Dagur - 01.10.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 01.10.1987, Blaðsíða 5
1. október 1987 - DAGUR - 5 Afgreiðslumenn bensínsölu. Þarna er um auðugan garð að gresja fyrir bifreiðaeigendur. Félagsmálaskólinn: Vetrarstarfiö að hefjast Vetrarstarf Féiagsmálaskóla alþýðu er að hetjast um þessar mundir. Fyrsta önn skólans verður í Ölfusborgum 11.-24. október n.k. Félagsmálaskól- inn er rekinn af Menningar- og fræðslusambandi alþýðu og eiga allir félagsmenn í aðildar- félögum ASl rétt á vist í skólanum. Tvær annir skólans verða fyrir áramót, sem hvor um sig stendur í hálfan mánuð, en eftir áramótin er auk fyrri anna gert ráð fyrir þriðju önn skólans. í Félagsmálaskólanum siija hagnýtar greinar í fyrirrúmi. Þátttakendum er leiöbeint um félags- og fundarstörf, þeir taka þátt í skemmtilegu og fræðandi hópstarfi um fjölbreytt efni. Þeir eiga þess kost að afla sér þekk- ingar í vinnurétti og hagfræði auk þess sem fræðsla um verkalýðs- hreyfinguna, sögu hennar og stefnumál er ætíð á dagskránni. Auk fræðslu í helstu greinum, sem snúa að launa- og kjaramál- um, er Félagsmálaskólinn dýr- mætur vettvangur fyrir launþega innan ASÍ til umræöu um sín mál og tækifæri gefast til að ræða við forystumenn í launþegahreyfing- unni á liverri önn skólans. A dagskránni eru einnig menningar- og skemmtikvöld, heimsóknir í fyrirtæki og stofnan- ir eftir því sem tími gefst til. Þeir sem áhuga hafa á skólavist í Félagsmálaskólanum, eru beðn- ir um að hafa samband við skrif- stofu MFA s. 84233 eða verka- lýðsfélag sitt. Umsóknir um 1. önn skólans þurfa að berast fyrir 8. október n.k. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI Einingabréf 1 nú 13-14% umfram verðbólgu. Einingabréf 2 nú 9-10% umfram verðbólgu. Einingabréf 3 nú 35-39% nafn- vöxtun. Raunvöxtun háð verð- bólgu. Aukið öryggi vegna dreifingar áhættu. Óbundið fé. Einingabréfin eru alltaf laus til útborgunar. Allir geta eignast Einingabréf, því hægt er að kaupa þau fyrir hvaða upphæð sem er. GENGI BRÉFANNA: Einingabréf 1 ............. 2.318.- Einingabréf 2 ............. 1.365.- Einingabréf 3 ............. 1.433.- Lífeyrisbréf .............. 1.165.- Kaupþing Norðurlands hf. Ráðhústorgi 5 * Pósthólf 914 602 Akureyri • Sími 96-24700. Vegleg bensín- stöð við Leiruveg - „Miðum allt við að hafa þjónustuna sem besta“ segir Agúst Karlsson tæknifræðingur Á laugardaginn var opnuð ný bensínstöð við Leiruveg. Akureyringar geta nú státað af þremur nýjum bensínstöðvum sem allar hafa verið opnaðar í sumar og haust. Skeljungur hf. opnaði nýja bensínstöð við Hörgárbraut og Olíufélagið hf. stóð í stórframkvæmdum við Veganesti, en þar voru reist ný hús og allt endurnýjað. Ágúst Karlsson, tæknifræðingur hjá Olíufélaginu hf., svaraði nokkrum spurningum um stöð- ina við Leiruveg. - Hverjir hönnuöu stöðina? „Aðalsteinn Júlíusson, arki- tekt, Birgir Ágústsson, verk- fræðingur og Jóhann Axelsson hjá Raftákni voru hönnuðir að stöðinni. Hvað varðar starfsem- ina sem þarna fer fram þá er stöðin samsett þannig að fyrir utan eldsneytissölu er þetta gegn- umkevrslustöð fyrir bíla á lang- ferðum, t.d. rútur og flutninga- HAFnARSTRÆTI 96 SIMI96-24423 AKUREYRI Utsala! á leikföngum, ullarvörum og lopa. Opið frá kl. 1-6 e.h. í kjallaranum, gengið inn að norðan. tmmibiirim Ys og þys við lúgurnar. Pétur Jones frá Grímsey t.h. var flmmhundraðasti viðskiptavinurinn en þeir voru á áttunda hundrað fyrsta daginn. Pétur fékk vegleg verðlann. - Er það stefna Olíufélagsins að reisa slíkar gegnumkeyrslu- stöðvar víðar um landið? „Þetta fer allt eftir staðháttum. Mönnum fannst vanta stöð af þessari gerð á Akureyri, helst rétt utan við bæinn. Á smærri stöðum úti á landi er Olíufélagið ekki tilbúið að leggja í slíkan kostnað nema réttir staðhættir séu fyrir hendi. Við vitum að stöðin verður dýr, það var mikið í hana borið með tilliti til þess að hafa mannvirkið sem veglegast og þjónustuna sem besta. En endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir, reikningarnir eru ennþá að berast." - Er ákveðinni upphæð varið til byggingaframkvæmda á veg- um félagsins á hverju ári? „Nei, mér vitanlega er ekki um að ræða neina fastákveðna upphæð. Þetta miðast allt við rekstrarafkomu fyrirtækisins t'rá ári til árs og þörfina á hverjunt stað. Staðhættir geta breyst á hverjum stað og við reynum að niiða við hvaða þörf er fyrir þjón- ustuna á hverjum tíma til að koma sem best til móts við við- skiptavinina.“ EHB bíla því þarna er veitingasala. Á efri hæðinni getur fólk sest niður við veitingarnar og er pláss fyrir hóp úr meðalrútu. Þá geta flutn- ingabílstjórar komið við, tekið eldsneyti og fengið sér í svanginn. Sérstakt upplýst þvottastæði er fyrir þessa stóru bíla auk hefðbundins þvottaplans fólksbíla. “

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.