Dagur - 19.10.1987, Page 9
8 - DAGUR - 19. október 1987
19. október 1987 - DAGUR - 9
íþróttÍL
Handbolti 1. deild:
Staða Þórsara allt
annað en glæsileg
- Liðið hefur enn ekki hiotið stig að loknum 5 umferðum
Gamla kenipan Jón Már Héðinsson lék best Þórsara í leiknum gegn Haukum í Hafnarfirði á laugardag. Mynd:
Úrvalsdeildin í körfubolta:
Haukar sigruðu Þór í
tilþrifalitlum leik
Þór mætti Haukum í fyrsta leik sín-
um í úrvalsdeildinni í Hafnarfirði á
laugardaginn og tapaði leiknum
með 86 stigum gegn §8. Staðan í
leikhléi var 44:29 Hafnfirðingunum
í vil. Leikurinn var frekar slakur og
tiiþrifalítill þegar á heildina er litið
og greinilegt að hvorugt liðið er
komið í sitt besta form.
Jón Már Héðinsson fyrstu körfu leiks-
ins fyrir þá. Þór leiddi framan af fyrri
hálfleik. Um miðbik hálfleiksins kom
mjög slæmur kafli hjá Þórsurum og
Hafnfirðingarnir náðu góðu forskoti
fyrir leikhlé. Þetta forskot var of stór
biti fyrir Þórsara og áttu þeir á brattann
að sækja það sem eftir lifði leiksins sem
endaði eins og áður sagði 86:58.
Þór byrjaði leikinn vel og skoraði Varnarleikur Þórsara var slakur og
Þjálfaramál hjá KA:
„Bíðum eftir svari
frá Sævari“
- segir Stefán Gunnlaugsson
formaður knattspyrnudeildar
„Við höfum boöið Sævari Jónssyni
landsliðsmanni úr Val, til viðræðna
um að hann þjálfi og leiki með KA á
næsta keppnistímabili. Við bíðum
eftir svari frá honum og ég á von á
því alveg á næstunni,“ sagði Stefán
Gunnlaugsson formaður knatt-
spyrnudeildar KA í samtali við Dag
í gær.
„Það verður ekkert gert í öðrum
málum fyrr en við hcyrum frá honum,“
sagði Stefán ennfremur. Þaö yrði
mikill fengur fyrir KA aö ná í Sævar
sent er einn albcsti varnarmaöur sem
til er hér á landi í dag.
Öll liðin í 1. deildinni í knattspyrnu
hafa gengið frá ráðningu þjálfara nema
KA. Það hefur að vísu ekki verið til-
kynnt enn að Ásgeir Elíasson þjálfi
Fram og það mun nær öruggt.
þá hittu leikmenn liðsins illa. Jón Már
Héðinsson var bestur Þórsara í leikn-
um og sá eini sem lék af eðlilegri getu.
í liði Hauka voru þeir ívar Ásgrímsson
og Tryggvi Jónsson bestir.
Stig Þórs: Jón Héðinsson 15, Eiríkur
Sigurðsson 10, Konráð Óskarsson 10,
Bjarni Össurarson 7, Ingvar Jóhanns-
son 6, Jóhann Sigurðsson 4, Guð-
mundur Björnsson 4 og Hrafnkell
Túliníus 2.
Flest stig Hauka skoruðu ívar
Ásgrímsson 21, Tryggvi Jónsson 12,
Henning Henningsson 12 og Ólafur
Rafnsson 8.
„Ég er að sjálfsögðu svekktur
yfir því að tapa leiknum en
þetta er allt að koma hjá
okkur. Þetta var allt annað en
verið hefur undanfarið en það
þarf meira til. Við munum
nota fríið sem framundan er til
þess að undirbúa okkur undir
lokaátökin í fyrri umferðinni
og munum selja okkur dýrt í
þeim Ieikjum sem eftir eru,“
sagði Árni Stefánsson
leikmaður Þórs í handbolta,
eftir leikinn við Stjörnuna í
Iþróttahöllinni á Akureyri á
laugardag. Leikurinn var jafn
og æsispennandi allan tímann
en Stjörnumenn reyndust
sterkari í lokin og sigruðu
23:22.
Þórsarar sýndu á sér allt aðra
hlið en gegn ÍR um síðustu helgi
enda gátu hlutirnir ekki versnað
hjá liðinu. Liðið lék með tvo
línumenn í sókninni lengst af og
gaf það ágæta raun. Jafnræði var
með liðunum í fyrri hálfleik og
var nánast jafnt á öllum tölum. I
hálfleik höfðu Stjörnumenn yfir
12:11.
Sama jafnræðið var með liðun-
um fram í miðjan seinni hálfleik.
Á 17. mín. var staðan jöfn 17:17
en þá skoruðu Stjörnumenn þrjú
mörk í röð og gerðu nánast út um
leikinn. Skömmu síðar var mun-
urinn orðinn fjögur mörk 22:18.
