Dagur - 19.10.1987, Side 12
12 - DAGUR - 19. október 1987
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Sandskeið 20, n.h. (Baldursh.) Dalvík, þingl.
eigandi Jóna Vignisdóttir, ferfram í dómsal embættisins Hafn-
arstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 23. október '87 kl.
14.15.
Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl.
Bæjarfógetinn á Dalvík.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Kjalarsíða 12a, Akureyri, þingl. eigandi Magnús
Sigurbjðrnsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti
107, 3. hæð, Akureyri föstud. 23. október '87 kl. 15.45.
Uppboðsbeiðandi er Búnaðarbanki (slands.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Langahlíð 7c, Akureyri, þingl. eigandi Vilhelm
Guðmundsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti
107, 3. hæð, Akureyri föstud. 23. október '87 kl. 15.45.
Uppboðsbeiðandi er Árni Grétar Finnsson hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Skáldalækur, Svarfaðardal, þingl. eigandi Hallur
Steingrímsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti
107, 3. hæð, Akureyri föstud. 23. október '87 kl. 16.15.
Uppboðsbeiðandi er Ragnar Steinbergsson hrl.
Sýslumaðurinn f Eyjafjarðarsýslu.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Tungusíða 26, Akureyri, þingl. eigandi Smári
Jónatansson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti
107, 3. hæð, Akureyri föstud. 23. október '87 kl. 16.15.
Uppboðsbeiðandi er Verslunarbanki (slands.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Stapasíða 24, grunnur, Akureyri, talin eign
Herberts Ólasonar, fer fram í dómsal embættisins Hafnar-
stræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 23. október '87 kl. 15.00.
Uppboðsbeiðandi er Gunnar Sólnes hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Reykjasíða 19, Akureyri, þingl. eigandi Jóhann
Purkhus o.fl., ferfram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107,
3. hæð, Akureyri föstud. 23. október '87 kl. 16.30.
Uppboðsbeiðandi er Búnaðarbanki (slands.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Skarðshlíð 25a, Akureyri, þingl. eigandi Þor-
steinn Sigurbjörnsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnar-
stræti 107,3. hæð, Akureyri föstud. 23. október '87 kl. 14.30.
Uppboðsbeiðandi er Iðnaðarbanki (slands hf.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Skarðshlíð 32f, Akureyri, þingl. eigandi Trausti
Haraldsson, fer fram i dómsal embættisins Hafnarstræti 107,
3. hæð, Akureyri föstud. 23. október '87 kl. 14.45.
Uppboðsbeiðendur eru: Reynir Karlsson hdl., Iðnaðarbanki
íslands hf. og Byggðastofnun.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Þögnin eina hrósið
sem við fáum
- rætt við húsameistara Akureyrar og starfsmenn hans
Ágúst Berg húsameistari.
Húsameistaraembættið á Ak-
ureyri hefur verið mikið í
sviðsijósinu undanfarið vegna
tillagna um stjórnkerfisbreyt-
ingar, vangaveltna um framtíð-
arskipan yfirstjórnar bygginga-
mála bæjarins og frétta um að
embætti húsameistara hafi
ítrekað verið sniðgengið í
bæjarkerfinu. Ágúst Berg,
húsameistari, Erlendur Her-
mannsson, iðnfræðingur, og
Gylfi Snorrason, tæknifræð-
ingur, svöruðu nokkrum spurn-
ingum blaðamanns á dög-
unum um embættið, hlut-
verk þess, starfsaðstöðu og
framtíðarhorfur.
- Erlendur, í hverju er starf
ykkar fólgið á skrifstofu húsa-
meistara?
„Það er aðallega fólgið í eftir-
litsstörfum með nýbyggingum og
húseignum á vegum bæjarins og
framkvæmdum tengdum þeim,
t.d. barnaheimilum og skólum.
Við erum á þönum nánast allan
daginn í kringum þær stofnanir
og skóla sem heyra undir okkar
verksvið og þurfum að hafa sam-
band við starfsfólk á viðkomandi
stöðum. Hér er um að ræða yfir-
menn skóla, húsverði, iðnaðar-
menn o.s.frv. Við þurfum að
útvega iðnaðarmenn til að fram-
kvæma þau verk sem falla undir
embættið, bæði vegna viðhalds
og nýbygginga."
Aðeins þrír starfsmenn
- Hvað starfa margir við þetta
embætti?
„Við erum þrír hérna, tveir
fastráðnir og einn lausráðinn.
