Dagur - 19.10.1987, Síða 10
10 - DAGUR - 19. október 1987
Enska knattspyrnan:
Liverpool á toppinn!
- „Óttast allt lofið,“ segir Bob Paisley fyrrum framkvæmdastjóri félagsins
„Það tala allir um hve liðið sé
sterkt og leiki frábæra knatt-
spyrnu, þetta sé sterkasta lið
Liverpool frá upphafí og ekk-
ert geti komið í veg fyrir að lið-
ið vinni Englandsmeistara-
titilinn í ár. Ég óttast hins veg-
ar að allt þetta lof geti stigið
leikmönnum til höfuðs,“ sagði
Bob Paisley fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Liverpool á
föstudaginn.
John Barnes var frábær í liði
Liverpool gegn Q.P.R. og skoraði
tvö mörk.
Hugarfar leikmanna var þó í
góðu lagi á laugardag þegar
Liverpool tók á móti efsta liöi 1.
deildar, Q.P.R. á Anfield.
Q.P.R. hefur vermt efsta sæti
deildarinnar undanfarnar vikur.
en margir töldu að þessi leikur
þeirra gegn Liverpool væri þeirra
fyrsta prófraun á það hvort liðið
ætti raunhæfa möguleika til
sigurs í deildinni. Prátt fyrir
ágætan leik Q.P.R. átti liðið ekki
möguleika á sigri gegn Liverpool.
Craig Johnston skoraði fyrsta
markið 4 mín. fyrir lok fyrri hálf-
leiks eftir góða sendingu John
Barnes utan af kanti og þannig
var staðan í hálfleik. Á 65. mín.
var dæmd vítaspyrna á Terry
Fenwick fyrir hendi og John
Aldridge skoraði sitt 12. mark á
tímabilinu úr vítaspyrnunni.
Fram að þessu hafði Q.P.R. leik-
ið vel og staðið nokkuð í heima-
mönnum, en nú tók Liverpool öll
völd í leiknum og langbesti mað-
ur leiksins John Barnes bætti
tveim mörkum við á 78. og 85.
mín. eftir einleik þar sem hann
sýndi hraða sinn og tækni í bæði
skiptin. Við þennan sigur skaust
Liverpool upp í efsta sæti deild-
arinnar með 25 stig eins og
Q.P.R., en hefur betra marka-
hlutfall, auk þess sem Liverpool
hefur leikið tveim leikjum
minna, sannarlega sterk staða.
Tæplega 40.000 áhorfendur
sáu Manchester Utd. sigra
Norwich á heimavelli sínurn Old
Trafford 2:1. Þrátt fyrir sigurinn
lék liðið heldur illa í leiknum, en
það hlýtur þó að vera uppörvandi
að sigra þrátt fyrir lélegan leik.
Norwich hóf leikinn mun betur
og allan fyrri hálfleik átti heima-
liðið undir högg að sækja,
Norwich hafði undirtökin á miðj-
unni og tók forystu á 30. mín.,
Wayne Biggins sendi þá þrumu-
skot í markið af löngu færi, og
tveim mín. síðar þegar vörn Utd.
var enn að jafna sig eftir markið
átti Ruel Fox skot í þverslá. í
leikhléi gerði Alex Ferguson
breytingar á liði Utd. Kevin
Moran kom inná í vörnina og
Bryan Robson sem leikið hafði
sem miðvörður í fyrri hálfleik var
færður fram á miðjuna og þá loks
tók liðið við sér. Aðeins mín. eft-
ir að síðari hálfleikur hófst jafn-
aði Peter Davenport fyrir Utd.
og liðið náði tökum á leiknum,
en þegar Bryan Gunn markvörð-
ur Norwich varði vítaspyrnu
Brian McClair á 76. mín. fóru
menn að efast um að liðinu tækist
að sigra. En þegar aðeins 10 mín.
voru til leiksloka skoraði fyrirlið-
inn Bryan Robson sigurmarkið er
hann kastaði sér fram og skallaði
glæsilega í mark Norwich eftir
sendingu utan af kanti. Norwich
átti hættuleg færi eftir þetta, en
tókst ekki að skora og leikmenn
liðsins óhressir með að ná ekki
öðru stiginu úr leiknum.
Nigel Clough náði forystu fyrir
Nottingham For. í fyrri hálfleik,
en Sheffield Wed. barðist mjög
vel og gaf ekkert eftir þar til Lee
Chapman var rekinn af leikvelli
fyrir mótmæli við dómara hálf-
tíma fyrir leikslok. Hann var
varla kominn útaf þegar Franz
Carr átti sendingu fyrir markið
sem hafnaði í netinu án þess að
markvörður Sheffield kæmi vörn-
um við. Paul Wilkinson bætti síð-
an við þriðja marki Forest rétt
fyrir leikslok og góður sigur í
höfn, en of stór miðað við gang
leiksins.
