Dagur


Dagur - 19.10.1987, Qupperneq 7

Dagur - 19.10.1987, Qupperneq 7
19. október 1987 - DAGUR - 7 essor og af mörgum talinn sterk- asti persónuleikinn af forsetunum fimm. Hann er með svart belti í karate og gengur alitaf með byssu. Það þarf ekki að koma á óvart því þrisvar sinnum hefur verið reynt að ráða hann af dögum. Þar að auki hafa meira en 300 af flokksbræðrum hans í Kristilega demókrataflokknum verið drepnir af dauðasveitum hægri manna síðan 1960. Cerezo var kosinn forseti í fyrra og er hann ekki öfundsverð- ur af starfi s.ínu. Hann verður líkt og Duarte að þræða milliveg milli hersins, vaxandi millistéttar, herskárra marxista og stórs hóps borgara sem krefst þess að mann- réttindi séu virt í landinu. Þar að auki bætast við miklir efnahags- erfiðleikar; yfir 100% verðbólga, miklar erlendar skuldir og 45% atvinnuleysi. Skæruliðar voru nokkuð öflugir í landinu á árun- uni 1975-1983 en herinn beitti grimmilegum aðferðum til að ráða niðurlögum þeirra þannig að margir þeirra flúðu til skoð- anabræðra sinna í E1 Salvador. En það voru hins vegar saklausir indíánar sent urðu verst fyrir barðinu á aðgerðum hersins og flúðu þeir því unnvörpum yfir landamærin til Mexíkó. Þar búa nú yfir 200 þúsund Guatemala- ;búar í flóttamannabúðum við frekar slæmar aðstæður. „Stærsta æfingasvæði bandaríska hersins“ Honduras er næststærsta landiö í álfunni en þar búa samt færri en í E1 Salvador. Landið er það fátækasta í Mið-Ameríku og atvinnuleysi mikið. Forsetinn José Azcona Hoyo tók við emb- Oscar Arias fékk friðai- verðlaunin Norska nóbelsverðlauna- nei'ndin tilkynnti á þriðjudag- inn að f'orscti Costa Rica, Oscan Arias Sanshez, fengi friðarverðlaun Nóbels árið 1987. I»au hlýtur hann fyrir störf sín í þágu friðar í Mið- Ameríku og þá sérstaklega fyrir að vera aðalhöfundur friðarsamkomulagsins sem undirritað var í Guateinala þann 7. ágúst síðastliðinn. Þótt Arias hafi fengiö friöar- verðláunin þá vann hann ckki einn aö undirbúningi þcssa merka samkomulags. Hinir fjórir forsetar Mið-Ameriku- ríkjanna eiga sinn hlut þar aö rnáli og mun þessi grcin fjalla um fprsetana .fimm, samkomu- lágið í heild sinni og horfur þess aö varanieg lausn finnist á ntál- um þcssa heimshluta. Bragi.þessi hluti á aö koma aftast. Þú reynir að skeyta þessu inn í einhvcrnveginn þarsefn ég taia um að cnn cigi cftir ;iö lag- færa mikið íclagslegt órcttlæti. Það er engum blöðum þar um að flctta aö úlnefning Osear Ariasar til friðarverðlaunanna hefur styrkt mögulcikanna til friðsamlegrar lausnar í Mið- Amcríku. Hinsvcgar verður að hafa það í huga aö þctta cr cin- ungis pólitísk lattsn og cnn á cft- ír aö ieysa mikinn félagslegan vanda í sambatidi við órétlláta skiptingu auöæfa í þéssum heimshluta. AP Ortega í faðmi fjölskyldunnar. ætti í fyrra og voru þaö fyrstu kosningarnar í hálfa öld sem her- inn hefur ekki skipt sér af. Az- cona cr verkfræðingur að mcnnt og þykir hógvær í skoðunum. Bandaríkin hafa stutt stjórnina í landinu mjög rnikið bæði hern- aðar- og efnahagslega. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að kalla Honduras: „Stærsta æfinga- svæði bandaríska hersins.“ „Contra" skæruliðamir í Nicarag- ua hafa átt griðastað í Honduras og er því skiljanlega uggur í þeirn út af hinu nýja friðarsamkomu- lagi. Bandaríkjastjórn hcfur var- ið stefnu sína í Honduras og sagt að landið sé í fararbroddi að verja lýðræðið í álfunni gegn áhrifum Sovétríkjanna og Kúbu. Azcona sagði í setningarræðu sinni að iðnríki og þá sérstaklega Bandaríkin yrðu að breyta stefnu sinni í sambandi við skuldir 3. heims ríkja. Honduras skuldar yfir 2000 miUjónir dollara þá aðal- lega í Bandaríkjunum. Þessi yfir- lýsing og fyrri neitun forsetans að fella gengi gjaldmiðils