Dagur - 19.10.1987, Side 15

Dagur - 19.10.1987, Side 15
19. október 1987 - DAGUR - 15 Fmmskógahernaður og forkólfar Pósts og síma Á forsíðu Dags 1. október sl. birtist frétt undir fyrirsögninni „Frumskógahernaður á launa- markaðinum“. Tilefni fréttarinn- ar voru yfirvofandi stórvandræði vegna uppsagna póstmanna á Akureyri, en efnið var viðtal við Ársæl Magnússon, umdæmis- stjóra Pósts og síma, þar sem hann kennir flestu öðru en stofn- uninni og forsvarsmönnum henn- ar um ástandið. Við málflutning- inn í viðtalinu er ærið margt að athuga þótt hér verði stiklað á fáu einu. Það fyrsta, sem lesandi hnýtur um, er furðulegur skilningur umdæmisstjórans á orðum „að svíkja samningaí\ sem í hans vit- und merkja það sama og að yfir- borga eða greiða hærri laun en kjarasamningur kveður á um. Þetta hlýtur vægast sagt að teljast nýstárlegur skilningur á okkar ástkæra, ylhýra og þjóðfélagsleg- um veruleika, en grátbroslega hliðin á málinu er þó sú, að högg- ið kemur einna harðast niður á Pósti og síma, sem varla hefur verið ætlunin. Samkvæmt skiln- ingi umdæmisstjórans hefur Póstur og sími nefnilega árum saman svikið samninga við háskóla- menntaða starfsmenn sína með því að greiða þeim 20-50 óunna yfirvinnutíma á mánuði umfrain samningsbundin laun. Að vísu hefur þetta átt að fara leynt en ekki gerir það hlut Pósts og síma betri. Auðvitað hefur umdæmisstjór- inn hér algjör endaskipti á hlutunum. Það er bundið í lands- Bæjarstjórn Húsavíkur: Endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt Endurskoðun fjárhagsáætlun- ar bæjarsjóðs og bæjarfyrir- tækja var til umræðu á fundi Bæjarstjórnar Húsavíkur sl. fhnmtudag. Fram kom að bæjarsjóð vantaði 14 milljónir ef vinna ætti þau verkefni sem fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir en samþykkt var að minnka fjárveitingar til ýmissa verk- efna um 4,5 milljónir. Fjárvöntun hafnarsjóðs er rúmlega 1,8 milljónir svo samtals vantaði rúmar 11 milljónir til að endar næðu saman. Öráðstaf- að fé á fjárhagsáætlun Vatnsveitu nam 2,1 milljón og óráðstafað fé á fjárhagsáætlun Hitaveitu nam 2 milljónum. Samþykkt var að þessi 4,1 milljón frá veitunum rynni sem óafturkræft framlag til bæjarsjóðs og einnig voru sam- þykktar nýjar lántökur að upp- hæð fjórar milljónir. Hækkun á yfirdrætti um áramót mun því nema um þrem milljónum króna. IM lögum að ákvæði kjarasamninga eru lágmarksákvæði, og samning- ar teljast þá og því aðeins sviknir að gert sé lakar við launtaka en samningar segja til um. Það þarf raunar að gæta að fleiru en kaupliðum, stofnunin þarf líka að venja sig við að fara eftir ákvæðum um forgangsrétt og fag- réttindi, svo dæmi sé tekið. Þá er komið að Landsvirkjun. Vondir kallar hjá Landsvirkjun, finnst umdæmisstjóranum, að bjóða tæknimönnum hærri laun en þeir fá hjá Pósti og síma. Þó er Landsvirkjun í eigu sveitarfélaga og ríkisins. Ja, hvað skal nú til varnar verða? Það er að sönnu til of mikils ætlast að umdæmisstjórinn þekki það alveg út í hörgul, en lausnin á þessum vanda var auðfengin í samningaviðræðunum í vor. Þá lá nefnilega gildandi samningur milli Rafiðnaðarsambands íslands og Landsvirkjunar fyrir og sambandið tók fyrst og fremst mið af honum í kröfugerð sinni. Og ef þeir, sem sömdu fyrir hönd Pósts og síma, hefðu haft vit og vilja til var ekkert auðveldara en að ná hliðstæðum samningi án þess að til verkfalls eða annarra vandræða þyrfti að koma. Vænt- anlega vill umdæmisstjórinn ekki áfellast