Dagur - 01.10.1987, Page 8
8 - DAGUR - 1. október 1987
um ökuskólann
Það hefur löngum þótt og þykir enn sem töiuverðum áfanga sé náð þegar bílprófi er náð.
Bílprófið þýðir í flestum tilfellum aukið sjálfstæði, þá loksins er fólk orðið fullorðið og
getur farið allra sinna ferða eins og það kýs. Menn fara gjarnan að sjá miðbæjarlífið í
nýju Ijósi, því nú eru þeir ökumenn í stað þess að vera í hópi gangandi vegfarenda eins
og áður.
Fylgifiskur ökuprófsins er auðvitað oft „að kaupa sér bíl“. Bílaútgerðin getur orðið stór-
áhugamál (bíladella), því eftir að hafa safnað fyrir og keypt vagninn þarf sífellt að vera
að skrúbba og bóna og svo verða menn að fylgjast með því nýjasta o.s.frv.
Reyndar er það svo, eins og fram kemur í eftirfarandi viðtölum, að flestir fá bíl foreldr-
anna lánaðan til að byrja með. Eða eins og einhver sagði: „Það er ágætt að vera á bílnum
hans pabba svona á meðan maður er að æfa sig.“
Flestir virðast eitthvað hafa gripið í stýri áður en að ökuprófinu kemur um sautján ára
aldur.
Við litum inn í Ökuskólann við Mýrarveg á Akureyri og ræddum þar við kennara á öku-
námskeiði og nokkra nemendur í von um að geta kynnt væntanlegum ökunemum hvern-
ig þetta gengur allt fyrir sig.
Borgar Freyr
Jónasson og
Valdimar Tryggvason
- Eruð þið búnir að vera dug-
legir við að lesa ökubækurnar?
„Já. við erum búnir að pæla í
gegnum spurningarnar og líta á
hitt.“
- Voruð þið búnir að fá góða
þjálfun í akstri áður en þið kont-
uð hingð í ökuskólann?
„Já, já, maður stalst á bíl
svona annars lagið.“
- Voruð þið með flest umferð-
armerkin á hreinu þegar þið
komuð hingað?
„Nei, nei, maður var ekkert
farinn að pæla í þessu."
- Hafið þið átt mótorhjól eða
eitthvert hliðstætt tæki?
„Ekki mótorhjól, en Valdimar
á snjósleða."
- Búist þið við að þurfa að
fara í marga ökutíma áður en þið
farið í prófið?
„Ætli við förum ekki í svona
um tíu tíma, manni veitir ekkert
af því.“
- Nú ert þú frá Dalvík Borgar,
til hvaða ökukennara ferðu?
„Ég verð að koma hingað til
Akureyrar til að sækja tímana
því ökukennarinn á Dalvík er
hættur. Valdimar er úr Bárðar-
dal og verður þess vegna líka að
koma hingað til að læra.“
- Hvað finnst ykkur að lokunt
um þá hækkun á hámarkshraða
sem nýlega hefur orðið?
„Við teljum að það sé hiklaust
til bóta að hafa hærri hámarks-
hraða."
Jónas Helgason.
Jonas Helgason
ökukennari og
forstöðumaður
ökuskólans
„Ökuskólinn hefur verið starf-
andi frá því í mars ’84 og hér eru
yfirleitt námskeið á hálfsmánað-
arfresti. Hingað sækja um 350
nemendur árlega, nemendur frá
Akureyri og nágrannabýggðum
og einnig frá nágrannabæjum
eins og Ólafsfirði og Dalvík,"
sagði Jónas Helgason þegar við
báðum hann að segja okkur
aðeins frá ökuskólanum.
- En hvernig var þetta áður en
ökuskólinn kom til sögunnar?
„Nú þá urðu menn bara að lesa
enn betur undir prófið og það var
alfarið ökukennara að annast
bóklega kennslu og yfirferð fyrir
prófið. Þetta leiddi til þess að
ökuprófið var ntiklu dýrara en
það er nú, því hér fá ntenn níu
stunda kennslu fyrir 1400 kr. í
Sigrún Margrét Indriðadóttir.
Valdimar Tryggvason og Borgar F. Jónasson.
stað þess að taka þessa bóklegu
kennslu hjá einkakennara sem
tekur 1113 kr. á klst. Þá er hægt
að gera kennsluna hérna mun
fjölbreyttari en hjá einkakennara
með því að rökræða hlutina, sýna
slidesmyndir, vídeómyndir og
glærur.“
- Á hvaða dögum eru þessi
námskeið?
„Þau eru yfirleitt þrjú kvöld í
viku, á mánudags-, þriðjudags-
og miðvikudagskvöldum frá
20.00 til 22.30.“
- Nú fá flestir umferðar-
fræðslu í byrjun grunnskóla.
Finnst þér þau búa enn að því
námi þegar þau koma hingað?
„Þau búa náttúrlega alltaf
eitthvað að því námi og sú
fræðsla út af fyrir sig er nauðsyn-
leg en menn eru fljótir að gleyma
og fæstir kunna t.d. öll umferðar-
merkin utan að þegar þeir byrja
að læra til ökuprófs.“
- Eru margir hingað konmir til
að læra á skellinöðrur (létt
bifhjól)?
„Ja, hingað koma um 50 árlega
í ökuskólann til að taka skelli-
nöðrupróf en gallinn við það er
sá að krakkarnir fá svo lítinn
undirbúning fyrir prófið. Þeir fá
smáfræðslu og eiga svo að geta
tekið þátt í umferðinni eins og
fullgildir ökumenn. Þeim er sagt
að æfa sig sjálfir sem er alls ekki
nógu gott fyrirkomulag þó erfitt
sé að breyta því.“
- Eru það bara strákar sem
læra á skellinöðrur?
„Það má eiginlega segja það, á
þeim tveimur árum sem ég hef
kennt hérna hefur aðeins ein
stelpa komið hingað á námskeið
til undirbúnings fyrir þetta próf.“
- Hvað kostar svo að taka
bílprófið í dag?
„Hjá meðalunglingi sem tæki
um 14 ökutíma kostaði það
eitthvað á bilinu 15-20 þúsund
með myndum, sakavottorði og
öllu. Annars er mjög erfitt að
segja til um þennan kostnað því
fólk er svo misjafnt.“
- Hvað um þá sem eru hingað
komnir til að undirbúa sig fyrir
ökupróf, eru þetta nánast ein-
göngu 17 ára krakkar?
„Já, níu af hverjum tíu eru á
þeim aldri."
- Er eitthvað um að fólk komi