Fjórði maðurinn er í ársleyfi frá
störfum. Við erum ekki nógu
margir, héma er starfsaðstaða
fyrir fleiri og sem dæmi get ég
nefnt að núna höfum við ekki
einu sinni símastúlku. Það er
mjög bagalegt að þurfa að hlaupa
sífellt í símann frá þeim verkefn-
um sem við erum að sinna. Á sín-
um tíma, þegar við vorum mikið
í teikningum hérna - en það er
nú að mestu liðin tíð vegna
fámennis - hafði maður varla
nokkurn tíma til að sinna teikn-
ingum vegna þess að maður var
varla búinn að snúa sér að teikni-
borðinu þegar síminn hringdi,
mörgum sinnum á hverjum
klukkutíma.“
- Hafið þið aldrei haft sérstak-
an starfsmann við símagæslu?
„í sumar, þegar annirnar voru
sem mestar, var stúlka við síma-
vörslu hjá okkur. Á þeim tíma
vorum við lítið innivið og því
ekki annað mögulegt en að hafa
einhvern fast á símanum. í raun
og veru þyrfti einhver að vera við
símagæslu hér allt árið, ekki ein-
göngu á sumrin."
- Nú hefur það komið fram að
starfsaðstaða ykkar er langt frá
því að vera góð, Ágúst.
„Já, hún er auðvitað langt frá
því að geta talist góð. Gallinn er
t.d. sá að við erum ekki nema þrír
eftir hérna og við erum allir með
um 30 daga í sumarfrí. Til að
brúa það bil sem skapast af þessu
þarf a.m.k. 25% aukningu
starfskrafta því hér er um mjög
sérhæfð störf að ræða. Við getum
ekki kallað á menn úti í bæ og
beðið þá um að vera hérna fyrir
okkur í sumarleyfum. Hér áður
vorum við með tækniteiknara í
vinnu sem hafði einnig það hlut-
verk að svara í síma og taka nið-
ur skilaboð. Þegar starfsmenn
eru þetta fáir eru þeir meira á
hlaupum úti í bæ við hin og þessi
verkefni og starfstíminn verður
því ódrýgri hér á skifstofunni
sjálfri.
Við getum ekki falið hverjum
sem er að skrifa upp á reikninga
eða hafa eftirlit með framkvæmd-
um á vegum bæjarins. Hérna
verða að vera fasíir starfsmenn
og það tekur nýja menn árið eða
meira að komast verulega inn í
mörg af þeim málum sem hér er
fjallað um. Það fylgir deild sem
þessari mikið af tækjum og öðru
og ekki er auðvelt að svipta henni
til í einu vetfangi. Éf menn
vilja breyta þessu og bylta deild-
inni til þá skemmir slíkt óhjá-
kvæmilega margt af því sem hér
hefur verið unnið við uppbygg-
ingu gegnum árin.“
„Kemur ekki niður
á mér persónulega“
- Hvaða breytingar þykjast
menn sjá fram á varðandi emb-
ætti húsameistara?
„Breytingarnar hljóta að verða
þær að hjá bænum verði ákveðin
ný stjórnskipan. Áður var þetta
eins og pýramídi, bæjarstjórinn
var efstur, og þannig var það
upphaflega þegar ég var ráðinn
að þá heyrði ég aðeins undir
bæjarstjóra og bæjarráð. í sjálfu
sér er þetta þannig ennþá, í stór-
um dráttum."
- Nú er það orðið opinbert að
misbrestur hefur verið á því að
málin hafi verið látin ganga rétta
boðleið til embættis húsameist-
ara. Hönnun er framkvæmd án
vitundar húsameistara og útboðs-
gögn eru afhent sama daginn til
hans og verktaka. Hvað segir þú
við þessu, Ágúst?
„Ég segi bara að þetta kemur í
sjálfu sér ekki niður á mér
persónulega og með fáum starfs-
mönnum kæmist ég ekki yfir að
framkvæma þetta allt saman. Ég
vil þó benda á að þetta kemur
fyrst og fremst niður á bæjarfé-»
daginu í heild í því formi að það
er hver að vinna í sínu horn-
inu og störfin ekki samræmd.
Eftir áramótin síðustu var t.d.
verið að bjóða út þrjú stór verk á
sama tíma: Dvalarheimilið Hlíð,
verkamannabústaði og fram-
kvæmdir við Verkmenntaskól-
ann. Bæjaryfirvöld voru mótfall-
in því að þetta lenti hvað ofan í
öðru og að verktakarnir væru að
bjóða í öll verkin og hlupu á milli
staðanna, eins og það var orðað.
Þarna höfðu bæjaryfirvöld ekki
heildaryfirsýn yfir það sem var að
gerast.“
„Þetta hlýtur að vera
vilji bæjaryfirvalda“
„Hvað varðar það atriði að
einstakir menn í bæjarkerfinu
ráði hönnuði framhjá húsameist-
ara og láti framkvæma verkin án
okkar leyfis þá-vil ég segja áð