landsins, gegn vilja Bandaríkjastjórnar, þykir gefa til kynna að forsetinn ætli sér að fylgja sjálfstæðari stefnu en fyrirrennarar hans gagnvart risanum í vestri. Ahugi Nicaragua kemur á óvart Nicaragua er stærsta landið í Mið-Ameríku. Það er 148 þús- und ferkílómetrar eða jafnstórt og England og Wales saman. Landfræðilega er Nicaragua skipt í þrjú vel afmörkuð svæði; það fyrsta nálægt landamærum Costa Rica, annað á Kyrrahafsströnd landsins og það þriðja á Atlants- hafsströndinni. Það síðastnefnda hefur verið frá upphafi sjálfstæðis^ landsins árið 1839 yfirvöldum crf- iður ljár í þúfu. Það er ntjög erfitt yfirferðar og hefur nánast aldrei lotið neinni yfirstjórn. Sandinist- ar hafa einnig lent í erfiðleikum með indfánana þar og hafa Bandaríkjamenn rcynt að nota sér það í áróðursskyni. Nicaragua hcfur verið mikið í fréttum allar götur síðan sandin- istar tóku völdin árið 1979. Som- oza-fjölskyldan hafði ráðið öllu í landinu síðan árið 1933. Þegar leið á sjöunda áratuginn hafði spilling og óskamntfeilni fjöl- skyldunnar og fylgismanna henn- ar einangrað þá frá meirihluta þjóðarinnar. Skæruliðum óx því ásmegin og árið 1979 tókst þeim að reka Somoza úr landi. Fljót- lega fór þó að bera á óánægju mcð nýju stjórnina og hluti fylg- ismanna byltingarinnar sagði skilið við hana. Nokkrir fluttu úr landi cn aðrir hcldu til fjalla og stofnuðu hinar svonefndu „contra" svcitir sem notið hafa stuðnings Bandaríkjamanna cins og kunnugt er. En afskipti Bandaríkjamanna eru engin nýj- ung í Nicaragua. bandarískir landgönguliðar gcngu á land í Nicaragua árið 1911 og dvöldu þar allt til ársins 1933. Þcssu hafa íbúar Nicaragua aldrei gleymt enda ekki svo langt um liöið síðan. Ortega sat átta ár í fangelsi Daniel Ortega tók við forseta- embættinu árið 1985 eftir fyrstu kosningar í landinu eftir bylting- una. Hann er 41 árs gamall og var fyrst handtekinn 15 ára gam- all fyrir að taka þátt í mótmælum gegn Somoza stjórninni. í allt sat hann í átta ár í fangelsum Som- oza stjórnarinnar. Hann er ekki einvaldur í cmbættinu því svo- kölluð átta manna „junta“ stjórn- ar með honum. Það má segja að Ortega sé fremstur meðal jafn- ingja. Hann þykir mjög hlédræg- ur og lætur einkalíf sitt ekki kom- ast í fjölmiðla. Hann sést sjaldan brosa og þykir ekki besti ræðu- maðurinn meðal hinna átta ráða- manna. Ortega þykir samt sem áður mesti raunsæismaðurinn meðal þeirra og hefur það sjálf- sagt átt sinn þátt í því að hann var valinn forsetaframbjóðandi sandinista í kosningunum. Eftir að Bandaríkjamenn settu viðskiptabann á Nicaragua var stjórnin þar tilneydd til að snúa viðskiptum sínum meira til Kúbu og Austantjaldslanda. Mestalla olíu sína fékk Nicaragua frá Mexíkó cn með versnandi efna- hagsástandi þar varð Nicaragua að leita til Sovétríkjanna. Stjórn- in hefur einnig beitt meiri hörku við öfl andstæð henni t.d. kirkj- una. Einnig hefur hún numið úr gildi nokkur ákvæði úr stjórn- arskránni um almenn mannrétt- indi og prentfrelsi vegna vaxandi styrks skæruliða. En í samræmi við friðarsamkomulagið var t.d. aðalstjórnarandstöðublaðinu LA PRENSA leyft að koma út aftur í síðustu viku. Ahugi Nicaragua hefur komið á óvart Það hefur komið gagnrýnendum samkomulagsins á óvart hve stjórnin í Managua hefur veriö fljót að verða við ákvæðum þcss. Þegar hefur verið minnst á opnun La Prensa og þar að auki hafa verið settar upp óháðar nefndir til að fylgjast með að ákvæðunum verði framfylgt. Ástæðan er sú að sandinistarnir hafa allt að vinna og engu að tapa. Efnahagslíf landsins hefur verið bágborið vegna mikilla útgjalda vegna hersins og viðskiptabanns Banda- ríkjamanna. Þeim er því mikið í mun að eyða öllurn stuðningi við „contrana" innanlands og bæta ímynd landsins á