Dagur


Dagur - 19.10.1987, Qupperneq 6

Dagur - 19.10.1987, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 19. október 1987 Ðriend fréftaskýringi Friðarsamkomulag hinna fímm forseta M.-Ameríkuríkjanna Costa Rica, Guatemala, Nic- aragua, El Salvador og Panama sem undirritað var í síðasta mánuði hefur vakið von í brjósti manna um varan- legan frið í þessum heimshluta. Samkomulagið sem kennt er við Arias forseta Costa Rica var undirritað gegn vilja Reag- an stjórnarinnar og er á marg- an hátt einkennandi fyrir breytt samskipti þessara smá- ríkja og Bandaríkjanna. Fyrir einungis tveimur árum voru fjögur þessara ríkja; Guate- mala, Costa Rica, El Salvador og Honduras í bandalagi með Bandaríkjunum gegn sandin- istastjórninni í Nicaragua. I fyrra breyttu Costa Rica og Guatemala afstöðu sinni en samkomulagið frá 7. ágúst síð- astliðnum er í fyrsta skipti sem öll löndin hafa tekið afstöðu gegn yfirlýstri stefnu Banda- ríkjanna. Ein ástæðan fyrir þessari sjálfstæðu stefnu er sterkur persónuleiki forseta þessara landa. í þessari grein munum við Ijalla um forsetana fímm og þau lönd sem þeir stjórna. Hagfræðipróf frá Englandi Oscar Arias Sanchez forseti Costa Rica og aðalhöfundur sam- komulagsins hefur verið einn dyggasti stuðningsmaður Banda- ríkjamanna t' álfunni. Það var þeim því mikið áfall á síðasta ári er Arias iýsti yfir andstöðu sinni við stuðning Bandaríkjanna við „contra" sveitirnar í Nicaragua. Skæruliðarnir höfðu haft bæki- stöðvar í Costa Rica með þegj- andi samkomulagi stjórnvalda í San José. En Arias bætti gráu ofan á svart að áliti Bandaríkja- manna þegar hann gerði sam- komulag við stjórnvöld í Mana- gua í janúar í fyrra um bætt sam- skipti Costa Rica og Nicaragua. Pessi samskipti höfðu verið stirð síðan á árinu 1984 þegar nokkrir landamæraverðir frá Costa Rica féllu í bardaga við hermenn frá Nicaragua. Samkomulagið fól það m.a. í sér að Costa Rica bannaði „contra" skærulið- um að athafna sig innan landa- mæra landsins. Arias er 46 ára að aldri með próf í hag- og stjórnmálafræði frá háskólanum í Essex í Englandi. Hann er þekktur fyrir and- kommúníska afstöðu sína en hef- ur lýst því yfir að afskipti Banda- ríkjanna af málefnum álfunnar hafi einungis gert illt verra. Pað var ráðamönnum í Washington mikill þyrnir í augum er Arias lýsti því yfir að 100 milljón dollur- unum sem runnu til „contranna“ væri miklu betur varið til að styrkja lýðræði í Guatemala, Costa Rica, E1 Saivador og Þetta er í fyrsta sinn sem öll löndin hafa tekið afstöðu gegn yfir- Daníel Ortega, forseti Nicaragua. lýstri stefnu Reagans og Bandaríkjastjórnar. Friðarsamkomulagið í Mið-Ameríku - Varanleg lausn eða tímabundið vopnahlé? Honduras. Hin sjálfstæða stefna forsetans hefur komið á óvart því frá árinu 1983 hefur Costa Rica fengið 588 milljónir dollara í efna- hagsaðstoð frá Bandaríkjunum. Einungis ísrael hefur fengið meiri efnahagsaðstoð hlutfalls- lega frá Bandaríkjunum. Costa Rica er á margan hátt mjög sérkennilegt land. Þar hef- ur ríkt lýðræði frá árinu 1824 og herinn var lagður niður árið 1949! Landið er þekkt fyrir mjög gott menntakerfi og kemur fólk alls staðar frá latnesku Ameríku til að stunda nám við háskólana í San José, höfuðborg landsins. Hvorki meira né minna en 20% af þjóðartekjum landsins fara til menntamála. En áttundi ára- tugurinn hefur verið erfiður fyrir Costa Rica, eins og fleiri lönd, efnahagslega. Verðbólgan náði hámarki 120% árið 1981 en hefur lækkað mikið síðan. Raungildi launa hefur hins vegar fallið um 40% síðustu fjögur árin og ein- ungis mikil lán frá Alþjóðabank- anum hafa komið í veg fyrir hrun efnahagslífsins. Helstu útflutn- ingsvörur landsins eru kaffi, ban- anar og sykur og bendir lítið til þess að þær vörur hækki á al- þjóðamarkaði á næstunni. Þótt Oscar Arias hafi unnið mikinn pólitískan sigur með undirskrift friðarsamkomulagsins þá bíða hans stór verkefni heima- fyrir á efnahagssviðinu. E1 Salvador - tekur herinn aftur