóknar - í grunndeild málmiðna við VMA „Fmmskógahemaður á launamarkaðinum" —segir Ársæll Magnússon vegna uppsagna póstmanna á Akureyri Forystumenn í Félagi málmiðn- aðarmanna á Akureyri hafa nú1 af því nokkrar áhyggjur að aðsókn í grunndeild málmiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri hefur dregist töluvert Fiskverð frjálst til 15. nóvember Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gær var loks komist að niðurstöðu um fiskverð. Ákveðið var að fiskverð verði áfram frjálst til 15. nóvember en ætlunin var að semja um verð til áramóta. Treglega hefur gengið að taka ákvarðanir í þessu máli og voru skiptar skoðanir um málið. Útgerðarmenn og sjómenn vildu áframhaldandi frjálst verð, en kaupendur vildu fasta verð- ákvörðun. Næstu sex vikurnar munu aðil- ar nota til að komast að sam- komulagi um hvaða leið verður farin við ákvörðun fiskverðs. VG saman frá því í fyrra. Að sögn Hákonar Hákonarsonar for- manns félagsins er aðsóknin í ár um 35% minni en í fyrra. Aðsókn í málmiðnaðardeild- ina hefur verið nokkuð jöfn og góð undanfarin ár þangað til núna. Hákon sagði að svipað hefði átt sér stað nú í haust í iðn- skólum á suðvesturhorninu og þetta hefði komið mönnum nokkuð á óvart. Skýringuna sagðist hann ekki telja liggja í þeim vanda sem steðjað hefur að innlendum málm- og skipasmíða- iðnaði enda hefði nóg verið að gera á því sviði á Eyjafjarðar- svæðinu að undanförnu. „Ég tel miklu fremur að eitt- hvað hafi farið úrskeiðis með umfjöllun um fagið almennt. Það er búið að slá einhverjum bjarma á allt sem snýr að rafeindaiðnaði og þjónustugreinunum, á kostn- að málmiðnanna," sagði Hákon. Hann sagði að rætt hefði verið við skólameistara og brautar- stjóra Verkmenntaskólans og fljótlega yrði málið tekið fyrir og rætt í stjórn félagsins til að finna lausn. „Ég tel að lausnin liggi ef til vill í auknu kynningarstarfi meðal ungs fólks. Það er hægt að hafa áhrif á þetta ef samstaða næst meðal launþegasamtaka, vinnuveitenda og skólayfir- valda,“ sagði Hákon. ET „Við erum ekki samkeppnis- færir á vinnumarkaðinum þeg- ar atvinnurekendur eru ekki fyrr búnir að skrifa undir samninga við launþegasamtök- in en þeir svíkja þá og borga miklu hærri laun til einstakra stétta,“ sagði Ársæll Magnús- son, umdæmisstjóri Pósts og síma, en nú hafa allir faglærðir póstafgreiðslumenn á Akur- eyri sagt störfum sínum laus- um. „Á launamarkaðinum ríkir frumskógahernaður. Atvinnu- rekendur fara ekki eftir neinum töxtum og bjóða eins og þeim sýnist í starfsmenn. Við þetta ræður ríkið ekki og það er stað- reynd að á sama tíma og fram- kvæmdastjóri VSÍ er að gefa yfir- | lýsingar um verðbótahækkanir upp á 7,23% er blekið ekki fyrr orðið þurrt á pappírnum en þeir svíkja samningana við launþega- samtökin. A sama tíma og gjaldskrár ríkisstofnana standa í stað hafa fyrirtæki eins og Stöð 2 ekkert fyrir því að hækka taxta sína um 19%. Þetta er fyrirtæki sem getur keypt af okkur starfsmenn og það sama gildir t.d. um Landsvirkj- un, sem er að hluta til í eigu sveitarfélaga á móti ríkinu. Landsvirkjun getur boðið tækni- mönnum okkar mun hærri laun en þeir fá hjá okkur jafnvel þó laun þeirra hafi hækkað mikið undanfarna mánuði. Það er ekkert mál fyrir fyrir- tæki eins og Stöð 2, sem þurfa ekki leyfi til gjaldskrárhækkana, að yfirbjóða okkur í launum. Fyrir nokkru brunnu hlaða og fjárhús á bænum Hólsseli í Fjallahreppi. Hólssel er ríkis- jörð og hefur verið hafist handa um endurbyggingu á húsunum. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, mótmælti þessari ákvörðun í bréfi til landbúnaðarráðuneytisins og taldi fram ýmis rök gegn upp- byggingu búsins. Röksemdir landgræðslustjóra eru þær aö jöröin Hólssel sé á mesta uppblásturs- og sandfoks- svæði landsins. Þá finnst honum skjóta skökku við að byggja upp sauðfjárbú á ríkisjörð á tímum samdráttar í þeirri búgrein. „Mitt mat er að það sé úrelt viðhorf að Ríkisfyrirtækin ala upp sérhæfða starfsmenn sem síðan fara til starfa hjá öðrum vegna laun- anna. Að mínum dómi varð mikil breyting í vor til hins verra og ljóst er að bankarnir hafa boðið faglærðum póstmönnum miklu hærri laun en þeir hafa hjá okkur á sama tíma og sagt er að aðeins Síldveiðar niega hcfjast fimmtudaginn 8. október klukkan 18.00. Níutíu og einu skipi hefur verið úthlutað leyfi til veiðanna og fá þau öll að veiða sama magn, 800 lestir. Heildarafli sem leyfður verður er því um 72.000 lestir. Veiðarnar standa yfir á tíma- bilinu frá 8. október til og með 15. desember. Á síðustu vertíð var úthlutað 700 lestum til hvers skips eða alls um 65 þúsund lestum. Síldveiðar eru nær eingöngu stundaðar fyrir Austurlandi en það eru bátar af öllu landinu sem þær stunda. Undanfarin ár hefur viðhalda byggð á þessum slóðum vcgna öryggissjónarmiða. Nú á tímum eru allir, sem þarna eru á ferð að vetrarlagi með farsíma og alla vega yrðu björgunarsveitir kallaðar út ef þörf krefði. Auk þess eru bændurnir á þessum slóðum ekki í stakk búnir til að sinna öryggisþjónustu," sagði Sveinn Runólfsson. Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, sagði: „Ég er þeirrar skoðunar að einn bruni geti ekki valdið örlögum byggðar, þar verður fleira að koma til og nauð- synlegt er að skoða þetta mál í víðara samhengi. En það hefur mikil áhrif á byggðarlagið ef byggð í Hólsseli leggðist niður. Fólki hefur fækkað í byggðarlag- tveir bankar hafi borið sig undan- farna 3 mánuði. En það eru hreinar línur að hér verða stór- kostleg vandræði ef póstmennirn- ir hætta. Útilokað er að Pétur og Páll geti gengið inn af götunni og tekið við þessum sérhæfðu störfum, slíkt gengur ekki upp,“ sagði Ársæll Magnússon. EHB vandinn við þessa útgerð ekki veriö í sambandi við veiðarnar heldur hefur salan verið stærsti höfuðverkurinn. Enn hefur ekki verið samið um neina fyrirfram- sölu til Sovétríkjanna þar sem verið hefur stærsti markaður fyrir saltsíld. A síðustu vertíð fór tals- vert magn t bræðslu þegar söltun og frysting voru mettaðar. Að sögn Arnar Traustasonar í veiðieftirliti sjávarútvegsráðu- neytisins var minna fryst á síð- ustu vertíð en árið þar áður. Nú sagði hann að menn ættu jafnvel von á að eitthvað glaðnaði yfir sölu á frystri síld á Japansmarkað en til þessa hefur hún aðallega farið til Englands. ET inu undanfarin ár og manni hefur skilist að ef byggð leggðist niður á einum bæ gætu fleiri fylgt á eftir. Vandamálið er einnig félagslegs eðlis. Við fengum bréf landgræðslu- stjóra og munum taka það til athugunar. Hvað öryggissjón- armið snertir þá held ég að visst öryggi sé í að hafa menn búsetta á þessum bæjum í Fjallahreppi. Fólk er búsett á afskekktum stöð- um eins og Galtarvita, Horn- bjargsvita, Hveravöllum og á Grímsstöðum eru veðurathugan- ir. Álit mitt er að þó búrekstri yrði hætt á þessum slóðum yrði að skoða hvort ekki væri talið rétt að viðhalda byggðinni þrátt fyrir það.“ EHB Bruninn á Hólsseli: „Fleiri geta fylgt á eftir“ - „ef byggð leggst niður á einum bæ“ segir Jón Helgason landbúnaðarráðherra Síldveiðar hefjast 8. október: 92 skip veiða 72 þúsund lestir - vonir bundnar við aukna sölu á frystri síld

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.