alþjóðavett- vangi. Hins vegar neita þeir algjör- lega að ræða við contrana, hvort sem er beint cða í gegnum Bandaríkjastjórn. Sandinistar segja að þeint sé fjarstýrt frá Washington og því vilji þcir ein- ungis ræða við bandaríska ráða- menn. Málið er því í nokkrum hnút því samkomulagið er það loðið í orðalagi að það gerir ein- ungis ráð fyrir að deiluaðilar ræði málin en ekki hvaða deiluaðilar ræði saman. Þar stendur því hníf- urinn í kúnni eins og cr. Hins vegar er samkomulagið sigur fyr- ir sandinistanna því með því hafa nágrannaríkin viðurkennt lög- mæti stjórnarinnar í Managua og ætli sér að vinna með Nicaragua en ekki gegn þeim. Hvort þetta tekst veltur á framvindu mála næstu vikur en öllum skilmálum samkomulagsins á að vera búið að hrinda í framkvæmd í lok nóvember: Það er engum blöðunt þar um að fletta að útnefning Oscar Ariasar' til friðarverðlaunanna hefur styrkt möguleikanna til friðsam- legrar lausnar í Mið-Ameríku. Hins vegar verður að hafa það í huga að þetta er einungis pólitísk lausn og enn á eftir að leysa mik- inn félagslegan vanda í sambandi við óréttláta skiptingu auðæfa í þessum heimshluta. Og því telja fréttaskýrendur að jafnvel þótt samkomulagið nái fram að ganga muni spenna ríkja áfrant í þess- um heimshluta. AP Kvenna- listinn mótmælir söluskatti Fundur Kvennalistans í Norður- landskjördæmi eystra haldinn á Akureyri 3. okt. 1987 átelur harðlega þá ákvörðun að leggja söluskatt á mötuneyti í skólum. Benda má á að ærinn kostnað- ur er nú þegar fyrir foreldra að greiða mötuneytiskostnað fyrir börn og unglinga sem ekki eiga annan kost en að dvelja á heima- vistum vegna skólagöngu. Bæjarstjórn Húsavíkur: Umræður um mjólkur- mál á Bestabæ Á tveim síðustu fundum Bæjarstjórnar Húsavíkur hef- ur verið rætt fram og aftur um svokallað „MjólkurmáÞS þótt ekki sé að fullu Ijóst hvað þetta mál hefur yfir höfuð að gera inni á bæjarstjórnarfundi þar sem um er að ræða hvort börn á leikskóladeildum Barna- heimilisins Bestabæjar skuli fá keypta mjólk á barnaheimilinu. Flestir bæjarfulltrúar virðast vera á þeirri skoðun að hér sé um samkomulagsatriði að ræða milli foreldra barnanna og starfsfólks á Bestabæ. Börn á leikskóladeildum koma nteð nesti með sér að heiman og er því beint til foreldra að þau nesti börnin nteð hreinum ávaxta- eða mjólkurdrykkjum, grófu brauði með mismunandi áleggi og ávöxtum. Bæjarráði var sendur undir- skriftalisti frá foreldrunt þar sem farið er fram á að börnin fái keypta mjólk í leikskóladeildum. Helstu rökin með þessari umleit- an munu vera þau að börnin fái ekki kalda mjólk ef þau korni með nesti með sér að heiman. Starfsfólk á leikskóladeildum Bestabæjar hélt fund um málið og niðurstöður þeirra umræðna sem þar fóru fram koma fram í bréfi til bæjarráðs. í bréfinu segir m.a.: „Ef urn mjólkurkaup er að ræða þarf eitt yfir alla að ganga og við teljum ekki rétt að skylda öll börn til að drekka mjólk alla daga. hvernig sem viðrar. Á dag- heimilisdeildum fá börn tilbreyt- ingu í drykkjum, sem og mat, og við ætlumst til að svipað sé með leikskólabörn, t.d. fá dagheimil- isbörnin heitt kakó þegar kaldara er í veðri. Foreldrar, forráðamenn og aðrir þyrftu að hugleiða að ein- hæft fæði (drykkir þar með taldir) er ekki hollt frá næringar- fræðilegu sjónarmiði. Að fá alltaf mjólk í öllurn kaffitímum er svip- að og að fá alltaf sömu brauð- og áleggstegund." í bréfinu er bent á að í verslunum bæjarins fáist einangraðir brúsar til að halda drykkjunt heitum eða köldum fyrir börn og að sögn Helgu J. Stefánsdóttur dagvistarstjóra notar allt að helmingur foreldra leikskólabarnanna slíka brúsa fyrir börn sín, með góðum árangri. IM Ungur hermaður í El Salvador.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.