Chelsea sigraði Coventry í
London og geta leikmenn
Coventry nagað sig í handarbök-
in fyrir hvernig fór. Leikmenn
Chelsea voru jafn líflausir í leikn-
um og dauð tré sem rifnað höfðu
upp í óveðrinu í London fyrr í
vikunni og lágu fyrir utan leik-
vanginn. Sóknarmenn Coventry
fóru illa með mörg góð færi í
Peter Davenport jafnaði fyrir Man.
Utd. gegn Norwich.
sek., en markið var dæmt af. Ian
Snodin náði síðan forystu fyrir
Everton á 9. mín., en „Mira“
jafnaði þrem mín. síðar með
glæsilegu skallamarki. Varnar-
menn Everton áttu í stöðugum
vandræðum með hann í leiknum
og misstu hann í gegn undir
lokin, en þá brást honum boga-
listin. Paul Goddard átti skot í slá
Everton marksins, en hinum
megin var bjargað á línu frá
Snodin. Fjörugur, en harður leik-
ur og fjórir leikmenn bókaðir auk
þess sem Adrian Heath var rek-
inn af leikvelli hjá Everton á 72.
mín. fyrir gróft brot. Jafntefli, en
Everton vantar enn stöðugleika í
leik sinn.
Southampton vann sinn fyrsta
heimaleik á tímabilinu gegn Wat-
ford á laugardag. Danny Wallace
skoraði sigur markið 23 mín.
fyrir leikslok eftir glæsilegan ein-
leik, en sigur liðsins hefði getað
orðið mun stærri, en leikmenn
liðsins voru ekki á skotskónum í
þessum leik.
West Ham vann sinn fyrsta úti-
leik gegn Oxford. Tommy Caton
skoraði sjálfsmark eftir aðeins 6
mín. og Tony Cottee skoraði
annað mark West Ham. Dean
Saunders lagaði stöðuna fyrir
leikhlé og þar við sat.
Charlton er enn á botninum,
tapaði heima gegn Derby. Steve
Cross skoraði snemma í leiknum
fyrir Derby og reyndist það eina
mark leiksins.
Luton sigraði Wimbledon á
heimavelli 2:0. Brian Stein skor-
aði á 20. mín. og Danny Wilson
gerði út um leikinn með marki í
síðari hálfleik.
f 2. deild heldur Bradford sínu
striki, sigraði Birmingham örugg-
lega. Leonard 2, Palin og McCall
skoruðu. Hull City gengur einnig
mjög vel, er í öðru sæti og sigraði
Barnsley á útivelli. Saville,
Heard og Askew skoruðu mörk
liðsins. Furðuleg úrslit í leik
Plymouth gegn Leeds Utd.
Clayton og Summerfield náðu
forystu fyrir Plymouth eftir 11
mín. leik, en Bob Taylor og
Glynn Snodin höfðu jafnað 9
mín. síðar og þannig var staðan í
leikhléi. í síðari hálfleik skoruðu
Smith, Clayton, Summerfield og
Tynan fyrir Plymouth. Snodin
gerði annað mark sitt fyrir Leeds
Utd. Fjörugur leikur, en hætt við
að framkvæmdastjórastóll Billy
Bremner hjá Leeds Utd. verði að
hálfgerðum ruggustól ef ekki
verður breyting til batnaðar hjá
liðinu fljótlega.
Aston Villa gengur illa að sigra
á heimavelli og hefur raunar ekki
gert það í haust. Mark Walters
náði forystunni fyrir Villa í fyrri
hálfleik, en Trevor Aylott jafnaði
fyrir Bournemouth í síðari hálf-
leik. Þ.L.A.
Arsenal sigraði
Tottenham
Brasilíumaðurínn í liði Newcastle,
Mirandinha, var Everton erfíður á
laugardaginn.
leiknum og David Bennett átti
skot í slá. Um miðjan síðari hálf-
leik losnaði síðan Kerry Dixon
óvænt úr gæslunni og skoraði
eina mark leiksins. Coventry setti
David Speedie sem keyptur var
frá Chelsea í sumar inná, en allt
kom fyrir ekk[, Chelsea sigraði
þrátt fyrir að Pat Nevin væri eini
tnaður liðsins sem lék vel.
Newcastle lék heima gegn
Everton og átti tækifæri til að
sigra í leiknum. Brasilíumaður-
inn „Mira“ sem var áberandi
bestur á vellinum skoraði eftir 45
Leikur Lundúnarisanna Tott-
enham og Arsenal á White
Hart Lane fór fram á sunnudag
þar sem honum var sjónvarpað
beint.