völdin? E1 Salvador er það land sem hef- ur verið einna mest í fréttum vegna aðgerða skæruliða og dauðasveita hægri manna í land- inu. Landið er það minnsta í álf- unni en íbúarnir rúmlega 5 millj- ónir. Eitt alvarlegasta vandamál- ið í E1 Salvador er að meirihluti landsins er í eigu örfárra fjöl- skyldna. Þetta ásamt ofbeldinu í landinu hefur leitt til þess að mörg hundruð þúsund íbúa landsins hafa flutt eða flúið til nágrannalandanna Guatemala og Hondúras. José Napoleon Duarte var kos- inn forseti landsins í júní 1984 og voru það fyrstu almennu kosn- ingarnar í E1 Salvador í meira en hálfa öld. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem Duarte hafði verið forseti. Hann hafði verið skipaður forseti árið 1980 af sam- eiginlegri stjórn hersins og borg- aralegra afla. Duarte reyndi að hrinda í framkvæmd umbótum í skiptingu jarðnæðis en lenti þá í andstöðu við jarðeigendur og voldugar bankafjölskyldur í land- inu. Landið rambaði á barmi borgarastyrjaldar og dauðasveitir hægri manna óðu uppi. Duarte þurfti því að segja af sér árið 1982. En Bandaríkjamenn settu pressu á yfirvöld og því var efnt til kosninga og Duarte kosinn forseti. Ekki voru þó allir sáttir við framkvæmd kosninganna og hundsuðu vinstri menn þær vegna m.a. gegnsærra kosninga- kassa! Styrjöldin hefur kostað 60 þúsund manns lífíð Duarte er verkfræðingur að mennt og þótti liðtækur boxari á sínum yngri árum. Hann var einn af stofnendum flokks kristilegra demókrata í E1 Salvador árið 1960 og var m.a. borgarstjóri San Salvador milli 1964 og 1970. Hann sigraði í forsetakosningun- um árið 1972 en herstjórnin neit- aði að viðurkenna sigur hans. Skömmu eftir kosningarnar var skotið á Duarte og sneiddi kúlan meirihluta af nefi forsetans af. Hann flúði land eftir þetta tilræði og settist að í Venezuela allt til ársins 1979. Kosning hans til for- seta árið 1984 vakti von í brjósti margra frjálslyndari manna að Duarte gæti stýrt landinu úr öldudal ofbeldis og hefndarverka Friðarsamkumulag hinna 5 forscta Mið-Ameríkuríkjanna vekur vonir um varanlegan frið í þessum heimshluta. en á síðustu sex árum hafa meira en 60 þúsund manns dáið í land- inu ýmist af völdum hægri eða vinstri manna. Duarte hefur þurft að þræða sig eftir erfiðri leið milli stríðandi afla í landinu. Hægri menn hafa alltaf litið hann hornauga fyrir það sem þeir kalla sósíalískar eða jafnvel kommúnískar tilhneiging- ar hans. Vinstri menn hafa talið Duarte of hægfara og of hliðholl- an Bandaríkjamönnum. Margir þeirra hafa því stutt skæruliða bæði beint og óbeint en skærulið- arnir njóta mikils stuðnings úti á Iandsbyggðinni. Duarte hefur þó tekist að hefta starfsemi dauða- sveita hægri manna sem voru nánast orðnar ríki í ríkinu. Einn- ig hefur honum tekist að hrinda í framkvæmd umbótum í mennta- málum sveitafólks og skiptingu jarðnæðis. En forsetinn hefur ekki gert neitt til að semja við skæruliða og ekki hefur verið gert neitt til að upplýsa þau morð sem dauðasveitir hægri manna stóðu fyrir. Óróleiki hefur aukist að undanförnu í E1 Salvador og hefur ríkisstjórn Duartes verið sökuð um mútuþægni. Mikil verkföll voru í landinu í ágúst- mánuði og særðust um 15 manns í átökum hersins og verkfalls- manna. Nefnd sú sem Duarte skipaði til að framfylgja friðar- samkomulaginu í landinu er ein- ungis skipuð mönnum hliðhollum ríkisstjórninni og hernum þannig að skæruliðar hafa neitað að ræða við þá nefnd. Gagnrýnend- ur ríkisstjórnar Duartes hafa sak- að hann um að stefna einungis að endurkosningu sem forseti í kosningunum að ári en ekki hafa áhuga á varanlegum friði. Það kraumar því undir niðri í El Sal- vador og í bakgrunninum bíður herinn í búðum sínum tilbúinn að grípa inn í ef þeim finnst hags- munum sínum ógnað. Forsetinn gengur alltaf með byssu Guatemala er fjölmennasta landið í Mið-Ameríku með um 8 millj- ónir íbúa. Forsetinn Vinicio Cer- ezo er fyrrverandi lögfræðipróf-i

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.