tæknimenn stofnunarinn- ar fyrir að hafa ekki haldið út í verkfalli nema í átta daga? Nei, því miður verður það að segjast að umdæmisstjórinn fer ákaflega villur vegar í viðtalinu og honum sést algerlega yfir kjarna málsins, sem er auðvitað sá, að þjóðin er ekki til fyrir Póst og síma heldur er Póstur og sími til fyrir þjóðina. Þar af leiðandi verður Póstur og sími að lifa við það ástand sem ríkir með þjóð- inni á hverjum tíma og þar á meðal ástandið á launamarkaðin- um. Þeir sem með þessi mál fara af hálfu Pósts og síma þurfa því að hafa sig í það að reyna að kynna sér raunveruleikann utan múra stofnunarinnar og taka mið af honum. Reynist þeim það algerlega ofviða þá er auðvitað miklu hampaminna og vænlegra á allan hátt að skipta þeint út heldur en að ætla sér að skipta út þjóðinni. Leó Ingólfsson. Höfundur er varaform. Sveinafélags rafeinda- virkja. Vélvirkjar Samherji hf. óskar eftir að ráða vélvirkja til viðhaldsstarfa. Vinnuaðstaða: Ekkert sérstök. Vinnutími: Getur af og til orðið langur. Laun: Samkomulagsatriði. Upplýsingar um starfið veitir Kristján í síma 26629 eða Þorsteinn í síma 26966 milli kl. 16 og 17. Umsóknir um starfið sendist til Samherja hf., Glerár- götu 30, fyrir 27. október 1987. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför PÉTURS SIGFÚSSONAR bónda í Álftagerði. Sigrún Ólafsdóttir, Ólafur Pétursson, Regína Jóhannsdóttir, Sigfús Pétursson, Pétur Pétursson, Elísabet Ögmundsdóttir, Heiðdís Pétursdóttir, Páll Leósson, Gísli Pétursson, Ingibjörg Sigfúsdóttir, Óskar Pétursson, Jónína Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. AKU REYRARBÆR Félagsmálastofnun Akureyrar Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir nýtt símanúmer og heimilisfang Dagvist- ardeildar. Dagvistardeild er til húsa í Eiðsvallagötu 18, annarri hæð, gengið inn að sunnan. Síminn er 24600. Dagvistarfulltrúi er með símaviðtalstíma alla virka daga frá kl. 10-12. Umsjónarfóstra með dagmæðrum og gæsluvelli er með símaviðtalstíma frá kl. 10-12 alla virka daga. Eftirlitsmaður gæsluvalla og dagvista hefur síma- tíma mánudaga og fimmtudaga kl. 13-15. Vinsamlegast geymið auglýsinguna. Dagvistarfulltrúi. Útgerðarstaði r á íslandi Ritið Útgerðarstaðir á íslandi er komið út. í ritinu eru upplýsingar um þróun byggðar í útgerðarstöðum á íslandi frá 1980 og fjallað um sjávarútveginn og þátt hans í byggðaþróun á tímum mikilla breytinga í stjórna fiskveiða. í ritinu er fjallað um 55 útgerðarstaði á landinu í máli og skýringarmyndum. Meðal annars er lýst hagnýtingu botnfiskaflans allt frá 1980 og kemur þar fram hve mikið er unnið á staðnum og hve mikið selt burt. Þá er fjallað um veiðikvóta og ítarlega um aflaráð heimabáta. Ritið Útgerðarstaðir á íslandi er til sölu hjá nokkrum bókaverslunum og einnig má panta það frá Byggðastofnun. Byggöastofnun Rauðarárstíg 25 • Sími: 25133 • Pósthólf 5410 ■ 125 Reykjavík FIRAMSÓKNARMENN AKUREYRI Baejarmálafundur verður mánudaginn 18. október kl. 20.30 að Hafnarstræti 90. Fundarefni: Dagskrá bæjarstjórnar n.k. þriðjudag. Félagar fjölmennið. Stjórnin. I é yr # AFSLÁTTUR Vissa daga vikunnar er gefinn 50% afsláttur. Þessir dagar eru merktir með rauðu í vetraráætluninni okkar. Þetta fyrirkomuleg gildir á öllum áætlunarleiðum. Vetraráætluniri liggur frammi hjá umboðsmönnum, ferðaskrifstofum og flugvöllunum. Upplýsingar í síma 96-22000. fluqfélaq nordurlands hf.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.