Dagur - 19.10.1987, Page 5
19. október 1987 - DAGUR - 5
Nýi og gamli tíminn. A stóru myndinni siglir hið endurbyggða skip inn í Ólafsfjarðarhufn en á innfelldu myndinni
er Ólafur bekkur eins og hann leit upprunalega út.
r f'ií.
• j*» 1
Endurbættur Ólafur
bekkur til heimahafnar
Á laugardagsmorguninn fögn-
uðu Ólafsfirðingar í annað sinn
heimkomu togarans Ólafs
bekks sem nú var að koma
heim frá Póllandi þar sem
hann hefur verið í endurbygg-
ingu síðan í febrúar sl. Mikill
fjöldi manna var samankominn
á bryggjunni til að fagna skip-
inu en Ólafur bekkur ÓF 2 er
fyrsti togari Ólafsfirðinga,
keyptur árið 1973.
Við heimkomuna söng
kirkjukór Ólafsfjarðar, forseti
bæjarstjórnar Birna Friðgeirs-
dóttir bauð skipið og áhöfn vel-
komin heim, séra Svavar Jóns-
son blessaði skipið og loks flutti
Þorsteinn Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss
Ólafsfjarðar ávarp þar sem hann
rakti gang endurbyggingar
skipsins.
Endurbæturnar á Ólafi bekk
fóru fram í Nauta skipasmíða-
stöðinni í Gdynia í Póllandi.
Helstu þættir í endurbyggingunni
voru að skipið var lengt um 6,6
metra, skipt var um aðalvél, sett
var perustefni á skipið og hliðar-
skrúfa, skipt var einnig um gír- og
skrúfubúnað, skipt um stýrisvél,
skipt um öll hjálparspil og síðast
en ekki síst settur svokallaður
Auto-troll búnaður um borð. Þá
var skipt um brú á skipinu og
flest tæki í brúnni endurnýjuð.
Þetta eru þeir þættir sem mestu
skiptir þótt fleiri endurbætur
mætti til telja.
Ólafur bekkur er fyrsti togari
Ólafsfirðinga, keyptur frá Japan
árið 1973. Á árunum 1972-1974
voru keyptir tíu togarar alls frá
Japan, Japanstogararnir sem
seinna voru nefndir. Eigendur
þessara togara stofnuðu með sér
félag, FJAS, sem hefur nú samið
um að 6 af þessum togurum verði
endurbyggðir í Póllandi. Ólafur
bekkur er annar togarinn í röð-
inni en búið er að endurbyggja
togarann Hoffell frá Fáskrúðs-
firði.
Endurbæturnar á Ólafi bekk
kostuðu 120 milljónir króna, sem
Þorsteinn segir vera 50-60 millj-
ónum króna lægra en fengist
hefði annars staðar. Þorsteinn
Ásgeirsson sagði í ávarpi sínu að
í upphafi hafi verið áætlað að
endurbæturnar tækju um 4 mán-
uði en sagði jafnframt að sá tími
væri óeðlilega stuttur miðað við.
umfang verksins enda reyndist
verkið taka átta mánuði. Þor-
steinn þakkaði skipverjum á
Ólafi bekk fyrir þeirra vinnu í
Póllandi en að minnsta kosti tveir
úr áhöfninni voru að jafnaði er-
lendis til eftirlits með verkinu. Þá
þakkaði hann einnig fyrirtækinu
Ráðgarði hf. fyrir allan undir-
búning og hönnun verksins.
Ólafur bekkur er í eigu
Útgerðarfélags Ólafsfjarðar hf.
en eigendur Útgerðarfélagsins
eru þrír þ.e. bæjarsjóður, Magn-
ús Gamalíelsson hf. og Hrað-
frystihús Ólafsfjarðar hf.
Ánægður með skipið
Uppi í brú hitti blaðamaður Dags
Guðna Ólafsson, skipstjóra á
Ólafi bekk að máli. Guðni var að
vonum kátur eftir siglinguna
heim enda að mestu búinn að
vera í Póllandi síðustu tvo mán-
uðina. Ég spurði Guðna fyrst að
því hvernig skipið hefði reynst á
heimleiðinni.
„Mér líkaði að öllu leyti vel við
skipið. Hann fór vel með sig í sjó
og gekk vel. Hann gekk um tólf
mílur í góðu veðri framan af
ferðinni en hann gengur meira
núna en áður enda kominn með
nýja 1250 hestafla vél. Fyrir
breytinguna fór þetta skip allt
niður í 4 mílur í brælu en núna
heldur hann mun meira ferðinni
og fer ekki niður fyrir 10 rnílur,"
sagði Guðni.
- Hefur togkrafturinn breyst
við þetta?
„Já, krafturinn á toginu á að
vera orðinn jafnari þar sem nú er
búið að bæta við hjálparspilum.
Togspilið er aftur á móti það
sama og áður en öll hjálparspilin
ný.“
- Hvað með fiskileitartæki.
Eru þau betri en áður?
„Já, þau eru mun betri en áður
enda var þessi tækjabúnaður sem
áður var um borð farinn að drag-
ast aftur úr öðrum skipum. Ég tel
að nú standi skipið fyllilega jafn-
fætis öðrum skipum hvað þetta
varðar.“
- Hvað telst togarinn vera
orðinn stór í dag?
„Eftir gömlu mælingunni þá
mælist hann vera 550 tonn. Áður
var hann 468 tonn þannig að
hann er orðinn töluvert stærri en
áður.“
- Hver er að þínu mati veiga-
mesta breytingin á skipinu?
„Þessu er erfitt að svara. Allur
aðbúnaður í mannaíbúðum er
orðinn betri og síðan er betra tog.
Hann getur núna fyllilega haldið
í við önnur skip í brælu en það
gat hann ekki áður.“
- Ein spuming að lokum. Finnst
þér að þú sért kominn með nýtt
skip?
„Já, alveg nákvæmlega. Ef
þessar breytingar eru metnar í
prósentum þá er þetta 80% ný-
smíði þannig að það eru ekki eftir
nema litlir hlutar af upprunalega
Ólafi bekk. Skipið var gjörsam-
lega rifið í tætlur,“ segir Guðni
að lokum. JÓH
Við heimkomu Ólafs bekks. Frá hægri: Þorsteinn Ásgeirsson framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar, Gunnar Felixson aðstoðarforstjóri Trygg-
ingamiðstöðvarinnar, sem tryggir skipið, og lengst til vinstri er Svavar Magn-
ússon stjórnarformaður Útgerðarfélags Ólafsfjarðar hf. Myndir: jóh
Bændur
í Þingeyjarsýslu og Skagafirði
[£113111 Vélasýning
Sýning verður á CASE-lnternational drátt-
arvélum í Þingeyjarsýslu og Skagafirði
sem hér segir.
Hjá Véladeild KÞ 20. október frá kl. 14-18 og 21.
október frá kl. 10-14.
Hjá Vélval Varmahlíð 22. október frá kl. 13-18
og 23. október frá kl. 10-12.
Á Sleitustöðum Skagafirði 23. október frá kl.
14-17.
Komið og kynnið ykkur véiarnar,
verð og hin frábæru greiðslukjör sem í
boði eru.
Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk.
Pösthólf 10180