Dagur - 01.10.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 01.10.1987, Blaðsíða 9
1. október 1987 - DAGUR - 9 oft á sama námskeiðið? „Það eru til dæmi þess en yfir- leitt gengur þetta nú klakklaust í fyrstu tilraun.“ - Hvað um próf á fjórlijól, snjósleða og þess háttar, sækja menn námskeið hér fyrir þau próf? „Já og menn fá reyndar rétt- indi til að keyra fjórhjól og snjósleða þegar þeir taka skelli- nöðruprófið. Það er hlutur sem ég er ekki heldur sáttur við því fjórhjól og snjósleðar eru marg- falt kraftmeiri en skellinöðrur." - Hvort eru nú stelpur eða strákar betri ökumenn? „Strákarnir eru oft búnir að keyra miklu meira áður en þeir byrja að læra og eru þess vegna yfirleitt með meira sjálfstraust og eiga léttara með þetta, en stelp- urnar reynast svo oft betri öku- menn þegar út í umferðina er komið, því það verða ekki eins mörg slys af þeirra völdum, þær hafa vinninginn.“ - Að lokum Jónas, hvað finnst þér um umferðarmenningu okkar Islendinga? „Ef hún er borin saman við það sem gerist annars staðar kemur í ljós að ökumönnum hér hættir til að sýna allt of mikið gáleysi í umferðinni. Margir eru of kærulausir og hlýða ekki reglum, þetta er algengasta orsökin fyrir umferðarslysum. Ég held að það vanti einfaldlega aga í umferðinni.“ ekki nógu góðan tíma til að pæla í þessu.“ - Finnst þér þú hafa lært margt á þeim tíma sem þú hefur verið í undirbúningi? „Já, svona eitthvað." - Hvað finnst þér skemmtileg- ast af þessu öllu saman? „Mér finnst náttúrlega skemmtilegast að keyra.“ - Ætlarðu að vera iðin • við aksturinn eftir að þú færð prófið. „Já, ég vona það.“ - Á að stunda rúntinn? „Ja, maður gerir það kannski eitthvað, annars er aðalatriðið hvað maður verður miklu frjáls- ari en áður.“ Rúnar Friðriksson. - Hvað finnst þér um kostnað- inn við að taka bílpróf? „Það er ekkert svo dýrt en mætti samt vera ódýrara.“ - Hvaða bíl hefurðu til um- ráða þegar þar að kemur? „Ég býst við að vera á pabba og mömmu bíl, a.m.k. svona fyrst til að byrja með.“ - Nú þykja unglingar sem eru nýkomnir með próf oft glanna- legir í akstri og allt of margir þeirra lenda í einhverjum óhöpp- um í umferðinni, hvernig held- urðu að það verði með þig? „Ég ætla að reyna að standa mig vel í að fylgja öllum umferð- arreglum. Annars hugsa ég að ég verði kærulausari þegar á líður eftir að ég hef tekið prófið og hugsi minna um reglurnar." Sigrún Margrét Indriðadóttir - Finnurðu til prófskrekks þegar líða tekur að prófi? „Já maður kvíðir svolítið fyrir þessu." - Ertu búin að vera dugleg við að undirbúa þig við lesturinn? „Nei ekki mjög. Maður hugsar svo lítið út í þetta og gefur sér Rúnar Friðriksson - Hvað finnst þér um þetta námskeið sem þú ert á hérma? „Mér líst bara ágætlega á það og er bara ánægður með þetta.“ - Ertu búinn að fara í marga ökutíma? „Ég er búinn að fara í tvo.“ - Hvernig tilfinning er það að fá loksins að keyra sjálfur? „Það er ágætis tilfinning, ann- ars er ég vanur að keyra, því ég Myndir og texti: Helga Kristjánsdóttir. hef verið í sveit í mörg ár og er mjög vel undirbúinn þaðan.“ - Hefurðu tekið mótorhjóla- próf? „Nei ég hef aldrei tekið mótor- hjólapróf, þó ég hafi átt mótor- hjól. Ég er með dráttarvélapróf.“ - Finnst þér þú hafa lært mikið á þessu námskeiði hér? „Já, já þetta er búið að vera ágætis kjaftæði og ég hef lært mikið af því.“ - Hvað finnst þér um kostnað- inn við þetta nám? Gígja Björk Valsdóttir. „Ég held að hann sé sanngjarn. Þetta er ekki svo dýrt.“ - Heldurðu að þú þurfir að fara í marga tíma? „Nei, ég hugsa að ég þurfi þess nú ekki.“ Gígja Björk Valsdóttir - Finnst þér þú ná miklum áfanga þegar þú færð bílprófið? „Já, svona að vissu leyti a.m.k.“ - Býstu við að tilkoma bíl- prófsins breyti þínu daglega lífi mikið? „Nei, ég býst ekki við því. Ég hef það mikið frjálsræði" - Ertu farin að safna fyrir bíl? „Nei en ég hugsa að ég geri það nú." - Það má búast við hálku fljót- lega, heldurðu að þú verðir ekki smeyk við hálkuna? „Ég ætla að vona að þetta verði allt í lagi, því ég verð lík- lega á góðum bíl og þarf ekkert að óttast." - Hámarkshraði hefur víða verið hækkaður, hvað finnst þér um það? „Mér finnst það mikið til bóta.“ - Ertu farin að læra vel fyrir prófið? „Nei, ég er ekki farin að gera það en ég ætla að fara rækilega í gegnum þetta þegar þar að kemur.“ - Varst þú með öll umferðar- merkin á hreinu þegar þú byrjað- ir að læra til prófs? „Nei, en maður var ekki búinn að gleyma þeim öllum.“ - Hvað hefur komið þér mest á óvart í þeirri fræðslu sem þú hefur fengið hér? „Ætli það sé ekki það sem ég hef lært um vélina og annað í þeim dúr.“ Hvernig heldurðu að KA og Þór muni standa sig í 1. deildinni í handknattleik? Kristjan Kristjánsson: „Ég spái KA íslandsmeistara- titli. Þórsararnir gætu sloppið við fall ef allt gengur upp hjá þeim og þeir verða heppnir, en KA hefur alveg lið til þess að vera með í baráttunni um lslandsmeistaratitilinn.“ Sveindís Benediktsdóttir: „Ja, KA-menn verða sennilega í þriðja sæti og Þór í fimmta." Þorleifur Þór Jónsson: j „Ja, verða þau ekki einhvers staðar ofarlega? Það sem ég veit um þessa drengi er það að þetta eru víkingar til verka og hljóta því að lenda ofarlega." Davíð Björnsson: „Ja, ætli Þór fái ekki eitt stig. Þeir fá þetta stig í heimaleik gegn ÍR.“ Hilmir Svavarsson: „Ég hef nú lítið fylgst með handboltanum en ég spái því þó að hvorugt liðið falli.“ Sigurjón Pálsson: „Ég spái að Þór verði í fimmta sæti og KA í fjórða.'1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.