Dagur - 01.10.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 01.10.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 1. október 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFURÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík, ÁSLAUG MAGNÚSDÚTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILLBRAGASON, HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR. ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari______________________________ Sykurát og tannskemmdir Sykurneysla íslendinga er meiri en hjá flestum öðr- um þjóðum og fer vaxandi. Ársneysla sykurs hér á landi í fyrra nam um 60 kílóum á mann, sem er að sjálfsögðu heimsmet. Engin þjóð kemst í hálfkvisti við okkur þegar sykurneysla er annars vegar. Sælgætisneysla hefur aukist óhugnanlega. Árið 1980 voru 1264 tonn af sælgæti framleidd innan- lands en innflutningur var óverulegur. Árið 1985 nam innlenda framleiðslan hins vegar 1900 tonnum og hvorki meira né minna en 2300 tonn af sælgæti voru flutt til landsins, þar af voru 300 tonn seld í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Því má gera ráð fyrir að sælgætisneysla íslendinga sé rúm fjögur þúsund tonn á ári, eða rúmlega 11 tonn á dag. Það samsvarar rúmum 17 kílóum á mann árlega! Gosdrykkjaneysla hefur einnig aukist ótrúlega mikið á undanförnum árum. Árið 1960 drukku íslendingar 3,6 milljónir lítra en árið 1985 var magn- ið komið í 23,4 milljónir lítra, sem samsvarar tæpum 100 lítrum á mann á ári. Þá er ótalin neysla ýmissa sykraðra ávaxtadrykkja, en hún hefur einnig aukist verulega. Ótvíræðar sannanir liggja fyrir því að beint sam- band er á milli sykurneyslu og tannskemmda. Með hliðsjón af gegndarlausri sykurneyslu íslendinga kemur ekki á óvart að tannskemmdir eru algengari hér en á hinum Norðurlöndunum og reyndar algengari en víðast hvar í hinum vestræna heimi. Með hliðsjón af framansögðu er ljóst að verulegs átaks er þörf til að draga úr tannskemmdum og koma í veg fyrir þær. En hvað er til ráða? Það hefur sýnt sig að verð á sykri hefur áhrif á neyslumagnið. Á íslandi er sykur mjög ódýr og hefur farið lækkandi. Nú kostar kílóið aðeins þriðjung af því sem það kostar í Finnlandi og Danmörku. í Noregi og Svíþjóð er sykur meira en tvöfalt dýrari en hér. íslensk stjórnvöld eiga mikla sök á því hversu illa er komið í þessum málum. Hér á landi er hvorki lagður tollur né vörugjald á sykur og þannig er óbeint verið að hvetja til sykurneyslu. Tannburstar bera hins vegar 50% toll og 24% vöru- gjald! Stefna stjórnvalda, eða stefnuleysi öllu heldur, er til háborinnar skammar og róttækra breytinga er þörf. Þá er nauðsynlegt að leggja aukna áherslu á ýmsar fyrirbyggjandi aðgerðir, s.s. tannvernd og tannhirðu. Þar kemur enn til kasta stjórnvalda, því aukin fræðsla kallar á auknar fjár- veitingar. Fullyrða má að þeim peningum yrði vel varið. Það verður auðvitað ætíð á valdi og ábyrgð ein- staklinganna, hvers og eins, hvort tennur þeirra verða góðar eða slæmar. Hins vegar hefur manneld- isstefna stjórnvalda mikið að segja, því með skynsamlegri skattlagningu má beina neysluvenj- um almennings inn á æskilegri brautir. BB. Afréttarmál Skútustaðahrepps: Moldviðri þyriað upp til að réttlæta harkalegar aðgerðir - að mati Hinriks Á. Bóassonar oddvita „Það má segja að landgræðslu- stjóri beiti lögum fyrir sig án þess kynna sér hvort að nokk- ur ástæða sé til þess og það iít- um við auðvitað alvarlegum augum,“ sagði Hinrik Á. Bóasson oddviti Skútustaða- hrepps í samtali við Dag vegna frétta um afréttarmál hrepps- ins undanfarna daga. „Menn eru sammála um það að Austurafrétturinn er ekki glæsilegur. Hann hefur hins veg- ar verið svona alveg frá því elstu menn muna og raunar talinn með betra móti núna vegna þess hversu vor og sumar voru hagstæð. Þar með er ég þó alls ekki að segja að þarna eigi að beita ótak- markað, heldur að benda á að Landgræðslan hefur ekki kynnt sér þennan afrétt í 40 ár. Þeir koma þarna austur í fyrra og segja einfaldlega: „Hann er af- leitur“, en taka ekki tillit til Nú er loðnuvertíðin að hefjast og fyrsta loðnan að berast til loðnuverksmiðjanna. Hrað- frystihús Ólafsfjarðar starf- rækir litla loðnuverksmiðju sem tók við um 8000 tonnum af loðnu á síðustu vertíð. Þorsteinn Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar sagði í samtali við Dag að verksmiðjan væri um það bii að verða tilbúin til að taka á móti fyrstu loðnunni. Hann sagði að tæki væru að mestu í lagi og verið sé að lagfæra það sem lag- færa þarf. Loðnuverkmiðja H.