En Þórsarar voru ekki á því að
Árni Stefánsson átti mjög góðan
leik með Þór gegn Stjörnunni. Hér
skorar hann eitt marka sinna í leikn-
Ulll. Mynd: EHB.
gefast upp og náðu að minnka
muninn niður í eitt mark fyrir
leikslok en lokatölurnar urðu
22:23. Árni Stefánsson minnkaði
muninn í eitt mark á síðustu mín.
leiksins og Þórsarar reyndu að
spila maður á mann síðustu sek-
úndurnar en það gekk ekki upp.
Stjörnumenn voru nær því að
bæta við 24. markinu en að Þórs-
arar næðu að jafna.
Það sem varð Þór að falli í
þessum leik, var það að leikmenn
liðsins brutu oft klaufalega af sér,
sérstaklega í seinni hálfleik og
voru reknir útaf fyrir vikið. Auk
þess misnotaði liðið þrjú víta-
. Gunnar Gunnarsson var
útilokaður um miðjan seinni hálf-
leik fyrir brot. Axel Stefánsson
markvörður og Árni Stefánsson
voru bestu menn liðsins en einnig
átti Ingólfur Samúelsson ágætan
dag. Þórsarar hafa því enn ekki
hlotið stig og staða liðsins er allt
annað en glæsileg, nú þegar fimm
umferðunt er lokið.
Stjörnumenn hafa eflaust átt
von á auðveldari sigri en raun
varð á og leikmenn gerðu sig
seka um mörg mistök. Sigmar
Þröstur Óskarsson var bestur en
einnig áttu þeir Sigurjón Guð-
mundsson og Hermundur Sig-
mundssor, áaætan dag.
Mörk Þórs: Sigurpáll Aðal-
steinsson 7/6, Árni Stefánsson 5,
Ólafur Hilmarsson 4, Ingólfur
Samúelsson 4 og Jóhann Sam-
úelsson 2.
Mörk Stjörnunnar: Hermund-
ur Sigmundsson 8/6, Sigurjón
Guðmundsson 6, Hafsteinn
Bragason 3, Gylfi Birgisson 3,
Skúli Gunnsteinsson 2, Einar
Einarsson 1.
Leikinn dæmdu þeir Einar
Sveinsson og Gunnar Viðarsson
og voru þeir sæmilegir.
Körfuboltí 1. deild:
Haustlitir á Króknum
- þegar Tindastóll sigraði ÍA 89:59
Haustlitirnir voru allsráðandi í
leik Tindastóls og Skagamanna
sem fram fór á Króknum á
föstudagskvöldið. Þetta var
fyrsti leikur 1. deildar körfu-
boltans norðan heiða á þessu
Handbolti 3. deild:
Naumt tap Völsunga
í fyrsta leiknum
Völsungar léku sinn fyrsta leik
í 3. deild íslandsmótsins í
handknattleik á laugardaginn
en þá fengu þeir Skagamenn í
Verður Sævar Jónsson næsti þjálfari KA í
knattspyrnu?
Haraldur Haraldsson lcikmaöur Völsungs skoraöi 3 mörk fyrir liö sitt gegn ÍA á laugardag.
heimsókn. Leiknum sem fór
fram í íþróttahöllinni á Húsa-
vík lauk með naumum sigri
Skagamanna 20:18. Þetta var
jafnframt þriðji sigur þeirra í
jafnmörgum leikjum.
Leikur liðanna var mjög jafn
og spennandi allan tímann.
Skagamenn höfðu þó oftast
frumkvæðið og þeir leiddu með
einu marki í hálfleik 10:9. Sama
jafnræðið var með liðunum í síð-
ari hálfleik en undir lok leiksins
fengu Völsungar nokkur góð
tækifæri til þess að ná yfirhönd-
inni. En taugar leikmanna voru
ekki nægilega sterkar og þeir mis-
notuðu m.a. tvö vítaköst og tvö
hraðaupphlaup á lokamínútun-
um. Skagamenn sigruðu því í
leiknum sem fyrr sagði, 20:18.
Pálmi Pálmason var atkvæða-
mestur í liði Völsungs og skoraði
6 mörk. Ómar Rafnsson, Sigurð-
ur Illugason og Haraldur Har-
aldsson skoruðu þrjú mörk hver,
Gunnar Jóhannsson 2 og Helgi
Helgason 1. Helgi fékk að líta
rauða spjaldið hjá dómurunum
undir lok leiksins. í liði Skaga-
manna var Pétur Ingólfsson sem
fyrr atkvæðamestur.
hausti. Mjög virtist skorta á
leikæfingu liðanna og voru
Stólarnir t.d. allan fyrri hálf-
leikinn „að finna“ hvern
annan.
Leikurinn var jafn fyrstu mín-
úturnar en fjótlega tóku heima-
menn af skarið og náðu 11 stiga
forystu. Ekki tókst þeim samt að
hrista gestina af sér og í hálfleik
var staðan 42:34.