Fyrsta markið í viðureign þess-
ara gömlu keppinauta kom strax
á fyrstu mín. leiksins, Steve
Williams átti þá slæma sendingu
aftur til markvarðar síns, en hinn
eldfljóti Nico Claesen komst í
milli og vippaði laglega yfir John
Lukic markvörð Arsenal. Prem
mín. síðar hafði Arsenal náð að
jafna, með fallegu marki David
Rocastle. Ekki liðu nema 10 mín.
frá jöfnunarmarki Arsenal þar til
liðið hafði náð forystu, bakvörð-
urinn Mike Thomas braust upp
hægri vænginn og skaut þaðan
föstum jarðarbolta fram hjá
Tony Parks sem lék í marki Tott-
enham í stað Ray Clemence sem
er meiddur. Forysta Arsenal í
hálfleik var sanngjörn og það var
ekki fyrr en síðustu 20 mín. leiks-
ins sem leikmenn Tottenham
komust í gang og voru raunar
mjög óheppnir að jafna ekki í
lokin, Gary Mabbutt komst einn
í gegn eftir sendingu frá Ardiles
og skoraði, en markið var dæmt
af þar sem annar leikmaður liðs-
ins var rangstæður hinum megin
á vellinum. Arsenal er því í hópi
efstu liða og liðið til alls líklegt í
vetur, en eitthvað virðist vera að
hjá Tottenham. Richard Gough
farinn heim til Skotlands og bæði
Nico Claesen og Steve Hodge eru
óánægðir í herbúðum liðsins.
Þ.L.A.
David Rocastlc jafnaði fyrir
Arsenal gegn Tottenham í gær.
Knatt-
Úrslit leikja í 1. og 2. deild
ensku knattspyrnunnar á laug-
ardag urðu þessi:
1. deild:
Charlton-Derby 0:1
Chelsea-Coventry 1:0
Liverpool-Q.P.R. 4:0
Luton-Wimbledon 2:0
Man.United-Norwich 2:1
Newcastle-Everton 1:1
Nottiu.Forest-SliclT.Wcd. 3:0
Oxford-West Hatn 1:2
Southampton-Watford 1:0
Tottenham-Arsenal 1:2
2. deild:
Oldham-C.Palace fr.
Aston Villa-Bornemouth 1:1
Barnsley-Hull 1:3
Blackburn-Stokc 2:0
Bradford-Birmingham 4:0
Ipswich-Man.Citv 3:0
Middlesbro-W.B.A. 2:1
Millwall-Shrewsbury 4:1
Plymouth-Leeds 6:3
Reading-Huddersfield 3:2
Sheff. U td. -Leicester 2:1
Getraunaröðin er þessi:
211-11X-121-211
Liverpool
Q.P.R.
Arsenal
Nollm.lo/csl
Man.United
Chelsea
Tottenham
Everton
Coventry
Oxford
Derby
Portsnioiith
Luton
Wimbledon
West Hani
Ncvvcastlc
Southampton
Norwich
Watford
ShelT.Wed.
Charlton
9 8-1-0 28: 6 25
11 8-1-2 16: 9 25
11 7-2-2 211: 6 23
11 7-2-2 19: 9 23
12 6-5-1 21:12 23
12 7-1-4 22:17 22
12 6-2-4 16:10 20
12 5-4-3 19: 9 19
10 5-14 11:13 16
114-2-5 15:1814
1134-4 18:1213
11 3-4-4 12:23 13
11 3-3-5 14:17 12
11 3-3-5 12:15 12
11 2-5-4 11:14 I I
10 24-4 12:17 10
10 2-44 12:17 II)
12 3-1-8 9:17 10
10 2-2-6 5:12 8
12 1-3-8 11:26 6
11 1-2-8 8:21 5
Bradford
Hull
Middlesbrough
Ipswich
C.Palace
Swindon
Aston Villa
Millwall
Birminghant
Sloke
Sheff.United
Blackbum
Plymouth
Man.City
Barnslcy
Lceds
Lcicester
W.B.A
Shrewsbury
Bornemouth
Reading
Oldhatn
Huddcrsficld
13 10-2-1 25: 9 32
13 7-5-1 21:12 26
13 7-24 19:12 23
13 64-3 16:9 22
12 6-3-3 26:16 21
12 6-3-3 19:13 21
14 5-6-3 17:12 21
13 6-34 20:17 21
13 544 15:20 19
14 5-4-5 9:15 19
13 5-3-5 17:17 18
14 4-5-5 17:18 17
14 4-4-6 24:25 16
12 4-3-5 19:18 15
13 4-3-6 11:15 15
14 3-6-5 10:1615
13 4-2-7 18:19 14
14 4-2-8 17:23 14
12 2-7-3 9:11 13
13 34-6 15:19 13
12 3-3-6 12:18 12
12 3-3-6 9:18 12
12 0-5-7 12:26 5