Ó. hóf ástandsins undanfarna áratugi. Við munum standa við orð okkar um það að fara að tilmæl- um fulltrúa landgræðslu og Gróð- urverndarnefndar S.-Þingeyjar- sýslu um það hvenær upprekstur má hefjast að vori. Við erum mjög samvinnufúsir í þessu máli og höfum að mínu mati sýnt því mikinn áhuga,“ sagði Hinrik. Hinrik sagði að í allri umræðu um afréttarmál Mývetninga hefði Austurafréttur verið dæmd- ur mjög harkalega en ekkert hefði verið minnst á Suðurafrétt- inn, en þangað fer um helmingur af sauðfé bænda í hreppnum. Þetta gerðist þrátt fyrir það að í haust hefði meðalfallþungi þar verið lægri en af Austurafrétti þar sem hann hækkaði um 1,5 kg að meðaltali. í viðtali á morgunvakt útvarps fyrr í vikunni talaði Sveinn Run- ólfsson um að 18 þúsund fjár væru á afrétti Skútustaðahrepps. í þessu sambandi vildi Hinrik bræðslu árið 1984 og sagði Þor- steinn að ekki væri annað liægt að segja en að reksturinn hafi gengið illa á síðustu vertíð. Hann sagði að verksmiðjan hafi losnað við allt mjöl en afkoman hafi ver- ið slæm og tap á rekstrinum sem kæmi til af því að loðnuverð hafi verið of hátt. Ekki hefur verið ákveðið hve hátt verð verksmiðjan mun greiða fyrir loðnuna en Þorsteinn taldi að það yrði á svipuðu róli og aðr- ar loðnuverksmiðjur greiða. Átti hann von á að ákvörðun um loðnuverðið lægi fyrir á næstu dögum. JÓH árétta að heildarfjöldi fjár í hreppnum væri nálægt þessari tölu en á Austurafrétti væru að- eins um 9000 fjár. í bréfi landgræðslustjóra segir að „ýmis gögn“ liggi fyrir um slæmt ástand gróðurs á Austuraf- rétti, „Þessi gögn hafa ekki verið birt og eru okkur ókunn og mér finnst nokkuð harkalegt að nota niðurstöður skýrslu sem ekki hef- ur verið birt. Það má því segja að það moldviðri sem þyrlað hefur verið upp í kringum þetta sé not- að til að réttlæta þessar aðgerð- ir,“ sagði Hinrik. ET Brautamót B.A.: Öm og Hörður efstir Tvö pör hafa tekið nokkuð afgerandi forystu í Bautamóti Bridgefélags Akureyrar, sem nú er hálfnað. 26 pör taka þátt í mótinu en spiluð eru 26 spil á kvöldi, eftir Mitchel-fyrir- komulagi. Staða efstu manna að loknum tveimur umferðum er þessi: Stig 1. Örn Einarsson - Hörður Steinbergsson 746 2. Stefán Ragnarsson - Grettir Frímannsson 743 3. Frímann Frímannsson - Pétur Guðjónsson 682 4. Pétur Jósepsson - Haukur Jónsson 679 5. Kristinn Kristinsson - Árni Bjarnason 663 6. Jónas Karlesson - Haraldur Sveinbjörnsson 661 7. Þormóður Einarsson - Símon Gunnarsson 660 8. Anton Haraldsson - Ævar Ármannsson 658 Meðalárangur er 624 stig Þriðja og næstsíðasta umferð fer fram n.k. þriðjudagskvöld. Spilamennskan hefst að venju kl. 19.30 og er spilað í Félagsborg. BB. Loðnubræðsla Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar: Ákvörðun um loðnu- verð ekki verið tekin - tap á rekstri á síðasta ári # Svart kjöt í sláturtíðinni heyrast ávallt háværar raddir um að menn séu að selja kjöt á svörtum markaði. Raddirnar segja að sumir bændur slátri lömbum heima i tugatali og selji síðan ættingjum og vinum á kosta- kjörum. Nú, er þetta ekki allt saman gott og blessað? „Hollt er heimaslátrað lamb,“ segir máitækið en raddirnar eru þessu ósammála. Þær segja að heimaslátrað kjöt sé fullt af óhugnanlegum sjúk- dómum. Þetta kjöt á að vera af gömlum, sjálfdauðum, eða riðuveikum rollum og hver sá sem neytir þess leggst í rúmið með það sama. Fyrir utan all- an sóðaskapinn segja radd- irnar að hér sé um kolólög- legt athæfi að ræða sem ætti ekki að eiga sér stað í sam- félagi siðmenntaðra. Radd- irnar hljóta að hafa eitthvað til sins máls, en að þær fái einhverju framgengt er fjar- stæða. # Kjöt á fæti Svo við höldum okkur við svarta kjötið þá varð S&S vitni að slíku athæfi um daginn. Að vísu kom þetta ekki alveg heim og saman við raddirnar, því samkvæmt þeim eiga bændur að slátra fénu heima í sveitinni og selja kjötíð til neytenda í kaupstaðnum. Þetta atvik var hins vegar óvenjulegt að því leyti að kindurnar voru fluttar lifandi til kaupstaðarins. Þær voru á kerru sem tengd var í Land Rover jeppa og þannig voru þær fluttar á milli húsa. Ég varð hvumsa við, vissi ekki að bændur væru svona kræfir að selja kjöt á fæti, en nú skil ég betur hvað átt er við með orðinu heimaslátrun. Fólk fær féð sent heim og dundar við að slátra því á eld- húsborðinu meðan það hlustar á óskalög neytenda í útvarpinu, „Mary had a little lamb,“ og svo framvegis. Síðan er kjötinu stungið í frystikistuna og beinunum hent i heimilishundinn. Svona á þetta að vera, gamla sveitastemmningin í algleym- ingi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.