Stólarnir virtust síðan alveg
steinsofandi í upphafi þess síðari
þegar ÍA skoraði hverja körfuna
á fætur annarri og náði að
minnka muninn í 4 stig. En þá
var það sem gestgjafarnir sögðu,
hingað og ekki lengra, og með
ágætum leik juku þeir forskotið
jafnt og þétt allt til leiksloka. Þá
var munurinn orðinn 30 stig,
89:59.
Eins og áður segir var nokkur
haustbragur á leik liðanna og
ekki að efa, að það að Tindastóll
hefur ekki náð að leika einn ein-
asta æfingaleik í haust háði liðinu
mikið í leiknum. Eyjólfur Sverris-
son skoraði mest að venju, að
þessu sinni 31 stig, og var liann
og Kári Marísson þjálfari bestu
menn Tindastóls í leiknum. Þá
lék Sverrir Sverrisson þokkalega
og Björn Sigtryggsson vel í fyrri
hálfleik, en afleitlega í þeim síð-
ari. Björn skoraði 15, Kári 14,
Sverrir 8, Karl Jónsson 8 og
Ágúst Kárason 7.
Flest stig Skagamanna skorðu
þeir Jói Guðmundsson 18, Bogi
Pétursson 12 og knattspyrnu-
kappinn Þrándur Sigurðsson 8.
Þeir Indriði Jósafatsson og
Hrafnkell Túliníus dæmdu leik-
inn nokkuð vel. -þá
Umsjón: Krisíján Kristjánsson
Friðjón Jónsson og félagar hans í KA hafa aöcins unnið einn leik og á laugardag töpuðu KA-menn fyrir Víkingum.
Mynd: Róbert.
Handbolti 1. deild:
Stórleikur Péturs dugði
ekki gegn Víkingum
- íslandsmeistararnir sigruðu 28:23
KA veitti íslandsmeisturum
Víkings harða keppni í íslands-
mótinu í l.deild á laugardag-
inn í Laugardalshöllinni en það
dugði ekki til. Hið sterka lið
Víkings reyndist KA-mönnum
ofviða og sigraði Hæðargarðs-
liðið með 28 mörkum gegn 23
mörkum KA.
Leikurinn var í jafnvægi í fyrri
hálfleik og komust KA-menn
tvisvar yfir 4:3 og 6:5. Víkingar
settu þá í annan gír og náðu að
komast yfir með góðum leikkafla
undir lok hálfleiksins 16:12.
Brynjar Kvaran er nú aftur kom-
inn í markið og dreif hann sína
menn áfram með góðri mark-
Eyjólfur Sverrisson var að venju atkvæðamestur í liði Tindastóls og skoraði
31 Stig gegn ÍA. Mynd: -Þá.
vörslu og hvatningarhrópum.
Greinilegt er að KA saknar
Jakobs Jónssonar í sókninni því
of mikið mæðir á Pétri og Erlingi
fyrir utan.
KA menn neituðu að gefast
upp í seinni hálfleik og börðust
vel fyrstu mínúturnar og á tíma-
bili áttu þeir möguleika að
minnka muninn niður í eitt mark
en þá var staðan 19:17. Hins veg-
ar mistókst hjá þeim hraðaupp-
hlaup mjög kíaufalega og í stað-
inn fyrir að minnka muninn í eitt
mark náðu Víkingar að skora
mark og þar að auki bæta við
fjórum mörkum í röð. Þar með
var draumurinn búinn fyrir KA í
þessum leik og endaði leikurinn
því 28:23 eins og áður sagði.
Þessi leikur var ekki sérstak-
lega mikið fyrir augað og voru
Víkingarnir langt frá sínu besta .
Landsliðsmarkvörðurinn Krist-
ján Sigmundsson varði t.d. ein-
ungis fjögur skot og fór út af í
seinni hálfleik. Þá kom inná
Sigurður Jensson og varði eins og
berserkur m.a. víti á krítísku
augnabliki. Bestu menn Víkings
auk Sigurðar voru Karl Þráinsson
og Árni Friðleifsson. Hjá KA
nrönnum var Pétur Bjarnason allt
í öllu í sókninni og skoraði 9
mörk. Guðmundur Guðmunds-
son var sterkur í vörninni og var
hreyfanlegur á línunni. Undir lok
leiksins brugðust taugar KA-
manna og var þremur þeirra vís-
að af leikvelli, að vísu voru tveir
útafrekstrarnir mjög vafasamir
hjá mistækum dómurunt leiksins
Guðmundi Kolbeinssyni og Þor-
geiri Pálssyni.
Mörk KA í leiknum gerðu:
Pétur Bjarnason 9/1, Guðmund-
ur Guðmundsson 3, Friðjón
Jónsson 3, Erlingur Kristjánsson
3, Eggert Tryggvason 3, Hafþór
Heimisson 1 og Axel Björnsson
1.
Mörk Víkings: Sigurður Gunn-
arsson 6/1, Árni Friðleifsson 5,
Karl Þráinsson 5, Hilmar Sigur-
gíslason 3, Guðmundur Guð-
mundsson 3, Siggeir Magnússon
3 og Bjarki Sigurðsson 3. AP